Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1995 B 27 AUGLYSINGAR Leikskólastjóra vantará leikskólann Eiðum, Suður-Múlasýslu frá og með næstu áramótum. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 471 3840 Þórarinn og 471 3831 Ágústína. Sjúkrahús Suðurnesja auglýsir eftir Ijósmóður Okkur vantar Ijósmóður til starfa frá áramót- um ’95-’96 eða eftir nánara samkomulagi á fæðingardeild S.H.S. í Keflavík. Fæðingardeildin er blönduð fæðinga- og kvensjúkdómadeild með 8 rúmum. Allar nánari upplýsingar gefur Erna Björns- dóttir, hjúkrunarforstjóri, á'' staðnum eða í síma 422 0500. Bókasafnsfræðingur - sagnfræðingur Borgarskjalasafn Reykjavíkur óskar eftir að ráða bókasafnsfræðing eða sagnfræðing í lausa stöðu skjalavarðar við safnið. Starfið felst m.a. í að veita borgarstofnun ráðgjöf um skjalastjórn. Umsóknum, ásamt upplýsingum um mennt- un og starfsferil, skal skila eigi síðar en 8. desember nk. til Borgarskjalasafns Reykja- víkur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir borgar- skjalavörður í síma 563-2370. - VERKSTJORI í vörupökkun Samsölubakarí óskar eftir að ráða verkstjóra í pökkun. Helstu verkefni verkstjóra. »- Dagleg verkstjórn 12-14 starfsmanna ► Tímaskipulagning pökkunar *- I’jálfun starfsfólks *- Eftirlit með vélbúnaði og lager GÓÐ LAUN FYRIR GÓÐAN MANN Við leitum að reyndum og vel skipulögðum verkstjóra. Viðkomandi þarf að vera drífandi og röggsamur og helst að hafa einhverja vélaþekkingu. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason ráðningastjóri Ábendis. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðamál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í síðasta lagi fyrir hádegi 12. desember 1995. /\ B <? > I Á B E N D I R Á Ð C I 0 F & RÁÐNINGAR LAUCAVEGUR 178 SlMI: 568 90 99 F A X : 568 90 96 Atvinnurekendur Höfum mikið af hörkuduglegu fólki á skrá í flestar stöður fyrirtækja og félaga sem getur hafið störf nú þegar. Kappkostað er að veita trausta, örugga og fljóta þjónustu. RAÐNINGARÞJONUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 HÁBKÓLINN A AKUREYBI Háskólinn á Akureyri Námsráðgjafi/endurmenntunarstjóri Starf námsráðgjafa/endurmenntunarstjóra við Háskólann á Akureyri er laust til umsókn- ar. Um er að ræða hálft starf. Starfið felur m.a. í sér námsráðgjöf fyrir nemendur há- skólans og að veita öðrum nemendum upp- lýsingar um námsframboð háskólans. í starf- inu felst einnig umsjón með endurmenntun, námskeiðahaldi og opinberum fyrirlestrum á vegum Háskólans. Háskólamenntun á sviði stjórnunar, náms- ráðgjafar og/eða skyldra greina er áskilin. Upplýsingar um starfið gefur rektor Háskól- ans í síma 463 0900. Umsóknir ásamt greinargerð um náms- og starfsferil sendist Háskólanum á Akureyri fyrir 27. desember nk. Verkfræðingur/ tæknifræðingur Traust iðnfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða sölustjóra til starfa. Leitað er að traust- um manni með verkfræði- eða tæknifræði- menntun og helst með starfsreynslu eða nám erlendis að baki. Reynsla, þekking eða a.m.k. skilningur á byggingariðnaði og bygg- ingarvörum væru mjög æskilegur. Heppilegur aldur 30 til 45 ára. Sölustjórinn þarf m.a. að uppfylla eftirtalda kosti: ★ Reglusemi, stundvísi, reykleysi. ★ Vinnusemi, dugnað, ósérhlífni. ★ Góða, líflega og aðlaðandi framkomu. ★ Hæfni til að hafa mannaforráð og vinna með öðrum. Umsóknir þurfa að vera sem ítarlegastar. Æskilegt að meðmæli eða umsagnir fylgi. