Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 B 5 MANNVÍG OG MÁLSHÆTTIR Hugleiðing um Gísla sögu Súrssonar, eftir Örlyg Sigurjónsson 115. kapítula Gísla sögu Súrssonar koma fyrir tveir málshættir sem skírskota til alþýðlegrar heimspeki og gegna því hlutverki í sögunni að skerpa stíl og lúta einnig hnitmiðaðri frásagnartækni. álshátturinn „Æ sér gjöf til gjalda“ er Iátinn Gisla í munn skömmu áður en hann vegjir Þor- grím Þorsteinsson. Þótt íslend- ingar nútímans noti þennan málshátt við ólíkt sakleysislegri aðstæður hefur inn- tak hans ekkert breyst enda felur hann, eins og flestir aðrir málshættir, í sér almennt viður- kennd sannindi um mannlífið; að tilhlýði- legt þyki að launa fyrir gjafir eða við- vik, eða eins og segir í Gísla sögu, að ekki sé manni vansæmd að því að fara fram á smágreiða hafi maður gert ferð ein- hvers til fjár. Hinn málshátturinn, „Allt kann sá er hófið kann“, skírskotar til hófseminn- ar, einnar af fjórum höfuðdyggð- um sem vestræn siðfræði hefur gert að viðfangsefni sínu allt frá dögum forngrísku heimspeking- anna. I riti frá 8. öld, sem í ný- legri þýðingu Gunnars Harðar- sonar nefnist „Um kostu og löstu“, segir: „Harðla göfugur er kraftur hófsemi. Fyrir hana saman stendur allur vegur þessa lífs á meðal manna, að maður hyggi og mæli og geri stillilega alla hluti í hverri sem einni sök með ráði heilsu sinnar.“ Víkjum að 15. kapítula Gísla sögu. Þegar hér er komið sögu hafa þeir Gísli og Þorkell Súrssynir og Vésteinn Vésteinsson mágur Gísla og Þor- grímur Þorsteinsson eiginmaður Þói'dísar, systur Súrssona, slitið sameiginlegu fóstbræðralagi. Astæða þess er sú að Þorgrímur telur sér ekki sæmandi að tengj- ast Vésteini. Við það hnykkir Gísli að sér hendi sinni og neitar á móti að viðurkenna þann sem vanvirðir Véstein. Upp fráþessu tekur sagan ákveðna stefnu þar sem vinfengi Þorgríms og Gísla þverr æ meir. Vésteinn og Gísli bindast tryggðarböndum og Vé- steinn siglir til Eng- lands. Um síðir heyr- ir Þorkell Súrsson á tal Ásgerðar konu sinnar og Auðar konu Gísla þar sem Ás- gerður viðurkennir fyrir Auði að henni þyki Vésteinn góður. Ofundsýki er sóttum verri og verður til þess að vinirnir Þor- kell og Þorgrímur leggja nú báðir fæð nokkra á Véstein í fjarveru hans. Vé- steinn kemur siðan aftur til Islands eftir að hafa hlotið frama á erlendri grund. Hann færir mönnum gjafir af skipsfjöl og býður Þorkatli refla mikla en Þorkell vill ekki þiggja. Menn Gísla vara hann ítrekað við því margt hafi gerst, en Vésteinn svarar svo, að núfalli öll vötn til Dýrafjarðar. Örlögin verða ekki flúin og þarna bregður fyr- ir listfengi höfundar þegar hann líkir saman framvindu mannlegs lífs og náttúru. Ár og lækir renna undan halla og enda sína ferð að lokum og því lögmáli lýtur mannskepnan einnig. Svo fer, að Vésteinn er veginn í rúmi sínu en sagan eftirlætur lesendum að leiða líkum að vegandanum. Eins og fram kemur í 15. kapítula hér til hliðar sést hvaða forsendur Gísli hefur til að vega Þorgrím fyrir víg Vésteins: Örlygur Sigurjónsson Tókust nú upp leikar sem ekki hefði íorðið. Eiga þeir mágar oftast ieik saman, Gísli og Þorgrímur, og verða menn eigi ásáttir, hvor sterkari er en þó ætla fiestir Gísia afla- meira. Þeirleika knattleika á tjörn þeirri er Seftjörn heitir. Þar varjafnan íjölmennt. Það var einn dagþá er flesta lagi var kom- ið að Gísli baðjafnlega skipta til leiksins. „Það viljum vér víst, “ segir Þorkell, „enda viljum vér að þú sparirþá ekki af við Þor- grím því að það orð flyst afað þú sparist við. En égynniþér allvel aðþú fengir sem mesta virðing af efþú ert sterkari. “ „Ekki höfum viðþað reynt hér til, “ segir Gísli, „en þó má það vera að þar komi að við reyn- um. “ Nú leika þeir og hefur Þorgrímur