Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.12.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 21 SKOÐUN íslenskar kvikmyndir hafa auðgað samtíma- menningn okkar, skap- að tekjur fyrir þjóðar- búið og kynnt land og þjóð á erlendum vett- vangi. Inga Sigrún Þórarinsdóttir segir óvissu ríkja um fram- hald íslenskrar kvik- myndagerðar. að hægt er að framleiða myndir sem ekki aðeins standa undir sér heldur öðlast einnig viðurkenningu víða um heim. Á árinu sem er að líða hefur sérlega mikii gróska ver- ið í íslenskri kvikmyndagerð en-8 nýjar kvikmyndir í fullri lengd verða, eða hafa verið, frumsýndar á þessu ári. Efnahagslegt gildi kvikmynda Forsendur þær sem þingmenn gáfu sér árið 1978 fyrir stofnun Kvikmyndasjóðs og safns hafa síð- ur en svo breyst. íslensk kvik- myndagerð hefur enn mikilvægu hlutverki að gegna sem heimilda- form og listgrein. En kvikmyndir hafa ekki aðeins menningarlegt gildi, eins og þingmenn bentu á árið 1978, heldur einnig efnahags- lega þýðingu fyrir þjóðina alla. Ýmsir hafa gert sér grein fyrir arðsemi kvikmyndanna og furðað sig á því að þessi auðlind sé svo vannýtt sem raun ber vitni. Ólafur Þ. Þórðarson hafði, einn þing- manna, orð á því á Alþingi árið 1978, að þjóðarbúið gæti haft mikl- ar tekjur af kvikmyndagerð auk þess að auðgast í menningarlegu tilliti, ef rétt væri á málum haldið. í ræðu sinni hinn 13. apríl sagði hann meðal annars: „Ég vil jafn- framt geta þess, að þó mér hafi fundist, eins og fleirum, að íslensk kvikmyndaframleiðsla væri misjöfn að gæðum þegar farið væri að setja á svið atburði, þá trúi ég því, að okkur muni vaxa fiskur um hrygg í þeim efnum og að þetta sé eitt af því sem e.t.v. geti í framtíðinni styrkt fjárhagsstöðu þessarar þjóð- ar.“ Fagmenn í kvikmyndaiðnaðinum hafa sýnt fram á margfaldan hagn- að af framleiðslu sinni. Kvikmynda- gerðarmenn hafa sannað að kvik- myndaframleiðsla skapar stórkost- legar skatt- og gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið. Tekjur þessar eru mun hærri en sú upphæð sem veitt er í styrki frá Kvikmyndasjóði. í skýrslu kvikmyndaframleiðenda, sem kom út í byijun árs 1995, kemur til dæmis fram að beinar skatttekjur ríkisins af 13 myndum, sem samanlagt hlutu 206 milljóna króna framleiðslustyrk úr kvik- myndasjóði, voru 245 milljónir. Peningar þeir sem runnið hafa til kvikmyndagerðarinnar hafa því skilað sér í hreinum gróða til lands- manna. Sumri hallar Óvissa ríkir um framhald ís- lenskrar kvikmyndagerðar. Kvik- myndasjóður Islands hefur aðeins tvisvar fengið skatttekjur af kvik- myndasýningum óskertar, eins og honum ber samkvæmt lögum. Skatttekjur, sem áttu að renna í Kvikmyndasjóð árið 1994, voru 111 milljónir en í raun rann aðeins 101 milljón til sjóðsins. Þá hafði sjóður- inn um 69 milljónir króna til úthlut- unar og kvikmyndagerðarmenn töldu mikið vanta upp á að þörf- inni væri fullnægt. Ástandið batn- aði ekki 1995 því þá fékk sjóðurinn svipaða upphæð í krónum talið og árið áður og hafði rúmar 65 milljón- ir til ráðstöfunar. Og enn er skorið niður. í fjárlög- um 1996 er lagt til að framlag til Kvikmyndasjóðs verði rúmum 9 milljónum króna lægra en 1995. Auk þess hefur aðgangur kvik- myndagerðarmanna að erlendu fjármagni verið takmarkaður veru- lega þar sem óvenju hátt hlutfall af kostnaði innlendra kvikmynda hefur verið greitt af erlendum kvik- myndasjóðum miðað við það hversu lítið hefur í-unnið í þá til baka úr Kvikmyndasjóði íslands. Samdrátt- ur í hliðargreinum, s.s. auglýs- inga-, heimilda- og stuttmynda- gerð, svo og gerð kynningarmynda og dagskrárefnis fyrir sjónvarp, gerir það að verkum að afkomu- möguleikar í greininni og viðhald verkkunnáttu er í lágmarki. Kvikmyndir síðustu ára hafa auðgað menninguna, skapað tekjur fyrir þjóðarbúið og kynnt land og þjóð á erlendum vettvangi, en þrátt fyrir það sjá kvikmyndagerðar- menn fram á langvarandi atvinnu- leysi. Afleiðing niðurskurðarins er sú að margir kvikmyndagerðar- menn verða aðgerðarlausir langt fram á næsta ár einmitt þegar þeir ættu að hafa tök á, öðrum fremur, að styrkja fjárhagsstöðu þjóðarinnar allrar. Allt bendir því til að snemma hafi haustað í at- vinnugreininni og að íslensk kvik- myndagerðarlist horfi fram á lang- an og strangan vetur. Höfundur er nemandi íjiagnýtri fjölmiðlun við Háskóla íslonds. Kvenfélagið Hringurinn Jólakaffið verður á Hótel íslandi í dag 3. desember kl. 14:00. Ávarp formanns: Elísabet G. Hermannsdóttir Samkvæmisdansar: Benedikt og Berglind frá dansskóla Jóns Péturs og Köru. Kvartettinn „út í vorið“: félagar í kór Langholtskirkju. Tískusýning barna: verslunin Rollingamir. Kynnir: Jóna I. Guðmundsdóttir. Jónas Þórir Dagbjartsson og Jónas Þórir Jónasson leik á fiðlu og píanó. Happdrætti með glæsilegum vinningum. Veislukaffi a næstu |3 li Fylltu út þennan miða og þú gætir fengið ■ fallegt íslenskt jólatré að gjöf frá Skógræktinni og Skeljungi. . Dregið verður 15. desember. Uringt veröur í liina heppnu. Nafn Heimili Sími — Staður - Hvaöa umhverfisátak styrkir Skeljungur? Skilaðu miðanum :: ShellstuO fyrir 11. desember. Skógrækt með Skeljungi ^,VÝ)A.GA7^j Tfu 100.000 kr. vlnnlngar. Vlnnlngur á öðru hvarju daptall. 04.270 vlnnlnpr. J6ladagatall6 fmat á sölustöðum um land allt. c i gjffll _ 'v«.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.