Morgunblaðið - 01.10.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 01.10.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995«B D 7 dag. Síðan var það sýnt við geysi- lega góðar viðtökur og þessar for- sýningar slógu algerlega í gegn. Eftir að sýningum lauk, settist Jim aftur niður og er um það bil að ljúka við að skrifa það fyrir stóra upp- setningu í West End í Lundúnum. Frumsýningin verður í upphafi næsta árs og við verðum annað landið í heiminum til að sýna það. Það sem er merkilegt við Jim er að hann skynjar svo vel áhorfend- ur. Hann þekkir leikhúsið mjög vel, treystir leikurum og það held ég að sé mjög mikilvægt fyrir leikrita- skáld. Verkið er úttekt hans á lokum 7. áratugarins - sem hefur verið ofarlega á baugi - en með splunkunýtt sjónarhorn. Þetta er úttekt á hippamenningunni, skrif- uð utanfrá með augum nútíma- manns. Þetta er fyrst og fremst gamanleikur, ekki eins dapurlegur og fyrri verk hans, en hefur vissu- lega alvarlegan undirtón. Það er mikil tónlist í verkinu sem er þó ekki söngleikur." Stone Free verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu um miðjan júlí 1996 en æfingar hefjast í maí. Verkið er sett upp í samstarfi við Leikfélag íslands. Sá allt í leikhúsunum Nú stofnaðir þú Gamanleikhúsið þegar þú varst tólf ára, eða fyrir réttum tíu árum. „Já, og það hefur fylgt mér síð- an,“ segir Magnús sposkur, „og það er ennþá til. Engin ástæða til að grafa það.“ Ertu með einhverjar áætlanir um starfsemina? „Nei, nei, ekki í augnablikinu. Þetta var fyrst barnaleikhús, síðan leikhús ungs fólks; óx með okkur. Þegar ég var kominn í menntaskóla og var að setja upp Línu langsokk, þá fannst mér ég frekar vera barnapía en einhver sem var að reka leikhús og fannst kominn tími til að hvíla mig á þessu.“ Hefurðu alltaf haft blæðandi leikhúsdellu? „Já. Alveg frá því ég man eftir mér.“ Hvaðan kemur hún? „Ég fór mikið í leikhús þegar ég var barn. Leikhús af öllu tagi. Síðan tók ég þátt í nokkrum sýningum í Þjóðleikhúsinu og lék nokkrum sinnum í kvikmyndum hjá Hrafni Gunnlaugssyni. Eftir að Gaman- leikhúsið var komið af stað, varð ekki aftur snúið.“ Finnst þér rétt að fara með börn á aðrar sýningar en þær sem eru sérstaklega settar upp fyrir þau? „Já, alveg tvímælalaust. Ef mað- ur kynnist ekki leikhúsinu, getur maður aldrei dæmt um hvort það á erindi við okkur. Ég held að allar listgreinar eigi erindi við börn. Krakkar eru með opnara og ftjórra ímyndunarafl en fullorðnir og ef það fær ekki að þroskast með þeim, tapa þau því. Ég setti upp sýningu úti í Eng- landi, ásamt leikhópi, sem er byggð á grísku goðsögnunum. Þetta var ódýr, lítil sýning sem hafði ekki mikið af búningum og enga leik- mynd. Við ferðuðumst með hana í skólana á svæðinu og hún tókst mjög vel. I nokkrum af þessum skólum áttu síðan krakkarnir að teikna það sem þau höfðu upplifað í Ieikhúsinu. Þau teiknuðu skip, skóg, haf, dreka og allt mögulegt - en auðvitað var ekkert af þessu á sviðinu, heldur hafði það verið gefið í skyn með látbragði. Fyrir þeim var þetta raunverulegt - og það sýnir