Morgunblaðið - 12.11.1995, Page 16

Morgunblaðið - 12.11.1995, Page 16
16 B SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ mynd um íslensku glímuna. Ég hef þegar lokið við tónlistina í þá ágætu mynd. Hinn var Gísli Snær Erlings- son. Hann spurði hvort ég vildi gera fyrir sig prufu fyrir Benjamín dúfu og ég sendi honum tónlistar- bút. Skömmu síðar bað hann mig um að semja tónlistina í myndina. Ég hafði lesið söguna og mér fannst hún góð af því hún var sögð á svo eðlilegan hátt og ekki endilega fyr- ir vissan aidur. Mér finnst ekki að eigi að tala niður til barna þegar sagðareru barnasögur heldur skrifa eins og börn séu líka fólk. Þær má alls ekki skrifa á einhveiju barna- máli og þess vegna var Benjamín dúfa svo góð. Ég settist strax niður við að semja og var satt að segja óskap- lega jarðbundinn. Markmiðið var að klára þetta sem fyrst af því það lá á því. Ég hafði ekki nema þrjár eða flórar vikur. í kvikmyndadeild- inni í Kalíforníu var alltaf sagt að þegar kæmi að tónlistinni í bíó- myndunum væru allir peningar búnir og hún yrði að vera tilbúin ekki seinna en á morgun. Tónlistar- maðurinn kemur inní myndina á „Þetta er ekkert popp" ATRIÐI úr Benjamín dúfu. NÝR heimur; Ólafur í skólanum í Kalíf orníu þar sem hann lærði kvikmyndatónlist. Ólafur Gaukur samdi tónlistina við Benjamín dúfu o g er það í fyrsta skipti sem hann gerir tónlist fyrir kvikmynd, þótt hann hafi á sínum tíma lært að semja kvikmyndatónlist í Kalífomíu. Amaldur Indriðason ræddi við Ólaf. ALLTAF að læra; Ólafur með jassgítaristanum Joe Diorio. TÓNLISTIN í nýjustu ís- lensku bíómyndinni, Benj- amín dúfu eftir Gísia Snæ Erlingsson, sem byggir á samnefndri verðlaunasögu Friðriks Erlingssonar og frumsýnd var fyrir helgina, kemur úr nokkuð óvæntri átt því hana á Ólafur Gaukur tónlist- armaður og tónlistarkennari. Hún er fyrsta bíómyndin sem hann semur tónlist við. Hann er einn af fáum íslendingum sem lagt þefur fyrir sig sérstakt nám í kvikmyndatónlistar- gerð og framleiðendur Benjamín dúfu völdu hann til að semja tónlist myndarinnar eftir að hafa fengið sýnishorn frá honum og nokkrum öðrum tónlistarmönnum. Eða eins og leikstjórinn, Gísli Snær, sagði fyrir skemmstu í Morgunblaðinu: „Það sömdu allir virkilega góða tón- list en hann var sá eini sem gerði kvikmyndatónlist.“ Þyrnifuglarnir á lokaprófinu Kvikmyndatónlist er sérstök list- grein sem fáir hafa lagt fyrir sig hér á landi enda býður hin unga íslenska kvikmyndalist ekki upp á mikla sérhæfingu. Hilmar Om Hilmarsson hefur náð lengst tónlist- armanna í gerð kvikmyndatónlistar með samstarfi sínu við Friðrik Þór Friðriksson. „Ég ætlaði fyrir það fyrsta aldrei að verða músíkant en þegar ég sá fram á að það yrði sennilega ævistarfið langaði mig að bæta við þekkingu mína og fór í nám í tónlistarskóla vestur í_ Kalí- form'u árið 1980,“ sagði Ólafur Gaukur þar sem við sátum á skrif- stofu hans í Gítarskóla Ólafs Gauks og ræddum kvikmyndatónlist. „í skólanum byijaði ég að kynna mér tónsmíðar og útsetningar en fékk svo áhuga á námi í kvikmyndatón- list. Skólinn hét Grove School of Music og þar var mjög gott kvik- myndaprógram sem Allyn Ferguson stjórnaði. Hann samdi m.a. tónlist- ina við smáþáttaröðina „Master of the Game“ um þetta leyti. Það fór enginn í þetta nám nema hann væri orðinn tónsmiður og fyr- ir utan að sækja kennslutíma í ýmsum þáttum kvikmyndatónlistar eins óg hljómsveitarstjórn vorum við látin semja tónlist við ákveðna kvikmyndakafla einu sinni í viku, flytja hana með hljóðfæraleikurum og mæta svo á fund með öðrum nemendum og heimsþekktum leið- beinendum þar sem tónlistin var broón til mergjar. Svona gekk þetta viku eftir viku og þetta var gríðar- leg vinna.