Morgunblaðið - 19.11.1995, Side 30

Morgunblaðið - 19.11.1995, Side 30
30 B SUNNUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna í París fimmtug' GUÐNY Helgadóttir ALEIÐUR ÖLDUDAL AÐALSTOÐVAR UNESCO í París. Sáttmáli UNESCO var und- irritaður af 37 þjóðlönd- um þann 16. nóvember fyrir fimmtíu árum og tuttugu þeirra staðfestu hann 4. nóvember árið 1946. Höfðu ríkisstjórnir að leiðar- ljósi þá speki að þar sem styijaldir ættu rætur að rekja til hugskots manna bæri að rækta friðinn og standa vörð um hann í þeim sömu hugskotum, þar sem friður byggður einvörðungu á stjórnmála- og efna- hagslegri málamiðlun gæti aldrei orðið öruggur friður. Meðal atriða í sáttmálanum má nefna að aliir jarðarbúar ættu að eiga jafnan rétt til menntunar, leit að sannleika ætti ekki að vera heft og þekkingar- og hugmyndaflæði ætti að vera frjálst, m.a. með fijálsri fjölmiðlun og málfrelsi. Tilgangurinn með stofnun UNESCO var sagður sá að leggja af mörkum til friðar og öryggis- mála með því að hvetja til samvinnu þjóða í millum með menntun, vís- indi og menningu að leiðarljósi. Með því móti yrði ýtt undir réttlæti í heiminum, virðingu fyrir mannrétt- indum og grundvallarfrelsi hvers og eins án tillits til kynþáttar, kyns, tungumála eða trúarbragða. Sem fyrr segir voru aðildarlöndin 37 þegar reglugerð stofnskrár UNESCO var samþykkt 1945. Þrátt fyrir að Bandaríkin, Bretland og Singapúr hafi sagt skilið við stofn- unina á síðasta áratug hafa aðildar- lönd aldrei verið fleiri, en þau eru í dag 184. Margþætt starf Guðný Helgadóttir hefur verið ritari íslensku UNESCO-nefndar- innar síðustu árin. Island gekk í UNESCO árið 1964 og íslensku nefndina í dag skipa auk Guðnýjar, Sveinn Einarsson formaður, Halldór Jónsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Guðni Bragason. Guðný segir stofnunina á margan hátt hafa skil- að góðum árangri þó að blikur hafi verið á lofti í starfinu hin seinni ár. Hún er fyrst spurð út í jákvæða þætti starfsins. „UNESCO er geysilega viðamikil stofnun sem tekur á margþættúm málaflokkum og þó að skipst hafi á skin og skúrir í gegn um árin þá hefur starfið verið öflugt. Stofnunin varð fyrir miklu áfalli árin um miðj- an 9. áratuginn, er Bandaríkin, Bretland og Singapúr sögðu skilið við hana. Þá hófst mikið starf, þar sem Norðurlöndin beittu sér mjög, sem fólst í því að einfalda og þjappa saman verkefnaáætlun stofnunar- innar. Andri Isaksson, sem var í framkvæmdaráði UNESCO á árun- um 1983 til 1987, sat þá m.a. í 13 manna umbótanefnd sem náði mikl- um og góðum árangri. Er sú vinna farin að skila árangri og hefur starfið verið á réttri leið þótt fjár- hagsvandi hafi steðjað að og niður- skurður hafi sett mark sitt á það,“ segir Guðný. Og hún heldur áfram og ræðir um helstu verkefnaflokka UNESCO „Það er víða hægt að koma við. Ég nefni sem dæmi, að UNESCO stendur fyrir verndun menningar- og náttúruminja. Nýlega var ákveð- ið að Island gerðist aðili að sátt- mála sem samþykktur var árið 1972, en samkvæmt honum geta aðildarlöndin sótt um að staðir kom- Andri ísaksson er yfirdeildar- stjóri kennslufræðideildar Menn- ingarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á árunum 1983 til 1987 sat hann í framkvæmdaráði UNESCO og árin 1984-85 í sér- stakri 13 manna umbótanefnd sem sett var á laggirnar í kjölfar- ið á brotthvarfi Bandaríkjanna, Bretlands og Singapúr úr stofn- uninni. Guðný Helgadóttir ritari ís- Iandsdeildar UNESCO segir að á þessum árum hafi virkni Islands í stofnuninni verið mest. Um tíma var Andri eini fulltrúi Norður- landanna í framkvæmda- og um- bótanefndunum og gætti því