Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 47 I DAG BBIDS Bmsjón Guðm. I’ n 11 Arnarson „SVONA er legan aldrei í bókum,“ sagði Hjálmtýr R. Baldursson vonsvikinn, eft- ir að hafa farið einn niður í fimm hjörtum. Spilið kom upp á spilakvöldi hjá BR síðastliðinn miðvikudag. Vestur gefur; allir á hættu (áttum snúið). Norður ♦ 6 V KDG8 ♦ Á94 + Á8653 Vestur ♦ K93 V 103 ♦ KDG83 4 DG7 Austur ♦ ÁDG1052 ¥ 2 ♦ 10752 4 D2 Suður 4 874 f Á97654 ♦ 6 4 1094 Á flesstum borðum voru spilaðir fjórir spaðar í AV, víða doblaðir. Með tígli út má taka þann samning tvo niður. Einhveijir fengu að spila fjögur hjörtu í NS óg enn aðrir börðust upp í fimm hjörtu. Þeirra á meðal voru Hjálmtýr og félagi hans Baldvin Valdimarsson. Hjálmtýr fékk út spaða upp á ás og meiri spaða. Hann trompaði og lagði strax niður laufás. Það var liður í að undirbúa lokastöð- una. Austur úggði ekki að sér og lét tvistinn undir ásinn. Hjálmtýr víxltromp- aði nú spaða og tígul og tók einu sinni tromp í leiðinni. Staðan var þá þessi: Norður 4 - V K ♦ - 4 8653 Vestur 4 - ¥ 10 ♦ KD 4 DG Austur 4 K Suður 4 - V Á97 ♦ - 4 109 Nú spilaði Hjálmtýr laufi. Austur fékk slaginn á kóng- inn og varð að spila út í tvöfalda eyðu. Hann valdi spaðann og Hjálmtýr henti laufi heima og trompaði í borði með kóng. Aldrei þessu vant virtist allt ætla að ganga upp! Nei, ekki alveg. Vestur henti laufí í spaðann og tryggði sér þar með óvænt- an slag á hjartatíuna með uppfærslu. Svekkjandi. í bridsbók hefði hjartatían verið blönk í austur. Árnað heilla STJÖBNUSPÁ n p' ÁRA afmæli. I gær, • tj mánudagjnn 9. október, átti Guðmundur Runólfsson, útgerðar- maður á Grundarfirði, sjötíu og fimm ára afmæli. fr/\ÁRA afmæli. í dag, OUþriðjudaginn 10. október, er fimmtugur Sig- urður Snævar Gunnars- son, framkvæmdastjóri, Bleilgukvísl 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Erla Pálrttadóttir, kirkjuvörð- ur Fossvogskirkju, Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæma. Þau hjónin dvelja í dag á sveita- setri sínu, Hálsakoti í Hrunamannahreppi. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 29. júlí sl. í Hall- grímskirkju af sr. Úlfari Guðmundssyni Kristín Eg- ilsdóttir og Haukur Guð- mundsson. Heimili þeirra er á Laugavegi 139, Reykjavík. pf A ÁRA afmæli. í dag, t) U þriðjudaginn 10. október, er fimmtug Hild- ur Þorláksdóttir, Hátúni 12, Reykjavík. Hún tekur á móti ijölskyldufólki sínu og vinum laugardaginn 14. október nk. kl. 15-17 í Dagvistarsal Sjálfsbjarg- ar, Hátúni 12. pf/\ÁRA afmæli. í dag, tJ U þriðjudaginn 10. október, er Loftur Magn- ússon, Hjallabraut 58, Hafnarfirði, fimmtíu ára. Eiginkona hans er Erla Guðlaug Sigurðardóttir. Þau hjónin taka á móti gest- um í Haukahúsinu við Flatahraun í Hafnarfirði milli kl. 18-20 á afmælis- daginn. I^jósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 22. júlí sl. í Kópa- vogskirkju af sr. Bryndísi Möllu Elídóttur Jóna Kr. Sigurðardóttir og Halldór Snorrason. Heimili þeirra er á Bárugötu 5, Reykjavík. eftir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert fróðieiksfús ogfylg- ist vel með því sem er að gerast. Hrútur (21. mars- 19. apríl) n* Þér berst freistandi vinnutil- boð. Hugsaðu þig samt vel um áður en þú tekur ákvörð- un, því þér líður vel þar sem þú ert. Naut (20. apríl - 20. maí) <r% Eitthvað óvænt gerist í vinn- unni í dag sem krefst skjótra viðbragða. En flýttu þér ekki um of, þar sem málið er viðkvæmt. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú átt það til að vera fljót- fær, og ættir að leita ráða hjá vini áður en þú tekur mikilvæga ákvörðun varð- andi vinnuna í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$£ Þú einbeitir þér að verkefni sem starfsfélagar hafa átt erfítt með að leysa. Með þolinmæði og þrautseigju fínnur þú lausnina. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Þú metur nánustu vini þína mikils, og ættir að láta þá vita það. Með því treystir þú sambandið og tryggir betri samstöðu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef þú hefur áhyggjur af hegðun ungs ættingja þarft þú að sýna skilning og þolin- mæði og varast harkaleg viðbrögð. Vog (23. sept. -v 22. október) Reyndu að halda ró þinni ef vinur kemur illa fram við þig í dag. Taktu það ekki til þín, og reyndu að sýna skilning. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0 Ef þú ert eitthvað miður þín ættir þú að leita ástæðunnar og reyna að leysa vandann. Það tekst ef þú einbeitir þér. Bogmaöur (22. nóv. — 21. desember) <50 Þú þarft að endurskoða fjár- hagsstöðu þína og fara spar- lega með peninga. Ef þú sýnir aðgát fer allt vel að lokum. LEIÐRÉTT Hafsvæði en ekki hafnarsvæði Vandræðaleg prentvilla slæddist inn í viðtal Guð- rúnar Guðlaugsdóttur við Markús • Örn Antonsspn, framkvæmdastjóra Út- varps, í sunnudagsblaðinu, sem ástæða er til að leið- rétta. Þetta var í setning- unni: „Það verður ekkert marktækt innlent sjónvarp eða útvarp rekið hér á Is- landi, sem nær á hvert byggt ból og út á hafnar- svæðin, öðruvísi en til komi opinber tilstuðlan í einu eða öðru formi.“ Þama átti auðvitað að standa „haf- svæðin“. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LjÓ8myndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 22. júlí sl. í Víði- Staðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni íris Berg og Einar Eiríkur Hjálmarsson. Með þeim á myndinni er sonur þeirra Leoberg. Heimili þeirra er á Vesturbraut 24, : Hafnarfirði. Ljósm.stofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 16. júlí sl. í Garða- kirkju af sr. Braga Friðriks- syni Gunnhildur H. Axels- dóttir og Guðmundur S. Guðmundsson. Heimili þeirra er í Miðholti 5, Hafnarfirði. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Óhófleg eyðsla getur komið þér í koll síðar. Fjárhagurinn hefur farið batnandi og ekki væri úr vegi að koma sér upp varasjóði. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Úk Þú lendir í einhveijum erfið- leikum í vinnunni, en úr rætist fljótlega og allt fer vel. Framtíðin lofar góðu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Leggðu ekki of mikinn trún- að á eitthvað sem þú fréttir í vinnunni í dag, því sumir hafa tilhneigingu til að kríta liðugt. Stj'órnusþána á að lesa sem áœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra stað- reynda. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Ættfræðiþjónustan, Austurstræti lOa s.552 7100 SIÐASTA HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ! E3 Viltu margfalda lestrarhraðann og afiíöst í starfí? ö Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi? Ef svar þitt er jákvætt við annarri ofangreindra spum- inga skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestramámskeið ársins sem hefst fimmtudaginn 26. október n.k. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091 H1 ^/VDI I I LAJ tfS K<Á> l JTsIN CARAVELL FRYSTIKISTUR MARGAR STÆRÐIR ► Hæð 89,5 cm ► Dýpt 69 cm með handfangi og lömum ý Lengdir 73.98,128,150 CM ► Körfurfrá 1-2 ► Hraðfrysting ► Ljós i loki ► Sfillanlegt termostat Verð ► Mini 105 Itr. kr. 26.000,- ► Standard 211 Itr. kr. 39.800,- ^ Standard 311 Itr. kr. 43.430,- ► Delux311 Itr. kr. 45.800,- ► De lux 411 Itr. kr. 49.940,- ► De lux 511 Itr. kr. 59.985,- VerO miðast við staðgreiðslu I Frí heimsending - Grensásvegi <3 siiiii 883=222? Upplýsingar um umboðsaðila grænt númer 800-6262 ,wvw,gyu| " mi 562 6262 V Caravell SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS (9\ Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA A SKRIFSTOFU HLjOMSVEITARINNAR OC VIÐ INNGANCINN Osmo Vánska bljámsveitarstjóri m • Orn Magnússon einleikari EFNISSKRÁ: Josef Haydn: Sinfónía nr. 4 Páll ísólfsson: Ljóðræn svíta Ludwig v. Beethoven: Píanókonsert nr. 4 í Háskólabíói fimmtudaeinn 12. okt. kl 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.