Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 1
80 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 2. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjárlagadeila í Bandaríkjunum Stofnanir lokaðar í 19 daga Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sakaði í gær repúblikana um að reyna með kaldrifjuðum hætti að knýja fram sigur í deilunni um fjár- lög þessa árs. Bandaríska ríkiskerf- ið hefur verið lokað að hluta í nítj- án daga og um 280 þúsund ríkis- starfsmenn setið aðgerðalausir á meðan. „Þetta hefur aldrei verið gert áður. Þetta eru engar náttúru- hamfarir. Þetta eru óeðlilegar hamfarir sem rekja má til kald- rifjaðrar pólitískrar stefnumótun- ar,“ sagði Clinton. Hann bætti við að þessar lokanir flýttu ekki fyrir viðræðum sínum við meirihluta repúblikana á þingi heldur vörpuðu einungis skugga á þær. Hann sagð- ist þó enn vongóður um að árangur myndi nást að lokum og sagðist sjálfur reiðubúinn að leggja mikið af mörkum til að svo yrði. Fyrr um daginn hafði Mike McCurry, talsmaður forsetans, sak- að leiðtoga repúblikana í fulltrúa- deild þingsins um að koma í veg fyrir samkomulag þó svo að það væri vilji meirihluta þingmanna. Á þriðjudag samþykkti öldunga- deild þingsins, þar sem repúblikan- ar eru einnig í meirihluta, sam- hljóða ályktun um að opna ríkis- stofnanir á ný. Leiðtogar repúblik- ana í fulltrúadeildinni, með Newt Gingrich þingforseta í broddi fylk- ingar, neita hins vegar að fallast á málamiðlanir fyrr en tryggt sé að fjárlög ársins 2002 verði hallalaus. Clinton Serbar neita að sleppa sextán múslimum sem þeir handtóku Serbar líta á múslim- ana sem stríðsfanga Reuter WILLIAM Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heilsar Sarajevo-búum. Perry er æðsti emb- ættismaður Bandaríkjanna sem hefur heimsótt Bosníumenn eftir að stríðið skall á árið 1992. íhuga að leiða nokkra þeirra fyrir rétt Sarajevo. Reuter. SERBAR buðu friðargæslusveitum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Bosníu birginn í gær og neituðu að sleppa sextán múslimum sem þeir tóku höndum í Ilidza, serbn- eskri útborg Sarajevo. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær að Bandaríkjamenn litu málið mjög alvarlegum augum og að málið yrði tekið upp við Slobodan Mi- losevic Serbíuforseta sem brot á Dayton-samkomulaginu. Bosnískur embættismaður sagði að serbnesk yfirvöld í Ilidza hefðu neitað að láta múslimana lausa, litu á þá sem stríðsfanga og íhuguðu réttarhöld yfir nokkrum þeirra. Þetta mál er fyrsti raunverulegi prófsteinninn á friðargæslu Atlantshafsbandalags- ins í Bosníu sem hefur nú staðið í tvær vikur. Michael Walker, yfirmaður land- hers NATO í Bosníu, ræddi málið við Prstojevic Nedjeljko, borg- arstjóra Ilidza. Haft var eftir bosn- ískum embættismanni að Nedjeljko hefði sagt að litið væri á múslim- ana sem stríðsfanga, en þeirra á meðal eru tvö börn undir sjö ára aldri. Nokkrir þeirra kynnu að verða sóttir til saka fyrir að aka í herbúningum á svæði, sem bannað væri að fara um, eða svartamark- aðsbrask. Múslimamir voru teknir höndum þegar þeir óku inn á serbneskt yfir- ráðasvæði og stjóm Bosníu sakar Serba um að hafa rænt þeim til að grafa undan friðarsamningun- um, sem kveða á um ferðafrelsi. Franska utanríkisráðuneytið til- kynnti í gær að Serbar hefðu sleppt þremur múslimanna en bosnískir embættismenn sögðu það misskiln- ing. Þeir hefðu hins vegar sleppt þremur konum, sem hefðu villst yfír á svæði Serba á þriðjudag og tengdust ekki múslimunum sem væru í haldi. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, kom í gær til Sarajevo og er æðsti embættis- maður Bandaríkjanna sem hefur farið til Bosníu frá því stríðið skall á árið 1992. Hann vildi gera sem minnst úr máli múslimanna sextán og kvaðst aðspurður ánægður með samskipti yfirmanna friðargæslu- sveitanna við leiðtoga múslima og Serba. Varnarmálaráðherrann sagði hins vegar nauðsynlegt að alþjóðleg lögreglusveit, sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hefur ákveðið að senda til Sarajevo, kæmi þangað „eins fljótt og kostur er“. Hann sagði að friðargæslulið NATO myndi gera allt sem það gæti til að leysa málið meðan beðið væri eftir lögreglusveitunum en bætti við að það væri ekki í verkahring NATO að halda uppi löggæslu í Bosníu. Ashrawi í kosninga- baráttu PALESTÍNSKA baráttukonan Hanan Ashrawi, t.v., ræðir við stuðningskonu sína í lok fundar í borginni Ramallah í gær. Fyrir fundinum stóðu konur sem krefjast þess að hlutur kvenna verði aukinn á framboðslistum fyrir kosningar sem fram fara á sjálfstjórnarsvæðum Palest- ínumanna 20. janúar nk. Ashr- awi er ein þeirra 700 manna sem bjóða sig fram til setu í þjóðar- ráði Palestínu, en 88 manns munu eiga sæti í því. Kosninga- baráttan hófst á þriðjudag og er stuttur tími til stefnu, aðeins rúmar tvær vikur. ■ Konan sem bauð/17 Reuter Friðarviðræður Israela og Sýrlendinga Deilan um Golan- hæðir erfiðust Jerúsalem. Reuter. FULLTRÚAR ísraela sögðu í gær, að horfur á friðarsamningum við Sýrlendinga á þessu ári væru ekki góðar nema þeir sýndu auk- inn sveigjanleika í viðræðunum' sem hófust að nýju skammt frá Washington í gær, eftir nokkurra daga hlé. Talsmenn Sýrlands- stjórnar báru lof á Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, í fyrra- dag og hvöttu til, að ríkin semdu með sér frið á árinu. Yossi Beilin, ráðherra í ríkis- stjóm ísraels, skoraði í gær á stjórnina í Damaskus að sýna sveigjanleika í viðræðunum um landamæri ríkjanna og friðarskil- mála almennt. Sagði hann í við- tali við útvarp ísraelska hersins, að litlar líkur væru á friðarsamn- ingum á þessu ári ef þeir ættu eingöngu að vera eftir forskrift Sýrlendinga. Leiðtogafundur hugsanlegur Viðræður Israela og Sýrlend- inga hófust aftur eftir hálfs árs hlé i Maryland í Bandaríkjunum í síðustu viku og eiga að standa í þijá daga í þessari viku. Kvaðst Beilin vona, að nú næðist sam- komulag um það hvernig að fram- haldinu yrði staðið og Uri Savir, einn ísraelsku samningamann- anna, sagði, að vildu Sýrlendingar í einlægni sættast við ísraela, mætti búast við fundi leiðtoga ríkj- anna síðar á árinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.