hagsmuna og hélt frammi stefnu þeirra allra. „Þetta var mikill Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, er fimmtug um þessar mundir. Guð- mundur Guðjónsson ræddi því um upprunan, starfsemina og hlut ís- lands við Guðnýju Helgadóttur, ritara ís- lensku UNESCO-nefnd- arinnar, sem stödd var hér á landi í vikunni. Fundur framkvæmda- nefndar hefur staðið yfir að undanförnu. ist á heimsminjaskrá en jafn fram skuldbinda þau sig til þess að velja úr og vernda þessa staði. Það er í sjálfu sér ekki auðvelt að koma stað inn á þá skrá, það þurfa að prýða hann ákveðin einkenni og nefnd sker úr um hvaða staðir komast á skrána. Þegar staður er kominn á skrána nýtur hann ákveðinnar at- hygli og viðkomandi land gætir hans eins og sjáaldurs auga síns. Og getur m.a. sótt um fjárstyrk til UNESCO til þess að gæta hans og viðhalda. Annað sem ég vildi nefna er, að UNESCO hefur stutt aðildarlöndin í menntunarmálum. Stofnunin hef- ur aðstoðað og stutt við bak þeirra þjóða sem leitað hafa eftir, þannig að þeim hefur verið gert kleift að efla menntakerfi sín. Liggja þræðir UNESCO mjög víða'um lönd í þeim efnum. Þá er UNESCO með verk- efni sem miðar að því að koma á og auka tengsl skóla landa á milli og ekki má gleyma að stofnunin rekur umfangsmikla útgáfustarf- semi. Hefur verið gefið út mikið af áhugaverðum bókum og tímarit- um, m.a. fagurbókmenntum sem þá eru gefnar út þýddar á önnur tungumál en viðkomandi móður- máli. Bækur eftir íslenska höfunda hafa t.d. verið gefnar út og get ég nefnt Halldór Laxnes, Thor Vil- hjálmsson og fleiri. Við höfum reynt að koma fleirum að en það hefur ekki tekist til þessa hvað sem síðar verður. Fleira get ég nefnt í útgáfu- málum, tölfræðibækur, náms- umbrotatími hjá UNESCO og mikið áfall að missa þessar þrjár stóru einingar úr hópnum. Með þeim fóru 30 prósent af fjárlögun- um og óhjákvæmilegt að starf- semi stofnunarinnar raskaðist verulega. Umbótanefndin sem þá tók til starfa var undir forsæti Júgóslavans Ivo Margan, og mið- aði starfið að því að gera ýmsar handbækur, þýðingarskrár og margt. fleira, auk þess sem gefnir eru út geisladiska með þjóðlegri tónlist. Þá væri ekki úr vegi að geta þess með hvaða hætti UNESCO leggur sitt af mörkunum við stefnu- mótum í mikilvægum málum. Vísa ég þá til starfsemi tveggja nefnda stofnunarinnar sem starfað hafa síðustu árin. Sú fyrri er undir for- sæti Delors og Ijallar um menntun á 21. öld. Seinni nefndin, sem var undir forsæti De Cuellar, vann að skýrslu um tengsl þróunar- og menningarmála." þær breytingar á starfseminni að hún yrði öflugri og skilvirkari, þannig að bæði kæmi meira út úr vinnunni auk þess sem að Bandarikin, Bretland og Singapúr sæju sér fært að koma aftur til liðs við UNESCO," segir Andri. En það hefur ekki tekist eða hvað? „Jú og nei, málin hafa þróast Guðný heldur áfram: „Hægt væri að tala lengi um starfsemi UNESCO, en ég læt nægja að bæta við að stofnunin kemur einnig í ríkum mæli að vísindamálum og mannrétt- indafræðslu, hvers kyns fræðslumál- um að ógleymdum umhverfismálum, þar sem staifað er í anda Rio-ráð- stefnunnar Agenda 2000.