Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 2

Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 FRÉTTIR Hjartavernd rannsakar erfðir hjarta- og æðasjúkdóma Óskað liðsinnis 5000 niðja þátttakenda í fyrri rannsókn HÍARTAVERND hefur ráðið dr. Vilmund Guðna- son, sérfræðing í erfðafræði, til að stýra hóprann- sókn á sviði erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin tekur við af eldri rannsókn á út- breiðslu og áhættuþáttum hjartasjúkdóma. Óskað verður liðsinnis 5.000 afkomenda þátttakenda úr fyrri rannsókninni. Nikulás Sigfússon, yfirlæknir, segir að tilgang- urinn sé að greina erfðavísa sjúkdómanna. Hann segir erfðarannsóknir ekki síst áhugaverðar vegna fyrirsjáanlegra möguleika á að hægt verði að hafa áhrif á erfðir. Nikulás sagði að nýja rannsóknin tæki við af 30.000 manna hóprannsókn á útbreiðslu hjarta- og æðasjúkdóma á meðal íslendinga. „Annar hluti rannsóknarinnar var að kanna og miðla fræðslu um áhættuþætti á borð við blóðfítu, blóðþrýsting og reykingar. Afleiðingin hefur orðið sú að dauðs- föllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma hefur fækkað töluvert á síðustu áratugum. Ég get nefnt að dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma, sem eru algengastir, hefur fækkað um 150 til 200 á ári frá árinu 1970 vegna breyttra lifnaðarhátta og fullkomnari heilsugæslu," segir Nikulás. Hægt verði að hafa áhrif á erfðir Rannsóknin hófst fyrir 30 árum og náði til aldurshópsins 34 til 61 árs. Nú verður óskað liðsinnis afkomenda þessa hóps. „Rannsóknin nær til 2.500 afkomenda kransæðasjúklinga úr fyrri rannsókninni og 2.500 manna viðmiðunar- hóps. Úrtakið eru afkomendur frá 15 ára aldri og upp úr. í fýrri rannsókninni kom hver éin- staklingur tvisvar sinnum til okkar, einu sinni til að gangast undir ýmiskonar mælingar og aftur til að hægt væri að gera honum grein fyrir niðurstöðunum, og ekki er ólíklegt að sami háttur verði hafður á nú. Við erum ekki búin að fá öll tæki til rannsóknarinnar að utan og vitum ekki nákvæmlega hvenær hægt verður að hefj- ast handa. Ég geri hins vegar ráð fyrir að rann- sóknin taki 3 til 4 ár miðað við núverandi afköst. Nikulás segir að tilgangurinn sé að finna erfðavísa hjarta- og æðasjúkdóma. „Við viljum komast að því hvort ákveðnir einstaklingar eigi fremur en aðrir á hættu að fá hjarta- og æða- sjúkdóma síðar á ævinni. Núna er vitað hvaða erfðavísir hækkar blóðþrýsting af saltneyslu. Ef við höldum svona áfram getum við safnað saman ákaflega mikilvægum upplýsingum. Sá möguleiki myndast smám saman að við getum sett saman áhættukort með upplýsingum fyrir hvern og einn um ákjósanlega lifnaðarhætti með tilliti til áhættunnar af sjúkdómnum. Ég býst svo við að fleiri möguleikar komi fram á næstu árum ef menn geta farið að hafa áhrif á genin eða skipta um þau,“ segir Nikulás. Algengasta dánarorsökin Nikulás segir aðstæður til viðamikilla rann- sókna hér á landi dálítið sérstæðar „Við getum stuðst við mjög góða skránihgu íbúanna til að fínna ættingja sjúklinga. Ekki er heldur mikið um flutninga fólks til og frá landinu og almenn- ingur er áhugasamur um rannsóknir á sviði læknavísinda," segir Nikulás. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dán- arorsökin hér á landi og má rekja um 50% allra dauðsfalla til þessara sjúkdóma. Næst flestir látast af völdum krabbameins og þriðja algeng- asta dánarorsökin eru slys. Messu- met í Saurbæ Messað tuttugu og einu sinni í janúarmánuði SJÖ prestar hafa sótt um Saurbæjarprestakall og verður að forfallalausu messað tutt- ugu og einu sinni í janúar í þremur sóknum prestakalls- ins, að sögn Baldurs Kristjáns- sonar biskupsritara. „Þetta er örugglega messumet í seinni tíð í Saurbæ," segir hann. „Menn geta hins vegar sagt sig úr leik, en gangi þetta eft- ir er þetta nánast ársskammt- ur. Bjöm Jónsson prófastur á Akranesi ákveður hvernig haldið verður á málum, en svo gæti farið að messa þurfí nær daglega eða mörgum sinnum um helgar,“ segir Baldur. 10 messur á Staðastað Um þessar mundir er verið að leggja fram kjörskrá í Saurbæ og Staðastað en þær liggja frammi í mánuð, en ekki er búið að ákveða kjör- dag. Á báðum stöðum munu umsækjendur messa í öllum sóknum prestakallanna, en þær eru þrjár í Saurbæ og fimm á Staðastað. Tveir um- sækjendur eru um Staðastað sem þýðir 10 messur alls. Yfirleitt afgreitt með kjörmönnum Baldur kveðst ekki muna ástand sem þetta, enda hafi ekki verið efnt til almennra prestkosninga um . áratuga- skeið hérlendis, nema í algjör- um undantekningatilvikum, eins og á Selfossi. I fyrrnefnd- um prestaköllum krafðist til- skilinn fjöldi sóknarbama, sem ekki sættu sig við niðurstöður sóknarnefnda, kosninga sam- kvæmt lögum. „Yfírleitt hefur þetta verið afgreitt með kjörmönnum sem er aðalregla í sambandi við prestsval og þá hafa menn stundum messað, en ekki ef margir hafa verið um hituna." Morgunblaðið/Rúnar Þór Guðbrandsson HRYSSAN Kolbrá frá Miðey í Austur-Landeyjum sem er undan Platon frá Sauðárkróki og Biesu frá Miðey, kastaði brúnsokkóttu merfolaldi á annaðhvort að- fangadag eða jóladag. Þegar eigandinn, Grétar Har- aldsson bóndi í Miðey, smalaði stóði sínu saman, 29. desember síðastliðinn, kom í ljós að hryssan var með nýfætt folald með sér. Svona lagað er afar sjaldgæft Verðlauna- hryssa kast- aði á jólum og það sem er enn merkilegra við fæðingu þessa folalds er að hryssan var í tamningu allan síð- astliðinn vetur og var sýnd um vorið. Þrátt fyrir að vera með nokkurra mánaða gamalt folald í kviðnum náði hryssan þeim ár- angri að komast í ættbók Bún- aðarfélagsins með 7,61 í aðalein- kunn. Þrátt fyrir álagið síðastliðinn vetur, sýninguna í vor, og frostið og snjóinn fyrstu dagana eftir fæðinguna hefur folaldið það mjög gott og leikur það sér um allt heimatúnið í blíðunni. KÞ og SS takast á um vörumerkið naggar SIGMUNDUR Hreiðarsson, fram- leiðslustjóri hjá Kaupfélagi Þingey- inga á Húsavík, telur að Sláturfélag Suðurlands sé að notfæra sér mark- aðsstarf KÞ með því að hefja fram- leiðslu á nöggum, en KÞ hefur framleitt vöru undir því nafni í hálft ár. Finnur Ámason, markaðsstjóri SS, vísar þessu á bug. KÞ hóf að framleiða kjötbita bleytta í raspi í fyrrasumar og kall- aði framleiðsluna nagga. Sigmund- ur sagði að KÞ hefði sótt um einka- leyfi á vörumerkinu til einkaleyfis- stofnunar, sem sér um vörumerkja- skráningar. Samkvæmt reglum um einkaleyfi er tiltekinn frestur til að kæra skrásetningu á einkaleyfi og í nóvember