ekki irið, felldi Gísli hann og bar út knöttinn. Þá vill Gísli taka knöttinn en Þorgrímur heldur honum oglæturhann eigiþvíná. Þáfellir Gísli svo hart Þorgrím svo hann hafði ekki við og afgekk skinnið af hnúunum en blóð stökk úr nösunum. Afgekk ogkjötið af knjánum. Þorgrímur stóð seint upp. Hann leit til haugsins Vésteins ogmælti: 7. Geir ígumna sárum gnast, eg kann ei lasta. Gísli tók knöttinn á skeiði og rekur á milli herða Þorgrími, svo að hann steyptist áfram og mælti: 8. BöIIurá byrðar stalli brast, egkann ei lasta. Þorkell sprettur upp ogmælti: „Nú má það sjá hver sterkastur er eða mestur at- gervimaður er og hættum nú. “ Og svo gerðu þeir. Tókust núaf leikarnir og líðurnú á 'sumarið og fækkaðist núheldurmeð þeim Þorgrími og Gísla. Þorgrímur ætlaði að hafa haustboð að veturnóttum ogfagna vetri og blóta Frey og býður þangað Berki bróður sínum ogEyjólfi Þórðarsyni ogmörgu öðru stórmenni. Gísli býr og til veislu og býður til sín mágum sínum úr Arnarfirði ogÞor- kötlum tveimur og skorti eigi hálft hundrað manna að Gísla. Drykkja skyldi vera að hvorratveggja og var stráðgólfi á Sæbóli afsefinu af Seftjörn. Þá erþeirÞorgrímur bjuggust um ogskyldu tjalda húsin, en boðs- manna var þangað von um kveldið, þá mælti Þorgrímur við Þorkel: „ Vel kæmu oss nú reflarnirþeir hinirgóðu er Vésteinn vildi gefa þér. Þætti mérsem þar væri langt í milli hvort þú hefðirþá með öllu eða hefðir þú þá aldrei og vildi egnú að þú létirsækja þá. “ Þorkell svarar: „Allt kann sá er hófið kann ogmun eg eigi eftirþeim senda. “ „Eg skal þaðgera þá, “ sagði Þorgrímur og bað Geirmund fara. Geirmundur svarar: „ Vinna mun eg nokkuð en ekki er mér um að fara. “ Þá gengur Þorgrím ur að hon um og slær hann buffeitt mikið ogmælti: „Farnú þá efþér þykir nú betra. “ „Nú skal fara, “ sagði hann, „þó aðnúsé verra. En vitþað fyrir víst að hafa skal eg vilja til aðfá þérfylju erþú færð mér fola og er þó eigi varlaunað. “ Síðan fer hann. Og er kemurþarþá eru þau Gísli ogAuðurbúin aðláta upp tjöldin. Geirmund- ur ber upp erindið ogsagði allt sem farið hafði. „Hvort viltu Auður ljá tjöldin?“ sagði - Gísli. „Eigi spyrþú þessa afþvíaðþú vitir eigi, að eg vildi aðþeim værí hvorkiþetta gott gert né annað það erþeim væri til sæmd- arauka. “ „Hvort vildi Þorkell bróðir minn?“ sagði Gísli. „ Velþótti honum, að égfæri eft- ir. “ „Það skal ærið eitt til, “ sagði Gísli og fylgir honum á leið ogfærhonum gripina. Gísligengur með honum og allt aðgarði og mælti: „Nú erþann veg að egþykist góða hafa gert ferð þína og vildi eg að þú værir mér nú leiðitamur um það sem mig mikið varðar og sér æ gjöf til gjalda og vildi eg að þú létir lokur frá hurðum þremur íkveld. Ogmættirþú muna hversu þú varst beiddur til fararinnar. “ Geirmundur svarar: „Mun Þorkeli bróður þínum.við engu hætt?“ „ Við alls engu, “ sagði Gísli. „Þá mun þetta áleiðis snúast. “ sagði Geirmundur. Ognú erhann kemurheim kastarhann niðurgripunum. Þá mælti Þorkell: „ Ólíkur er Gísli öðrum mönnum íþolinmæði og hefur hann betur en vér. “ „Þessa þurfum vér nú, “ segir Þorgrímur og láta upp refilinn. Síðan koma boðsmenn um kvöldið. Ogþykknar veðrið, gerir þá logn- drífu um kveldið oghylurstíga alla. íðar um kvöldið kemst Gísli inn í bæinn, vegur Þorgrím og kemst á brott. Það leyn- ir sér ekki að Þorgrímur skirrist ekki við að vanvirða Véstein Iátinn þar sem hann segir í kviðlingnum að hann harmi það ekki að spjót hafi brakað í sárum hans. Þetta gerir hann óneitanlega mjög líklegan banamann Vésteins. En það er Þorkell svo sannarlega líka. Sagan svarar því ekki hver hafi vegið Véstein en athuga má fáein atriði þar að lútandi. Þorkell hefur afbrýðisemi sem ástæðu til að vega Véstein en persóna hans bendir samt ekki til að vera