Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.09.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 24. SEFfEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MNokkrar athyglisverðar bíómyndir verða sýndar í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Skal þar fyrsta nefna „Get Shorty“ sem byggð er á samnefndri sögu Elmore Leonard. John Travolta, Gene Hackman, Danny De- Vito og Rene Russo fara með aðalhlutverkin en sagan er frábær háðsá- deila á hvernig kaupin ganga fyrir sig í Holly- wood. Önnur er kvenna- tryllirinn „Copycat" með þeim stöllum Holly Hunt- er og Sigoumey Wea- ver. Þær leika löggu og réttarlækni á höttunum eftir Qöldamorðingja sem Harry Connick leikur. Jon Amiel („Som- mersby“) leikstýrir en handritið gerir Frank Pierson sem eitt sinn skrifaði „Dog Day After- noon“. Enn önnur spennumynd er „Jade“ með hinni ísköldu Lindu Fierontino („The Last Seduction") í aðalhlut- verki. Hún er grunuð um morð (en ekki hvað). Mennina tvo í lífi hennar leika David Camso og Chazz Palminteri. Handritið gerir Joe Esz- terhas (Ognareðli) en leikstjóri er William Friedkin. NÝR James Stewart? Depp í „Nick of Time“. Depp í tíma- hraki FYRSTA spennumyndin sem Johnny Depp leik- ur í heitir „Nick of Time“ og er leikstýrt af John Bad- ham. Með önnur hlutverk fara Christopher Walken, Charles Dutton og Roma Maffía. Myndin segir af ósköp venjulegum manni sem fær að vita uppúr þurru að ef hann ekki myrðir ríkisstjóra Kalíforníu innan 80 mín- útna muni dóttir hans, sem hefur verið rænt, deyja. Badham hnaut um hand- ritið hjá Paramount kvik- myndaverinu þegar hann vann við „Drop Zone“. Depp þáði hálfa fímmtu milljón dollara fyrir leikinn og fékk að ráða hveijir lékju með hönum. Badham þykir stútfylla myndina af spennu og notar mikið handstýrðar myndavélar en sögutími myndarinnar er jafnlangur sýningartíman- um, 90 mínútur. Þykir andi Hitchcocks svífa mjög yfir vötnum og Badham lýsti Depp nýlega sem nútíma James Stewart. W ÆT W IBIO AMERÍSKA víkinga- myndin Víkinga- saga kom ekki á óvart. Höfundur hennar, - kvik- myndatökumaðurinn og leikstjórinn Michael Chapman, kom hingað til lands með fríðu föruneyti að filma einhverskonar útgáfu af íslendingasög- unum en hefði -sem best getað afgreitt hana heima í Hollywood. Hún reyndist dæmigerð B- mynd sem ætluð er á myndbandamarkaðinn fyrst og fremst. Leikur íslensku leikar- anna á ensku er, eins og læknar mundu segja, eft- ir atvikum. Sagan er eitt- hvað sem engin leið er að komast inn í en hefur að gera með „frelsun“ íslenskrar alþýðu, sem eftir hópatriðum að dæma virðist gáttuð á öllu saman. Ábúðamikill sögumaður myndarinnar á í mestum vandræðum með íslensku nafnasúp- una sem er í myndinni og flækir hana mjög: Kij- etil, Kíjaartn, Mordur, Gönnr, Rutor. Þýska vöð- vafjallið í aðalhlutverkinu á Iangt í land með að ná leikhæfiieikum Dolph Lundgrens. Rauða skikkjan þótti talsvert furðuverk hér heima á sínum tíma og nú hefur sagan endurtek- ið sig um 20 árum seinna. """KVIKMYNDIR""" Erþetta gamla glæpaklíkan hans Scorsese? SÝND á næstunni; Demi Moore í „The Scarlet Letter". 7.000 höfðu séð Frelsishetjuna ALLS sáu um 7.000 manns miðaldamynd- ina Frelsishetjuna eða „Braveheart" á forsýning- um og fyrstu sýningarhelg- ina í Háskólabíói, Regnbog- anum og Borgarbíói á Akur- eyri. Rúmlega 6.000 manns hafa séð „Dolores Clai- borne“ í Regnboganum, 8.00Q Eitt sinn stríðsmenn og 4.500 myndirnar Gegg- jun Georgs konungs og Gleymdu París. Næstu myndir Regnbog- ans eru „The Mighty Mor- phins Power Rangers", „Murder in the First“, danska teiknimyndin Leyni- vopnið frá framleiðandan- um Per Holst, en hún verður sýnd með íslensku táli, og „Beyond Rangoon" eftir John Boorman. Aðrar myndir Regnbog- ans era m.a. „A Walk in the Clouds" og „The Searlett Letter". Bíóið hyggst efna til kvikmyndahátíðar með nokkrum séiwöldum mynd- um í nóvember þar sem sýndar verða m.a. myndirnar „Mrs. Parker & the Vicious Circle“, „Kids“ og jafnvel Borg hinna týndu barna. Annað sem bíóið hefur í bí- gerð er að hafa stórmynda- hátíð