Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ljújt ab búa í í Barselóna, eins og víða í heiminum, hafa sest að íslendingar o g eru þeir á annan tug. Þetta eru aðallega námsmenn en nokkrir stunda launavinnu. í sumar tók Hildur Einarsdóttir tali tvo unga íslendinga sem eru þar við nám. VIÐ BYRJUM á að spyija hvers vegna þau völdu að stunda nám á Spáni? AXEL I mínum skóla, sem þykir góður til MBA náms, er andrúms- loftið mun alþjóðlegra en til dæmis í amerískum háskólum. Hér eru allra þjóða kvikyndi. Kennt er bæði á ensku og spænsku. Ég læri því spænskuna til viðbótar við önnur tungumál sem ég kann. Góð mála- kunnátta opnar mér leið til starfa hvar sem er í heiminum en ég hef áhuga á að starfa erlendis að námi loknu. Ég hafði oft dvaiið á Spáni áður en ég kom hingað og kunni vel við land og þjóð. AUÐUR GNÁ Eg hafði líka dvalið Spáni áður en ég kom hingað. Ég bjó í Sevilla og starfaði sem au pair fyrir nokkrum árum síðan. Ég beit það síðan í mig að í Barselóna væri mikið að gerast í hönnun og skólarnir væru framúrstefnuleg- ir.Ég varð þó fyrir nokkrum von- brigðum þegar ég fór að stunda námið því það er ekki eins mikið að gerast hér í hönnun og ég hélt. Það er eins og einhver stöðnun hafi orðið, því það sem þeir hafa verið að gera í hönnun undanfarin ár er allt mjög keimlíkt og orðið dálítið úr sér gengið að mínu mati. Maður verður þá bara að sækja áhrifin annarsstaðar frá sem er í rauninni ekki erfitt í borg eins og Barselóna. - Er námið ykkar erfitt eða er nógur tími til að njóta alis þess sem Barselóna hefur upp á að bjóða í skemmtanalífinu? AXEL Námið gerir miklar körfur og krefst mun meiri vinnu en ég gerði ráð fyrir í byijun. Ég bjóst við að geta farið út á kvöldin til að kynnast fólki og æfa mig í spænsku. Það hefur aðeins verið unnt um helgar. Ég bytja í skólanum upp úr klukkan átta og honum lýkur klukkan þijú á daginn. Þá tekur við spænskunám í rúman klukkutíma, fjórum sinnum í viku. Síðan er heim- anámið eftir. Við þurfum að skila margvíslegum verkefnum og það eru próf á fímm vikna fresti. Ég var vanur því í Háskóla Islands að fara í fyrirlestra og taka niður minn- isatriði en hér verða menn að út- skýra námsefnið í tímum. Er það stór liður í einkunnargjöf. Ef við- komandi er ekki góður í ensku get- ur hann átt erfitt uppdráttar. Það er einnig ágætt ef menn eru svolítið málglaðir. Við vinnum líka í hópum. Á fyrsta degi skólans var bekknum mínum skipað niður í átta manna hópa. Áttum við að kynna okkur ákveðið efni, ræða saman um það og gera verkefni sem við skiluðum sameiginlega og útskýrðum munn- lega. Þetta er kennsiuaðferð sem þróuð hefur verið við Harvardhá- skóla og er notuð hér, svokölluð case studies. Þetta er mjög stremb- ið og þurfa menn oft að lesa fram á nótt. Sumir voru svo dottandi í tímunum meðan þeir voru að aðlag- ast skóladeginum. fyrir utan og þá aðallega íslendinga sem eru hérna í námi. - Umgangast fslendingarnir mikið? AUÐUR GNÁ Já, það er ákveðinn hópur sem hittist oft. AXEL Ég og kærastan mín, Sóley Hjartardóttir, sem hefur búið hjá mér í vetur, hittum líka stundum íslensku námsmennina. Einkum þá sem komu hingað á sama tíma og búa miðsvæðis eins og við. - Hvernig líkar ykkur við Barse- lónu? AUBUR GNÁ Borgin er þægileg, afslöppuð og hæfilega stór. Fyrir utan hvað hún er falleg. AXEL Mannlífið á götunum er skemmtilegt og fjölbreytnin mikil í