Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra eftir fund með fory stumönnum ASI og VMSI Setning laga var meðal þess DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segir að meðal þess sem komið hafi til umræðu á fundi hans og utanríkisráðherra með forsytu- mönnum Alþýðusambands íslands síðastliðinn laugardag hafi verið hvort til greina komi að hindra það með lagasetningu að þær 3% launa- hækkanir sem verða á almenna vinnumarkaðinum um næstu ára- mót gangi til þeirra sem hæsta og mesta launahækkun hafa fengið að mati almennings. Hann segir sem rætt var um enga niðurstöðu hafa orðið hvað þetta varðar á fundinum. „Þetta er dálítið vandmeðfárið því að allmargir af þeim sem eru t.d. í ASÍ og eiga rétt á þessari hækkun hafa fengið meira en þeir hópar sem mestum deilum hafa valdið núna. Svo er spursmál hvemig Kjaradóm- ur metur sjálfur, en hann á að fara árlega yfir slíka hluti. Hvort hann telur það nauðsynlegt eða ekki án laga er alveg sér mál sem Kjaradóm- ur yrði þá að athuga. Með þessu er ég að vekja athygli á því að dóm- ur Kjaradóms er ekki tímasettur, en aðrir kjarasamningar em tíma- settir og þar kemur inn þessi 3% launahækkun um áramótin. Ef hún kæmi til dæmis ekki á laun þing- manna þá er ljóst að allar saman- burðartölur em þingmönnum í hag miðað við aðra hópa,“ sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði í þessu sambandi að í samanburði ASÍ á launahækkun- um, sem birst hefðu í Morgunblað- inu, væri ekki um að ræða réttar tölur miðað við það sem Kjaradómur hefði gengið út frá og því um hæp- inn talnagmndvöll að ræða. Samanburðurinn tóm vitleysa „Þeir völdu sér aðra dagsetningu, færðu sig til um einn mánuð, og þá kom inn í það Kjaradómur sem hafði tekið mið af tveimur ámm þar á undan. Það gerði allan samanburðinn að tómri vitleysu," sagð Davíð. Hafnfirskur kennari semur forrit fyrir knattspyrnugetraunir Forrit fór óvænt um allan heim HRAFNKELL Gíslason, kennari í Hafnarfirði, rak upp stór augu þegar hann var að skoða erlend tölvutímarit í bókaverslun ný- lega. Með tímaritinu Computer Shopper fylgdi geisladiskur með ýmsum forritum, þeirra á meðal var knattspymugetraunaforritið Merlin eftir Hrafnkel, án þess að hann hefði hugmynd um út- gáfuna. Tímaritið kemur út í 180 þúsund eintökum og er þvi dreift um allan heim. „Það var fyrir algjöra tilviljun að ég rak augun í þetta,“ sagði Hrafnkell. „Eg hef verið að vinna að þessu forriti svona að gamni minu og sendi frumútgáfu þess til skoðunar hjá nokkrum tölvu- tímaritum." Hrafnkell segist hafa fengið viðbrögð frá tveimur útgefendum, en ekki þeim sem setti forritið á diskinn. Honum kom það vægast sagt á óvart að sjá forritið því af hans hálfu var vinnunni við það ekki lokið að öllu leyti. „Ég var á námskeiði í forritun hjá Tölvu- og verkfræðiþjón- ustunni. Kennari minn þar, Hall- dór Gíslason, var einstaklega hvetjandi og skemmtilega áhuga- samur um þetta. Ég hef síðan unnið í þessu og átti eftir svolitla handavinnu, annars var þetta nær tilbúið,“ sagði Hrafnkell. Hjálpartæki tippara Forritið Merlin er hugsað fyrir þátttakendur í knattspyrnuget- raunum til að spá um gengi knattspymuliða. Að sögn Hrafn- kels er forritið n\jög myndrænt að uppbyggingu og auðvelt í notkun. Notandinn getur bók- staflega fengið mynd yfir stöð- una þegar honum sýnist. Þá er einkar auðvelt að breyta formúl- unni sem reiknar vægi hinna ein- stöku knattspyrnuliða. Til dæmis geta menn aukið vægi heima- leikja eða breytt öðrum atriðum að vild. Hrafnkell sagðist ekki eiga von