Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGU NBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR ÞIÓÐLÍFSÞANKAR /Felstfrelsi í ótakmörkubum bameignum? Frelsiog bameignir NÚ ER kvennaráðstefnunni í Pek- ing lokið. Hún gekk ekki átaka- laust fyrir sig. Af því sem ég las um þessa ráðstefnu eru mér eftir- minnilegastar frásagnir af ræðu Hillary Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna. Hún deildi á þau ríki sem þvinguðu konur til fóstur- eyðinga og ófijósemisaðgerða og var skeytum hennar augljóslega beint að kínverskum stjórnvöldum, þótt hún nefndi þau ekki á nafn. Hún sagði einnig að konur og karl- ar ættu að geta gert sínar fjöl- skylduáætlanir án þvingunar og ofbeldis, einkum þess, sem fælist í fóstureyðingum og ófijósemisað- gerðum gegn vilja konunnar. Hér heima hefur auk þess borið hátt í umræðunni um kvennaráðstefnuna þau orð að frelsi væri afstætt. Fyrir nokkrum árum kom ég í kirkjugarðinn í Flatey á Breiðafirði. Þar er stór, hvítur marmarasteinn á leiði lítils drengs. Á steininum stendur að undir hon- um hvíli „foreldra sinna dýrastur gimsteinn". Ásamt drengunum lágu undir steininum ijölmörg systkini hans, sem öli dóu í æsku. Foreldrar þessara bama eignuðust töluvert eftir Guðrúnu Guðlaugsdótfir á annan tug barna sem nær öll dóu á bernskuskeiði fyrir margt löngu. Ég hugsaði um ævi móðurinnar, sem í nær tvo áratugi var ófrísk og með born á bijósti. Svo dóu börnin jafnóðum. Hvílík ævi, hugs- aði ég þegar ég gekk út úr þessum gamla og þýfða kirkjugarði. Ekkert hefur stuðlað meira að frelsi kvenna en getnaðarvarnir, ófijósemisaðgerðir og fóstureyð- ingar. Konur hafa þurft að beijast harðri baráttu til þess að fá það viðurkennt að þær réðu sjálfar yfir líkama sínum og víða vilja menn enn ekki viðurkenna þennan rétt kvenna. í ýmsum löndum eru barn- eignir hreinlega notaðar til þess að skerða frelsi kvenna. I Kína mega konur víst víðast ekki eiga nema eitt og í hæsta lagi tvö börn. Hillary_ Clinton lítur á þetta sem ófrelsi. í vissum skilning má líta á það svo — sé málið hins vegar skoðað frá öðrum sjónarhóli veitir þetta kínverskum konum frelsi. Samkvæmt áætluðum mann- fjöldatölum Sameinuðu þjóðanna mitt ár 1993 voru Kínveijar þá rösklega 1,2 milljarðar. Svo margir eru þeir þrátt fyrir hina hörðu stefnu þeirra í mannfjölgunarmál- um. Hefðu Kínveijar eignast öll þau börn sem hugur þeirra stóð til væri tala þeirra margföld. Hvar hefði þetta endað nema með mikl- um matarskorti. Kínveijum hefur ekki gengið of vel að brauðfæða sig hingað til. Ekki síst verða börn illa úti í hungursneyð, það sýna dæmi frá þeim löndum þar sem slíkt ástand hefur ríkt. Takmörkun barneigna hefur frelsað inargar kínverskar konur frá því að ganga með og fæða fjölmörg börn til þess eins að sjá þau dragast upp af hungri. En Kínveijar hafa vissu- lega þurft að sýna hörku í þessu máli. Annars hefði árangurinn orð- ið lítill. Á Indlandi, þar sem búa um 890 milljónir manna, reyndu yfirvöld líka að takmarka barneign- ir, mönnum voru t.d. gefin transi- storútvörp ef þeir vildu láta gera sig óftjóa. Þessi ráðagerð heppnað- ist ekki vel. Á hinum ýmsu fundum Samein- uðu þjóðanna er mikið rætt um mannfjölgunarvandamálið, sem álitið er ógna verulega heims- byggðinni. Sannleikurinn er sá að Kínveijar eru sú þjóðin sem af mestri einurð hefur reynt að stemma stigu við óhóflegri mann- fjölgun. Þetta hafa þeir gert með því setja reglur — öðruvísi hefði þetta ekki verið hægt. Ef fólk þar hefði bara verið kurteislega beðið um að hætta nú að fjölga sér er hætt við að árangurinn hefði ekki orðið sá sem raun ber vitni. Aðrar þjóðir ættu að þakka Kínveijum fyrir framtak þeirra og framsýni en ekki vega að þeim fyrir að reyna að framfylgja þeim reglum sem þeir settu til þess að afstýra ann- ars fyrirsjáanlegu neyðarástandi. Auðvitað hefur þessi stefna kostað ákveðnar fórnir, en þó ekki eins miklar og í fljóti bragði sýnist. Það er nú svo að lífshamingja manna mælist ekki í barnafjölda þeirra. Vissulega getur verið gam- an að eiga mörg börn, einkum er það álit þeirra sem eiga fá eða engin