Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRK spjallar við breska tónlistarmanninn Goldie baksviðs fyrir Chicago-tónleikana, en Goldie, sem hún hefur miklar mætur á, hitaði upp fyrir hana í Bandarílgaferðinni. John Henderson er á sömu skoð- un, en hann segist þess fullviss að Björk gæti bætt verulega við sig í sölu ef hún vildi. „Það er þó erfitt að gera sér grein fyrir af hveiju hún myndi vilja gera það, nema vegna þess að hún getur það. Það má segja að hún sé í draumastöð- unni, nýtur virðingar tónlistar- og fjölmiðlamanna, selur plötur í millj- ónatali um heim allan og gerir ná- kvæmlega það sem henni sýnist. Af hverju ætti hún að vilja meira?“ Mikil umfjöllun David Fricke segist ekki hissa á því hvað Björk hafí gengið vel vest- an hafs á árinu, enda hafi hún ekki sinnt landinu áður. „Það má segja að tónleikar Bjarkar í Bandaríkjun- um til að fylgja eftir Debut hafi verið kurteisisheimsóknir, en ekki eiginleg tónleikaferð. Það er ein- faldlega ekki nóg að leika á fimm eða sex tónleikum og láta þar við sitja, fólk var rétt farið að átta sig á því að hún væri á ferðinni þegar hún var farin aftur. Eftir á að hyggja var það þó rétt ákvörðun hjá henni að leggja ekki meiri áherslu á Debut en hún gerði; hún var of stórt stökk frá Sykurmolun- um til að menn áttuðu sig á því í einu vetfangi." Björk hefur fengið meiri umfjöll- un og ýtarlegri en búast hefðu mátt við í ljósi plötusölu hennar og John Henderson segir að það stafi ekki síst af því hve mikla virðingu aðrir tónlistarmenn beri fyrir henni; það skili sér til blaða- og útvarps- manna. „Aðal orsökinnar er samt að leita í því hve hún kemur vel fyrir sig orði, er frumleg og fyndin án þess að vera álappaleg, og hefur ævinlega frá einhveiju að segja. Ekki skemmir svo að hún virðist alltaf myndast vel.“ Sjaldgæf hylli John Henderson segir að sú hylli sem Björk nýtur vestan hafs sé sjaldgæf, henni sé til að mynda getið lofsamlega í íhaldssömum blöðum, ekki síður en í æsikenndum unglingaritum. Hann nefnir dæmi um það hvernig hveijum og einum sem upþgötvar Björk fínnist hann eiga hana eina: „Eg er inni á póst- lista á alnetinu sem kallast Blue Eyed Pop og fjallaði upphaflega um Sykurmolana, en þegar þeir lögðu upp laupana varð Björk eðlilega aðalmálið. Inn á þann lista er al- vanalegt að berist bréf eins og þetta sem kom um daginn: Hæ, ég heiti Andy og ég er sá eini í Minnesota sem fíla Björk. Þetta er vitanlega eins og hvað annað bull, Björk hef- ur selt hundruð þúsunda af plötum í Bandaríkjunum og í Minnesota eru örugglega tugir þúsunda sem keypt hafa plötu með henni. Þetta er vit- anlega besti árangur sem hægt er að ná í markaðssetningu á tónlistar- manni eða í raun hveiju sem er; að platan sé sérstök upplifun þess sem kaupir en ekki hluti af sam- neyslu. Þeir sem þannig hrífast halda tryggðinni betur en þeir sem berast með straumnum, þannig að til lengri tíma litið er Björk líklega betur sett með þær vinsældir sem hún hefur í dag, en ef hún væri á allra vörum.