Morgunblaðið - 19.11.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 19.11.1995, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Pétur sjómaður eftir Asgeir Jakobsson er ein af jólabókum Setbergs og kemur út um þessar mundir. Þetta er ævisaga Pét- urs Sigurðssonar al- þingismanns sem um þriggja áratuga skeið setti mikinn svip á stjómmála- og verkalýðssögu lands- ins o g var alþjóð kunnur sem „Pétur sjómaður“. PÉTUR Sig'urðsson PÉTUR SJÓMAÐ UR Á STJÓRNMÁLAFERLI sínum átti Pétur Sigurðsson mest sam- skipti við þrjá leiðtoga Sjálfstæðisflokksins - Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson og Geir Hallgrímsson. IÞESSARI nýju bók Ásgeirs Jakobssonar segir frá uppvexti Péturs Sigurðssonar í Krepp- unni miklu; nær tuttugu ára sjó- mannsferli hans á bátum, togurum og farskipum; afskiptum hans af verkalýðsmálum innan Sjómanna- félags Reykjavíkur og á ASÍ þing- um, þegar pólitíkin var hvað hörð- ust; langri stjórnmálabaráttu, en Pétur sat 28 ár á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og var m.a. formað- ur bankaráðs Landsbanka íslands, og hinu mikla uppbyggingarstarfí Péturs í öldrunarþjónustu. Pétur var í 30 ár formaður Sjómanna- dagsráðs í Reykjavík og Hafnar- firði og vann þar að stækkun Hrafnistu í Reykjavík, hafði forustu um byggingu Hrafnistu í Hafnar- firði, sem kölluð hefur verið „kraftaverkið hans Péturs", og stjórnaði uppbyggingu sumar- dvalaaðstöðu sjómanna að Hraun- borgum í Grímsnesi. Saga Péturs Sigurðssonar er þannig sjómannssaga, fram- kvæmdasaga og verkalýðs- og stjórnmálasaga. Morgunblaðið birtir hér með leyfi útgefanda nokkrar glefsur úr bókinni, og segir fyrst af æsku Péturs. Sögulegxir fermingar- undirbúningur „Það var í þessum hremmingum fjölskyldunnar, að ég tók að stunda blaðasölu. Þegar barnaskólanum var lokið um hádegi á daginn fór ég inní Reykjavík að sitja þar fyrir blaðinu Vísi, þegar það kæmi út síðdegis... Sá var gallinn á þessum starfa mínum, að ég gekk til prestsins til fermingarundirbúnings, eða „gekk til spurninga", eins og þetta kallað- ist einnig, og þar átti ég engum minni að svara en sjálfum dóm- kirkjuprestinum og afabróður mín- um, séra Bjarna. Spurningatíminn var klukkan fímm, en þá var ein- mitt oft góð sala í Vísi. Það vildi því bera við að ég mætti of seint til - spurninganna. Auðvitað vissi presturinn um veik- indin og fátæktina, sem þeim fylgdi, á heimili mínu, og auðvitað heyrt iðulega í mér hrópin, svo skammt undan sem ég staðsetti mig frá Dómkirkjunni. Hann fyrirgaf mér skrópið, en lét mig vita, að hann hefði tekið eftir því, og það hefði enginn getað komið því betur til skila með sér- stæðum hætti en séra Bjarni. Hann lét stúlkurnar sitja öðru- megin í kirkjunni, en piltana hinu- megin. Síðan spurði hann í einu hvorn hóp um sig. Það verður svo einu sinni, þegar ég kom of seint og er nýsetztur, að prestur kallar Pétur Sigurðsson einan uppí kór- fordyri. Krakkarnir stirðnuðu allir upp: Hvern fjárann hafði Pési gert af sér? Þegar ég hafði stillt mér upp, og ekki yfir mér mikil reisnin, fyr- ir framan prest, spyr séra Bjarni: - Hvað hafa mennirnir fram yfir dýrin? Spurningin kom náttúrlega flatt uppá mig, ég hafði átt helzt von á spurningu úr Kverinu, og prestur hygðist reyna kunnáttu mír.a í þeim fræðum, og hvort skrópið hefði þar valdið mér þekkingarskorti. Náttúrlega