Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 B 11 ÍSLENSKA keppnisliðið í eðlisfræði með Óperuhöllina í Sidney í baksýn. F.v. Jóhann T. Sigurðsson, Magnús Þór Torfason, Guð- mundur Hafsteinsson, Gunnlaugur Þór Briem og Jón Steinsson. á óvart og þegar fréttist um svefn- leysið vakti það enn meiri athygli. Við höfum sjálfsagt verið svefn- ruglaðir og yfirmátahressir, sem fréttist frá okkar leiðsögumanni til annarra og barst síðan til kepp- enda. Allt í einu stóðu allir í þeirri trú að við værum svo skemmtilegir. Það besta var að við fórum að trúa því sjálfir!“ segir hann og hristir höfuðið. Sofnuðu á fyrirlestri Einhvem tímann hlaut þó að koma að því að líkamarnir gæfust upp og gerðist það á fyrirlestri um kvöldið, þar sem eðlisfræðiprófessor framkvæmdi sjö tilraunir uppi á sviði. „Við sátum og fylgdust með í byijun, en síðan var allt í einu klappað eftir fyrstu tilraunina og þá hrukkum við upp. Eftir hverja tilraun vöknuðum við síðan við lófa- tak!“ segir hann og klykkir út með, að sem betur fer hafi þeir fengið tvo daga til að jafna sig áður en keppnin hófst, því sennilega hafi þeir verið snarruglaðir. Aðspurður hvort þeir hefðu ekki verið útkeyrðir við heimkomu neitar hann því og segir að þeir hafi kom- ið veifandi hinum dæmigerða ástr- alska „akúprahatti“, en korktappar hanga niður úr honum til að fæla burt flugur. „Það varð til þess að móðir mín bak við glerrúðuna í flug- stöðinni hneig saman af skömm,“ segir hann og hefur gaman af. „Praktískur" í hugsun Gunnlaugur er nú á fyrsta ári í rafmagnsverkfræði og þegar hann er spurður hvort það hafi verið auðvelt val segist hann hafa gaman af raungreinum. „Stærðfræðinám býður upp á að verða prófessor og á íslandi er það hræðilegt starf vegna launa, eðlisfræðin er kannski örlítið nær atvinnulífinu en verk- fræðin er hagnýt. Ég er „praktísk- ur“ í hugsun og á erfitt með að hugsa um afstæðiskenningu Ein- steins og eitthvað sem sést úti í geimi og kemur okkur ekki við,“ segjr hann en bætir við hálfhlæj- andi og hálfskelkaður: „Eðlisfræðiskennarar mínir eiga eftir að skjóta mig í hnéskeljarnar fyrir að segja þetta!“ — En hvað gerir þú í frítíman- um? „Hmm,“ segir hann hugsandi. „Ég spila talsvert á píanóið. Einnig er ég dijúgan tíma með kærustu minni, Hjördísi Sigurðardóttur. Hún varð reyndar í fimmta sæti í lands- keppni í eðlisfræði og hefði fengið að fara með okkur út hefði hún verið sextán dögum yngri! Það ald- urstakmark gildir að keppendur mega ekki vera orðnir tvítugir 1. júlí, en hún á afmæli 15. júní. Okk- ur þótti þetta mjög leiðinle'gt, en Jón Steinsson sem fór inn í staðinn fyrir hana var ekki óhress. Það var í sjálfu sér ekki slæmt, því hann varð næsthæstur í liðinu," segir Gunnlaugur og reynir þannig að sjá hið jákvæða við skiptin á kær- ustunni og félaganum. — Er hún líka úr MR? „Já.