Morgunblaðið - 10.10.1995, Side 25

Morgunblaðið - 10.10.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 25 MÖRGSLYS - LÍTIL MEIÐSLI Opinberar slysatölur segja þá sögu að tvö- til þrefalt fieiri slasist * í umferðinni hér á landi en í nágrannalöndunum. I samantekt Helga Bjamasonar kemur hins vegar fram að slíkur samanburð- ur er ekki marktækur vegna þess hvað lítill hluti slysanna kemur fram á opinberum skýrslum. Þó eru vísbendingar um að slys hér séu fleiri en ekki eins alvarleg og á hinum Norðurlöndunum. ERFITT er að fá svar við því hvort slys á fólki eru tíðari eða meiri í umferð- inni hér en í nágranna- löndunum. Upplýsingarnar liggja víða og eru oft misvísandi. „Þú ert að biðja um hið ómögulega. Þú færð þessu hvergi svarað,“ segir Ólafur Ólafsson landlæknir og for- maður slysavamaráðs þegar spurn- ingin er borin upp við hann. Harald- ur Sigþórsson, deildarverkfræðing- ur hjá umferðardeild borgarverk- fræðingsins í Reykjavík, tekur í sama streng en hann fjallaði um umferðarslys í doktorsritgerð við háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi. Eftir að FÍB birti samanburð á iðgjöldum bílatrygginga hér og á hinum Norðurlöndunum urðu .hörð skoðanaskipti milli forsvarsmanna félagsins og fulltrúa tryggingafé- laganna um ástæður mikils verð- munar. Talsmenn tryggingafélag- anna sögðu að hærri iðgjöld hér stöfuðu af meiri tjónakostnaði og bentu á tölur sem sýna mun fleiri slys hér á landi en í nágrannalönd- unum. Talsmenn FÍB sögðu að slysatölurnar væru ekki saman- burðarhæfar og gæfu ekki til kynna að fleiri slys eða hærri tjónagreiðsl- ur væru á íslandi. Þá voru menn ekki sammála um það hvort slysum hér á landi væri að fjölga eða fækka. Hægt er að bera slysafjölda sam- an með ýmsum hætti. í þessari umfjöllun er farið yfir opinberar slysatölur og skýrt frá vanköntum þeirra og slysaskráning í heilbrigð- iskerfmu einnig athuguð. Ljóst er að niðurstaða hverrar skráningar segir sína eigin sögu. Upplýsingar tryggingafélaganna um heildartjó- nagreiðslur og ijölda slysa segja enn eina söguna en farið verður yfir það í grein sem birtist hér í blaðinu á morgun. Fjölgun slysa samkvæmt opinberum tölum Svokallaðar opinberar tölur um umferðaróhöpp og slys á fólki eru unnar af Umferðarráði upp úr lög- regluskýrslum. Erfitt er að bera þær saman milli ára eða tímabila vegna þess að gerðar hafa verið breytingar á skráningunni. Arið 1988 var bytjað að nota tjóna- skýrslur sem fólk á sjálft að fylla út án þess að kalla til lögreglu, þegar um minniháttar óhöpp er að ræða. Og í ársbyijun 1992 var gerð breyting á vinnubrögðum. Umferðarráð á nú að fá afrit af öllum lögregluskýrslum en ekki einungis þeim skýrslum þar sem lögreglan tilgreinir meiðsli á fólki. Starfsmaður Umferðarráðs fer yfir allar skýrslurnar og flokkar slys og óhöpp. Niðurstöðurnar eru birt- ar í árlegri skýrslu um umferðar- slys. Ef litið er á tímabilið frá 1989 sést að umferðaróhöppum í heild fækkaði næstu árin á eftir, hugsan- lega hefur tekið einhver ár að venja fólk við tjónstilkynningar. Fjöldinn var svipaður til 1993 en jókst þá aftur. Ef aðeins er litið á umferðar- óhöpp sem hafa leitt til slysa á fólki sýna tölurnar stöðuga aukn- ingu á fjölda slasaðra á þessum sex árum. Árið 1989 var 831 skráður slasaður eða látinn en á síðasta ári var fjöldi slasaðra og látinna talinn vera 1.485. Mikil aukning varð á milli áranna 1991 og 1992 þegar fjöldi slasaðra fór úr 1.155 í 1.348. Órn Þorvarðarson sem annast slysaskráninguna á skrifstofu Umferðarráðs telur að tölur um fjölgun skráðra slysa á undanförnun árum gefi ekki rétta mynd af raunveruleikanum vegna þeirrar breytingar sem orðið hefur á vinnubrögðum við skráninguna. Skráðum slösuðum hefur þó áfram fjölgað, eða um 8% 1993 og 2% á síðasta ári. Og enn er aukning í ár, fyrstu átta mánuði ársins eru skráð slys 5% fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Fjölgom hjá lögreglunni Eftir að tjónstilkynningarnar voru teknar upp gerði lögreglan í Reykjavík skýrslur um 2.300 til 2.500 umferðaróhöpp á ári, 1989-91. Skýrslum fækkaði svo heldur en á síðasta ári stóijókst fjöldinn en þá voru gerðar 2.750 skýrslur um umferðaróhöpp. Skráð- um umferðaróhöppum með slysum á fólki hefur fjölgað mjög á þessum árum, samkvæmt lögregluskýrsl- um. Þau voru innan við 400 á árinu 1989 en 661 í fyrra. Ómar Smári Ármannsson segir að aukningin sé mest í minniháttar meiðslum. Vegagerðin tekur árlega saman skýrslu um umferðaráhöpp á þjóð- vegum landsins, utan þéttbýlis. Upplýsingarnar eru byggðar á lög- regluskýrslum og eru fengnar hjá Umferðarráði. Um 900 umferðar- óhöpp voru skráð á þjóðvegunum árið 1989 en 877 á síðasta ári. 324 voru taldir slasaðir í fyrra sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum. Minni slysura fjölgað Ekki er hægt að sjá þróun slysa lengra aftur í tímann í opinberum slysatölum vegna breytinga í skrán- ingu eins og fyrr er vikið að. Ef litið er á síðustu sex ár sem telja verður nokkuð samanburðarhæf með fýrirvara um hugsanlega óná- kvæmni í flokkun virðist mega álykta sem svo að slysum á fólki hafi heldur fjölgað á þessum tíma. Og þeim hefur fjölgað á árunum 1993, 1994 og það sem af er þessu ári, samkvæmt opinberum tölum, en ekki er ágreiningur um að skrán- ingin hefur verið samræmd frá 1992. Óli H. Þórðarson, fram-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.