Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Engin leið var til að kalla á hjálp, ekkert til af þeim tækjum. Bátinn rak hratt í átt að Hellisfjarðarnes- inu eða inn að flesi sem þar er. Hörkubrim var á öllum klettum og útlitið ljótt. Svartabylur var skollinn á, en inn á milli rofaði til og sáum við þá ljósin á Norðfirði. Og þar hafði einhver orðið þess var að við vorum á reki í átt að klettunum. Næst gerðist það að við Stefán sáum mótorbátinn Sleipni koma í átt til okkar á fullri ferð. Hann hélt út meðfram okkur, beygði á bakborða, sigldi meðfram hlið Björgvins, sneri stjórnborðshliðinni að okkur, hélt sem sagt út með nesinu og sló ekki af ferðinni. Þeg- ar færi gafst köstuðu Sleipnismenn kastlínu til okkar með áfastri drátt- artaug. Ég tók á móti línunni og þá var nú betra að halda fast og hugsa hratt og skýrt. Það var eng- inn tími til að draga dráttartaugina til okkar, aðeins kastlínuna, þvi Sleipnir hélt ferð til að lenda ekki uppi í briminu og klettunum. Þaé sem ég náði inn af kastlínunni setti ég á festingarpolla fremst á fram- enda bátsins. Hins vegar varð ég að gefa eftir meðan línan var aé taka í svo hún slitnaði ekki og okk- ar bátur að komast á ferð. Þannig dró Sleipnir okkur frá landinu og eftir nokkra stund var hægt á og ég gat dregið dráttartaugina til okkar og sett fast. Allan tímann hélt Stefán um stýrisrattið. Það sem varð okkur til bjargar var að kastlínan var mjög sterk og þoldi þau snöggu átök sem urðu þegar Sleipnir var að draga bátinn frá brimlöðrinu. Við vorum svo dregnir að bryggju á Norðfirði. Höddi var feginn að sleppa úr lest- inni þegar ég hleypti honum upp, enda engin skemmtivist að dúsa þar. Sleipnismenn sýndu mikið snarræði undir stjórn Herberts Þórðarsonar skipstjóra og Guð- mundar Helgasonar vélstjóra að sigla þetta stóru skipi fast upp við brimið og hættuleg-a nærri boða sem þarna er. Ég gleymi aldrei því andartaki þegar ég náði taki á kastlínunni og hélt í hana af öllum kröftum. Hún varð okkar líflína. Átökin við kastlínuna höfðu það í för með sér að ég varð nærri skinn- laus á höndunum og var í nokkra daga að jafna mig. A þessum tíma þekktist ekki að nota vinnuvettlinga í öll verk. Vélarstopp í ofsaveðri Sjómannslífið hélt áfram og nú var Jósafat orðinn vélstjóri á smærri bátum, þá tvítugur að aldri: Um haustið 1944 var ég vélstjóri á Mars. Rerum við daglega út í Kistu sem eru fræg fiskimið Norð- firðinga. Liggja djúpt undan Dala- tanga. Róið var 38-48 sjómílur á haf út og línan lögð þar. Snemma morguns 27. nóvember var farið í síðasta róður haustsins sem varð næstum síðasti róður okkar sem um borð voru. Ótíð hafði verið og gæft- ir slæmar. Þegar þetta gerðist var búið að skipta um vél í bátnum. í stað eins strokks Tuxham-vélar með glóðarhaus, sem hafði reynst vel lengi, var komin ný sex strokka Buda dísilvél. Engelhard Svendsen, norskur vélsmíðameistari, og ég skiptum um vél. Framan af var róðurinn tíðindalít- ill, en þegar nálgaðist enda línu- dráttarins var veður orðið ískyggi- legt. Skyndilega var kominn storm- ur og stórir brotsjóir og við ekki búnir að draga. Línan vildi oft slitna í drættinum og þá varð að keyra í sortann í leit að næstu bauju. Einn hásetanna hékk utan í einum glugga stýrishússins þar sem skipstjórinn, Björgvin Gíslason, ætlaði að hafa útkikk og veijast sjóunum. Ég stóð frammi á dekki nálægt línuspilinu stjórnborðsmegin til þess að taka á móti og innbyrða baujuna ef hún sæist. Allt í einu sá ég að stór brotsjór stefndi framan á bátinn á bakborða. Það fyrsta sem mér kom í hug til að skolast ekki út fyrir var að hraða mér inn í lúkarskappann og niður í efstu þrep stigans. Þaðan sá ég sjó- inn hvolfa sér yfir bátinn og allt fara á kaf. Við brotið lagðist bátur- inn nær flatur á stjórnborðssíðuna. Það góða var að lúkarskappinn var Lúðvík Jósepssyni, sem þá var út- gerðarmaður á Norðfirði. Hann lýs- ir Lúðvík á eftirminnilegan hátt, en um störfin á þessum árum (um sextán ára aldur) segir hann: Það fór ekki hjá því að maður kæmist stundum í hann krappann á sjónum á unglingsárunum. Þegar ég var háseti á Enok var ég um tíma lánaður á bátinn Björgvin sem var af svipaðri stærð, fímm rúmlest- ir. Skipstjóri á Björgvin var Stefán Höskuldsson, hörkuduglegur og fiskinn skipstjóri. Fiskirí var búið að vera gott þetta úthald og bátar yfirleitt hættir róðrum þegar komið var fram í nóvember. Þá var það dag nokkurn að Stef- án skipstjóri átti