komu vöflur á mig, en ég hafði þó af að stama: - Þeir geta tjáð sig, sagt hvað þeir hugsa. - Alveg rétt, sagði séra Bjarni með sinni sérkennilegu rödd, sem allir Reykvíkingar þekktu á hans löngu tíð í Dómkirkjunni. - En geta ekki dýrin tjáð sig? spurði prestur. - Jú, hundarnir segja til dæmis voff, svaraði ég. - Aiveg rétt, sagði prestur. Hundarnir segja voff, voff, en kisurnar okkar? - Kisan segir mjá, mjá, svaraði ég- - Alveg rétt, sagði prestur. Kis- an segir mjá, mjá, en hvað segir lambið? - Me, me, svaraði ég. - Alveg rétt, segir prestur, lambið segir me, me. Þar með þakkaði hann mér fyr- ir, og spurningum hans til mín sér- staklega undir fermingu var þar með lokið. Það má segja að uppá þennan vísdóm væri ég fermdur. Séra Bjarni vissi mig birgan að kristindómi frá henni móður minni, og hann vissi líka af fátæktinni á heimili mínu, og þar myndi þörf fyrir blaðsöluaurana." Úr togarasögu Péturs Þess er að geta um Kolfinnu, sem hér segir af, að hún hafði verið handgengin móður Péturs, þegar hann var krakki í Keflavík og hann verið henni hrekkjóttur og hún átt til að reyna að elta hann uppi og haft í hótunum við hann: „Mér er minnisstæður fyrsti sigl- ingatúrinn á Tryggva gamla. Við sigldum á Fleetwood. Eg held ég hafi aldrei lent í öðru eins veðri á sjó eins og við hrepptum í þessari ferð, utan einu sinni á Nýfundna- landi, á Tröllafossi. Ekki var um annað að ræða en halda skipinu upp í sjóina og hálsa á stjórnborðs- bóg. Þannig lyfti skipið sér betur en ef því var haldið þráðbeint í sjó- ina. Tryggvi gamli var á þrítugs- aldrinum, en sá aldur á togara mætti segja að svaraði til níræðis- aldurs með mannfólkinu. Það var ekki mikil reisn yfir þessari gömlu fleytu sökkhlaðinni, þeir voru það togararnir í Englandssiglingum, þegar hún var í öldudal 10-15 metra sjóa. Trúlega hafa fleiri en ég spurt sjálfa sig í huganum, þegar stærstu brotsjóirnir gnæfðu yfír skipinu: Kemst hann yfir þennan? Enginn spyr þessa upphátt, og mennirnir í brúnni bíða hljóðir þess sem verða viil. Þeir eiga engin önnur úrræði en halda skipinu uppí og bíða. Það var venja þegar vont veður var, að hásetarnir sem í brúnni voru á vakt, gallaðir, fóru aftur að ventlum við skorsteininn til að hífa upp öskuna fyrir kyndarana, sem annars gerðu það sjálfir ef vel viðr- aði til þess. Áskan var hífð upp í stórum dunkum í talíu ofarlega í skorsteininum. Ég var gallaður í brúnni og fór nú aftur á keis að vinna þetta verk fyrir kyndarana. Þegar ég var að hífa upp öskuna í óveðrinu verður mér litið aftur eftir bátadekkinu og sé hvar Kol- fínna heitin kemur askvaðandi fram bátadekkið, heldur ófrýnileg og svakaleg útlits og hvæsir gegn óveðrinu: - Nú næ ég í þig, ormurinn þinn! Mér varð svo mikið um að ég lét öskudallinn falla niður á fýrplássið, og guði sé lof varð enginn fyrir dallinum. Síðan endasentist ég af keisnum upp stiga á brúarvængn- um og fram að brúardyrum, sem ég var rétt búinn að opna, þegar skipið fær þetta ógurlega brot inn á stjórnborðsbóg. Sjórinn óð, aftur allt skip og yfir það og lagði það á hliðina. Allt var á bólakafí þar sem ég hafði staðið og sjór fossaði niður um ventilinn, sem ég dró öskuna uppúr, og sjór- inn náði mér um leið og ég kastaði mér inná brúargólfíð. Brúin fylltist af sjó og glugginn, sem skipstjóri stóð við, brotnaði og skar hann illa í framan. Ef ég hefði ekki séð Kolfinnu gömlu hefði ég verið dauðans mat- ur, því ég hefði aldrei staðið af mér þennan sjó.