Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 B 7 MANIMLIFSSTRAUMAR klaufar sem eyða orku sinni til einskis. Töm hegðun á hinn bóginn kemur eiganda sínum fljótt og ör- ugglega á leiðarenda. Því rótgrónari venja og fleiri sem stunda hana, því erfiðara er að uppræta hana með nýjungagirni barnanna. Áform þeirra eru orðin tóm. Ég hef tangarhald á þegnum mínum og þeir hlýða mér í einu og öllu. Þeim sem dirfast að bijótast undan valdi mínu bíður ekkert nema eymd og volæði. Ég er herrann í lífinu og mér ber að lúta einum. Eða hvar væri heimurinn staddur án mín? Ringulreið, ekkert nema ringulreið. Eg mæli með auðveldu og ósjálf- ráðu lífi. Það er skömm að reyna að bijóta heilann um óþarfa eins og spurninguna: „Hver er ég?“ Svar- ið hlýtur að vera: „Hjól í vél vanans." Stakkur minn er sígildur og stíl- hreinn. Hann er sniðinn í barnæsku og svo vex barnið. Venjan mótar skapið og persónuleikann og engin ástæða til að gera uppsteyt. Hvikið aldrei frá vana ykkar, það kemur öllum í koll! Hafnið tilfinningum sem stefna í nýjar áttir, þær enda örugg- lega í blindgötu! Breytingar á venj- um setja menn út af laginu. Hið nýja á að vera ókannað land. Það er blekking augans, tál gimdarinnar og löstur hugans. Eða til hvers að skapa eitthvað nýtt? Það er bara einu sinni og aldrei meir. Ef það er framkvæmt aftur verður það að venju. Ég er fæddur sigurvegari. Vani merkir hraðar og öruggar hreyfingar. Heili mótaður af vana er ekki lengi að fínna hlutunum hólf í huga sínum, og líma_ á hann tilhlýðilega útskýringu. Ég þoli nefnilega ekki listaverk sem falla í engan flokk, en ég á samt sérstaka ruslatunnu undir þau. Mér bregst ekki bogalistin. Ég er vanur maður, og hana nú! Speki vanans myndi fyila margar bækur yrði hún skráð en seiðandi andvaraleysið er aðalsmerki hennar. Ekkert raskar ró hans og stirðum höndum keyrir hann sinn breiða veg áfram í sjálfsvissunni. Sálarljósið dofnar og hvísl andans hljóðnar og lokaorðin eru fastir liðir eins og venjulega: Umgangist alltaf sama fólkið, forðist ókunnuga, byrjið ekki í nýjum félögum og umfram ailt lesið ekki óskiljanlegar bækur. ÁN ÞRÖSIiULD K/Aukapistill Merkjasöludagur • r ÞEGAR okkur finnst við svikin eða við verða undir í lífinu á ein- hvern hátt leitum við til neytenda- samtaka, verkalýðsfélags okkar eða til hvers þess sem er til í að slást fyrir rétti okkar! Idijúgt þijátíu og fimm ár hefur Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, verið sá félagsskapur hreyfi- hamlaðra se_m við höfum leitað til um styrk. Ég ætla því að helga þennan aukapistil merkjasöludegi Sjálfsbjargar, sem er í dag, 24. sept- ember, svo fólk viti hvað það er að styrkja og til eftir Guðmund hvers. Mognússon Lík't og nafnið bendir til vilja félagsmenn fá tæki- færi til að taka fullan þátt í samfé- laginu, hver svo sem fötlun þeirra er og í lögum sambandsins stendur í 3. grein: „Hlutverk sambandsins er meðal annars: Að vinna að fullko- rninni þátttöku og jafnrétti hreyfi- hamlaðra og annarra fatlaðra, svo sem með því að hafa áhrif á ríkis- og sveitarstjórnir, ýmiss hagsmuna- samtök og einstaklingsframtakið svo og