“ „Glaður afmæli“ Eftir að Björk missti röddina í síðustu ferð sinni um Bandaríkin hefur raddþjálfari fylgt henni við annan mann. Meðal ráðlegginga hans er að hún hefur neitað öllum viðtölum til að hvíla röddina, en fyrir tónleika sem ég sá með Björk í Chicago fyrir skemmstu er ekki að sjá að hún sé að gæta sín á einu eða neinu; hún syngur og trallar með hljómsveit sinni allskyns gaml- ar lummur og létt popplög frá átt- unda áratugnum. Fararstjóri í þess- um hluta tónleikferðarinnar hristir hausinn yfir þessu ábyrgðarleysi, en létt er yfir hópnum, þrátt fyrir snarpa og erfiða ferð. Raddþjálfinn hitar upp með Björk fyrir tónleikana og stendur til hliðar á sviðinu albú- inn að veita aðstoð gerist þess þörf. Um miðbik tónleikanna hleypur Björk til hans og hann nuddar á henni hálsinn, en ekki er að merka annað en röddin sé í góðu lagi, svo góðu lagi reyndar að hún hefur sjaldan _ sungið eins vel og þetta kvöld. Áhorfendur eru og heillaðir af henni, en tónleikarnir eru haldn- ir í gamalli tónleikahöll, sem var einhveiju sinni íburðarmikið leik- hús, ef marka má gyllt útflúrið og skrautið á veggjum og í lofti. Ein- hverjir þeirra vita að þrítugsaf- mæli Bjarkar er á næsta leyti, því sjá má skilti það sem henni er ósk- að til hamingju með afmælið á ensku og eitt stórt skilti sem stend- ur á stórum stöfum: „Glaður af- mæli“. Umgjörð tónleikanna er töluvert önnur en til að mynda á fyrstu tveimur sólótónleikum Bjarkar, enda fékk hún hönnuð til að hanna sviðsmynd og ljósahönnuð fyrir ljós- in. Samspil ljóss og sviðsbúnaðar er og framúrskarandi, einfalt og áhrifaríkt. Björk er á sviðinu allan tímann og hljómsveitin sést varla, en forðum var hún ýmist innan um aðra tónlistarmenn, eða umkringd þeim. Ekki ber á öðru en hún kunni vel við sig í miðpunktinum, dansar um og hleypur til og frá á sviðinu eftir því sem andinn blæs henni í bijóst, en ýmsar hreyfingar eru það vel útfærðar að líklegt er að þær séu skipulagður hluti af tónleikun- um. Áhorfendur virðast þekkja til allra laganna og syngja með og dilla sér eftir því sem við á. Mesta hrifningu vekur nýjasta smáskífan af plötunni, gamla sveiflulagið It’s Oh So Quiet, sem Björk syngur framúrskarandi vel. Enn á uppleið í Evrópu Eins og sannaðist á vali áhorf- enda MTV nýtur Björk nú meiri hylli í Evrópu en áður og hún á eflaust eftir að bæta stöðu sína þar. Verðlaunin hafa þegar styrk hana í sessi í Bretlandi, þar sem smáskífa tók stökk uppávið í stað þess að falla eins og spáð hafði verið. Hér á landi hafa verðlaunin einnig orðið til þess að auka áhuga á Björk, því Post, sem selst hefur í rúmum 7.000 eintökum, er víða uppseld sem stendur. Hvað Banda- ríkjamarkað varðar eiga verðlaunin líklega eftir að hafa lítil áhrif, því Evrópudeild MTV er einskonar „litli bróðir“ sem ekki er mikið mark tekið á. í ljósi þess árangurs sem Björk hefur þegar náð má svo spyija af hveiju ætti hún að vilja meira. Þq6 gerðist fyrir 50 arum... ...d stórborgina Hírósíma var varpað kjarnorkusprengju. A einu augnabliki var hún lögð í rúst. Nær hundrað þúsund manns fórust. Önnur hundrað þúsund dttu eftir að líða ólýsanlegar kvalir. Bók Herseys um hlutskipti borgarbúa, dauða og hörmungar er þekkt um allan heim. Hún er byggð upp á samtölum við fómarlömb sem lýsa blossanum mikla og þeirri martröð sem fylgdi í kjölfarið. Kristilegur kærleikur! Freisting - synd. Pastoralsinfónían eftir Nóbelsverðlaunaskóldið André Gide er ein fegursta perla nútímabókmennta. Hér kemur hún í þýðingu Sigurlaugar Bjarnadóttur. Sveitaprestur tekur upp á sína arma umkomulausa blinda stúlku. Gegn vilja sínum verður hann dstfanginn af henni. Sagan snýst um sdlræn dtök, afbrýði og örvæntingu; fegurðina og ljótleikann í mannssdlinni. FJÖLVI Atakanleg lýsing á einu mesta voðaverki Mannkynssögunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.