Morgunblaðið - 01.10.1995, Síða 14
-+
14 B SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
í HLJÓMSVEIT Gunnars Ormslevs með Ólafi Gauk, Eyþóri Þorláks,
Gunnari Ormslev og Steina Steingríms.
MEÐ GUÐMUNDI Ingólfssyni og Þórði
Högnasyni í Jónshúsi í Köben.
i
ÆTLI ÉG hafi
ekki verið
íjórtán, fímmt-
án þegar ég
vissi að til var
maður að nafni
Guðmundur Steingrímsson og lamdi
trommur í helstu danshljómsveit ís-
lands í þá daga, KK-sextettinum.
Þetta var á upphafsárum rokksins
1957 eða 1958.
Ég sá KK-sextettinn spila í mið-
borg Reykjavíkur 17. júní, líklega
hefur það verið á Lækjartorgi. Það
var rigningasuddi, eins og jafnan fyrr
og síðar á þjóðhátíðardegi, og í endur-
minningunni man ég að ég var heill-
aður af dökkhærða, hrokkinhærða
piltinum sem sat hálfboginn yfir
trommusettinu og lamdi allt hvað af
tók og hugsaði sem svo. - Skyldi
hann vera í akkorði, þessi maður?
Síðan þá eru liðin tæp íjörutíu ár.
Fyrirmyndir unglingsáranna voru
James Dean og Elvis Presley og hér
heima Ragnar Ejamason og gott ef
ekki Guðmundur Steingrímsson. Sér-
staklega eftir að Stjörnubíó sýndi
mynd um ævi hins kunnatrommuleik-
ara Gene Krupa með Sal Mineo í
í A K K 0 R D
*
Otrúlegt en satt. Það eru liðin
50 ár síðan Guðmundur Stein-
grímsson hóf feril sinn sem
hljóðfæraleikari. Það er hálf öld
frá því að hann kom fyrst
fram opinberlega
hljómsveit. Ólafur Ormsson
rekur sitthvað af langri starfs-
ævi þessa kunna hljómlista-
manns og fær þrjá menn sem
hafa þekkt Guðmund um árabil
til að segja frá kynnum sínum
afhonum.
aðalhlutverki. Þeir vom nefnilega
ekki svo ósvipaðir í útliti, Guðmund-
ur Steingrímsson og Sal Mineo, Guð-
mundur þó öllu myndarlegri maður
á velli.
Sannkallaður gleðigjafi
í hálfa öld hefur Guðmundur
Steingrímsson verið sann-
kallaður gleðigjafí. Hann
hefur starfað með öllum
helstu hljómsveitum lands-
ins og þótt hann hafi svo
sem ekki verið að hreykja sér hátt
eða tíunda afrek sín opinberlega þá
hefur hann um langt árabil verið
einn helsti drifkrafturinn í dansmús-
íkinni og þá ekki síður í þeirri jazz-
vakgingu sem átt hefur sér stað hér
á landi á síðari árum og jazzáhuga-
menn nefna hann sín á-milli, Papa
Jazz.
Guðmundur Steingrímsson var
einn stofnenda Jazzvakningar fyrir
rúmum tuttugu árum. Þá þegar
landskunnur trommuleikari af dans-
húsum landsins og hróður hans hef-
ur borist víða um Evrópu þar sem
hann hefur komið við sögu með
ýmsum hljómsveitum íslenskum og
erlendum. Mánudaginn 4. september
síðastliðinn var Guðmundi veitt silf-
urmerki Félags íslenskra hljómlistar-
manna, FIH, á veitingahúsinu
Ömmu Lú. Það bar upp á sama tíma
og Jazzvakning fagnar 20 ára af-
mæli sínu, Tónlistaskóli FlH 15 ára
afmæli og RúRek jazzhátíðin 5 ára
afmæli.
Upphafið og áhrifavaldar
í stuttu spjalli við Guðmund Stein-
grímsson rifjaði hann upp sitthvað
er á daga hans hefur drifið í starfi
sínu sem hljóðfæraleikari í 50 ár. -
„Skólaböllin í Flensborg í Hafnar-
firði voru upphafið að öllu saman.
Við Eyþór Þorláksson stofnuðum
hljómsveitina Ungir piltar og það var
fyrsta hljómsveitin sem ég lék í opin-
berlega. Einhvem tímann á árunum
1945-46 kemur Gunnar Ormslev til
íslands frá Kaupmannahöfn og við
byijum að spila með hljómsveit hans
sem trommu-
lm’lvavn í