börn. Sannleikurinn er hins vegar sá að það er mikil og erfið vinna að koma mörgum börnum upp og ef konur verða að auki að sinna starfi utan heimilisins þá reynir verulega á þrek þeirra, and- legan styrk og skipulagsgáfur. I dag eiga margra barna mæður hér á landi ekkert val, það er svo dýrt að halda stór heimili að fyrirvinnur þurfa að vera a.m.k. tvær og dugir varla til. Því meira sem er unnið utan heimilis og fleiri sem börnin- eru þeim mun minni tími er fyrir hvert barn og fyrir hjón að sinna sínu innra sambandi. Það má leiða sterkar líkur að þvf að líf fólks í nútíma þjóðfélagi sé auðveldara ef það á fá börn. Samfélagslega virð- ist líka heppilegra að mannfjölgun sé í hófi. Við þær aðstæður sem nú eru í heiminum sýnist það ótvírætt af hinu góða að fólk takmarki barn- eignir verulega; það virðist sannar- lega vera heimsbyggðinni fyrir bestu. Það ætti því ekki að kasta steini að þeim þjóðum sem reyna að stemma stigu við hættulega mikilli mannfjölgun. Það er vissu- lega afstætt að tala um frelsi í barneignarmálum. í sumum lönd- um, ekki síst á Vesturlöndum, kemst fólk upp með að eiga mörg börn án þess að þau líði neyð. Á hitt ber að líta að kannski hafa Vesturlandabúar þetta frelsi til að fjölga sér einmitt vegna þess hve Kínveijar hafa verið duglegir að takmarka sínar barneignir. Loka niðurstaðan sýnist sú að ef hver og einn heimsbúi fær að gera allt sem hann vill í mannfjölg- unarmálum án tillits kringum- stæðna leiði það óhjákvæmilega til þess að heildin líður neyð fyrr en varir. Til hvers er það frelsi að mega eignast svo mörg börn sem maður vill ef það verður til þess að þau hrynja að lokum niður eins og flugur úr matarskorti og þeim sjúkdómum öllum sem fylgja í kjöl- far hungursneyða. Sli'kt frelsi er sannarlega afstætt. Það væri von- andi að hver og ein þjóð tæki þessi mál til vandlegrar íhugunar og jafnvel skipulagningar og ekki væri verra að þær bæru saman bækur sínar. Það væri ábyggiíega betra fyrir mannfólkið á þessari jörðu að búa við góða skipulagn- ingu í barneignarmálum heldur en stórfelldar hungursneyðir og sífellt óléttustand. LÆIiNISFRÆDI /Er rétt ab gefa bömum lyftil ab lækka sótthita? SVDT'BÆÐl/Ajlagar oft illur vanigóba náttúru? Úr ræðustól vanans eftir Gunnar Hersvein ÞAÐ SEM truflaði truflar ekki lengur, þ_að sem gladdi gleður ekki lengur. Ég drottna einn að venju í ríki mínu og þið hættið að taka eftir sjálfum ykkur. Fyrstu ein- kennin eru dofi gagvart umhverf- inu. Lífið verður re- glufast. Dag eftir dag sama rútínan. Hlekkir mínir verða sterkari og sterkari með hveiju árinu. Sömu setningarnar hljóma aftur og aftur. Hið nýja og ferska á sér engan stað í tilver- unni. Spurningin „Hver er ég?“ skýtur upp kolinum. Ekkert svar nema: „Gamall vani.“ Allt er barninu nýtt þangað til það verður veraldarvant í heimi full- orðinna. Það skýtur rótum og mo- sagrær á stað sem það ætlaði bara að staldra stutt við á. Eðli mitt er að halda öllu í sama horfinu. Ekk- ert er ykkur liættulegra en hliðar- spor og nýbreytni. Ég er andstæða sköpunar og frumlegi’ar hugsunar, en ég er öruggt skjól. Skoðanir mínar hafa sannað sig í gegnum aldirnar. Kyrrstaðan er til dæmis áskjósanlegt ástand hug- ans og reglan er dásamleg, en und- antekning af hinu illa. Ráðlegging mín er margsönnuð: „Lagið ykkur að almennum siðum og skoðunum. Sættið ykkur við hlutina eins og þeir eru, það er heillavænlegast." Ég vil að hugsunin fylgi breiðum og fjölförnum brautum og að tilfínn- ingamar falli í árfarvegi sléttunnar en ekki í duttlungafullum lækjum fjallanna. Rósemd hjartans fæst með eftirtektarlausri skynjun. Endurtekningin er lögmál heims- ins. Hún er fullkomnun mannsins. Það sem er aðeins gert eða notað einu sinni gleymist, en það sem er endurtekið verður lífið allt. Hið nýja er aðhlátursefni eða hneykslunar- hella. Enginn ætti að prófa það, eða hversu margir frumlegir listamenn hafa ekki liðið skort ævina alla? Enginn ætti að skora mig á hólm. Hann getur ekki annað en tapað. Það væri fífldirfska. Hin sanna svöl- un er í festunni og reglunni. Ég spara tíma! Velji fólk veg minn þarf það ekki