Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐÍÐ Kven- ímynd og trúar- brögð Á VEGUM Endurmenntunar- stofnunar Háskólans eru nú haldin námskeið um ýmis efni. Eftirtalin tvö námskeið eru að hefjast: , Vöðvabúnt pg veimiltítur - ímynd kvenna í kvikmyndum. Í Tæknigarði, fimmtudaginn 12. október til 16. nóvember kl. 20.15 - 22.15. Leiðbeinandi: Anna Sveinbjarn- ardóttir kvikmyndafræðingur. Efni: Kvenhetjur kvikmynda- tjaldsins í dag. Er ímynd kvenna einsleit eða eru fleiri en einn túlk- unarmöguleiki fyrir hendi? íslend- ingar sjá mest af bandarískum verkum, því verður sjónum helst beint að þeim. Austur og Suðaustur-Asía - Saga, trúarbrögð, lífsviðhorf. í Tæknigarði, fimmtudaginn 12. október til 30. nóvember kl. 20.15 - 22.15. Leiðbeinandi: Dagur Þorleifsson sagn- og trúarbragðafræðingur, stundak. við HÍ. Bryndís Dags- dóttir hagfræðingur og Steingrím- ur Þorbjamarson mannfræðingur. Efni: Sagan, m.a. mótun samfé- laganna og samskipti við Evr- ópu/Vesturlönd. Helstu trúar- brögð/hugmyndakerfi, með hlið- sjón af samtímanum, en efnahags- þensla er nú mest í þessum heims- hlutum. Er skýringa á þessum uppgangi að leita í trúarbrögðun- um? Rætt verður um þau áhrif sem trúarbrögð geta haft á lífsviðhorf og þjóðfélagsgerð og víxlverkun þeirra og aðkominna trúar- bragða/hugmynda. ------» ♦ "'4--- Kristín talar um eig’in verk ÞRIÐJUDAGINN 10. október 1995 kl. 18 mun Kristín Gunn- laugsdóttir myndlistarmaður halda fyrirlestur á Kjarvalsstöðum um eigin verk. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýningu hennar sem stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. LEIKUST Mögulcikhúsið v i ð II1 c m m ÆVINTÝRABÓKIN Höfundur og leikstjóri: Pétur Egg- erz. Leikmynd og búningar: Mess- íana Tómasdóttir. Tónlist: Guðni Franzson. Lýsing: David Walters. Danshöfundur: Lára Stefánsdóttir. Leikarar: Alda Araardóttir, Bjarai Ingvarsson, Erla Ruth Harðardóttir, Guðni Franzson, Ingrid Jónsdóttir og Stefán Sturla Siguijónsson. Laugardagur 7. október. MÖGULEIKHÚSIÐ við Hlemm setur nú upp Ævintýrabókina, sýn- ingu sem höfðar til áhorfenda á for- skólaaldri og í fyrstu bekkjum grunn- skóla. Hún er eins og klæðskerasnið- in að þörfum þeirra, enda vísar hún í þær bókmenntir sem flest þessara barna þekkja, þ.e. hinna klassísku ævintýra, hvort sem þau eru ættuð frá bræðrunum Grimm eða H.C. LISTIR Alþjóðlega bókastefnan í Frankfurt verður sett í dag við hátíðlega athöfn. Bókastefnan sem er hin 47. í röðinni verður opnuð á morgun. Jóhann Hjálmarsson segir frá því helsta sem verður á dagskrá stefnunnar, en athygli gesta beinist mjög að hlut Austurríkis. Auður Austur- ríkis í glerkúlu AUSTURRÍKI verður í öndvegi á Bókastefnunni í Frankfurt að þessu sinni. Sérstakur hringlaga skáli úr gleri og stáli, verk arkitektsins Adolfs Krischanitz, verður helgaður austurrískum bók- menntum og menningu á þessari öld og stofnan- ir eins og Bókmenntahús Frankfurtborgar, Óperu- húsið gamla og fleiri verða með kynningar á austurrískum rithöfundum, austurrískri tónlist og myndlist. Verk eftir Gustav Klimt, Egon Schiele, Oscar Kokoscha og aðra brautryðjendur í mynd- listinni fá eflaust sitt rúm, enda tengjast þessir málarar bókmenntunum með ýmsum hætti. í skálanum sem er 1.100 fermetrar verður sýning sem á að spegla austurrískar samtímabók- menntir. Dæmigert austurrískt kaffihús í Vínar- stíl er ómissandi á svona stað. Auðlegð austur- rískra bókmennta Sé litið yfir sögu austurrískra bókmennta á þessari öld blasir við ríkulegur auður sem sett hefur svip sinn á menningu Evrópu og gerir enn. í prósaskáldskap gnæfír Franz Kafka (fæddur í Prag, dáinn í nágrenni Vínar, stundum kallaður þýsk-tékkneskur) og einnig Robert Musil og Her- mann Broch. Nefna mætti Elias Canetti sem bjó um