nýtti SS sér þennan rétt og hóf jafnframt framleiðslu á nöggum. Sigmundur sagðist ekki sjá betur en að SS væri með þessu að not- færa sér það markaðsstarf sem KÞ væri búið að vinna. Kaupfélagið væri búið að leggja umtalsverða fjármuni í að kynna vörumerkið naggar. Hann sagði að naggarnir hefðu fengið mjög góðar viðtökur á markaðinum og greinilegt væri að fleiri hefðu áhuga á að komast inn á þennan markað. „SS virðist hafa tekið eftir því að þetta er eitthvað sem höfðar til fólks. Við eru ákveðnir í að gefa þetta ekki eftir. Við erum búnir að vinna ákveðið markaðsstarf og höf- um náð árangri. Við sættum okkur ekki við þetta,“ sagði Sigmundur. Finnur sagði að SS hefði mót- mælt einkaleyfinu á orðinu naggar með þeim rökum, að um lýsandi heiti væri að ræða og því ekki heim- ilt að skrá það sem vörumerki. „Þetta orð þýðir lítill biti,“ sagði Finnur. Finnur sagði að það yrði bara að koma í ljós hvort einkaleyfisstofnun tæki mótmæli SS til greina. Málið væri í eðlilegum farvegi hjá réttum yfirvöldum. „Það er ekkert nýtt undir sólinn. Það eru alltaf einhveijir að notfæra sér hluti sem búið er að finna upp,“ sagði Finnur þegar hann var spurð- ur út í gagnrýni Sigmundar. Finnur sagði að naggar SS væru sambærilegir nöggum KÞ. Munur- inn fælist í því að SS seldi kæli- vöru, en KÞ frosna nagga. Þá fram- leiddi SS bæði svína- og lamba- nagga, en KÞ eingöngu lamba- nagga. MORGUNBLAÐIÐ 102 ára í dag GUNNLAUG Þórðardóttir er 102 ára í dag. Hún fæddist að Steindyrum í Svarfaðardal 4. janúar 1894 og bjó í daln- um fram undir þrítugt. Gunnlaug fluttist síðan til Ólafsfjarðar og bjó þar bestu ár ævi sinnar með manni sín- um, Páli Pálssyni, en hann lést árið 1957. Þau eignuðust tvö börn. Árið 1971 fluttist hún til dóttur sinnar sem býr á Kópaskeri en síðustu ár hefur hún dvalið á hjúkrunar- deild Sjúkrahússins á Húsa- vík. Gunnlaug heyrir mjög illa og hún fylgist því lítið með og einnig er sjónin farin að daprast. Að öðru leyti er hún við þokkalega heilsu. Ekið á aldr- aða konu ÖLDRUÐ kona varð fyrir bíl á gatnamótum Miklubrautar og Stigahlíðar rétt fyrir klukkan eitt í gærdag. Konan var á gangi á leið norður yfír Miklubraut þegar hún varð fyrir bíl sem ekið var austur Miklubrautina. Konan var jafnvel talin hand- leggsbrotin og var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Skömmu síðar varð árekst- ur tveggja bíla á gatnamótum Bitruháls og Bæjarháls. Fjar- lægja þurfti þá báða með kranabíl og var ökumaður annars bílsins fluttur í sjúkra- bíl á slysadeild. Meiðsli hans voru þó talin minniháttar. Lögreglan handsamaði álftir LÖGREGLAN í Kópavogi flutti um hádegisleytið á þriðjudag tvær álftir í hús- dýragarðinn með aðstoð starfsmanns þaðan. Álftirnar voru inni í húsa- sundi við Þinghólsbraut og virtist önnur vængbrotin. Álftir eru trúar og tryggar mökum sínum og vék sú heila ekki frá hinni slösuðu. Þær voru því báðar háfaðar, settar í fangabúrið í Svörtu Maríu og fluttar í húsdýragarðinn. María var illa útleikin eftir flutninginn, öll útskitin og mátti þrífa hana rækilega að honum loknum. MEÐ blaðinu í dag fylgir fjögurra síðna auglýsinga- blað frá Pennanum, „Ferð í Pennann markar tímamót“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.