“ Svarið kemur snöggt og stutt. — Og kannski líka í verkfræði? „Já. Sömu verkfræði,“ svarar hann kankvís. — Nú, þá má kannski ímynda sér hvert umræðuefnið er? „Já, en það er reyndar alrangt," svarar hann og skellir upp úr. „Það er ekki eins og við komum saman á síðkvöldum og ræðum um þessa sérstaklega spennandi rafrás sem við lærðum um þann daginn,“ held- ur hann áfram og hlær enn yfir þessari fáránlegu ímynd. Þegar hann er spurður hvers kyns tónlist hann hlusti á, dæsir hann, en segir svo: „Ég byijaði að hlusta á Mozart og hef verið að færa mig fram á við eftir öldum, nema Bach. Hann lærði ég ekki að meta fyrr en síðar og því ekki í réttri röð miðað við hina. Nú hef ég mjög gaman af rússneskum tón- skáldum og sérstakleg Prokofiev.“ Þegar tónlistarskólinn er að baki og háskólanámið framundan segist hann munu spila eingöngu fyrir sjálfan sig í nánustu framtíð. Ein- leikaraprófið er því ekki í augsýn á næstunni. Varstu undir 6 á vorprófunum? NÁMSAÐSTOÐ er þá eittfivaðJyrir þig Nýjar kannanir á gengi íslenskra nemenda í framhaldsskóla sýna að þeir, sem eru undir 6 á lokaprófi úr grunnskóla, lenda í erfiðleikum í námi. Þetta staöfestir það sem við höfum vakið athygli á I auglýs- ingum okkar undanfarin ár. Síðastliðinn áratug höfum við hjálpað þús- undum nemenda við að komast á réttan kjöl I skólanámi. Ekki með neinum töfralausnum, því þær eru ekki til, heldur markvissri kennslu, námstækni og uppörvun. Við vitum að nám er vinna og það vita nemendur okkar líka. Grunnskólanemar! Látið ekki slaka undirstöðu stoppa ykkur í framhaldsskóla. Reynslan sýnir að einkunn undir 6 er ekki gott veganesti í framhaldsskóla hvort sem um er að ræða verknám eða bóknám. Framhaldsskólanemar! Það er ennþá tími til að breyta erfiðri stöðu (unna. En munið að nám tekur tíma, svo þið þurfið að hefjast handa strax. Allir vita að menntun eykur öryggi í framtíðinni. Njótið hennar. Gangi ykkur vel. Upptýsingar og innritun kl. 17-19 virka daga I sima 557 9233 og I simsvara aHan sólarhnnginn. [ Fax. 557 9458. O^emendaþjónustan sf. Þangbakka 10, Mjódd. Hvernig eykur þú orku þína Lærir að vinna úr neikvædum tiifinningum og nota jákvæða hugsun #Síre,tufosun Helgarnámskeið á Snæfellsnesi •j1áTSÞekki*9 / •22. sept.-24. sept. • 29. sept.-1. okt. •°rtco*^íhu®Sun/ Gisting, fullt fæði og námskeiö: 17.400 kr. ®—/ Leiðbeinandi: Bryndís Júlíusdóttir, kinesioiog. FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA sírriar 562 3640, 562 3643, fax 562 3644. UTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun. Einnig gott fyrir aldrada Frystikistur og -skápor q VF-29 • 235 lítra frystiskápur • 138,5x59,5x60 cm (h-br-d) • Frystigeta: 22 kg/24 klst. ; VF-25 j • 195 lítra frystiskápur • 119,5x59,5x60 cm (h-br j • Fiystigeta: 18 kg/24 kl j* Víbsnúanleg hurð | • 2 skúffur og 3 hólf ES-341 • 296 lítra frystikista • 87x104x66 cm (h-br-d) • Frystigeta: 21 kg/24 klst. • Lok meö lás • Innbyggt Ijós ES-231 • 195 lítra frystikista • 87x75x66 cm (h-br-d) • Frystigeta: 14 kg/24 klst. • Lok meb lás • Innbyggt Ijós Vfðsnúanleg hurð 3 skúffur og 3 hólf Vibsnúanleg hurð 1 skúffa og 2 hólf Ennd '"saíííí! niUÆ SRipholti 19 Sírni: 552 9800 TIL. 34 MÁMAOA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.