Morgunblaðið - 01.10.1995, Page 20

Morgunblaðið - 01.10.1995, Page 20
ffrgmiltfðfrife ATVINNURAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVIN N %MAUGL ÝSINGAR Hárgreiðslustofan Edda óskar eftir áhugasömu og dugiegu fagfólki. Góð laun. Sími 553-6775 og heimasími 568-5517. Starf að mengunarvörnum Laus er staða sérfræðings á sviði mengunar- varna hjá Hollustuvernd ríkisins. Æskileg menntun er á sviði umhverfis- og mengunar- stjórnunar, efnafræði eða efnaverkfræði. Starfið felst m.a. í eftirfarandi: Mótun starfsleyfa og eftirliti með umhverf- ismálum atvinnurekstrar. Umsjón og eftirlit með söfnun, flokkun, flutningi og förgun spilliefna. Aðstoða og leiðbeina heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga vegna mengunarvarna. Verkefni vegna EES-samningsins og ann- arra alþjóðlegra skuldbindinga, einkum að því er varðar spilliefni. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 16. október nk. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. - • Hollustuvernd ríkisins, Ármúla 1a, pósthólf8080, 128 Reykjavík. Laus störf! Ritarastarf (352). Sérhæft starf hjá stóru þjónustufyrirtæki. Áhersla er lögð á starfs- reynslu, góða kunnáttu í ensku og excel. Æskilegur aldur 30-40 ára. Sérverslun (321). Áhersla er lögð á tölvu- þekkingu og hönnun ýmiskonar. Bókhaldsstarf (387). hjá fjármálastofnun. Áhersla er lögð á góða tölvukunnáttu (exc- el), starfsreynslu og nákvæmni. Stúdents- próf er skilyrði. Rennismiður (397) hjá innflutnings- og þjón- ustufyrirtæki. Áhersla er lögð á kunnáttu á CNC tölvustýrða rennibekki. Mikil vinna. Traust fyrirtæki. Laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs fyrir 6. október nk. _ Hagvangur li f. 1 Skeifunni 19 1 Reykjavík | Simi 581 3666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoöanakannanir íþróttamiðstöð Starfsmann vantar við íþróttamiðstöðina í Garðabæ, (eftirlit í kvennaklefum í sundlaug o.fl.). Vaktavinna. Skriflega umsóknir óskast sendar á skrifstofu Garðabæjar eða íþrótta- miðstöðina fyrir 6. október. Forstöðumaður. Gluggatjaldaverslun miðsvæðis í borginni vill ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Afgreiðslustarf: Um er að ræða hlutastarf í verslun frá kl. 13-18, auk starfa annan hvern laugardag á veturna frá kl. 10-14. Saumastarf Um er að ræða hlutastarf á saumastofu frá kl. 9-13 eða eftir nánara samkomulagi. Aukavinna á álagstímum. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „G - 15888“, fyrir 7. október nk. Leikskólar Reykjavíkur- borgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Gullborg v/Rekagranda, upplýsingar gefur Hjördís Hjaltadóttir, leik- skólastjóri, í síma 562 2455. Hraunborg v/Hraunberg, upplýsingar gefur Sigurborg Sveinbjörns- dóttir, leikskólastjóri, í síma 557 9770. Sæborg v/Starhaga, upplýsingar gefur Þuríður A. Pálsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 552 3664. Sólborg v/Vesturhlíð, upplýsingar gefur Jónína Konráðsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 551 5380. I starf e.h.: Álftaborg v/Safamýri upplýsingar gefur Ingibjörg Kristjánsdóttir, leikskólastjóri, í síma 581 2488. Fellaborg v/Völvufell, upplýsingar gefur Dröfn Halldórsdóttir og Kolbrún Harðardóttir, leikskólastjórar, í síma 557 2660. Stuðningur Þroskaþjálfa vantar til stuðningsstarfa í leik- skólann Ægisborg v/Ægissíðu, upplýsingar gefur Elín Mjöll Jónasdóttir, leikskólastjóri, í síma 551 4810. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. REYKJALUNDUR Þroskaþjálfar/ hjúkrunarfræðingar Deildarstjóra vantar að Hlein, sem er sam- býli fyrir fatlaða á Reykjalundi. Ennfremur vantar hjúkrunarfræðinga á hinar ýmsu deildir. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 666 6100. Tölvunarfræðingur Tryggingamiðstöðin hf. óskar að ráða tölv- unarfræðing/kerfisfræðing til starfa í tölvu- deild og er starfið laust nú þegar. Starfið felst m.a. í hugbúnaðargerð fyrir AS/400 ásamt biðlara/miðlara forritun fyrir PC net. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7, og skal umsóknum skilað þangað fyrir 6. október. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Upplýsingamiðstöð ferðmála Forstöðumaður Síðastliðið vor stofnuðu sveitarfélögin í Eyja- firði Upplýsingamiðstöð ferðamála, sem í haust mun hefja starfsemi sem sjálfstæð rekstrareining. Til greina kemur að upplýs- ingamiðstöðin samnýti húsnæði með annarri skyldri starfsemi. í fyrstu verður ráðinn forstöðumaður og er sú staða nú auglýst laus til umsóknar. Forstöðumanni er ætlað ásamt stjórn upp- lýsingamiðstöðvar að taka þátt í að þróa starfsemina frekar og standa að ráðningu starfsfólks eftir því sem þurfa þykir og fjár- hagáætlanir leyfa. Upplýsingamiðstöðinni er m.a. ætlað: - Að greiða götu ferðamanna, sem til upplýsingamiðstöðvar leita. - Að annast upplýsinga- og kynningarstarf á sviði ferðamála. - Að vinna að markaðssetningu svæðisins í tengslum við viðskipta- aðila. - Að hafa umsjón með sérstökum átaksverkefnum á sviði ferðaþjón- ustu. Við leitum að forstöðumanni, sem hefur þekkingu og reynslu á sviði ferðaþjónustu eða skyldri starfsemi, sem er tamt að vinna skipulega að settu marki í samvinnu við sam- starfsfólk, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög en tryggir jafnframt að viðskiptaaðilar og ferðafólk fái ávallt lipra og góða leiðsögn og þjónustu. Skriflegar umsóknir, sem greini frá menntun og starfsreynslu skulu berast Upplýsinga- miðstöð ferðamála b.s., Strandgötu 29, Ak- ureyri, fyrir 12. október nk. Frekari upplýs- ingar veitir formaður stjórnar Upplýsingamið- stöðvar b.s., Hallgrímur Guðmundsson, alla virka daga kl. 13.00 til 14.00 í síma 461 2727.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.