með því að vekja áhuga al- mennings á málefnum fatlaðra með útgáfu og kynningarstarfsemi." Landssamband fatlaðra Formaður Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, er Guðríður Ólafsdóttir og fór ég á fund henn- ar ti! að forvitnast um þennan merkisdag. Guðríður segir mér að merki hafi verið seld til styrktar félaginu frá 1958 eða ári áður en samtökin Lundaball Félag Vestmannaeyinga á Suðurnesjum heldur hið árlega Lundaball í Stapa, Reykjanesbæ, laugardaginn 30. september nk. Hljómsveitin Grænir vinir leika fyrir dansi. Upplýsingar hjá eftirtöldum: Bíbí, s. 422-7260, Brynja, s. 422-7177, Hebba, s. 426-8294, Erla, s. 421-3167, Jón, s. 421-1452 og Eiríkur, s. 566-7358. Fjömennið og tekið með ykkur gesti. Stjórnin . 6 o A Jógastöðin Heimsljós Byrjendanámskeið (jóga 3.-26. okt. þri./fim. ki. 16.30-18. iógastöðin Undirstöðuæfmgar Kripalujóga, teygjur, öndurnaræfingar og slökun. HEIMSLJOS Skoðað hvernig við getum fléttað jóga inn í daglega líflð og losað um líkamlega og andlega spennu. Leiðbeinandi Jenný Guðmundsdóttir. Bikramjóga 10. okt.-i8. nóv. þri./fim. kl. 19.45-21.15 og lau. kl. 9-10.30. Sex vikna stíft Hathajóga eftir kerfi Bikram Choudhury. Viljastyrkur, agi og einbeiting. Jógastöðurnar eru 26 og alltaf gerðar í sömu röð. Þær styrkja og efla orkufiæði líkamans. Leiðbeincndur Áslaug Höskuldsdóttir og Ingibjörg G. Guðmundsdóttir. Gyðjan, nornin og leyndardómarnir 9.-25. okt. mán./mia. ki. 20-23. Námskeið fyrir konur sem vilja efla kvenorku sína, kynnast dekkri og bjartari hliðum hennar. Krafturinn og styrkurinn er sóttur í uppsprettu gyðjunnar. Gleðin höfð að lciðarljósi og barninu hið innra cr leyft að njóta sín á töfrandi hátt í gcgnum jóga, dans, tónlist og leiki. Sex skemmtileg kvöld. Leiðbeinendur Áslaug Höskuldsdóttir-óg Ása Jóhannesdóttir. Hugleiðsla, einbeiting, kyrrð og slökun Huglciðslutími á þri&judögum kl. 17.30-18.30. Einbeiting á andardráttinn. Sinntu sjálfum þér á nýjan hátt. Engin reynsla af hugleiðslu er nauðsynleg. Lciðbeinandi Sigurbjörn Aðalsteinsson. Einnig í október skeiðin Listin uö lifa i gleði og heilbrigði og Velliðunarnámskeið. Upplýsingar veittar i síma 588 4200 kl. 1 7-19 alla virka daga. Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15. voru formlega stofnuð, 4. júní 1959. Dómsmálaráðuneytið úthlutaði Sjálfsbjörg, landssambandi fatl- aðra, fjórða sunnudegi í september sem merkjasöludegi. Hér áður fyrr voru flest öll líknarfélög með slíkan dag, en smám saman hefur dregið úr þessum merkjasölum. Merkja- sala Sjálfsbjargar l.s.f. lá niðri í nokkur ár, en var tekin upp á ný fyrir ári og þá í breyttri mynd. Mönnum fannst samtökin í þeirri fjárhagsklemmu aðtilhlýðilegtværi að selja klemmu í stað merkis. Gerði klemman slíka „lukku“ að ákveðið var að halda áfram á sömu braut. Slagorðin á merkjunum hafa verið ólík frá ári til árs, t.d. „Að- gengi alla leið“, en í ár er slagorð- ið: „Stigar stía sundur" og skilja það allir sem ekki geta heimsótt vini, sína nánustu eða sinnt öðrum erindum vegna þess að svo mörg hús eru með útitröppum og síðan verður að fara upp stiga á aðra eða þriðju