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Góð starfskjör eru í boði fyrir réttan mann. Umsóknum/fyrirspurnum þarf að skila til afgreiðslu Mbl. fyrir 14 desember nk., merktar: „Sölustjóri - 15920.“ Æ2eÉ7 Smíbi úr ry&fríu stáli Marel hf. vill rácSa nokkra járniSnaSarmenn til starfa í vélsmiSju fyrirtækisins. NauSsynlegt er aS viSkomandi hafi reynslu í smíSi úr rySfríu stáli. LögS er áhersla á vönduS vinnubrögS. UmsóknumskalskilaStilMarelhf.,HöfSabakka9,112 Reykjavík, fyrir mánudaginn 11. desember nk. FariS verSur meS allar umsóknir sem trúnaSarmál. Marel hf. Höföabakki 9*112 Reykjavík Sími: 5ó3 8000 • Fax: 563 8001 Kennari Kennara vantar við Grunnskólann á Raufar- höfn frá og með 1. janúar. Kennslugreinar: Stærðfræði í 6.-10. bekk, kristinfræði og samfélagsfræði í 1 .-10. bekk. Niðurgreidd húsaleiga. Flutningsstyrkur greiddur. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 465 1241 og 465 1225. Leikskólar Reykjavíkurborgar Kvistaborg Óskum að ráða leikskólakennara og matar- tækni í leikskólann Kvistaborg v/Kvistaland. Upplýsingar gefa Ásta Ólafsdóttir og Helga Haligrímsdóttir leikskólakennari í síma 553 0311. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. Vélvirkjar Plötusmiðir Gámaþjónustan hf. óskar að ráða vélvirkja, plötusmið eða einstakling með sambærilega menntun/reynslu. Starfið felst í viðgerðum, smíði og viðhaldi á gámun og öðrum tækjum fyrirtækisins. Leitað er að traustum starfsmanni sem er vanur að vinna sjálfstætt. í boði er framtíðarvinna hjá traustu fyrir- tæki. Vinsamlegast sendið umsókn til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: „Gámaþjónustan" fyrir 9. desember nk. RÁÐGARÐURhf STJÓRNUNAROG REKSIKARRAÐGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK 533 1800 Iðntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni fram- leiðni i íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjón- usta, fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfs- fólk til að trygja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Deildarstjóri um- hverfis- og efnatækni Iðntæknistofnun óskar að ráða deildarstjóra umhverfis- og efnatæknideildar. Deildar- stjórinn ber rekstrarlega- og faglega ábyrgð á starfsemi deildarinnar, annast stefnumót- un hennar og hefur frumkvæði að verkefna- öflun. Á umhverfis- og efnatæknideild starfa 9 starfsmenn. Unnið er að rannsókna- og þró- unarverkefnum auk þjónustuverkefna, í nánu samstarfi við fyrirtæki. Deildin skiptist í þjón- ustusvið og ráðgjafasvið. Umsækjandi þarf að vera efnaverkfræðingur eða hafa sambærilega menntun. Æskilegt er að hann hafi sérþekkingu á sviði umhverf- isstjórnunar og reynslu úr atvinnulífinu. Einn- ig er nauðsynlegt að hann eigi auðvelt með stjórnun verkefna, sé lipur í samskiptum og eigi auðvelt með að taka frumkvæði. Hvatt er til konur, jafnt sem karlar, sæki um starfið. Umsóknir berist til Hallgríms Jónas- sonar forstjóra fyrir, 10. janúar nk. Hann veitir jafnframt allar nánari upplýsingar um starfið. Iðntæknistofnun 11 IDNTÆKNISTOFNUNISLANDS Keldnahotti, 112 Reykjavík Sími 587 7000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.