Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 43 STJÓRN Félags íslenskra háskólakvenna. Félag íslenskra háskólakvenna Astir í Is- lendingasögum VETRARSTARFSEMI Félags ís- lenskra háskólakvenna er hafin og verður bryddað upp á ýmsum nýj- ungum og farið inn á nýjar brautir. Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag íslands held- ur fyrsta félagsfund vetrarins mið- vikudaginn 11. október í Þingholti, Hótel Holti, þar sem Jón Böðvars- son, íslenskufræðingur og ritstjóri, mun flalla um Ástir í íslendingasög- um. Hefst fundurinn kl. 18 með því að félagskonur borða saman fiski- súpu með nýbökuðu brauði. Að er- indinu loknu mun Jón kynna fyrsta námskeið vetrarins þar sem fjallað verður um stöðu konunnar í þjóðfé- laginu fyrr á öldum. Námskeiðið verður undir stjórn Jóns Böðvars- sonar og Kolbrúnar Bergþórsdótt- ur, bókmenntafræðings, stendur yfir fjögur mánudagskvöld og byij- ar 23. október nk. Nýtt 2ja kvölda námskeið í stjórnun með Eygló Eyjólfsdóttur, fyrrverandi konrektor í Mennta- skólanum í Hamrahlíð og nýskipuð- um skólameistara, byijar 18. októ- ber. Allir eru velkomnir á námskeið- in meðan húsrúm leyfir en fyrirfram skráning er hjá stjórnarkonum. Ný stjórn tók við í félaginu 22. febrúar sl. en hana skipa: Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður, Margrét Sigurðardóttir, varaformaður, Brynja Runólfsdóttir, gjaldkeri, Ásdís Guðmunsdóttir, ritari, Áslaug Ottesen, ritari við útlönd og Kristín Njarðvík og Ragnheiður Ágústs- dóttir meðstjórnendur. Nýr bæklingur um geðheilbrigði ALÞJÓÐLEGI geðheilbrigðisdagur- inn er í dag. Geðhjúkrunarfræðing- ar á íslandi vilja stuðla að bættri geðheilsu og hafa nú frumkvæði að útgáfu bæklings um geðheil- brigði, í samvinnu við Rauða kross- inn. Segja má að lítið hafi verið fjall- að um forvamir í geðheilbrigðismál- um en markmiðið með þessum bæklingi er að vekja fólk til um- hugsunar um eigið geðheilbrigði. í bæklingnum er m.a. bent á eft- irfarandi: „Þegar talað er um geð- heilsu dettur mörgum í hug geð- sjúkdómar. En geðheilsa er annað og meira en að vera laus við geð- sjúkdóma. Geðheilsa snýst um: 1. Tilfinningar þínar gagnvart sjálfum þér, 2. Tilfinningar þínar gagnvart öðrum, 3. Hvernig þú tekst á við kröfur lífsins.“ Rauði kross íslands hefur kostað Morgunblaðið/Ásdís ÚLFHILDUR Grímsdóttir og Herdís Hólmsteinsdóttir, í stjórn fagdeildar geðhjúkrun- arfræðinga, með bæklingana. útgáfu þessa bæklings og mun hon- um verða dreift á heilsugæslustöðv- ar, á sjúkrahús, í lyfjaverslanir og til ýmissa opinberra aðila. Yfirlýsing MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Bimi Valdimars- syni, bæjarstjóra og formanni al- mannavamamefndar Siglufjarð- ar: „í frétt Morgunblaðsins 8. október er því ranglega haldið fram að almannavarnamefnd Siglufjarðar hafi gagnrýnt seina- gang við gerð snjóflóðahættumats fyrir Siglufjöð. Almannavarnar- nefndin hefur fullan skilning á því að hér er um mjög vandasamt og tímafrekt verkefni að ræða og mikilvægt að vinna það á sem bestan hátt. Yfirfara þarf allar eldri heimildir um snjóflóð og taka tillit til nýrra upplýsinga og því er eðlilegt að gerð