Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNING t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA V. GUÐJÓNSDÓTTIR, áður á Grettisgötu 48B, Reykjavík, lést á Hrafnistu 6. október. Ólafur G. Karlsson, Guðrún Anna Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, t RENATHE KETILS hárgreiðslumeistari, lést í Danmörku 5. október. Útförin fer fram 12. október. Edda Petersen, Kværslokke 5, Kværs, DK-6300 Grásten, Danmörku. t Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR EIÐSSON bóndi, Hreiðarstaðakoti, Svarfaðardal, andaðist á heimili sínu aðfaranótt föstu- dagsins 6. október. Jarðarförin auglýst síðar. Synir, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, BENEDIKT GUNNARSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Vallarási 5, sem lést 30. september, verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju í dag, þriðju- daginn 10. október, kl. 13.30. Hólmfríður Valdemarsdóttir, Einar Benediktsson, Ásgerður Jónasdóttir, Sveinn Benediktsson, Arnhildur Árnadóttir og fjölskyldur. t Bróðir okkar, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Laugateigi 19, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstu- daginn 13. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, systkini hins látna. t Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI JAKOBSSON rafvirkjameistari, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 12. október kl. 13.30. Þóra Guðmundsdóttir, Þóra Bryndis Árnadóttir, Jónas Þ. Guðmundsson, Sverrir Árnason, Birgir Rafn Árnason, Sigurdis Jónsdóttir, Haukur Árnason, Sigrún Sigurðardóttir, Hafdís Erla Árnadóttir, Mikael J. Jónsson og barnabörn. BENEDIKT GUNNARSSON + Benedikt Gunn- arsson, fv. fram- kvæmdasfjóri, fæddist á Saurbæ í Grundarþingum 26. júní 1921. Hann lést á Ólafsfirði 30. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar Bene- dikts voru Gunnar Benediktsson, prestur, rithöfund- ur og kennari, f. 9.10. 1892 á Við- borði á Mýrum, d. 26.8. 1981 í Reykja- vík, og Sigríður Gróa Þorsteinsdóttir, f. 31.8. 1891 í Reykjavík, d. 7.9. 1982 á Akureyri. Gunnar og Sigriður skildu 1931. Seinni kona Gunn- ars var Valdís Halldórsdóttir, kennari. Seinni maður Sigríðar var Tryggvi Helgason. Albræð- ur Benedikts voru Þorsteinn Gunnarsson (látinn) og Styrmir Gunnarsson. Systkini Bene- dikts, samfeðra, Heiðdís Gunn- arsdóttir, Halldór Gunnarsson. Eftirlifandi sambýliskona hans er Hólmfríður Valdemarsdóttir, húsmóðir, f. 11.9. 1925 á Húsavík í S-Þing. Fyrri kona Benedikts var Ólaf- ía Guðjónsdóttir, f. 21.8. 1918, hár- greiðslumeistari. Þau skildu. Þeirra sonur er Sveinn Marteinn, f. 29.11. 1953, Sonur Bene- dikts fyrir hjóna- band er Einar Bene- diktsson, f. 28.6. 1945, móðir hans er Hulda Einarsdóttir, Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit. Fyrsta kona Einars var Júlía Sigurjónsdóttir 9g eiga þau tvo syni. Þau skildu. Ónnur kona Einars var Oddný Snorradóttir og eiga þau þijú börn. Þau skildu. Sambýliskona Einars er Asgerður Jónasdóttir. Fyrri kona Sveins var Dúfa Skarphéðinsdóttir og eiga þau tvo syni. Þau skildu. Sambýlis- kona Sveins er Arnhildur Arna- dóttir og eiga þau eina dóttur. BENEDIKT er dáinn. Þessa frétt fengum við á sunnudaginn 1. okt. sl. og okkur setti hljóð. Benedikt hafði búið í sambýli við móður okk- ar frá árinu 1989 og það var okk- ur, bömum Hólmfríðar Valdemars- dóttur, mikil gleði að vita til þess að þeim leið báðum vel saman. Allt- af var gott að sækja mömmu og Benedikt heim og var alltaf mikil kátína og líflegar umræður um fólk og málefni. Benedikt var búinn að Crfisdrukkjur IraiGAPi-inn Slmi 555-4477 ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 vera að vinna að miklu áhugamáli sínu, ættfræðinni, og