“ Á meðal eftirminnilegra leið- beinenda voru Henry Mancini (Dagar víns og rósa, Bleiki pardus- inn), sem fjórum sinnum hreppti Óskarsverðlaun fyrir kvikmynda- tónlist, og Lalo Schifrin sem sex TÓNLISTIN hlýjar; Ólafur Gaukur samdi tónlistina við Benjamín dúfu. sinnum hefur verið útnefndur til Óskarsverðlauna og hefur samið tónlist í myndir eins og „Cool Hand Luke“ og „Bullitt" og margar myndir Clint Eastwoods. „Schifrin var mjög skemmtilegur maður. Hann er frá Argentínu og talaði með miklum hreim og lýsti skemmtilega sínum vinnubrögðum í fyrirlestrum. Það var ómetanlegt að heyra í mönnum eins og honum og Mancini segja frá sínu starfi.“ Lokaprófið úr skólanum fólst í því að semja titilmúsík við ein- hveija kvikmynd og prófstykkið sem Ólafur fékk var sjónvarps- myndaflokkurinn Þyrnifuglarnir með Richard Chamberlain. „Að semja kvikmyndatónlist er ekkert frábrugðið því að standa í greina- skrifum," sagði Ólafur. „Það hefur upphaf og endi og það er ekki sama hvernig hlutunum er lýst. Mesta afrekið er að ná því að vera þú sjálf- ur og losna frá óttanum við að vera öðruvísi, óttanum við að stuða aðra, eða hafa annan stíl eða vera úr tísku. Þú verður að þora að vera þú sjálfur og það er stærsta brúin sem þú verður að fara yfir. Ef þú kemst ekki yfir hana gengur þér ekkert. Þá sættir þú þig við eftiröp- un. Það þarf kjark til að semja ’kvikmyndatónlist eins og aðra tón- list og tækni og kunnáttu. En kannski fyrst og fremst kjark.“ Fyrstu verkefnin Ólafur stundaði kvikmyndatón- listarnámið með hléum mestanpart níunda áratugarins og útskrifaðist árið 1988. „Ég hafði gert mér grein fyrir því að þótt ég hefði lært að gera kvikmyndatónlist væri ekki þar með sagt að sú kunnátta nýtt- ist á íslandi. Svo gerðist það fyrir tæpu ári að ég fékk tvær upphring- ingar með stuttu millibili frá tveim- ur ungum kvikmyndagerðarmönn- um vegna kvikmyndatónlistar. Annar þeirra var Böðvar Bjarki Pétursson, sem vann að heimildar- endasprettinum þegar öllu öðru er lokið." Tónlistin í Benjamín Benjamín dúfa segir frá ævintýr- um nokkurra vina sem stofna ridd- arareglu og beijast við óvini sína. Hún er saga um vináttu, endurminn- ingarsaga og harmsaga. Aðspurður um hlutverk tónlistarinnar í mynd- inni sagði Ólafur: „Hún er notuð til að tengja saman og lita og stýra eða auka á tilfinningar. Það er ekki hægt að gefa neina ákveðna línu um þetta mál eða allsherjarskýringu. Það er svo mismunandi hvemig maður notar tónlistina hvort sem tekst vel upp eða illa. í einn stað er hún notuð til að gera eitthvað stærra og í annan stað til að draga úr; hún nær frá hinu stærsta til hins smæsta. Spurningin er hvemig þú blandar þessu saman. I því felst sköpunin. Benjamín er tragísk saga, bemskuminning um harmleik og tónlistin tekur mið af því vona ég;

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.