Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 13

Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 13 LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson ELSA Guðný Björgvinsdóttir, íþróttamaður ársins, með far- andbikar sem fylgir nafnbót- inni ásamt eignarbikar. Ungmennafélag Jökuldæla Iþróttamað- ur ársins valinn Vaðbrekku, Jökuldal - Árleg upp- skeruhátíð Ungmennafélags Jökul- dæla var haldin milli jóla og nýárs, 28. desember. Hátíðin hófst með félagsvist þar sem veitt voru vegleg bókaverðlaun, bæði fyrir fullorðna og börn. íþróttamaður ársins er valinn úr hópi íþróttamanna 14 ára og yngri hjá féíaginu, en verðlaunagripir eru veittir strák og stelpu undir 15 ára, og pilti og stúlku í flokki 15 ára og eldri. í flokki 14 ára og yngri fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur Elsa Guðný Björgvinsdóttir og Aðal- steinn Sigurðarson, en í flokki 15 ára og eldri Henný Rósa Aðalsteins- dóttir og Snæþór Vernharðsson. Elsa Guðný Björgvinsdóttir var síðan kjörin íþróttamaður ársins hjá Ungmennafélagi Jökuldæla fyrir góðan árangur í keppni á liðnu ári. --------------------- Stillt o g fag- urt veður um hátíðarnar Mývatnssveit - Hér í Mývatnssveit var bjart, stillt og fagurt veður um jól og áramót, en allmikið frost, jafn- vel milli 20 og 30 stig. Eftir svo langan frostakafla var mikið frost- hrím á öllum tijám og jafnvel meira en menn minnast áður, sem gerði umhverfið vissulega jólalegra. Annars var jólahald hér með hefð- bundnum hætti. Messað var í báðum kirkjum, bæði um jól og áramót, og fjölmenni. Jólatrésskemmtun fyrir börn á vegum kvenfélagsins var haldin í Skjólbrekku 28. desember. Sótti mikill fjöldi þá skemmtun. Þar var einnig jólafundur á vegum Ung- mennafélagsins Mývetnings 29. des- ember. Á gamlárskvöld voru tvær ára- mótabrennur, önnur á Ytri-Höfða en hin í suðursveitinni. Mikið var um flugeldaskot og margskonar stjörnublys sem sáust víða á lofti enda heiðskírt veður og stjörnubjart- ur himinn. Færð á vegum hefur ver- ið nánast eins og á sumardegi og allir því getað komist til síns heima. Leikhmi húsi lundlaugar Sfltjarnarnus Danshöllin Drafnarlelli 2 Upplýsmgar i sima SS2 6266 Miklar endurbætur á Hrepphólakirkju Syðra-Langholti - Undanfarin fjögur ár, en með hléum þó, hafa farið fram miklar endurbætur á Hrepphólakirkju og er þeim nú nýlega lokið. Mest hafa þetta verið fúaviðgerðir en einnig hefur verið skipt um járnklæðningu. Nú síðari- hluta nýliðins árs var gafl kirkjunnar endur- byggður og einnig settur nýr kirkjuturn. Núver- andi kirkja er byggð upp úr þeirri kirkju sem reist var í Hrepphólum árið 1902. Sú kirkja fauk í miklu aftakaveðri þann 29. desember 1908 en var endurbyggð og minnkuð sumarið eftir. Við endurbygginguna undanfarin misseri hef- ur verið leitast við að kirkjan beri svipmót þeirr- ar kirkju er fauk í byrjun aldarinnar sem þótti glæsilegra mannvirki. Umsjón með verkinu hafði Hjörleifur Stefánsson, tilnefndur af Húsafriðun- arnefnd ríkisins, yfirsmiður var Óðinn Sigur- geirsson tæknifræðingur. Hrepphólakirkja tekur um 100 manns í sæti en söfnuðurinn byggði safnaðarheimili fyrir 12 árum sem einnig er notað við allar stærri athafnir og tekur það um 50 manns í sæti. Séra Eiríkur Jóhannsson, sem verið hefur prestur á Skinnastað og tók við Hrunapresta- kalli nú um áramótin, verður settur formlega inn í embætti 14. janúar að Hruna. Fyrsta embættis- verk hans í prestakallinu verður þó að messa í Hrepphólum á sunnudaginn kemur, 7. janúar. Þess má að lokum geta að meðal góðra kirkju- muna er Hrepphólakirkja hefur að geyma eru einhveijar elstu kirkjuklukkur landsins og eru að sögn þjóðminjavarðar frá elleftu eða tólftu öld. Formaður sóknarnefndar Hrepphólakirkju er Ágúst Sigurðsson í Birtingaholti. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson. BREYTT útlit Hrepphólakirkju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.