á neinum fjárfúlgum í fram- haldi af þessari útgáfu og væri alls ekki að verða milljarðamær- ingur! Hann hugsaði forritið sem deiliforrit, en það merkir að því má dreifa án endurgjalds. Morgunblaðið/Sverrir HRAFNKELL Gíslason gerði forritið Merlin til að auðvelda tippurum að fylla út getraunaseðilinn. Breskur sjómaður í gæslu BRESKUR sjómaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. október vegna gruns um að hann hafi nauðgað fertugri konu um borð í íslenskum togara aðfaranótt sunnudags. Konan gaf sig fram við vakt- mann í skipi við Reykjavíkurhöfn á sunnudagsmorgun og bað um að haft yrði samband við lögreglu. Hún gat gefið greinargóða lýs- ingu á manninum sem hún bar að hefði nauðgað sér og var hann skömmu síðar handtekinn um borð í breska togaranum Arctic Corsair. Fólkið mun hafa hist á laugardags- kvöldið. Konan var færð á neyðarmót- töku fyrir fómarlömb kynferðisof- beldis en maðurinn í fangageymsl- ur. í gær samþykkti héraðsdómari kröfu RLR um gæsluvarðhald yfir honum í fyrrgreindan tíma. -----» ♦ 4----- ' Hass fannst á slysstaðnum MAÐUR sem lenti í bifhjólaslysi á fimmtudag reyndist vera með 250 grömm af hassi í fórum sínum. Ekið var á hjól mannsins á mót- um Haðarlands og Grundarlands. Það vakti athygli þeirra sem að komu að hinn slasaði skreið fót- brotinn að nálægu grindverki og faldi þar eitthvað áður en lögregla og sjúkralið komu á staðinn. Lögreglu var bent á þetta og fundust þá um 250 grömm af hassi við grindverkið. Maðurinn, sem er rúmlega tví- tugur, hefur áður komið við sögu fíkniefnamála, og hefur sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins nýlega hlotið fangelsisdóm vegna slíkra mála. Eftir umferðar- slysið reyndist hann talsvert meiddur og var lagður inn á sjúkra- hús. Rannsókn málsins er því skammt á veg komin, að sögn fíkniefnalögreglu. Sjávarútvegsráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi um stjórn fiskveiða NEFND skipuð fulltrúum helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fulltrúum allra þingflokka verður væntanlega skipuð á næstunni til að gera úttekt á mismunandi leiðum við fiskveðistjómun og bera saman kosti og galla ólíkra fiskveiðistjóm- unarkerfa. Þetta kom fram í máli Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs- ráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um stjóm fiskveiða. Sagði hann að niðurstöður nefndar- innar yrðu síðan nýttar við þróun fiskveiðistjómunar. Sighvatur Björgvinsson Alþýðu- flokki hóf utandagskrámmræðuna og vitnaði til ummæla ýmissa stjórnarþingmanna frá því í vor og í sumar um að endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða færi fram nú á haustþingi, m.a. vegna mistaka sem átt hefðu sér stað í vor við af- greiðslu laga um veiðar smábáta. Hann sagði að hins vegar væri ekki að sjá á fylgiskjali með stefnuræðu forsætisráðherra að sjávarútvegs- ráðherra hygðist leggja fram slíkt fmmvarp í allan vetur og óskaði hann skýringa sjávarútvegsráð- herra á því. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði Sighvat vita manna best að heildarendurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða hefði farið fram á tíma fyrri ríkisstjórnar. Við mynd- um núverandi ríkisstjórnar hefði Samanburður á fisk- veiðistj órnunarkerfum verið tekið fram að vinda þyrfti bráðan bug að leiðréttingum á þeim lögum og Alþingi afgreitt þau mál á síðasta vorþingi eftir myndun rík- isstjómarinnar. A misskilningi byggt „Það er því algjörlega á misskiln- ingi byggt og engin rök fyrir því að fyrir dyrum hafi