hættúmatsins taki töluverðan tíma. Hins vegar er það rétt sem fram kemur í frétt blaðsins að undirrit- aður hefur gagnrýnt að nú, sjö mánuðum eftir að lögum um ráðn- ingu snjóeftirlitsmanna var breytt, skuli ekki hafa verið ráðið í þær stöður. Það hefur t.d. legið ljóst fyrir frá því í sumar að ráða þyrfti nýjan mann til þessara starfa á Siglufirði, þar sem upplýsingar um ráðningarkjör látu ekki fyrir þá. Nú er kominn sá árstími þeg- ar alla veðra er von og á síðasta ári féll t.d. snjóflóð við Siglufjörð í desember. Áð mínu mati ætti því að vera búið að ráða og þjálfa snjóeftirlitsmann fýrir bæinn nú.“ FRÉTTIR 800 fengu Kínó-vinning Fundur um geðheil- brigðismál HEILBRIGÐIS- og tiyggingamála- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, hefur ákveðið að gera 10. október að alþjóðadegi geðheilbrigðis á ís- landi í samræmi við áskorun alþjóða- sambands geðverndarfélaga. Af þessu tilefni gangast Geðlæknafélag Islands, Geðhjálp og Geðverndarfé- lag íslands fyrir almennum fundi um geðheilbrigðismál þennan dag kl. 20.30 í Eirbergi á Landspítalalóð. Að loknu ávarpi ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, Páls Sigurðssonar, verða haldin tíu mínútna erindi um geðheil- brigðismál. Lárus Helgason, yfir- læknir, og Högni Óskarsson, geð- læknir, fjalla um geðlækningar á sjúkrahúsum og einkalækningastof- um. Margrét Þorgrímsson, formaður Geðhjálpar, fjallar um Geðhjálp, Jón G. Stefánsson, yfirlæknir, formaður Geðverndarfélags íslands, um geð- vernd og Hannes Pétursson, yfir- læknir um vísindalegar rannsóknir á geðsjúkdómum. Að loknum fram- söguerindum verða fyrirspurnir og umræður. Fundarstjóri verður Tóm- as Helgason, prófessor. Erindi um Kristnihald undir Jökli FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 í Skólabæ við Suðurgötu. Þar mun Wilhelm Friese, áður prófessor í norrænum fræðum í Túbingen, flytja erindi um Kristni- hald undir Jökli eftir Halldór Lax- ness. Friese er einkum þekktur fyrir brautryðjendaverk sitt um norrænar barrokkbókmenntir. Hann hefur auk þess skrifað fjölda greina um íslenskar nútímabókmenntir og bók- menntir annarra Norðurlandaþjóða. Nú í haust kom út rit eftir hann um skáldsögur Laxness. Friese mun flytja erindi sitt á þýsku en umræð- ur geta farið fram á ensku eða dönsku. Að lokinni dagskrá gefst mönnum kostur á léttum veitingum. Fundur- inn er öllum opinn. Málþing um umhverfismál MÁLÞING verður haldið í Norræna húsinu í kvöld, þriðjudaginn 10. október kl. 20.30. Málþingið er lokaáfangi í viðamiklu umhverfis- verkefni sem Ungmennafélag ís- HAPPDRÆTTISLEIKURINN Kínó, sem íslensk getspá rekur, fékk góðar viðtökur síðastliðinn laugardag, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Laugardagurinn var fyrsti söludagurinn í Kínó og seldust rúmlega 5 þúsund þátttökumið- ar. Um kvöldið var dregið úr vinningstölum dagsins og fengu rúmlega 800 manns vinninga, misjafnlega háa. Dregið er í Kínó alla daga vikunnar nema sunnu- daga og eru vinningstölur birtar lands hefur staðið fyrir á árinu 1995 í samstarfi við umhverfisráðuneytið, Samband íslensþra sveitarfélaga og Bændasamtök