í tilefni afmælis kvik- myndarinnar og bjóða upp á afliurðavinsælar myndir eins og Tónaflóð og Ben Húr. Spilavíti EINN fremsti leikstjóri Bandaríkjanna, Martin Scor- sese, sendir frá sér nýja mynd bráðlega sem heitir einfaldlega Spilavíti eða „Casino" og er mikið til með sama mannskap og gerði með honum hina ofbeldis- fullu gangstermynd, „Good- fellas“. Síðasta mynd Scor- sese, sem á að baki nokkrar bestu myndir eftirstríðsár- anna í Bandaríkjunum, var 19. aldar búningadramað Öld sakleysisins en nú er hann aftur kominn á fornar slóðir glæpalýðsins, honum gjörkunnugar úr mörgum sínum myndum. Og sem fyrr hjá Scorsese má búast við kvikmyndaveislu. Tengslin við „Goodfellas" eru mjög augsýnileg. Höfundur handritsins og bókarinnar sem Spilavíti byggir á er Nicholas Pi- ■hímmh leggi, sem skrifaði handrit „Goodfell- as“ og bók- ina sem það byggði á, „Wi- seguy“. Robert De Niro og Joe Pesci fara með aðalhlutverkin í báðum myndum og báðar hverfa þær aftur í tímann til að fjalla um undirheimaveröld- ina í Bandaríkjunum. Eina nýja viðbótin í glæpaklíku Scorsese er leikkonan Shar- on Stone, sem leikur maf- íudúkkuna Ginger í Spila- víti. Annars virðist hér um eftir Arnold Indriðoson mjög lokaðan hóp að ræða. Spilavíti gerist á diskó- tímabilinu hvorki meira né minna og fjallar um nokkra smákrimma af götunni sem fá spilavíti í Las Vegas í hendurnar og eiga að stjóma því. Þeir halda að þeir hafi lent í paradís en reyndin verður önnur. „Við erum að fást við hundruð milljónir dollara. Myndin lýsir spila- vítisiðnaðinum eins og hann gerist glæsilegastur og vegna þess að þessir menn eru eins og þeir eru fer allt í klessu í höndunum á þeim,“ segir Pileggi. Ekki á einu kvöldi, til þess eru stærðirn- ar of miklar, en á tíu árum og allan tímann dunar diskó- ið í eyrunum. „Þetta er miklu flóknari mynd en „Goodfellas“,“ er haft eftir framleiðandanum, Barbra De Fina, fyrrum eig- inkonu Scorsese. „Og hún er miklu stórbrotnari. Hún er um Las Vegas en hún er líka karakterstúdía." Aðal- persónurnar eru Nicky Sant- oro, varðhundur fyrir maf- íuna en Pesci leikur hann, og Sam „Ás“ Rothstein, sem De Niro leikur. „Sá hefur stundað fjárhættuspil alla sína ævi,“ segir Pileggi, „en hættir því til að taka við stjórn spilavítisins." Og svo er kona Ássins, Ginger, sem Stone leikur. Bæði Kate Capshaw og Melanie Griffith sóttust eftir hlutverkinu en Scorsese tók Stone framyfir. Með önnur hlutverk fara James Woods, Alan King og Kevin Pollak. Handritið var meiriháttar Hiti með Pac- ino og De Niro DISKÖSTÆLLINN í Las Vegas; Stone og De Niro takast á í Spilavíti Scorsese. höfuðverkur fyrir Pileggi, sem ætlaði fyrst að skrifa bókina og síðan handrit myndarinnar. Hann sýndi De Fina og Scorsese brot af sögunni og þau fóru þegar með það til framkvæmda- stjóranna hjá Universal kvik- myndaverinu. Öll heimtuðu þau handritið fyrst. Scorsese fór fram úr fjárhagsáætlun, sem er mjög óvenjulegt fyrir hann, og vann nótt sem nýt- an dag við klippinguna til að ná áætluðum sýningar- tíma vestra í haust. Útkom- an er væntanleg í Háskóla- bíó einhvemtíman í febrúar. AL PACINO og Robert De Niro leika saman í fyrsta skipti í bíómynd í tryllinum Hiti eða „Heat“, sem Michael Mann leik- stýrir. Með önnur hlutverk fara Val Kilmer, Tom Size- mor, Wes Studi, Ted Levine og Jon Voight. Mann, þekktastur hér fyrir Síðasta móhíkanann, skrifaði handritið fyrir mörgum árum og byggði á atburðum sem áttu sér stað í Chicago árið 1963, en myndin segir frá hópi at- vinnuþjófa og lögreglu- manni sem staðráðinn er að hafa hendur í hári þeirra; Pacino er löggan, De Niro þjófurinn. Keanu Reeves og Jo- hnny Depp var boðið hlut- verk Kilmers í myndinni en þeir höfnuðu því. „Þetta er miklu meira drama- tísk - mynd en spennumynd,“ segir Mann. „Enginn er góður eða vondur.“ Fyrir aðdáendur þeirra Pacinos og De Niros, og þeir eru margir hér á landi, er myndin sjálfsagt fundinn fjársjóður. Þeir fá tvo fyrir einn^ TVEIR fyrir einn; Pacino í hlutverki sínu í myndinni Hiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.