Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ RAÐAÍJGÍ YSINGAR HUSNÆÐIIBOÐI Slakfell Fasteignasala Suðurlanasbraut 6 568-7633 íf Til leigu við Öldugötu Logtrædmgur Þorhildur Sandholt Sotumenn Cisli Sigurb/ornsson Sigurb/orn Þorbergsson 1. Hæð og ris ásamt bílskúr. Sérinngangur. 3 svefnherbergi, 3 stofur. 2. Jarðhæð með sérinngangi. Stórar stofur og stórt svefnherbergi. íbúðirnar eru lausar strax. Langtímaleiga. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Buicktil sölu Til sölu fallegur svartur Buick Park Avenue árg. ’88, ekinn um 14 þús. mílur eða 23 þús. km. Verð 2,1 millj. Upplýsingar í síma 561 0031. Beitiland, 10-30 ha, óskast til kaups sem næst Reykjavík (í nágrenni góðra útreiðaleiða), með eða án húsakostar. Upplýsingar í síma 568 2121. Karlakór Keflavíkur Söngmenn óskast Karlakór Keflavíkur óskar eftir söngmönnum í allar raddir. Skemmtileg verkefni framund- an; geisladiskur og utanlandsferð til Ung- verjalands og Austurríkis. Söngstjóri Vilberg Viggósson, undirleikari Agota Joó. Upplýsingar veitir formaður kórsins Þórður Guðmundsson, sími 421-3658. Stjórnin. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar „Styrktar“ fósturfjöl- skyldur óskast Við hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar óskum eftir samvinnu við fjölskyldur (eink- um á höfuðborgarsvæðinu), sem vilja vinna markvisst að bættri líðan og velferð barna og unglinga. Við leitum að fjölskyldum, sem tilbúnar eru til að fóstra tímabundið á heimili sínu barn/ ungling, er af félagslegum ástæðum nær ekki að nýta og efla jákvæða færni sína í núverandi uppeldisaðstæðum sínum. „Styrktri" (professional) fósturfjölskyldu er ætlað að starfa í samvinnu við fagaðila er þekkja til barnsins og því er gerð krafa um a.m.k. annað fósturforeldrið stundi ekki aðra launaða vinnu á fósturtímanum. Við leitum að fólki með menntun eða reynslu í uppeldis-, sálar- eða félagsfræðum og/eða vinnu með fötluðum. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir verð- andi fósturfjölskyldur á næstunni. Nánari upplýsingar gefur Rúnar Halldórsson, félagsráðgjafi á vistunarsviði fjölskyldudeild- ar FR, í síma 588 8500 milli kl. 9-12 næstu daga. Tjaldvagnaeigendur Get tekið tjaldvagna til geymslu í vetur. Upphitað húsnæði í Hafnarfirði. Verð kr. 10.000 fyrir vagninn. Nánari upplýsingar gefur Jónas Þór í síma 565 1071 eftir kl. 19.00. Húseigendur - skólastjórar Tvær skólastofur óskast á leigu hluta úr degi frá og með janúar nk. Stofurnar þurfa helst að vera lausar fyrir hádegi. Vinsamlegast hafið samband í síma 564 1099. Söngfólk óskast Óskum eftir söngfólki í kór Laugarneskirkju. Upplýsingar gefur Gunnar Gunnarsson, org- anisti, í símum 562-9499 og 588-9422. Laugarneskirkja. Bókhaldsþjónusta Höfum opnað bókhaldsskrifstofu á Reykja- víkurvegi 60, Hafnarfirði. Við bjóðum upp á fullkomna þjónustu á þessu sviði, m.a.: - Merkingu og skráningu bókhalds - Allar afstemmingar - Árs- og milliuppgjör - Virðisaukaskattur - Launaútreikningar - Staðgreiðsla og tryggingargjald Öll vinna unnin af fagfólki með góða reynslu á þessu sviði. Gerum föst verðtilboð. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 565 1599 eða 565 5155 á skrifstofutíma. Bókhaldsstofan ehf., Reykjavíkurvegi 60, Hafnarfirði. Stofnfundur Antroposofiska félagsins á íslandi Laugardaginn 30. september nk. kl. 14.00 verður haldinn stofnfundur Antroposo- fiska/mannspeki félagsins á íslandi í Skaft- holti, Gnúpverjahreppi. Þeir, sem hafa áhuga, tilkynni þátttöku í sím- um 486 6002/486 6022. Undirbúningsnefnd. Auglýsing um aðalskipulag Selfoss 1995-2015 Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Selfoss. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi byggð og fyrirhugaða byggð á skipulagstíma- bilinu. Tillaga að aðalskipulagi Selfoss 1995-2015 ásamt greinagerð er til sýnis á bæjarskrif- stofunni á Selfossi, Vöruhúsi K.Á., Selfossi og verslun Hafnar-Þrýhyrnings, Selfossi, frá 25. september til 6. nóvember 1995 á skrif- stofutíma og opnunartíma verslananna. Athugasemdum skal skila' á tæknideild Sel- foss, Austurvegi 10, 800 Selfossi fyrir 20. nóvember 1995 og skulu þærvera skrif- legar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarstjórinn á Selfossi. Skipulagsstjóri ríkisins. Löggildingarpróf fyrir þýðendur Dagana 14. og 21. október 1995 verður hald- ið próf fyrir þýðendur, er vilja öðlast löggild- ingu sem skjalaþýðendur og dómtúlkar. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu í síðasta lagi föstudaginn 29. sept- enhber 1995. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. september 1995. Foreldrar Er „au pair“ lausnin við gæslu barnanna? AuPair vistaskipti & nám hefur leyfi félags- málaráðuneytisins til milligöngu um „au pa- ir“- ráðningar til landsins. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar. AuPAIR VISTASKIPTI & NÁM ÞÓRSGÖTU 26 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI 562 2362 - FAX 562 9662. I SAMSTARFI MEÐ VIÐURKENNDUM MENNINGARSKIPTASAMTÖKUM i AUSTUR- RÍKI, BANDARÍKJUNUM, BRETLANDI, DANMÖRKU, FINNLANDI, FRAKKLANDI, HOLLANDI, ÍTALÍU, NORECI, SPÁNI, SVISS, SVÍPJÚÐ OC ÞÝSKALANDI. Rafvirkjar - píparar Óskum eftir tilboði í raflögn og pípulögn (vinnulið) í tveggja hæða einbýlishús í Grafarvogi. Upplýsingar í síma 557 8255. Útboð Húsfélagið Álfholti 30, Hafnarfirði, óskar eft- ir tilboðum í málun o.fl. Verktími: í haust eða næsta sumar eftir ósk- um verktaka. Útboðsgögn fást hjá formanni húsfélagsins. Upplýsingar í síma 565 3452. m Bygging íbúðarhúsnæðis, Mururima 4, Reykjavík Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd félagsmálaráðuneytisins, óskar eftir til- boðum í að byggja íbúðarhús við Muru- rima 4 í Reykjavík. Húsið er steinsteypt, einnar hæðar, byggt á fyllingu. Það er 343,6 m2 að grunnfleti og 1.141,1 m2. Yfirhluta húss- ins er steypt plata og uppstólað þak, en létt timburþak að hluta. Húsið er einangr- að að utan og klætt með sementsmúr. Verktaki skal grafa fyrir húsi, byggja upp og skila fullbúnu að utan sem innan. Einnig skal verktaki ganga frá lóð, bíla- stæðum, hellulögnum og gróðri. Verkinu skal vera lokið þann 14 júní 1996. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 6.225,- frá kl. 13.00 þann 26. septem- ber 1995 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 150 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þann 18. október kl. 11.00, að viðstödum þeim bjóðendum sem þess óska. Frekari upplýsingar má fá í ÚTBOÐA. BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, BRÉFASÍMI 562-6739

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.