tíma og starfaði í Vín, einnig hinn margvitra Stefan Zweig og expressjónistann Franz Werfel sem var jafnvígur sem ljóðskáld og skáldsagna- höfundur. Hugsuðir sem byltu hugmyndum manna voru sálfræðingurinn Sigmund Freud og gagnrýnand- inn Karl Kraus. Ljóðskáldin eru mörg. Rainer Maria Rilke telst austurrískur. Hugo von Hof- mannsthal var dæmigerður Vínarfagurkeri. Georg Trakl var í senn skáld kyrrðar og ógnar og hafði mikil áhrif á ljóðlistina. Reynsla hans úr fyrri heimsstyijöldinni kallaði á myndir eins og: „Þung er reiði fólksins,/ sem orgelhljómar vetr- arstorma,/ stríðsmannanna rauðu bylgjur,/ stjörnuskógur nakinn." Síðar í ljóðinu er ort um mána sem veiðir skelfdar konur í blóðidrifnum stigum. Paul Celan er annað austurrískt skáld í hópi spámmanna samtímans. í ljóðum hans fá þjáning- ar gyðinga í eyðingabúðum nasista mál, en marg- ir þeirra sem stuðluðu að blóma austurrískrar menningar voru af gyðinglegum uppruna. Kunn- asta ljóð Celans er Helfúga, um dauðann, „meist- arann bláeygða frá Þýskalandi". Framlag Celans til ljóðlistarinnar er ekki síst fólgið í beitingu málsins. Meðal austurrískra rithöfunda sem nú eru ofar- lega á baugi er Peter Handke, en skáldsaga hans frá í fyrra, sem er um margt tilraunakennd, Árið mitt í einskismannsbugt, yfir 1.000 blaðsíðna verk, reitti hinn fræga bókavarg, gagnrýnandann Marcel Reich-Ranicki, til reiði og taldi hann bók- ina gjörsneydda frásagnargleði og kimni. í augum annarra er hér eitt metnaðarfyllsta verk Handkes Franz Paul Sigmund Kafka Celan Freud Peter Ingeborg Handke Bachmann á ferð. Ljóðskáldið Hans Carl Artmann hefur verið orðað við tilraunamennsku í ljóðlist og rek- ur nú skáldaskóla í Vín. Ingeborg Bachmann, sem lést um aldur fram eins og fleiri austurrísk skáld, er síður en svo gleymd. Hennar var minnst á áberandi hátt í Frankfurt í fyrra. Bókmenntir í smáskömmtum Því miður er fróðleikur um austurrískar sam- tímabókmenntir lítill sem enginn og þær ná varla til íslands nema í smáskömmtum. Þannig má heita gott að við séum að kynnast höfundum sem voru þekktir í Evrópu á stríðsárunum eða jafnvel milli stríða. Erfitt er að kenna einhverjum sérstök- um um þetta, enda verður ekki gerð tilraun ti þess. Bókastefnan i Frankfurt er kjörið tækifæri til að bæta úr þessu. Það sem menn telja henni til tekna er líka það að hún stuðlar að kynningu og útbreiðslu bókmennta. Þær þjóðir sem hafa verið í öndvegi láta vel af því og eru þeirrar skoðunar að hin rándýra aðstaða „brennidepilsins" borgi sig. 300.000 gestir Á bókasýningunni verða 320.000 bækur, 9.000 sýnendur frá 105 þjóðlöndum og búist er við 300.000 gestum, en í hópi þeirra eru rithöfund- ar, útgefendur, bókaverðir, bóksalar, umboðs- menn og blaðamenn. ísland verður með. Hlutur þess á sýningarsvæð- inu hefur farið minnkandi á undanförnum árum, en áhugi á íslenskum bókum og höfundum hins vegar vaxandi. í fyrra sýndu þijú forlög: Mál og MARGMIÐLUN sækir á í Frankfurt sem annars staðar. menning, Forlagið og Vaka-Helgafell, í tveim litl- um básum. Margmiðlun Margmiðlun setur enn sterkari svip á bóka- stefnuna. Sýningarsvæði rafeindaiðnaðarins og upplýsingamiðlunarinnar er alltaf að stækka og fær nú eigin sýningarhöll sem er við innganginn á bókastefnuna. Tölvugeisladiskar (CD-ROM) munu gera kleift að fletta upp hvers kyns upplýs- ingaefni, meðal annars komast að Hver er hver á Bókastefnunni í Frankfurt. Á þessum stað er ekki einungis vinnuaðstaða og náms- og leiksvæði fyrir alnetshuga heldur líka þá sem vilja una sér við hefðbundna tölvu- leiki eins og sviðsetningu stórslysa og manndráp í tómstundum. Því má bæta við að klámneytendur verða ekki skildir útundan. Það sem boðlegt þykir býðst á markaði miðlunarinnar. Við verðum að trúa því að allt sé þetta