erindum að gegna á Suðurbæina, það er Barðsnesið sem er inn af Norðfjarðarhorni. Hann fékk mig til að koma með í þessa ferð á Björgvini. Einnig slóst Hörður Hinriksson í för með okkur, en hann er þroskaheftur og ætlaði Stefán að leyfa Hödda eins og hann er kallaður að fljóta með honum til gamans. En það munaði litlu að þetta yrði síðasta ferð okkar þriggja. Lagt var af stað í átt að Suður- bæjum. Brátt fór að dimma og gerði leiðinlegt veður, hríðarbyl og vont í sjóinn. Þegar komið var nokkuð út í Norðfjarðarflóann varð vélarbil- un og skrúfan hætti að snúast. Bátinn rak nú undan vindi og all- miklu ölduróti sem lá inn flóann og fór óðum vaxandi. Við reyndum að setja upp segl, einkum fokkuna, til að geta stjórnað stefnu bátsins, en réðum ekki við neitt — kunnum ekki að nota segl. Ætli það sé ekki svo um marga íslenska fiskibáta- menn. Höddi gat ekkert gert okkur Stefáni til aðstoðar nema síður væri, en hann sá mjög illa. Til þess að missa hann ekki útbyrðis lét ég hann niður í lestina og lokaði henni. Stefán reyndi viðgerð á skrúfuás- tenginu, en allt kom fyrir ekki. Ur nýjum bókum Æviminningar Jósafats Hinrikssonar eru ritaðar af honum sjálfum. Hann er alinn upp á Norðfirði, þar sem lífið snerist um físk. Hann fór snemma að vinna og stóran hluta ævi sinnar sótti hann sjóinn, fyrst sem háseti og síðan vélstjóri, m.a. á Neptúnusi ---------------------------^--------------- sem þá var mesta aflaskip Islendinga. Um miðjan aldur söðlaði Jósafat um og setti á stofn vélsmiðju, sem nú er stórt og öflugt fyrirtæki, þekkt víða um heim, sérstaklega fyrir toghlera sína og blakkir. Margar sögur hafa gengið um Jósafat, um vinnusemi hans og hörku, krafta og óttalausan hug. í ævi- minningum hans er enda sagt frá mörgu merku sem á daga hans hefur drifið. FAÐIR Jósafats var sér- stakur maður. Hann rak eldsmiðju á Norð- firði, var trúrækinn aðventisti, stundaði sjóböð og lyftingar og ól syni sína upp í ströngum aga og hélt þeim ungum að vinnu. Jósafat segir fallega frá föður sínum og því sérkennilega andrúmslofti sem i kringum hann var. Meðal annars er eftirfarandi saga um samvinnu þeirra feðga: Við bræðurnir vorum aldir upp í smiðjunni og snemma vorum við látnir vinna fullorðinna manna verk. Við smíðuðum sjálfír fiskistingi og fiskigogga. Hvert stykki í tveimur eða þremur hitunum í glóandi aflin- um og þótti það góður árangur. Þannig verkefni leystum við þegar við vorum innan við fermingu og höfðum ánægju af. Að lóða saum- ana á reykrörum og lóða eða hnoða í potta og pönnur fyrir húsmæður var algengt verk.'I þá daga var ekki verið að henda slíkum matar- ílátum og kaupa ný. Við Jens unnum mikið við að slá fram heitt járn úr eldinum. Það var stór hluti verkanna. Faðir okkar raðaði okkur bræðrunum upp þar sem honum þótti best og svo var byijað. Ég var með minnstu sleggj- una, Jens með stærri og faðir okk- ar með þungan slaghamar og þarna slógum við feðgamir í takt á heita járnið. Mér er sem ég sjái í dag þvílíka taktvinnu sem þetta var hjá okkur þremur. Það var ekkert verið að spytja hvort við kynnum verkið. Ef um stórsmíði var að ræða þurfti að hita jámið í miklum eldi, gló- andi jámið tekið úr eldinum, lagt á steðjann og slegið til af okkur þrem- ur. Járnið var þannig slegið til og formað. Var þetta góð kennslustund og spennandi tími. Það voru líka margir karlar sem komu í smiðjuna til þess eins að horfa á okkur. Strax fyrir ferminguna mína hélt ég á og vann með sleggju. Hélt laust um sleggjuskaftið með hægri hendi, rétt við hausinn, og lét svo höndina renna laust upp sftir sleggjuskaftinu frá hausnum þegar höggið lenti á heita járninu. Það má ekki ýta sleggjuhausnum niður á járnið sem verið er að hamra. Þarna lærði ég líka að skaftið á járnsmiðshamri á að vera styttra en skaftið á hamri trésmiðs. Við járnsmíði reiðir maður slaghamar- inn eða sleggjuna og heldur fast utan um skaftið á meðan, en þegar hamarshausinn skal lenda á járninu slakar maður á. Það væri þreytancii fyrir hendur og handleggi að taka á sig þann titring sem ella yrði. Öðru máli gegnir í trésmíði. Smiður- inn er kannski að reka niður nagla og þá þarf hann að fylgja negling- unni vel eftir. Hætt kominn við Hellisfjarðarnes Jósafat fór snemma að vinna fyrir sér, enda mikill hugur í honum að geta orðið að liði við heimilishald- ið. Fyrsta starf hans, fyrir utan vinnu í smiðju föður hans, var hjá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.