Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ■ PRJONASKOLI Tinnu var stofnsettur 4. september sl. en hann er til húsa að Hjallahrauni 4 í Hafnarfírði. Undirbúningur að skólanum hefur staðið yfir í eitt ár en tveir kennarar starfa þar í vetur. í fréttatilkynningu segir að .. ein helsta ástæða fyrir stofnun skólans sé sú þróun sem átt hafí sér stað í mörgum löndum Evrópu. Þar hafi pijónaþekking verið að tapast og kynslóðir að koma fram sem ekki kunni að prjóna. Nú síð- ustu ár megi greina merki þess í grunnskólum hér á landi að minni áhersla er lögð á handmenntir. Þessari þróun vill Pijónaskóli Tinnu snúa við og hjálpa til í starfi ís- lenskra skóla í eflingu á hand- menntinni. í vetur verður boðið upp á fjögur námskeið, unglinganám- skeið, námskeið í pijóntækni, í hekli, og svo almennt námskeið. Skólastjóri verður Halla Bene- diktsdóttir en hún hefur m.a. starfað við kennslu í Verkmennta- skólanum á Akureyri og hjá Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Það er Gambúðin Tinna í Hafnar- firði sem er stofnandi skólans. Messa í Neskirkju klukkan 14 NESKIRKJA:Messa í dag, sunnudag, klukkan 14. Athugið breyttan messu- tíma. Séra Frank M.Halldórsson. ■ YOGASTOÐIN Heilsubót og Sjúkrastöð Hörpu eru fluttar frá Hátúni 6a að Síðumúla 15. Lögð er áhersla, eins og áður, á Hathay- oga, líkamlegar æfingar, slökun, öndun, mataræði og jákvætt hugarfar. Boðið er upp á morgun- tíma, dag- og kvöldtíma fyrir fólk á öllum aldri. Sauna og sturtur á staðnum. Sjúkranuddstofa Hörpu sér um nudd. Sex aukasýningar Bjögga í haust VEGNA fjölda áskor- ana frá þeim sem ekki komust að í fyrra hef- ur verið ákveðið að sýningin Þó líði ár og öld, sem sett var upp sl. haust til að halda upp á 25 ára söngaf- mæli Björgvins Hall- dórssonar, verði tekin upp aftur. Aðeins verður um sex sýn- ingar að ræða og er fyrsta sýningin laugardaginn 16. september nk. Allir sömu lista- mennirnir verða með Björgvini á sviðinu í haust og voru í vetur, tíu manna hljómsveit undir stjórn Gunnar Þórðarsonar, sem útsetti tónlistina í sýningunni, bakradda- söngvararnir Erna Þórarinsdóttir og Jóhann Helgason, dansarar úr Battú- dansflokknum undir stjórn Helenu Jóns- dóttur danshöfundar og Sigríður Beinteins- dóttir, söngkona, sem er sérstakur gestur Björgvins. Jón Axel Olafsson er kynnir, hljóðstjórn í höndum Gunnars Smára Helgasonar, lýsingu stjórnar Magnús Við- ar Sigurðsson, en mjög fullkominn ljósabúnaður var keyptur til landsins vegna sýning- arinnar. Alls starfa 10 tæknimenn við sýninguna, sviðsstjóri er Ag- úst Ágústsson og Björn G. Björns- son sá um sviðsetningu og leik- stjórn. Björgvin Halldórsson RADAUGl YSINGAR Lítil snyrtivöruheildsala Til sölu fyrirtæki sem hefur sérhæft sig á heima- markaðnum og er m.a. með Aloe Vera vörur. Kjörið tækifæri fyrir aðila sem vilja byggja upp eigið fyrirtæki án mikils tilkostnaðar. Vinsamlega leggið nafn og símanúmer inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „L - 10226“. Snyrtistofa Til sölu er falleg lítil snyrtistofa í fullum rekstri. Vinsamlega sendið fyrirspurnir til afgreiðslu Morgunblaðsins, merktar: „Miðbær- 101 “, fyrir 14. september. Mannréttindi og þögn „Kvenréttindi eru mannréttindi og mann- réttindi eru kvenréttindi" staðhæfir Hillary Clinton (Mbi. 7.9. ’95) Hver er staða mannréttindamála á íslandi, þegar Hæstiréttur sendir héraðsdómstólun- um leyndarbréf og stjórnkerfi og fjölhniðlar þegja? Bókin Skýrsla um samfélag upplýsir. Útg. Til sölu F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í nokkra járn- klædda timburskúra, sem verða til sýnis í birgðastöð Rafmagnsveitunn- ar á Þórðarhöfða á Ártúnshöfða mið- vikudaginn 13. september 1995. Tilboðum skal skila til Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, fyrir kl. 16.00 sama dag. Innkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 OO - Fax 562 26 16 Til sölu bílkrani P og H Omega T-500, árgerð 1986 Uppl. veitir Jón ívs. 421-3577 og hs. 423-7614. Verslun til sölu til brottflutnings Til sölu er húsnæði og innréttingar Plúsmark- aðarins í Grafarvogi. Um er að ræða tvö timb- urhús, annað um 100 fm og hitt 50 fm. Húsin verða seld hvort heldur er saman eða í sitt hvoru lagi og með eða án innréttinga. Upplýsingar hjá Gunnari Steingrímssyni, sími 587-3771, bílasími 854-6069. ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA BJÖRNS E.ÁRNASONAR L Ö G G I L T I R ENDLRSKOÐENDl'R Verslun á landsbyggðinni Okkur hefur verið falið að auglýsa til sölu verslun með byggingavörur o.fl., sem stað- sett er í kaupstað á landsbyggðinni. Ibúðarhúsnæði geturfylgt með íkaupunum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í Sætúni 8, Reykjavík. Endurskoðunarskrifstofa Björns E. Árnasonar, löggiltir endurskoðendur, Sætúni 8, 105 Reykjavík. Húsnæðisnefnd Garða bæjar óskar eftir íbúðum til kaups í Garðabæ Um er að ræða 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir, sem mega ekki vera stærri en 130 m2 brúttó. Leitað er eftir íbúðum af einfaldri gerð. Um staðgreiðslu getur verið að ræða fyrir réttar eignir. Þeir, sem hafa áhuga á að bjóða íbúðir til kaups, eru beðnir að senda nöfn sín og síma- númer ásamt lýsingu á íbúðinni og verðtil-i boði á bæjarskrifstofu Garðabæjar fyrir 20. september nk. í umslagi merktu: „Húsnæðis- nefnd Garðabæjar". Frekari upplýsingar veitir fulltrúi nefndarinn- ar, Hrund Grétarsdóttir, á milli kl. 10 og 12 á bæjarskrifstofunum við Vífilstaðaveg eða í síma 565-8500. Húsnæðisnefnd Garðabæjar. BÁTAR — SKIP Til sölu m/b Krossanes SU-5 Til sölu er m/b Krossanes SU-5, sem er 25,96 metra 187 bt. togbátur byggður í Noregi 1960, með 850 hestafla Caterpillar aðalvél árg. 1986. Báturinn var endurbyggð- ur verulega árið 1986 og búnaður og tæki endurnýjuð þá og síðar. Báturinn selst með veiðileyfi en án aflahlutdeildar. LM skipamiðlun, Friðrik J. Arngrimsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Sími 562-1018.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.