hæð! Merkjasalan er mikilvæg í fjár- öflun samtakanna, til eflingar fé- lags- og réttindabaráttu fatlaðra bæði hjá skrifstofu landssambands- ins, sem og allt starf félagsdeild- anna. Þegar Guðríður er , innt eftir hvað sé efst á baugi hjá landssam- bandinu, segir hún að kjaramál séu þau mál sem mest brenni á félags- mönnum, nú um stundir þegar allt er sparað og skorið niður. Hér eigi hún við alla fjárhagslega afkomu og aðgang að þeim hjálpartækjum sem okkur eru svo lífsnauðsynleg, þ.m.t. styrki og lán til bifreiða- kaupa. „En þess má geta að á meðan verð á bifreiðum hefur hækkað um 24% hafa styrkir fatl- aðra til bifreiðakaupa staðið í stað!“ Þess má einnig geta að ferli- nefnd iandssambandsins hefur í samstarfi við fleiri aðila boðið til samkeppni um ritun á stuttum leik- þætti um ferlimál fatlaðra. Reykjavík og nágrenni Landssambandið byggist upp á 16 félagsdeildum og af sjálfu leið- ir er Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni fjölmennasta deildin. Til að forvitnast um hvað þar er efst á baugi leitaði ég til Sigur- rósar M. Sigurjónsdóttur, for- manns Reykjavíkurfélagsins. „Við stöndum í heilmiklum framkvæmdum og ber þar fyrst að nefna að félagið er að flytja sig um set í Hátúni 12 í nýja félagsað- stöðu, við hlið sundlaugarinnar í „gömlu dagvist“. Eitt skemmtilegasta verkefni sem félagið hefur ráðist I á undan- förnum árum er útivistaraðstaða við Elliðavatn, sem unnið er að um þessar mundir. Magnús Hjaltested, bóndi á Vatnsenda, lét félaginu í té landsvæði og hefur Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt skipulagt svæðið með þarfir hreyfi- hamlaðra sérstaklega í huga, hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Töluverð vinna hefur farið í út- tekt á ferlimálum höfuðborgar- svæðisins, með dyggum stuðningi Reykjavíkurborgar og er það starf nú að skila góðum árangri. Öll þessi starfsemi krefst meiri eða minni fjárútláta og er mjög mikilvægt að fá að finna stuðning meðborgaranna.“ Að endingu Sjálfsbjargarklemman verður seld um allt land og á höfuðborgar- svæðinu við flesta stórmarkaði og verslanir sem opnar eru í dag. Munum að það er nóg að vera líkamlega hamlaður þó ekki sé verið að skerða mann félagslega líka, með óþörfum tröppum og þröskuldum. Ég vil að endingu hvetja alla íslendinga til að fá sér klemmu og leggja þannig sitt af mörkum til að losa Sjálfsbjörg úr fjárhags- klemmunni! HUGMYNDASAMKEPPNI BUNAÐARBANKANS OG UMFERÐARRAÐS ERTU AÐ TAKA BILPROF? BILPROFSSTYRKIR FYRIR FÉLAGA VAXTALÍNUNNAR OG NÁMSMANNA- LÍNUNNAR „Hættur í umferöinnl utan þéttbýlis // Sendu okkur nokkrar línur um þetta efni og taktu þátt í samkeppninni! ArsfjórSungslega fálO'nýir ökumenn bílprófsstyrki - að þessu sinni þeir sem tóku bílpróf í apríl, mai, júni, júlí, ágúst og september. Með efninu þarf aS senda Ijósrit af báSum hliSum ökuskírteinis. EfniS á að senda til BúnaSarbanka Islands, MarkaSsdeildar, Austurstræti 5, 155 Rvík. BIINAÐARBANKIÍSLANDS > LINAN á F J ARMMAÞJONUSTA UNGLINGA UMFERÐAR RÁÐ NANARI UPPbYSINGAR ERU VEITTAR A AFGREIÐSLUSTOÐUM BUNAÐARBANKANS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.