var með rit um foreldra sína í smíðum er hann lést. Mikla ánægju hafði hann af þessu áhugamáli sínu og var alltaf tilbúinn að grípa til bóka sinna og fletta upp upplýsingum er hann hafði hugboð um einhver tengsl við viðmælendur sína. Benedikt var mikill útivistarmað- ur og hafði gaman af því að ferð- ast, ekki síst um eigið land. Móðir okkar fór víða með honum, bæði innanlands og til útlanda og má segja að hún hafi ekki ferðast eins mikið um ísland og umheiminn og eftir að hún hóf sambúð með Bene- dikt. Nú í byijun september sl. var móðir okkar, Hólmfríður, 70 ára og var henni haldið hóf af því til- efni. Benedikt var þar manna kát- astur og sáum við þar glöggt hversu náin og mikilvæg þau voru orðin hvort öðru. Engan grunaði þá að stutt væri í hinstu för Benedikts og er okkur og öllum sem hann þekktu mikill missir að honum. En um leið munum við einnig hinar t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, tengdamóðir og amma, RÓSA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, lést á heimili sínu þann 6. október sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. október kl. 13.30. Sigurður Indriðason, Steinunn Sigurðardóttir, Árni Bjarnason, Jón G. Sigurðsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Sigurður U. Sigurðsson, Þórdís Jónsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Sigurjóna Jónsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Kristinn Einarsson og barnabörn. góðu stundir og ánægjulegu sem við höfum átt í návist hans. Starfsferill Benedikts var um margt athygliverður og fjölbreytt- ur. Hann starfaði við rekstrarráð- gjöf og framkvæmdastjórn hjá ýms- um fyrirtækjum og stofnaði nokkur fyrirtæki sem hann starfaði við. Má þar nefna ráðgjafafyrirtækið Hannarr sf., Tölvar hf. og verk- fræðistofuna Virkir hf. Hann var framkvæmdastjóri framkvæmda- nefndar um „hægri umferð“ vegna breytingarinnar í umferðinni 1968. Hann starfaði hjá Orkumálastofnun 1946-1962 og síðan hjá norska fyr- irtækinu Industrikonsulent a.s. 1962-66 og rak útibú þeirra hér á landi. Framkvæmdastjóri Þörunga- verksmiðjunnar hf á Reykhólum var hann 1988-9 og fluttist þá til Reykjavíkur að nýju og starfaði fyrir Byggung svbf og vann einnig ötullega að málefnum aldraðra. Benedikt hafði lúmskt gaman af því að stinga niður penna og taka fyrir eitt og annað og birtust oft eftir hann skemmtilegar og kjarn- yrtar kjallaragreinar á síðum DV (sem oft urðu tilefni líflegra um- ræðna í heimsóknum okkar til hans og mömmu). Þó að samvera Benedikts og móður okkar yrði ekki löng, sköpuð- ust góð tengsl við hann og ijöl- skyldu hans. Þeirra missir, þeirra sorg, er okkar missir og okkar sorg. Nú þegar Benedikt er horfinn á braut, lifum við í trúnni á að hann sé kominn til betri heims og hvíli í návist Guðs. Sonum Benedikts, Einari og Sveini, og fjölskyldum þeirra, systk- inum Benedikts og nánustu ættingj- um öllum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi ykkur og veiti ykkur styrk. Elsku mamma, Guð blessi þig og veiti þér styrk. Minning Bene- dikts lifir björt í hjörtum okkar allra. Börn Hólmfríðar Valdemarsdóttur og fjölskyldur þeirra. Elsku Benedikt. Ég þakka þér fyrir allar þær samverustundir sem við áttum á meðan þú varst á meðal okkar, og þá hamingju og gleði sem þú færð- ir ömmu minni og okkur öllum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku amma, Sveinn, Einar og aðrir aðstandendur, Guð styrki okk- ur á þessum sorgartímum. Benedikt Gunnarsson, þín minn- ing lifir að eilífu. Ástarkveðjur, Oddrún Ýr. Erftáfjkkjm' Safnaðarheinúli Háteigskirkju h Sími! Ájf 331 1399 1 % Sf | I" !■■- ' ... ' ■ ........ ' 1 LCGSTGINAR Granít s/f HELLUHRAUN14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.