hversu móttækilegri börn eru fyrir galdri leikhússins en full- orðnir." Eftir að við höfum rætt um nauð- syn þess að taka börnin með sér í leikhúsið, til að sjá hvað sem er, stendur verkefnisstjórinn upp, því það kostar mikla vinnu að fylgja öllum þessum hugmyndum úr hlaði. Hann er verðugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar í íslensku leikhúsi; var barn þegar hann stofnaði leik- hús með börnum fyrir börn - og ég heyri það á mínu heimili hjá þeim þörnum sem sáu sýningarnar hans, að hann er þeirra leikhúsmað- ur. VINNUTÆKNI VIÐ UMÖNNUN eftir Þórunni Sveinsdóttur og Ágústu Guömarsdóttur Aö StWs tweft hötdatags Vinnutækm við umonnun P<»gH<w vronunttö Ágústa Guðmarsdóttir Þórunn Sveinsdóttir sjúkraþjálfarar Borgarspkalinn - Vinnueftirlit ríki | Bókin er ætluð sem hjálpargagn við ! kennslu í vinnutækni fyrir alla þá sem ' starfi sínu veita skjólstæöingum aðstoö við að færa sig úr stað. Hún er einnig ætiuö sem uppsiáttarrit til upprifjunar á vinnuaðfer- öum við dagleg störf. Útsölustaöir: Borgarspítalinn - sjúkraþjálfun Vinnueftirlit ríkisins, Bíldshöfða 16, Rvk. Hjálpartækjabanki RKÍ og Sjálfsbjargar, Hátúni 12, Rvk. Bóksala Stúdenta við Hringbraut, Rvk. Eymundsson búðirnar, Rvk. Bókval Akureyri Bókina er hægt að panta hjá Borgarspítalanum, sími 569 6366 Vel útlítandi konu líbur vel N°7 * Ertu viss um aÖ þú sért að nota rétt krem? * Færðu það besta út úr útliti þínu? * Veistu nvernig ó aö útbúa gallalausa húð? * Færðu það besta út úr förðun þinni? Ef svarið er „Nei" er kominn tími til að fá ráðleagingar frá sérfræðingum No7. Þeir húðgreina þia og ráðíeggja þér hvernig þú getur nýtt þér það besta í útliti pinu með réttu meiki, felurum og litum sem passa best fyrir þig. Kynningar verða haldnar: Vörusalan Akureyri 2. okt. Dalvíkurapótek 3. okt. Ólafsfjarðarapótek 4. okt. Raufarhöfn 5. okt. Húsavík 5. okt. Siglufjörður 6. okt. Hagkaup Akureyri 7. okt. Eqilsstaðir 9. okt. Fáskrúðsfjörður 10. okt. Reyðarfjörður 11. okt. Eskifíörður 12. okt. Seyðisnörður 13. okt. Neskaupstað 14. okt. Sauoárkrókur 16. okt. Blönauós 17. okt. Borgarnes 18. okt. Geymjð auglýsinguna og njótíð þess að fá fríar ráðleggingar á kynningunum Glæsilegt Kanarítilboð í október og nóvember frá kr. 50.775 laferö'N Heimsferðir hefja aftur beint flug sitt til Kanaríeyja þann 23. október og okkur er ánægja að kynna glæsilegt kynningartilboð í haustferðir okkar þann 23. október og 22. nóvember. Veðrið á Kanarí á þessum árstíma er yndislegt, 25-28 stiga hiti, og að sjálfsögðu nýtur þú rómaðrar þjónustu Heimsferða allan tímann. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Nýr gististaður, Santa Fe. Frábær nýr valkostur fyrir Heimsferðafarþega í vetur. Smáhýsagarðurinn Santa Fe á miðri Ensku ströndinni. Öll smáhýsi með einu svefnherbergi, stofu, eldhúskrók. baði og verönd. Kr. 50.775 Kr 62.260 Verð m.v. hjón með 1 bam, 22. nóvember, Santa Fe. Skattar innifaldir. M.v. 2 í íbúð, 22. nóvember, Santa Fe. Skattar innifaldir. Los Salmones - nýr valkostur HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.