Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • L ACN AFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • IMtogmiIMbi^ Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 13. október 199S Blað D Góður kostur í gólfhita HITUN húsa í gólfi er eftir- sóknarverð, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í Lagna- fréttum. Segir hann hitunar- kostnað lægri og hitann jafn- ari. Þá segir hann þessi kerfi henta bæði í íbúðar- og at- vinnuhúsnæði./ 26 ? Einangrun blásið í veggi HÆGT er að blása steinullar- einangrun í veggi og þök og á það bæði við um nýbyggingar og eldri hús. Jón Þórðarson greinir frá þessari aðferð sem hann býður uppá og segist einnig hafa notað hana við hljóðeinangrun á bátum. / 2 ? Færri lagslegar íbúðir IEÐAL aðgerða sem ríkisstjdrnin hyggst grípa til á næstunni í húsnæðismálum er að endur- skoða félagslega húsnæðis- kerfið og segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra að rétt sé að fara hægar í byggingu fé- lagslegra íbiíða, styrkja þurfi leigumarkaðinn og huga bet- ur að búseturéttarkerfinu. Þetta kom m.a. fram í máli ráðherra á ársfundi Húsnæð- isstofnunar ríkisins. Minnstar sveiflur í íbúðabyggingum á ís- landi árin 1988-1994 UMF ANG í nýsmíði íbúða á Islandi hefur verið mjög stöðug síðustu árin eða á bilinu 1.600 til 1.800 íbúð- ir en á hinum Norðurlöndunum hef- ur gætt mjög mikils samdráttar í íbúðabyggingum. Samdráttur þar nemur um 55% fyrir árin 1990 til 1994 og var lokið við nær 100 þús- und færri íbúðir árið 1994 en 1990. Voru nýsmíöaðar íbúðir aðeins 80 þúsund árið 1994. Sé litið til áranna 1988 til 1994 kemur fram að flestar íbúðir voru smíðaðar árið 1988 eða 1.841. Fæst- ar urðu þær áriö 1992 eða 1.597. Þýðir þetta milli 6,1 og 6,9 íbúðir á hverja þúsund íbúa á þessu árabili. Hjá hinum Norðurlöndunum er byggingastarfsemin mun sveiflu- kenndari og fer reyndar nokkuð jafnt fækkandi þessi ár. í Noregi voru alls smíðaðar 30.406 íbúðir það ár og fæstar eru þær 1993 eða 15.252 og fjölgar síðan í 17.385 í fyrra. í Danmörku voru flestar íbúðir smíðaðar árið 1990 eða 27.237 en fæstar í fyrra, 13.500. Meiri sveiflur eru í Svíþjóð en þar voru flestar íbúðir smíðaðar árið 1991 eða 66.886 en eru komnar niður í 21.630 í fyrra. í Finnlandi er mesfum ný- smíði árið 1990 þegar 65.397 íbúðír eru smíðaðar en fjöldinn er aðeins 26.731 í fyrra. Á þessum árum er mest um nýsmíði á hverja þúsund íbúa í Finnlandi árið 1990 eða 13,1 íbúð en minnsta nýsmíði var í Nor- egi í fyrra þegar aðeins eru smíðað- ar 2,5 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Samdrátturinn á þessu tímabili hefur mestur verið í Svíþjóð eða 67% milli áranna 1991 og 1994. Á það sér einkum þá skýringu að mjög öfl- ugur stuðningur hins opinbera við íbúðabyggingar hefur að verulegu leyti lagst niður. Tölur þessar eru úr samantekt Jóns Rúnars Sveinsson- ar hjá Húsnæðisstofnun rfkisins. Fullgerðar íbúðir á Norðurlöndum 1990 og 1994 Fjöldi á hverja 1.000 íbúa 19901994 19901994 Auk ráðherra fluttu þar er- indi þeir Sigurður E. Guð- mundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, Hákon Hákonarson formaður hús- næðismálastjórnar og Stefán Thors skipulagsstjóri. Ráð- herra greindi frá þeirri hug- mynd sinni að lækka viðmið- unarmörk húsbréfalána til endurbóta úr 1.080 þúsund krdnum í 500 þiísund og hug- mynd lians er að kanna kosti þess að flytja húsnæðiskerfið í bankana. Hákon Hákonarson sagði að nií væru um það bil 200 félagslegar eignarfbúðir óseldar. í máli Stefáns Thors kom m.a. fram að nauðsyn- legt væri að auka rannsóknir f tengslum við skipulagsmál og skoða þyrftí til dæmis hvaða möguleika það bjóði uppá að ísland skuli liggja mitt á inilli Evrópu og Amer- fku./ 18 ? HLUTABREFASJOÐURINN HF. LÆGRIREKSTRARKOSTNAÐUR — HÆRRIÁVÖXTUN Hlutabréfasjóðurinn hf. og Hlutabréfasjóður VÍB hf. hafa nú sameinast undir nafni Hlutabréfasjóðs- ins hf. og hefur VÍB umsjón með rekstri sjóðsins. Með- sameiningunni verður umtalsverð hag- ræðing og sparnaður í rekstri. Rekstrarkostnaður lækkar strax um helming eða í 0,5%, sem skilar sér í hærri ávöxtun til hluthafa. • Lægri rekstrarkostnaður — hærri ávöxtun. • Góð eignadreifing. • Alltaf hægt að selja bréfin. • Stærsti og fjölmennasti hlutabréfasjóðurinn á Islandi. • Fjórða fjölmennasta almenningshlutafélagið á íslandi. FORYSTAT FJARMALUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.