staðið einhver heildarendurskoðun á lögunum um stjórn fiskveiða. Þau em hins vegar þess eðlis að það kann alltaf að þurfa að koma til þess að á þeim séu gerðar breytingar,“ sagði sjáv- arútvegsráðherra. Hann sagði að hann liti svo á að mistök hefðu orðið við afgreiðslu laganna í vor varðandi yfirfærslu smábáta milli tímabila og þess vegna komi fyllilega til álita að gera breytingar þar á, og fleiri at- riði kunni að vera sem skoða þurfi varðandi smábátana. Vísaði sjávarútvegsráðherra í máli sínu til stefnuyfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar þar sem segir að að mestu verði byggt á aflahlutdeildar- kerfí í sjávarútvegi, en banndaga- kerfi svonefndra krókabáta verði tekið til endurskoðunar. „Hér er lögð alveg skýr stefna um gmnd- vallarþætti fískveiðistjórnunarkerf- isins og endurskoðun á þvi er varð- ar krókabátana hefur farið fram. Ég hef aldrei dregið úr því af minni hálfu að þá var sú niðurstaða um margt gölluð og málamiðlun sem hefði ugglaust mátt vera miklu betri, en hér þurfti að ná málamiðl- un og niðurstaðan einkenndist af því,“ sagði hann. Frumvarp um ábyrga umgengni væntanlegt Sjávarútvegsráðherra sagði að í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar um að öflugar líffræði- og hagkvæmnirannsóknir séu forsenda skynsamlegrar fiskveiðistjórnunar og eðlilegrar þróunar hennar hafi sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að gerð yrði úttekt á mismunandi leið- um við fiskveiðistjórnun, og að bomir yrðu saman kostir og gallar ólíkra fískveiðistjómunarkerfa og niðurstoðumar síðan nýttar við þró- un; fískveiðistjórnunar. í samræmi við þetta væri nú verið að undirbúa skipun nefndar sem á að fjalla um þetta mál, og sagði sjávarútvegsráðherra það ætlun sína að fulltrúar helstu hags- munaaðila í sjávarútvegi og fulltrú- ar allra þingflokka komi að því starfi. Sömuleiðis væri í verkefna- skrá ríkisstjómarinnar einnig fjall- að um nauðsyn þess að bæta um- gengni um auðlindir sjávar í sam- vinnu við sjómenn og útvegsmenn og að sett verði löggjöf um að tryggja ábyrga umgengni um auð- lindirnar. Að þessu hefði verið unn- ið og væntanlegt væri frumvarp um þetta efni innan tíðar. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði greinilegt að mistök hafi orðið við setningu lag- anna um smábáta, en hann hefði fulla ástæðu til að ætla að það sé vilji sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjórnarinnar að gera breytingar á lögunum. Hann sagði að samkvæmt íjárlagafrumvarpinu væru ætlaðir vemlegir fjármunir í að endurskoða fískveiðistjórnarkerfið. Hann sagði það alltaf hafa legið fyrir að það væm miklar deilur, meðal sjálfstæðismanna til dæmis, um það hvernig best færi á því að stjóma fískveiðunum. „Við erum ákveðnir í því að end- urskoða þetta og taka það fyrir, en það getur enginn maður fullyrt það og sagt hér og nú að hann muni standa uppi með meirihluta á bak við sig eftir að þessi skoðun hefur farið fram. Það er rangt. Það hefur enginn sagt það. En við ætlum okkur að berjast fyrir breytingum á stjórn fiskveiða, hvernig svo sem þeirri baráttu lýkur. Það getur eng- inn sagt um og það hefur enginn sagt nokkm sinni. En þessi skoðun fer nú fram og á grundvelli hennar munum við breyta fiskveiðilögum eða ekki, eftir því hver verður ofan á. Ef þau sjónarmið verða ríkjandi að það eigi ekki að breyta þeim þá er ekkert annað að gera en að hlíta því. Minnihlutinn getur ekkert ann- að gert, það liggur fyrir“ sagði Ein- ar Oddur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.