Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR'24. SEPTEMBER 1995 B 13 AUÐUR QNÁ Já, þær virðast vera það. Pjölskyldan fer einu sinni til tvisvar út að borða saman í viku og þá virðist þeim koma mjög vel saman. Ég held að almennt séu tengslin innan fjölskyldna héma sterk, fjölskyldan er meira mið- punkturinn í daglegu lífi fólks en maður á að venjast á Isiandi, sem er auðvitað mjög jákvætt. axel Spánveijar eru barngóðir. Þeir eru alltaf að láta vel að börnun- um sínum. Ég get sagt þér sögu af því; Vinafólk mitt í háskólanum á litla stelpu sem það var með úti í almenningsgarði. Spænsk kona byijar að tala við þau og fer að dást að stúlkunni kyssa hana og kjassa svo foreldrunum var farið að finnast nóg um. Svo kom skýringin; Konan átti þijá stráka en þetta var dóttirin sem hún hafði alltaf þráð að eignast! AUÐUR GNÁ Hér búa krakkarnir lengi heima hjá sér eða þar til þau giftast, eða eru farin að vinna fyrir sér sjálf. Þetta gerir það að verkum að hér býr fólk miklu lengur í for- eldrahúsum heldur en á íslandi. Það er því lítið um að fólk hafi búið eitt áður en það byijar í sambúð. Stökk- ið hlýtur því að vera töluvert þegar flutt er að heiman, þó aðallega fyr- ir stelpurnar því ég hef heyrt talað um að spænskir karimenn fari frá einni móður yfir til annrrar þegar þeir byiji að búa og ég gæti alveg trúað að það væri mikið til í því. AXEL Yfirleitt geta krakkar ekki boðið kærastanum eða kærustunni heim til sín. Þau þurfa að vera úti í almenningsgörðum eða bílum að elskast. Frakkar sem voru að íhuga hvernig bíl þeir ættu að hanna fyrir yngstu kynslóðina þar í landi fundu það út að það þyrfti að vera mögu- legt að útbúa eins konar rúm í bíln- um. Þetta lýsir lífinu í Miðjarðarhaf- slöndunum! Flestir gifta sig þó ekki fyrr en um þrítugt. AUBUR QNÁ Spánveijar verða hálf hneykslaðir þegar þeir heyra hvað við Islendingar byijum snemma að búa og eignast börn. Þeir verða oft að bíða með að gifta sig og hjálpa til að vinna fyrir námi yngri systkina þegar þeir hafa lokið sínu námi. Þetta lýsir samheldninni í fjölskyld- unni að vissu leyti. Unga fólkið er háð foreldrum sínum á flestan hátt fram eftir aldri. Þegar það getur flutt að heiman hefst algerlega nýtt tímabil í lífi þess. Þá fæst það sjálf- stæði sem algengt er að fólk öðlist tiltölulega snemma á Islandi. AXEL Það er líka mikið atvinnu- leysi á Spáni eða 20-25%. Því verður það systkinið sem hefur vinnu að hjálpa til við að framfleyta fjölskyld- unni ef hinir hafa ekki vinnu. Þessar atvinnuleysistölur segja þó ekki alla söguna því margir gefa vinnu sína ekki upp til skatts. AUBUR GNÁ Það er erfitt fyrir ungt fólk að stofna heimili. Foreldr- arnir reyna að hjálpa börnum sínum með fjárstuðningi. Ég held þó að það sé ekki alveg eins algengt og heima að fólk eignist sitt eigið húsnæði fljótlega eftir að það er flutt að heim- an. Margir búa fyrst í leiguhúsnæði þótt leigan sé há. - Svo við förum út í aðra sálma, hvernig kunnið þið við siestuna? AUDUR GNÁ Ég á dálítið erfitt með að venjast þessu fyrirkomulagi. Mér finnst alltaf svolítið skrítið þeg- ar öllu er lokað um miðján dag og fólk tekur sér þriggja klukkutíma hlé frá vinnu. Þetta gerir það aftur að verkum að dagurinn lengist því .hér er verslunum ékki lokað fyrr en klukkan átta eða hálf níu, þannig að það er mikið líf á götunum fram til klukkan níu á kvöldin. Fólk borð- ar síðan kvöldmatinn klukkan tíu og ekki farið að sofa fyrr en um eða eftir miðnætti. Siestan veitir því fólki tækifæri til að hvílast og safna kröft- um á annars löngum degi. AXEL Ég verð iítið var við síest- una því ég er í skólanum á þessum tíma. - Finnst ykkur Spánveijar kunna að njóta lífsins betur en við sem norðar búum? AXEL Hér hittast menn oftar og fara út að borða saman. Þá er talað linnulaust og það er glatt yfir öllum. Spánveijar virðast hafa meiri tíma til að sinna hveijir öðrum en við. Þeir þurfa heldur ekki að drekka eins mikið og við til að skemmta sér. AUÐUR GNÁ Þeir eru heldur ekki alltaf að flýta sér eða stressa sig á hlutunum. Ég hef oft upplifað það þegar ég fer í stórmarkaðinn að af- greiðslustúlkurnar standa ef til vill í hrókasamræðum við viðskiptavin- ina þar sem verið er að ræða hjóna- bands- eða kynlífsvandamál. Á með- an bíða aðrir viðskiptavinir þolin- móðir og hlusta á eða þeir taka þátt í samræðunum. Veðurfarið gerir það að verkum að hér getur fólk mjög auðveldlega farið út úr húsi hvort sem er að vetri eða sumri. Héma sér maður heilu fjölskyldurnar á gangi niður í bæ á hveijum