“ Á Bolsavöllum „Þegar Pétur gekk í Sjómanna- félag Reykjavíkur 1945,. um leið og hann hóf sjómennsku, byijaði hann að þenja sig þar gegn Krötun- um, sem stjórnuðu félaginu, og varð illa þokkaður af stjórnarmönn- um. Alþýðuflokkurinn rak Sjó- mannafélag Reykjavíkur sem sitt eigið flokksfélag, og stjórnendur félagsins fyrirmunuðu öðrum en sínum flokksbræðrum að komast þar í stjórn eða trúnaðarstöður. Kommúnistar sóttu hart að Kröt- unum í félaginu, en höfðu ekki haft fylgi til að ná þar stjórnartök- um. Hann Pétur Sigurðsson komst ungur í kynni við kommúnista, og þeir koma víða við sögu hans. Hon- um fannst þeir alla tíð vísir til livers kyns bellibragða, sem þeir töldu henta sér. Einkakynni hafði hann þó mörg ágæt af mönnum í þeim flokki. Margir íslenzku kommúnist- anna voru viðkunnanlegir menn í dagfari sínu, og sumir einstaklega viðkunnanlegir, þótt hugsjónin fyr- irmunaði þeim á stundum kristilegt hugarfar og legði þeim þá skyldu á herðar að svífast einskis í hennar þágu... Kommarnir hertu róðurinn gegn Krötum, þegar þeir voru komnir í stjórnarandstöðu eftir slit Ný- sköpunarstjórnarinnar í febrúar 1947. Pétur, sem eins og fyrr er lýst var að genum og uppeldi harður Sjálfstæðismaður, var náttúrlega ekki sáttur við að Sjómannafélagið væri rekið sem flokksfélag Alþýðu- flokksins. Með því að maðurinn var á þessum árum orðhvatur nokkuð, liðugt um málbeinið og orðheppinn, gerðist brátt óvingan mikil við stjórnarmenn félagsins, sem köll- uðu piltinn „Pétur Keflavík- urkjapt", og hefur þá rifjast upp fyrir þeim, hver var forgöngumaður í flutningi á verkalýðsforingjanum um árið frá Keflavík, en Pétur flutti þaðan fjagra ára ásamt foreldrum sínum og því dálítið langsótt að kenna hann við Keflavík. Hann hefur greinilega í nafngiftinni gold- ið föður síns, - og náttúrlega tals- máta síns... Kratarnir í félaginu kölluðu Pét- ur líka „kommúnista", af því að hann fyllti flokk þeirra í árásum á stjórn félagsins. Pétri þótti stjórnin lin í hagsmunagæzlu sinni af mörgu tagi fyrir stéttina, því að alltaf voru hér og þar að rísa ágreiningsmál við atvinnurekend- ur, þótt ekki væri um heildar kjara- baráttu að ræða. Þá fór það fyrir bijóstið á honum, að stjórnin skyldi koma í veg fyrir að nokkur maður, sem ekki væri henni heilshugar hlynntur, kæmist í trúnaðarstöðu innan félagsins. En fylgilag Péturs við kommún- ista í félagsmálum átti sér skamm- an endi. Honum segist svo frá: „Veturinn minn í fiskimanna- deildinni 1948-49, skarst mjög í odda með fundarmönnum við stjórnarkjör í Sjómannafélaginu. Ég og fleiri, sem fylgzt höfðum með talningunni, drógum í efa að rétt væri talið. Fundarstjórinn, sem var sjálfur formaðurinn, Siguijón Ólafsson al- þingismaður, úrskurðaði talningu þeirra rétta, sem talið höfðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þessi úrskurður olli háværum mótmælum hluta fundarmanna og síðan hávaða og rifrildi, sem lauk með því að fullur helmingur fundar- manna gekk af fundi, og ég í þeim hópi. Sjómannafélagsfundurinn hafði verið í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Þegar sá hópur, sem gekk af fundi, kom útúr Alþýðuhúsinu beið þar annar hópur undir stjórn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.