Iíkleg til mannvíga. Hann er sýnilega langrækinn og virðist vera nokkuð gáfaðri en Þorgrím- ur, sem gætir ekki orða sinna og hefur nokkuð keppnis- skap. Þorkell veit sem er, að sæmdin muni knýja Gísla til að hefna fyrir víg Vésteins. Hann veit einnig að Gísli getur ekki hefnt sín á sínum eigin bróður. En Véstein verður að vega að hyggju Þorkels og hann gerir sér grein fyrir því að Þorgrímur verður skotspónn hefnda Gísla. Með þetta í huga má ímynda sér að Þorkell hafi hugsað sér að fyrst að Þorgrimur yrði hvort eð er drep- inn fyrir víg Vésteins, því þá að brölta sjálfur í skjóli nætur á aðra bæi ef hægt er að fá annan í það sem verður refsað fyrir? Þess vegna eru líkur til þess að Þorkell hafi fengið Þorgrím til að vega Véstein. Það ber einnig að athuga að Þorkatli er lýst sem oflátungi og svaf hann fram eftir meðan aðrir karlmenn gengu til vinnu. Það er því alveg eins líklegt að hann hafi ekki nennt að taka sér spjót í hönd fyrst hann gat fengið Þorgrím til þess. í mörgum íslendingasögum birtist sú tilhneiging að gjalda eða launa mönnum fyrir, ekki að- eins góðverk, heldur illvirki. Það nær allt frá einu buf- feiti (kinnhesti) til hefndarvíga. Jafnvel Geirmundur þræll segir það ekki varlaunað að fá Þorgrími fylju (meri) fyrir fola (kinnhestinn) þann er Þorgrímur rak honum. Yfir þessar tilhneigingar sem birtast í ýmsum myndum hefur verið notað hugtakið „gjaldstefna" en Islendingum leikur líklega betur á tungu málshátturinn góði sem sama merking kjarnast í: „Æ sér gjöf til gjalda." Einni spurningu er samt ósvarað. Hvað á Þorkell við er hann segir: „ Allt kann sá er hófið kann“? Líklegt er að þessi setning sé lýsandi fyrir Þorkel; hann heldur sér til hlés og vill ekki berast á með því að skreyta skála sinn fagurlega fyrir gesti sína. Hann veit sem er að Þorgrímur með sitt skap muni keppast við að fá reflana með öllum tiltækum ráðum. Reflarnir hafa táknrænt gildi hér þar sem þeir eru fagrir en umfram allt áber- andi. Fyrir Þorkatli vakir aðgera Þorgrím áberandi og stilla honum upp sem blóraböggli. Þetta er þó aðeins yfirborðið. Kaldhæðnin skín úr breytni Þorkels. Hann vinnur markvisst að því að hlýða eigin löstum eins og öfundinni, en klókindin verða seint vefengd. Höf. er B.A. í íslensku og heimspeki. HÁRTOPPAR Frá MANDEVIIiLE og nú einnig frá HERKULES Margir verðflokkar RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG - kjarni máhins! Að Mifa ■ bata Námskeið fyrir fólk sem er i 12 spora kerfi, aðstandendur alkóhólista, óvirka alkóhólista og alla þá, sem telja sig meðvirka. Námskeiðið er sniðið fyrir þá, sem hafa farið á námskeið áður, farið í meðferð og stundað fundi. --------------------- Fyrirlestrar fjalla um: Tilfinningar, hjamingjuna, samskipti og sambönd og raunsæi. Tækifæri fyrir þá sem vilja bæta við sig eða finnst þeir vera á krossgötum. Leiríbeinandi: Ragnbeiður Óladóttir, rdðgjofi. Vilhjálmur Árnason, dósent flytur fyrirlesturinn um hamingjuna. Námskeiðið verður haldið í Skipholti 50c laugardagana 25. nóvember og 2. desember frá kl. 9-17 báða dagana. Skráning i símum 561 5035 og 552 4428. - Hin nýja bók Einars Pálssonar: Kristnitakan og kirkja Péturs í Skálaholti er komin út Má segja að þar með sé nýju og skæru Ijósi varpað yfir gervalla kristnitökuna árið 1000. Þetta er fræðaafrek. Allir, sem kunna að lesa, sjá, að rit þetta sem og hin fyrri í ritsafninu, Rætur íslenskrar menningar, eru ómetanlegt framlag og upplokning margra áður torskilinna atriða í menningarsögu okkar og annarra þjóða. Við þetta rit get ég engu bætt og því síður rifið í. „Ritsmiðin er mögnuð. “ Dr. Sigurður Árni Þórðarson. Bókaútgáfan Mímir, Sólvallagötu 28, Reykjavík. sími 552 51 -49.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.