Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 25 MÖRGSLYS - LÍTIL MEIÐSLI Opinberar slysatölur segja þá sögu að tvö- til þrefalt fieiri slasist * í umferðinni hér á landi en í nágrannalöndunum. I samantekt Helga Bjamasonar kemur hins vegar fram að slíkur samanburð- ur er ekki marktækur vegna þess hvað lítill hluti slysanna kemur fram á opinberum skýrslum. Þó eru vísbendingar um að slys hér séu fleiri en ekki eins alvarleg og á hinum Norðurlöndunum. ERFITT er að fá svar við því hvort slys á fólki eru tíðari eða meiri í umferð- inni hér en í nágranna- löndunum. Upplýsingarnar liggja víða og eru oft misvísandi. „Þú ert að biðja um hið ómögulega. Þú færð þessu hvergi svarað,“ segir Ólafur Ólafsson landlæknir og for- maður slysavamaráðs þegar spurn- ingin er borin upp við hann. Harald- ur Sigþórsson, deildarverkfræðing- ur hjá umferðardeild borgarverk- fræðingsins í Reykjavík, tekur í sama streng en hann fjallaði um umferðarslys í doktorsritgerð við háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi. Eftir að FÍB birti samanburð á iðgjöldum bílatrygginga hér og á hinum Norðurlöndunum urðu .hörð skoðanaskipti milli forsvarsmanna félagsins og fulltrúa tryggingafé- laganna um ástæður mikils verð- munar. Talsmenn tryggingafélag- anna sögðu að hærri iðgjöld hér stöfuðu af meiri tjónakostnaði og bentu á tölur sem sýna mun fleiri slys hér á landi en í nágrannalönd- unum. Talsmenn FÍB sögðu að slysatölurnar væru ekki saman- burðarhæfar og gæfu ekki til kynna að fleiri slys eða hærri tjónagreiðsl- ur væru á íslandi. Þá voru menn ekki sammála um það hvort slysum hér á landi væri að fjölga eða fækka. Hægt er að bera slysafjölda sam- an með ýmsum hætti. í þessari umfjöllun er farið yfir opinberar slysatölur og skýrt frá vanköntum þeirra og slysaskráning í heilbrigð- iskerfmu einnig athuguð. Ljóst er að niðurstaða hverrar skráningar segir sína eigin sögu. Upplýsingar tryggingafélaganna um heildartjó- nagreiðslur og ijölda slysa segja enn eina söguna en farið verður yfir það í grein sem birtist hér í blaðinu á morgun. Fjölgun slysa samkvæmt opinberum tölum Svokallaðar opinberar tölur um umferðaróhöpp og slys á fólki eru unnar af Umferðarráði upp úr lög- regluskýrslum. Erfitt er að bera þær saman milli ára eða tímabila vegna þess að gerðar hafa verið breytingar á skráningunni. Arið 1988 var bytjað að nota tjóna- skýrslur sem fólk á sjálft að fylla út án þess að kalla til lögreglu, þegar um minniháttar óhöpp er að ræða. Og í ársbyijun 1992 var gerð breyting á vinnubrögðum. Umferðarráð á nú að fá afrit af öllum lögregluskýrslum en ekki einungis þeim skýrslum þar sem lögreglan tilgreinir meiðsli á fólki. Starfsmaður Umferðarráðs fer yfir allar skýrslurnar og flokkar slys og óhöpp. Niðurstöðurnar eru birt- ar í árlegri skýrslu um umferðar- slys. Ef litið er á tímabilið frá 1989 sést að umferðaróhöppum í heild fækkaði næstu árin á eftir, hugsan- lega hefur tekið einhver ár að venja fólk við tjónstilkynningar. Fjöldinn var svipaður til 1993 en jókst þá aftur. Ef aðeins er litið á umferðar- óhöpp sem hafa leitt til slysa á fólki sýna tölurnar stöðuga aukn- ingu á fjölda slasaðra á þessum sex árum. Árið 1989 var 831 skráður slasaður eða látinn en á síðasta ári var fjöldi slasaðra og látinna talinn vera 1.485. Mikil aukning varð á milli áranna 1991 og 1992 þegar fjöldi slasaðra fór úr 1.155 í 1.348. Órn Þorvarðarson sem annast slysaskráninguna á skrifstofu Umferðarráðs telur að tölur um fjölgun skráðra slysa á undanförnun árum gefi ekki rétta mynd af raunveruleikanum vegna þeirrar breytingar sem orðið hefur á vinnubrögðum við skráninguna. Skráðum slösuðum hefur þó áfram fjölgað, eða um 8% 1993 og 2% á síðasta ári. Og enn er aukning í ár, fyrstu átta mánuði ársins eru skráð slys 5% fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Fjölgom hjá lögreglunni Eftir að tjónstilkynningarnar voru teknar upp gerði lögreglan í Reykjavík skýrslur um 2.300 til 2.500 umferðaróhöpp á ári, 1989-91. Skýrslum fækkaði svo heldur en á síðasta ári stóijókst fjöldinn en þá voru gerðar 2.750 skýrslur um umferðaróhöpp. Skráð- um umferðaróhöppum með slysum á fólki hefur fjölgað mjög á þessum árum, samkvæmt lögregluskýrsl- um. Þau voru innan við 400 á árinu 1989 en 661 í fyrra. Ómar Smári Ármannsson segir að aukningin sé mest í minniháttar meiðslum. Vegagerðin tekur árlega saman skýrslu um umferðaráhöpp á þjóð- vegum landsins, utan þéttbýlis. Upplýsingarnar eru byggðar á lög- regluskýrslum og eru fengnar hjá Umferðarráði. Um 900 umferðar- óhöpp voru skráð á þjóðvegunum árið 1989 en 877 á síðasta ári. 324 voru taldir slasaðir í fyrra sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum. Minni slysura fjölgað Ekki er hægt að sjá þróun slysa lengra aftur í tímann í opinberum slysatölum vegna breytinga í skrán- ingu eins og fyrr er vikið að. Ef litið er á síðustu sex ár sem telja verður nokkuð samanburðarhæf með fýrirvara um hugsanlega óná- kvæmni í flokkun virðist mega álykta sem svo að slysum á fólki hafi heldur fjölgað á þessum tíma. Og þeim hefur fjölgað á árunum 1993, 1994 og það sem af er þessu ári, samkvæmt opinberum tölum, en ekki er ágreiningur um að skrán- ingin hefur verið samræmd frá 1992. Óli H. Þórðarson, fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.