veitingahúsamenningunni. Borgin er líka vel staðsett. Það er tiltölu- lega stutt að fara á skíði til An- dorra. Og það tekur hálftíma í lest að fara niður til fallegs strandbæjar í nágrenninu til að sóla sig. Auk þess er hægt að fara á baðströnd í sjálfri Barselónu. Þá er stutt til Frakklans ef maður vill skjótast þangað. Það sem mér finnst líka skemmtilegt við að búa hér er að hingað koma öll nýju rokkböndin og stærri hljómsveitir. Svo er hér engin snjór, það finnst mér mikill kostur! Veturinn er mjög stuttur en þá getur orðið býsna kalt því húsin eru illa upphituð. AUÐUR GNÁ Ég bý t.d. í íbúð sem hefur enga kyndingu en rafmagn til kyndingar er hrikalega dýrt hérna. Þá klæði ég mig bara í lopa- peysuna og skríð undir dúnsængina og Álafossteppið. - Umgangist þið Spánverjana mikið? AXEL Nei, en ég kann ágætlega við nágranna mína. Manni er þó aldrei boðið heim. Þetta er frekar lokað þjóðfélag. Það er ekkert auð- velt að kynnast almenningi. Kata- lóníubúar þykja kaldlyndari en aðrir Spánveijar en þeir eru sagðir áreið- anlegri vinir. - Það er sagt að spænskar fjöl- skyldur séu mjög samrýmdar fínnst ykkur það? ^Ljósmyndari: Þorsteinn V. Jónsson. Á CAFÉ OPERU hittust Auður Gná Ingvarsdóttir t.v og Axel Blöndal. Síðar bættust í hópinn, Lllja Pálmadóttir og Hildur Hafstein sem báðar munu stunda nám í Barcelóna í vetur. AUÐUR GNÁ Það er líka búið að vera mikið að gera hjá mér. Það er mikill agi í skólanum og lögð áhersla á að kenna nemendum ákveðin vinnubrögð. Á fyrsta árinu eru okk- ur kenndir grunnþættir í hönnun og á öðru ári veljum við okkur sér- svið. Það er líka mikið um alls kyns verkefni hjá okkur sem við þurfum að skila og prófað er þrisvar á vetri. Skólinn sem ég er í er elsti hönnun- arskólinn á Spáni og nýtur mikillar viðurkenningar, jafnt innan Spánar sem utan. Þeir leggja því mikla áherslu á að fólk tileinki sér ákveð- in grunnvinnubrögð í hönnun, þann- ig að það geti farið að vinna um leið og náminu lýkur. Kennt er á katalónsku sem var erfitt fyrir mig í fyrstu. Svo fór ég smá saman að skilja málið sem gerði hlutina auð- veldari. AXEL Katalónarnir halda fast í tungu sína og geta verið stórir upp á sig og neitað að tala annað, en ég hef aldrei lent í því. - Hvernig er félagslífið í skólan- um? AXEL Það er ágætt. Ég er ánægður með bekkinn minn og þar ríkir góður andi. Við erum samtaka og ég fer oft út með bekkjarfélögum mínum. Við förum á Tapas barina þar sem eru seldir smáréttir á hæfi- legu verði. Stundum höldum við matarboð eða förum á diskótek. AUDUR GNÁ Flestir af mínum skólafélögum eru yngri en ég svo ég á ekki svo margt sameiginlegt með þeim. Ég umgengst þá aðallega í skólanum en hitti annað fólk þar BARSELÓNA er heillandi borg með sín breiðu stræti og glæsilegu byggingar sem bera vitni um forna frægð, hugvit og ríkidæmi. Hér talar sagan til manns við hvert fótmál, og mannlífið er afar litríkt. Við vildum vita hvernig er að búa í þessari borg, þessu landi sem margir Evrópubúar þekkja svo lítið þótt þeir hafi heimsótt strendur þess ótal sinnum. Greinarhöfundur hitti íslenka námsfólkið á Café Operu sem er á Römblunni, aðalgöngugötu borgarinnar. Þetta eru þau Auður Gná Ingvarsdótt- ir, sem er í innanhússarkitektúr á háskólastigi í skóla sem kallast Elisava og Axel Blöndal sem stund- ar MBA nám í viðskiptafræðum í IESE háskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.