að fara ótroðna_ slóð gegnum ógrisjaðan skóginn. Ég geri öllum kleift að sleppa skammarlaust gegn- um hefðbundnar aðstæður. Eina sem þarf er að kunna reglurnar. Öruggast er að fara alltaf sömu leiðina í vinnuna, þá verður enginn fyrir óvæntri truflun. Best er að lesa bækur með upphafi, miðju og endi. Hentugast að stunda árekstr- arlaus samskipti við aðra. Því tam- ari sem hegðunin verður, því sjálf- virkara verður lífið í heild. Það verð- ur eins og klukka með stolta vísa sem ekki hætta að tifá hringina sína fyrr en rafhlaðan tæmist. Umhugs- unarlaust má þannig líða þægilega gegnum lífið. Þeir sem bijóta vana sinn eru SOFANDI e. Guston. Paracetamól PARACETAMÓL er gamalþekkt lyf sem dregur úr verkjum og lækk- ar sótthita. Sérlyfin Panodil, Para- drops, Parasol, Parasupp, Paratabs og fl. innihalda paracetamól og eru seld án lyfseðils. Það getur talist eðlilegt að gefa þetta lyf til að draga úr vanlíðan við bráðum sýkingum, eftir minni háttar aðgerðir og eftir bólusetningar. Einnig getur verið gott að gefa lyfið til að lækka sótt- hita hjá sjúklingum með hjartabilun eða lungnabilun, en þeir þola sótt- hita illa. Meiri óvissa ríkir um gagnsemi þess að gefa paracetamól til að lækka sótthita hjá fólki sem hvorki hefur hjarta- né lungnabilun- eða til að hindra hitakrampa hjá börnum. Sótthiti er hluti af vörnum lík- amans gegn sýkl- um og ef hitinn er lækkaður með lyfj- um eins og parac- etamóli getur það bælt ónæmiskerfið og dregið sýking- una á langinn. Eng- ar alvarlegar aukaverkanir eru þekktar af paracetamól þegar það er gefið í hæfilegum skömmtum en í stórum skömmtum getur það vald- ið lífshættulegum lifrarskemmdum; því er mikilvægt að fylgja þeim ráð- leggingum um skammta sem er að finna á umbúðunum. Sótthiti er ekki skaðlegur frumum líkamans nema hann sé yfir 41‘/4 C. Lítil hætta er á að líkams- hitinn verði svo hár nema við sólsting eða heilaskemmdir en í slíkum tilvikum er gagnslítið að gefa hitalækkandi lyf. Einnig eru þekkt til- vik þar sem smábörn- um með sótthita var pakkað svo rækilega inn að líkami þeirra gat hreinlega ekki losað sig við varma og útkoman var lífshættuleg hækkun líkamshita. Sótthiti örvar ónæmiskerfið og getur sennilega einnig haft bein hamlandi áhrif á suma sýkla. Af þessum ástæðum er ekki ástæða til að lækka sótthita, nema hjá þeim sem hafa skerta hjarta- eða lungnastarfsemi. Stund- um veldur sótthitinn sjálfur all- nokkrum óþægindum og er þá ráð að lækka hann lítillega með því að fækka fötum, opna glugga eða nota kalda bakstra. Margir kannast við hitakrampa hjá börnum, sem eru krampaflog og geta verið hættuleg. Það hefur tíðk- ast lengi að gefa börnum hitalækk- andi lyf á borð við paracetamól til að hindra hitakrampa en við nánari athugun á þeim upplýsingum og rannsóknaniðurstöðum sem liggja fyrir er fátt sem gefur til kynna að slík lyfjanotkun geri gagn. Þetta er reyndar ekki svo skrítið vegna þess að hitakrampar koma þegar líkamshitinn hækkar hratt en hita- lækkandi lyf eru venjulega gefin þegar hitinn er orðinn hár. Til er nýleg rannsókn sem sýndi að parac- etamól, gefið reglu- lega á 4 tíma fresti, kom heldur ekki í veg fyrir hitakrampa. Hér virðist því fátt til ráða nema flogaveikilyf hjá börnum með tilhneigingu til hita- krampa. Ýmsir hafa ályktað sem svo að vegna þess að sýking (af völdum baktería eða veira) sé slæm og valdi sótthita hljóti sótthiti að vera slæm- ur. Staðreyndin er sú að sótthiti getur oft hjálpað til við að vinna bug á sýkingunni og margar rann- sóknir hafa sýnt að sótthiti örvar ónæmiskerfið og gerir það hæfara til að vinna bug á sýklunum. Rann- sóknir á dýrum hafa sýnt að þegar paracetamól eða aspirín (acetýl- salicýlsýra, t.d. magnýl) er gefið, verður sýkingin oft verri og dýrið gefur frá sér meira magn af sýklum sem dreifast út í umhverfið. Þessar upplýsingar gefa sterklega til kynna að hitalækkandi verkjalyf hafi óheppileg áhrif á gang sýk- inga, geti gert þær alvarlegri og langvinnari, m.a. með því að hafa bælandi áhrif á ónæmiskerfi líkam- ans. eftir Magnús Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.