til að bæta samskiptin og spara tíma. Friðarverðlaun vekja deilur Friðarverðlaun þýskra bókaútgefenda og bók- sala verða að þessu sinni veitt Annemarie Schim- mel og tekur hún við þeim úr hendi Romans Herzog, forseta Þýskalands, á sunnudaginn. Hún er kunn fyrir rit sín um íslam. Þekktir rithöfund- ar, einkum úr hópi vinstrisinna, hafa skorað á forsetann að hætta við afhendinguna. Schimmel hefur svarað árásum með þvi að lýsa yfir að hún fordæmi dauðadóma og líflátshótanir yfír rithöf- undum eins og Salman Rushdie. Bókstafstrú ísl- ams sé henni ekki að skapi. Sérþekking Schimmels á íslam sem hún hefur miðlað í verkum sínum er vitanlega ekki það sama og að játa íslam hollustu sina og sam- þykkja að rithöfundum sé útskúfað og skrifa undir dauðadóma bókstafstrúarmanna. Skoðana- skipti um þetta mál munu að öllum líkindum bergmála í salarkynnum bókastefnunnar. Ef þú barasta vilt því trúa Andersen. Þessi ævintýri í ótal mynd- skreyttum útgáfum eru það sem for- eldrar og barnapíur grípa gjaman til þegar lesa á ungviðið í svefn. Ef þessa nauðsynlegu bókmenntaþekk- ingu skortir þá þurfa forráðamenn barnsins að venda bráðan bug á að bæta úr því áður en haldið er með bamið á vit leiklistargyðjunnar. Verkið hefst enda á kunnuglegum slóðum. Stúlkan Dóra er orðin læs og fær að svæfa sig sjálf með lestri uppáhalds bókar sinnar. Fyrr en var- ir er hún komin mitt í hringiðu ævin- týranna. Þar ber á stjórnleysistil- hneigingum hjá annarri aðalpersón- unni i einu best þekkta ævintýrinu sem fer á flakk í aðrar sögur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Verk- ið er skemmtilega unnið frá hendi höfundar og leitast við að textinn sé skýr og auðskiljanlegur. Barnshugurinn er einkennilega hugfanginn af endurtekningum og stöðugleika. Þetta túlkar Erla Ruth Harðardóttir vel sem Dóra. Hún sækir öryggi í endalausan lestur sömu sagnanna. Það öryggi reynist hverfult svo að hún heldur hugrökk af stað til að koma hlutunum í fyrra horf. Bjarni Ingvarsson reynist henni betri en enginn í hlutverki veiði- mannsins úr Rauðhettu og úlfinum. Veiðimaðurinn er, eins og aðrar per- sónur úr ævintýrunum, markaður af þeirri litlu lífsreynslu sem hann hefur orðið aðnjótandi. Allt framtak við aðgerðir verður hann því að sækja til Dóru. Bjarni lýsir vel þessum stað- fasta og skyldurækna manni, sem er samt svo úrræðalítill. Stefán Sturla Sigutjónsson er hæfílega hræðiiegur úlfur og Alda Arnardóttir fær að leika þær skap- stilltu stöllur Mjallhvíti og Ösku- busku. Hún fékk þó að sýna meiri tilþrif sem kona skógarhöggsmanns- ins. Stundum vildi framsögn hennar vera óskýr í söngtextum, sem olli skemmtilegum misskilningi þegar ungum áhorfenda fyrir aftan mig heyrðist „dverganna kot“ vísa í „dvergana tvo“. Guðni Franzson var í tveimur litlum hlutverkum en samdi annars tónlist og sá um flutning hennar. Einfaldur undirleikurinn átti vel við sýninguna og gaf henni falleg- an svip. Sá leikari sem sló í gegn í þessari sýningu var Ingrid Jónsdóttir. Hún lék alls fimm hlutverk og var stórgóð í þeim öllum. Hún fór hamförum í persónusköpuninni og gaf hverri per- sónu svo skýra drætti og einkenni að upplifun fullorðinna áhorfenda varð að því meiri. Messiana Tómasdóttir á stóran hlut í að sýningin heppnast eins vel og raun er á. Með hjálp David Walt- ers, sem sér um Ijósin, skapar hún sannkallaða ævintýraveröld með ein- földum leiktjöldum og hreinum form- um. Búningar Messíönu eru sann- kallað listaverk og á það sérstaklega við hvað litaval snertir. Hún skapar þannig hlýja og mjúka veröld sem auðvelt er að sökkva sér inn í og gleyma sér í. Hvort sem upplifun Dóru er draumur eða veruleiki verð- ur minningin um sýninguna áhorf- endum draumi líkust. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.