íslands. Umhverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, ávarpar þingið og sam- kvæmt dagskrá verður þar fjallað um umgengni við landið m.a. um þátt bænda til að bæta umgengni við náttúruna, umhverfísvernd með lagasetningu, áhrif nútímans á um- gengni við náttúruna, dæmi um árangur í umhverfismálum, niður- stöður Umhverfisverkefnis UMFÍ, Náttúruvemdarár Evrópu 1995 o.fl. Málþingið er opið öllu áhugafólki um umhverfismál og er aðgangur ókeypis. Edda Borg á Kringlukránni TRÍÓ Eddu Borg leikur á Kringlu- kránni miðvikudagskvöldið 11. október. Edda Borg hefur sungið djass í mörg ár ásamt því að syngja popp með sinni eigin hljómsveit. A efnis- skrá Eddu em þekkt djasslög, göm- ul og ný, í útsetningu tríósins. Með Eddu leika þeir Bjarni Sveinbjörns- son kontrabassaleikari og Bjöm Thoroddsen gítarleikari. Uppákom- an hefst kl. 22 og stendur fram yfír miðnætti. samdægurs í Sjónvarpinu um klukkan 19.30. Forsvarsmenn eignaraðila ís- lenskrar getspár keyptu miða í Kínó'á laugardaginn og á mynd- inni afhendir Hallveig Andrés- dóttir hjá ísl. getspá Olöfu Rík- harðsdóttur, formanni Öryrkja- bandalags íslands, Þóri Jóns- syni, formanni UMFÍ, og Ellert B. Schram, formanni ÍSÍ, Kínó- miða skömmu áður en sölustöð- um var lokað. Konungur ljónanna á myndbandi ÞRIÐJUDAGINN 10. október kemur á markað ein vinsælasta kvikmynd ársins á íslandi og ein vinsælasta mynd allra tíma, Konungur ljónanna eða The Lion King eins og hún heit- ir á frummálinu, segir í frétt frá Sambíóunum. Kvikmyndin kemur bæði út í ís- lehskri útgáfu með talsetningu og á frummálinu með islenskum texta. Báðar eru útgáfurnar vel unnar og skarta frægum leikurum, í ensku útgáfunni eru það m.a. þeir James Earl Jones, Matthew Broderick, Jon- athan Taylor Thomas og Jeremy Irons sem fara á kostum og íslensk- ir kollegar þeirra eru m.a. Laddi, Sigurður Siguijónsson, Felix Bergs- son, Pétur Einarsson og Jóhann Sig- urðarson. Tónlistin í myndinni er samin af Elton John og um söngtext- ana sér Tim Rice. Leikstjóri íslensku talsetningarinnar var Randver Þor- láksson en upptökustjóri Júlíus Agn- arsson. -leikur að lasra! e ______jj Vinningstölur 9. okt. 1995 17-18*22*23-25-26*30 _______Eldri úrslil á símsvara 568 1511 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 07.10.1995 | J3)(Í7) iflfF (2l)(3l) M4) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1 ■ 5 af 5 3 677.860 *-PIÚS ^ 114.990 3. 4af 5 127 4.680 4. 3 af 5 2.294 530 Heildarvinningsupphæð: 4.347.730 i /{ÉðlMO) BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Verslanir . og menning í miðju heimsborgarinnar Hamborgar. Verslunarhverfi, leikhús, barir og veitingahús eru í gönguleið. Þú færð alltaf hlýjar móttökur ó hótelinu okkar. Notfærðu þér sértilboð okkar fyrir íslendinga ó tímabilinu: Haust r vetur '95-’96 Tveggja manna herbergi ------ m. sturtu/WC: 150 DM, morgunverðarhlaðborð innifalið Einstaklingsherbergi m. sturtu/WC: 100 DM, morgunverðarhlaðborð innifalið Pontaðu þér herbergi stox hjó: Hotel Metro Merkur,Homborg, sími: 00 49 40 24872111 Fox: 00 49 40 240284 Bremer Reihe 12-14/20099 Hamburg/Germany
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.