Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 24

Morgunblaðið - 03.12.1995, Síða 24
24 B SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 ATVINNU AUGl YSÍNGAÍ? nAu-pair“ í Noregi 5 manna fjölskylda í nágrenni Ósló óskar eftir gæslu fyrir 18 mánaða og 5 ára börn. Einhver heimilisstörf. Eigið herbergi með sjónvarpi, laun 3.000 NKR. á mán., ferð til Noregs og ókeypis fæði. Sími: 00 47 67 561365, Torp. Skrifstofumaður óskast í fyrirtæki úti á landi. Þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa reynslu af bókhalds- störfum. Aðstoð við útvegun húsnæðis. Skriflegar umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 11. desember merktar: „SK - 15930“. Starfskraftur Reiðskemma í Hafnarfirði óskar eftir hörku- duglegum og reglusömum starfskrafti. Umsækjandi þarf að vera vanur umgengni við hesta, kattþrifinn, geta tekið að sér búfjárgæslu yfir sumartímann og aðstoðað við reiðskóla Hestamannafélagsins Sörla. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Reiðskemma - 15922“ fyrir 8. des. 1995. Fjármagnsmarkaður Traust fjármagnsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða starfsmann til að annast sam- skipti, útboð og sölu verðbréfa til fjármála- stofnana og stærri fjárfesta á fjármagns- markaði. Við leitum að starfsmanni sem: 1. Hefur góða þekkingu á verðbréfum og fjármálaviðskiptum. 2. Er talnaglöggur og nákvæmur. Háskóla- menntun í viðskiptum og/eða rekstri nauðsynieg. Framhaldsmenntun erlend- is æskileg. 3. Er röggsamur og þjónustulipur, en skýr og ákveðinn í samskiptum. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vlnsamiega sendið skriflegar umsóknir tii Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Sérfræðingur 512“ fyrir 9. desember nk. Framkvæmdastjóri FÍN Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) óskar að ráða framkvæmdastjóra, sem jafnframt er eini starfsmaður félagsins. Starfið Umsjón með daglegum rekstri félagsins og bókhaldi. Framkvæmd á ákvörðunum stjórn- ar og nefnda. Leiðbeiningar og samskipti við félagsmenn. Launayfirlit og kjarakannanir, fundarseta o.fl. Hæfniskröfur ★ Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt bókhaldsþekkingu. ★ Reynsla af fundarstjórn og félagsstarfi. ★ Góð tölvukunnátta. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon og Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Félag fslenskra nátt- úrufræðinga“ fyrir 13. desember nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF FURUGERÐI5 108REYKJAVÍK ®533 I800 Lögreglumenn Staða lögreglumanns í lögregluliði Vest- mannaeyja er laus til umsóknar. Ráðningar- tími er frá 1. janúar 1996 til 1. október 1996. Umsækjendur skulu hafa lokið prófum frá Lögregluskóla ríkisins. Launakjör eru samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Frekari upplýsingar gefur yfirlögregluþjónn, Agnar Angantýsson, í síma 481 1031. Umsóknum skal skila til undirritaðs fyrir 15. desember 1995. Vestmannaeyjum, 1. desember 1995. Sýslumaðurinn 7 Vestmannaeyjum, Georg Kr. Lárusson. Gunnarstindur hf. Stöðvarfirði Gunnarstindur hf. er útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki á Stöðvarfirði sem telur um 300 íbúa. Fyrirtækið rekur frystihús og gerir út ísfisktogarann Kambaröst Su 200. Árs- verk hjá Gunnarstindi hf. eru um 80 og árs- velta ca. 300 milljónir. Fyrirtækið óskar eftir að ráða framkvæmda- stjóra. Starfssvið: • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri. • Almenn stefnumótun og fjármálastjórn. • Samræming útgerðar og fiskvinnslu. • Framkvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd félagsins og gætir hagsmuna þess út á við. Við leitum að hæfum og dugmiklum manni sem tilbúinn er til að takst á við krefjandi og vandasamt starf. Æskilegt er að viðkom- andi hafi reynslu á sviði fiskvinnslu og/eða útgerðar. Ennfremur þarf viðkomandi að hafa góða samskipta- og skipulagshæfileika. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framkvæmdastjóri 515“ fyrir 9. desember nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjðf Skoðanakannanir Laus staða Laus er til umsóknar staða forstöðumanns endurskoðunardeildar hjá ríkistollstjóra- embættinu. Forstöðumaður hefur yfirumsjón með eftirliti sem ríkistollstjóraembættið fer með, lögum samkvæmt, vegna starfa tollstjóra og starfs- manna þeirra við endurskoðun og tollheimtu í öllum tollumdæmum landsins. í samvinnu við ríkistollstjóra gerir hann starfsáætlun og fjárhagsáætlanir fyrir sína deild og hefur frumkvæði að samstarfi við aðrar deildir embættisins og embætti toll- stjóra og sýslumanna. Leitað er að manni sem getur veitt deildinni öfluga faglega forustu og haft frumkvæði að frekari þróun á sviði endurskoðunar og ann- ars eftirlits með tollheimtu ríkisins. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun sem lögfræðingur, viðskiptafræðingur af endur- skoðunarsviði eða löggiltur endurskoðandi, hafi unnið við rannsóknar- eða endurskoðun- arstörf og getið sér orðstír sem stjórnandi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri. Umsókn, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist embætti ríkistollstjóra eigi síðar en 5. janúar 1996. Ríkistollstjóri. Blindrabókasafn íslands Digranesvegi 5, pósthólf 295,202 Kóp. Lesnar bókmenntir - tækni Starfsmaður óskast í tæknideild safnsins. Um er að ræða starf við framieiðslu hljóðbóka: ★ Umsjón með upptökum á lesnum texta. ★ Vinna við aðra framleiðsluþætti hljóðbóka. ★ Að fylgjast með og taka virkan þátt í fram- þróun á sviði hljóðupptökutækni og ann- arrar tækni varðandi framleiðsluna. Eftirfarandi eiginleikar eru mikilvægir: ★ Góð tilfinning fyrir framsögn og töluðu máli og lifandi áhugi á bókmenntum. ★ Hæfni og áhugi til að tileinka sér tækni- lega kunnáttu og færni varðandi hljóð- upptökur og aðra þætti framleiðslunnar. ★ Færni í mannlegum samskiptum. Launakjör fara eftir kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Upplýsingar um starfið eru gefnar í síma 564 4255. VEÐURSTOFA ÍSLANDS Tölvutæknifræðingur/ tölvunarfræðingur Verðurstofa íslands óskar að ráða tölvu- tæknifræðing/tölvunarfræðing eða mann með sambærilega menntun við jarðeðlissvið stofnunarinnar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í UNIX, forritun í C og í gagnameðhöndlun. Nánari upplýsingar veita starfsmenn jarð- eðlissviðs. Umsóknum ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skal skilað til Veður- stofunnar fyrir 11. desember nk. Nauðsynlegt er að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en 1. febrúar 1996. Veðurstofa íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavik, sími 560 0600. Laus störf 1. Bókhaldsstarf hjá þjónustufyrirtæki mið- svæðis í Reykjavík. Um er að ræða um- sjón með bókhaldi fyrirtækisins. Krefjandi og gott framtíðarstarf. Vinnutími frá kl. 9-17. 2. Afgreiðslustarf í barnafataverslun í mið- borg Reykjavíkur. Leitað er að þjónustu- lunduðum og áhugasömum einstaklingi. Vinnutími frá kl. 13-18. Æskilegur aldur 25 ára og eldri. Um er að ræða starf fram að jólum, sem hugsanlega gæti orðið framtíðarstarf. 3. Framreiðslu- og þjónustustarf hjá um- svifamiklum veitingastað miðsvæðis í Reykjavík. Viðkomandi þarf að vera tilbú- inn að leggja á sig mikla vinnu, vera þjón- ustulundaður og vinna vel undir álagi. Umsóknarfrestur er til og með 12. desem- ber 1995. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er frá kl. 9-14. Afleysinga- og ráðningaþjónusta Udsauki hf. Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Sími: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.