“ Hlutur íslands Hvaða erindi eiga íslendingar í þessa stofnun? Getum við gert þar eitthvert gagn eða haft gagn af? Þessu svarar Guðný þannig: „ís- lendingar hafa til þessa verið mjög þannig, að ég myndi segja að árið 1988 var búið að ryðja burt ásteit- ingarsteinum. Ágreiningsmálin voru leyst að mínum dómi og starfsskráin hefur breyst til batn- aðar. Hins vegar hafa umræddar þjóðir enn ekki séð sér fært að koma aftur. Því valda m.a. erfið- leikar í ríkisfjármálum þeirra. Þetta hörmulega ástand breytist hógværir í að sækja í sjóði UNESCO. Það er bæði um að ræða verkefna- styrki eða að land sendi sérfræðinga á einhveiju sviði til annars lands þar sem þekking á því sviði er ábóta- vant. íslendingar hafa fengið nokkra styrki og sérfræðinga í gegn um tíðina, en þannig er málum háttað að við stöndum mun betur að vígi á þeim sviðum sem UNESCO vinnur að heldur en mörg önnur ríki. Þó að ekki sé í raun um þróunarstofnun að ræða þá virkar hún talsvert þann- ig og ekki verður hjá því komist, því víða, svo sem í nýfijálsu ríkjum Austur-Evrópu og í þróunarlöndum, skortir svo mjög á einmitt í þeim málaflokkum þar sem UNESCO lætur til sín taka. Island, eins og önnur aðildarríki, greiðir ákveðna prósentu af þjóðar- framleiðslu til reksturs stofnunar- innar. í okkar tilviki er um 7 milljón- ir króna á ári að ræða. íslendingar hafa í raun margt fram að færa. Við getum til dæmis lagt fram þekkingu og reynslu á sviði jarðvís- inda, fiskveiða, fiskveiðistjórnunn- ar, haffræði og ýmsum öðrum svið- um. Innan vébanda UNESCO er starfrækt haffræðinefndin sem við höfum ekki komið mikið að, en full þörf væri á að endurskoða það,“ segir Guðný. Er einhver leið að koma málum að og hafa áhrif í svo stórri stofn- un? Er þar kannski allt að drukkna í skrifræði? „Auðvitað er hægt að koma mál- um að og hafa áhrif, en það er allt of djúpt í árinni tekið að tala um að allt sé að drukkna í skrifræði þó að hlutir gerist ekki hratt innan UNESCO. Ekki má gleyma því að þar sem saman koma 184 aðildar- þjóðir þá mætast geysilega margir ólíkir heimar með mismunandi siði og venjur. Málamiðlanir eru erfiðari eftir því sem fleiri koma að málum, því hver og einn skynjar hvert mál og vinnubrögð fyrst samkvæmt eig- in vilja, aðstöðu og viðhorfum. Þeg- ar við bætist að mikill íjárhags- vandi hefur steðjað að UNESCO siðustu árin þá er slíkt ekki til að einfalda hlutina. Ég hef hins vegar upplifað breyt- ingu til batnaðar í vinnubrögðum og heyrt og skynjað á ræðum ráð- herra og embættismanna að mikill vilji er og hugur að taka fast í taum- ana, fækka verkefnum en leggja meiri þunga á þau. Gera starfið skilvirkara og markvissara. Ég dreg ekki dul á að spilling hafi stundum verið hér og þar í stjórnkerfi UNESCO, en hún hefur verið á undanhaldi. Það má segja að vandi síðustu ára hafi þjappað mönnum saman. En það var einnig spurt um áhrif Islands og hvort hægt væri í svo stórri stofnun að hafa áhrif. Vissu- lega er hægt að hafa áhrif og til þess er best að hafa fulltrúa í fram- kvæmdaráðinu. Það hefur talið 51 fulltrúa en þeim Ijölgar nú í 58. Norðurlöndin eiga þar jafnan full- trúa og hafa þau jafnan haft náið samband um sameiginleg stefnu- mál. Norðurlöndin stilla alltaf sam- an strengi sína fyrir framkvæmda- ráðsfundi og aðalráðstefnurnar. Við höfum ekki gert mikið af því að vera með sjálfstæðar meiningar, en fremur kosið að standa þétt með Norðurlöndunum," segir Guðný Helgadóttir. ugglaust til betri vegar innan fárra ára þó ég sjái það ekki ger- ast alveg í bráð,“ segir Andri og svo þetta: „Þrátt fyrir talsverð vandamál af þessum sökum hefur tekist furðu vel að vinna úr máiunum, meira að segja að sumu leyti betur en sjálfum Sameinuðu þjóð- unum sem eiga við mikinn fjár- hagsvanda að stríða. Til marks um samdráttinn má geta þess að starfsmönnum UNESCO hefur fækkað um 871 á síðustu tíu árum, eru nú 2.188 en voru flest- ir 3.059. Ég reikna með að þessi staða verði í jafnvegi á næstu misserum og innan fárra ára gæti farið að sveiflast upp á við á ný.“ Tekist furðu vel að vinna úr vandanum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.