sunnu- degi. - Það er sagt um Spánveija áð þeir séu litlir efnishyggjumenn, hvað finnst ykkur? AXEL Katalónarnir eru líkari okkur Norður-Evrópubúum í þessum efnum en þeir sem sunnar búa. Hjá Katalónunum er að finna meiri efnis- hyggju en annars staðar á Spáni. Mestur iðnaður er í Katalóníu og Baskahéruðunum og af honum hefur skapast nokkur auður. Katalóníu- ráðið hefur með ýmsum ráðum eins og skattaívilnunum ýtt undir það að fyrirtæki setjist hér að. Áður fyrr var hér mikið ríkidæmi og þá voru byggð þessi glæsilegu hús og kirkjur sem eru á hveiju horni svo efnis- hyggjumenn hafa þeir verið og eru enn. Katalónarnir eru fremur dug- legir til vinnu og stundvísir. Annars er vinnan talin refsing guðs hjá ka- þólskum. Það virðist eima enn eftir af þessum hugsunarhætti. AUÐUR GNÁ Mér finnst fólkið sem er með mér J skólanum ekki kröfuhart á veraldleg gæði. Þó eiga ' þau flest efnaða foreldra því skólinn er dýr og hér er ekkert námslána- kerfi, þannig að foreldrarnir verða að kosta þau til náms. Ég hef ekki orðið vör við neina fatadellu. Þau eru mjög hefðbundin í klæðaburði. Ganga í gallabuxum og peysum eða skyrtum. Hvað þá þau eigi bíla eða vespur sem eru algengustu sam- göngutækin í einkaeign. Þau nota yfirleitt almenningssamgöngurnar. En þau gera þá kröfu að komast í frí með fjölskyldunni, ekki til útlanda heldur til Mæjorka eða Ibísa. - Einhvers staðar las ég að Spán- veijar hefðu almennt ekki mikinn áhuga á stjórnmálum, hvað segið þið um það? AUÐUR QNÁ Fólk á mínum aldri ræðir lítið um þau. Ég hef þó orðið vör við að svæsin spillingarmál sem hafa verið afhjúpuð að undanförnu brenna á þeim. Þar eiga háttsettir embættismenn og stjórnmálamenn í hlut. Finnst mér eins og unga fólkið sé að missa trúna á kerfið og finnst það lítið geta gert til að bæta það. AXEL Ég þekki þessa hlið mála ekki nógu vel. En síðustu borgar- stjórnarkosningum var kosninga- þátttaka um 70%. í kosningunum til Evrópuþingsins þá greiddu aðeins 30% þjóðarinnar atkvæði. Áhuga- leysi á kosningum til Evrópuþingsins er víðar svo þetta er ekkert eins- dæmi. Annars ræði ég lítið við spænska samstúdenta mína um stjómmál. Ég hef þó komist að því að yngrá fólkið er hrifið af íhalds- flokknum, Partido Popular, með Jose Maria Aznar í broddi fylkingár. Flokkur hans er í örum vexti. Skýr- ingarinnar er ef til vill að leita í því að baskneskir skæruliðar reyndu að ráða hann af dögum í miðjum kosn- ingurtum og vakti það auðvitað sam- úð með honum. Ihaldsflokkurinn er illa liðinn í Baskahéruðunum. Þeir skutu formann íhaldsflokksins þar í vetur. - Það er þá engin goðsögn að Sp.ánveijar séu blóðheitir? AUOUR GNÁ Mér finnst Katalón- arnir ekki blóðheitir, þeir eru líkari okkur, svolítið íjarlægir. Maður verður ekki mikið var við það að fólk hér missi stjórn á skapi sínu meira en maður á að venjast. Ég hef búið á Suður-Spáni og þar er fólkið mun tilfmningaríkara og ör- ara. Líkara þeirri mynd sem kannski flestir hafa af Spánvetjum. rlLA Glæsilegar haust- og vetrarvörur frá Ítalíu. Cortína sport, Skólavörðustíg 20, sími 552 1555. Týnt málverk Sá, sem veit hvar þetta málverk er (Kjarvalsmálverk - úr Berserkjahrauni), vinsamlegast hafi samband við eiganda í síma 551 3536. Fundarlaun. ■komioogí Wlj :RÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMi læstu námskeið um næstu helgi 557 7700 hringdu núna Langarþig að lyfta þér upp eitt kvöld í viku? □ Langar þig í skemmtilegt og upplífgandi nám eitt kvöld í viku fyrir hófleg skólagjöld, þar sem reynt er af fagmennsku og metnaði að svara spurningum á borð við hvar látnir ástvinir okkar eru og hverskonar heimur þar virðist vera að mati miðilsupplýsinga og vísindamanna og hve'í sé reynsla almennings um allan heim af þessu merkilega sambandi? Ef svo er þá áttu ef til vill samleiö með okkur. Nokkur pláss eru ennþá laus I siðasta bekk fyrir áramót. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar i sima 561 9015 og 588 6050. Yfir skráningardagana er að jafnaði svaraö i síma Sálan-annsóknarskólans alla daga vikunnar frá kl. 14-19. Skrifstofa skólans er hins vegar opin alla virka daga frá kl. 17-19. Sólarrannsóknarskólinn skemmtilegur skóli Vegmúla 2, símar 561 9015 & 588 6050. PPPi Hi Þrautreyndar uppþvottavélar sem hafa sannaö glldl sltt á íslandl. Stærd: 12 manna Hæö: 85 cm Breldd: 60cm Dýpt: 60 cm í ' ' ■ k; ■. ýiN Elnnlg: : og __________ . „ á einstöku veröl ■ FAGOR LVE-96E Staðgreltt kr. * ■ jfjL T / ■ Afborgunarverö kr. S1.500 - Vlsa og Euro

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.