Morgunblaðið - 04.01.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 11
Sigrún Magnúsdóttir um niðurfellingu verslunarhúsnæðisgjalda
Var sagt að útkoman í
krónutölu yrði óbreytt
Morgunblaðið/Kristján
Fæðingin gekk
hratt og vel
FYRSTI Norðlendingur ársins
fæddist á fæðingadeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri
laust eftir miðnætti 2. janúar sl.
Barnið var drengur, tæpar 14
merkur og 53 cm. Foreldrar hans
eru Magnea Guðrún Bergþórs-
dóttir og Jón Magnússon og með
þeim og litla snáðanum á mynd-
inni er eldri sonur þeirra, Berg-
þór Steinn, sem er 5 ára. Magnea
Guðrún segir að fæðingin hafi
gengið hratt og vel fyrir sig og
heilsast þeim báðum vel. Magnea
Guðrún og Jón eru Akureyringar
en þau eru nýflutt aftur til bæjar-
ins, eftir að hafa búið í Reykja-
vík í ein 13 ár. Það má því segja
að endurkoma þeirra til Akur-
eyrar hafi verið glæsileg.
SIGRÚN Magnúsdóttir borgarfull-
trúi, sem er í stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, kveðst hafa
setið fund sambandsins, þar sem
kynnt var frumvarp um að fella
niður sérstakan skatt á skrifstofu-
og verslunarhúsnæði, sem mun
hafa 130 til 160 milljóna króna
tekjur af Reykjavíkurborg, en hún
sagði að það breytti engu um gagn-
rýni Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur borgarstjóra á vinnubrögð
Alþingis og Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Á fundinum sam-
þykkti stjórn sambandsins sam-
hljóða að mæla með samþykkt
frumvarpsins. Sigrún sagði að af
þessu máli hefði hún lært að fylgj-
ast þyrfti grannt með vinnslu mála
meðan þau væru í meðferð nefnda.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga og borgarfulltrúi, sat í nefnd
félagsmálaráðuneytis, sem ætlað
var að skoða hvernig leggja mætti
niður skatt á skrifstofu- og verslun-
arhúsnæði, sem lagður var á þegar
aðstöðugjald var lagt niður.
Gagnrýndi Samband
sveitarfélaga sérstaklega
Ingibjörg Sólrún sagði á fundi
borgarstjórnar 28. desember að
Reykjavíkurborg hefði aldrei verið
beðin um að koma nálægt þessu
Segir gagnrýni
borgarstjóra
á vinnubrögð
Alþingis og Sam-
bands sveitar-
félaga standa
máli og aldrei hefði verið leitað
eftir upplýsingum til borgarinnar.
Að hennar hyggju hefði hvorki
Alþingi né Samband íslenskra
sveitarfélaga tryggt hagsmuni
Reykjavíkur. Samkvæmt frétt
Morgunblaðsins á föstudag gagn-
rýndi borgarstjóri sérstaklega
Samband íslenskra sveitarfélaga,
en var einnig ósáttur við að frum-
varp, sem hefði verið tvö ár í
vinnslu, hefði farið gegnum þingið
á einni viku.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vís-
aði gagnrýninni á bug og benti
sérstaklega á að tveir fulltrúar
Reykjavíkurborgar, hann og Sigrún
Magnúsdóttir, í stjórn sambandsins
hefðu setið stjórnarfund 11. desem-
ber, þar sem „stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga mælti sam-
hljóða með samþykkt frumvarps-
ins“.
„Mun læra af þessu máli“
Sigrún kvaðst hafa setið fund-
inn, en sagði að þar hefði málið
einungis verið kynnt. „Þegar sagt
var að útkoman fyrir sveitarfélögin
yrði óbreytt í krónutölu uggði ég
ekki að mér,“ sagði Sigrún. „Ég
mun læra af þessu máli eins og
aðrir og æskja upplýsinga um mál
meðan þau eru í nefndum.“
Að sögn Sigrúnar hefði litlu
breytt þótt hún hefði lagt fram
fyrirspurn á fundinum 11. desem-
ber. Málið hefði þegar verið lagt
fram á Alþingi og samþykkt tveim-
ur eða þremur dögum síðar. Nefnd-
in hefði ekki kynnt málið áður en
það var lagt fram á Alþingi og það
væri „nokkuð, sem við í stjórn
Sambands íslenskra sveitarfélaga
ættum að taka til athugunar".
Sigrún tók undir „vonbrigði
borgarstjóra“ og sagði að orð Ingi-
bjargar Sólrúnar hefðu einnig verið
„varnaðarorð fyrir framtíðina“.
Hún sagði einnig að hún hefði ekki
viljað skipta sér af þessu máli þar
sem það væri á vegum ráðuneytis
eiginmanns síns, Páls Péturssonar.
Gert er ráð fyrir að skatturinn
á skrifstofu- og verslunarhúsnæði
verði lagður af í áföngum fram til
ársins 1999. Laga á skattinn að
almennum skatti á atvinnuhús-
næði.
^ltsala
tV
GLASGOW
3 nætur frá föstudegi til mánudags allar helgar
í janúar, febrúar og mars. Valið stendur um
Úrvalshótelin Hospitality Inn og Central Hotel
sem bjóða farþega Úrvals Útsýnar velkomna
á árinu 1996.
Verð frá
740,
Innifalið flug.
gisting í 3 nætur
og skattar.
4 4
^MRVAL-UTSÝN
Lágmúla 4: sími 569 9300,
Haftiarfirði: sími 565 2366, Keflavík: stmi 421 1353,
Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000
- og hjá umboðsmönnum um lattd allt.