Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 16

Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT ESB-aðild Norður- landa talin stuðla að umbótum Brussel. Reuter. AÐILD þriggja EFTA-ríkja, Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar, að Evrópusambandinu í upphafi síðasta árs er talin hafa styrkt þau öfl innan sambandsins sem vilja fijálsari markað, stærra Evrópusamband, meira tillit til umhverfismála og opnari stjórnhætti. Embættismenn í Brussel þakka þetta ekki sízt aðild norrænu ríkjanna tveggja. í Brussel eru menn sammála um að fjórða útvíkkun Evrópusam- bandsins hafi gengið vel, þótt hún hafi ekki verið hnökralaus. Stækk- unin hefur hins vegar sýnt Evrópu- sambandinu fram á nauðsyn breyt- inga á stofnunum og ákvarðana- töku sambandsins á ríkjaráðstefn- unni, sem hefst í marz næstkom- andi, áður en fleiri ríki verða tekin inn. Fjölgunin úr tólf aðildarríkjum í fimmtán hefur haft áhrif á skil- virkni ákvarðanatöku. „Við höfum gangvirki, sem er hannað fyrir sex ríki og hefur ekki breýtzt í grund- vallaratriðum. Nú eru ríkin allt í einu orðin fimmtán og sérhvert nýtt aðildarríki mun gera okkur erfiðara fyrir að taka ákvarðanir,“ segir stjórnarerindreki ESB-ríkis. Eflir fylgjendur samkeppni, opnunar og frjálsræðis Nýju aðildarríkin þijú eru öll hlutfallslega vel stæð fjárhagslega. Þau standa sömuleiðis vel hvað varðar árangur í vernd umhverfis- ins og það hefur aukið mönnum vonir um að gert verði átak í um- hverfísmálum á vettvangi ESB. Svíþjóð og Finnland hafa sömuleið- is rekið áróður fyrir því að gera ákvarðanatöku sambandsins gagn- særri og opnari gagnvart almenn- ingi og að færa stofnanir þess nær borgurunum. „Aðild ríkjanna þriggja hefur eflt þann hóp [ríkja] sem hafa löngum verið hliðholl samkeppni, aukinni opnun og fijálsræði," segir sænskur embættismaður. Annar stjórnarerindreki segir þó að ríkin hafi enn ekki fengið neinum grund- vallarbreytingum framgengt: „Þetta er eins og að stökkva um borð í risaolíuskip ... menn breyta ekki stefnunni á einum degi.“ Sumir embættismenn benda á að nýju ríkin þijú séu í hópi þeirra ríkustu og þróuðustu í sambandinu og aðild þeirra hafi haft miklu færri vandamál í för með sér en þegar Grikkland, Spánn og Portú- gal bættust í hópinn á síðasta ára- tug. Aðrir telja EFTA-ríkin fyrr- verandi hins vegar skorta raun- verulegan áhuga á samrunaþróun- inni. „Fyrir þessi lönd snýst málið ekki fyrst og fremst um samband- ið nema þegar það þjónar hags- munum þeirra,“ segir enn einn diplómatinn. Finnar munu koma á óvart Finnar fá þó góða einkunn hjá flestum sem rætt er við. „Allt, sem þeir gera, hefur tilgang. Þeir vita hvar þeir vilja vera — sem næst þungamiðjunni. Þeir munu koma okkur öllum á óvart,“ segir einn af embættismönnum fram- kvæmdastjórnarinnar. Austurríkismenn hafa lítið getað beitt sér á vettvangi ESB vegna pólitískra deilna innanlands. Sum- um þykja Svíar hrokafullir og lítt tilbúnir að taka þátt í umræðum um vandamál meginlandsins. Flestir telja þó að Svíþjóð sé það af nýju ríkjunum, sem helzt sé til- búið að láta skerast í odda þegar því mislíki gangur mála innan ESB. Mótmæli Svía gegn kjarn- orkutilraunum Frakka eru dæmi um þetta. Framkvæmdastjórnarmennirnir, sem tilnefndir hafa verið af nýju ríkjunum, fá almennt góða dóma, einkum Austurríkismaðurinn Franz Fischler, sem sér um landbúnaðar- málin, og Finninn Erkki Liikanen, sem fer með fjármál ESB. Svíinn Anita Gradin, sem fer með dóms- og lögreglumál, þykir hins vegar í mjög erfiðri stöðu vegna þess að málaflokkur hennar er settur skör lægra en flest önnur mál í Maas- tricht-sáttmálanum. Delors í tímaritsgrein Bretar ekki lengur mesta París. Reuter. JACQUES Delors, fyrr- verandi forseti fram- kvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, segir Evrópusamstarfinu nú ekki stafa mest hætta af andstöðu Breta við frekari samruna heldur því að samstarf Frakka ogÞjóðverja rofni. I grein sem hann rit- ar í nýjasta hefti tíma- ritsins Le Nouvel Obser- vateursegir hann að Frakkar hafi á undanförnum árum „leik- ið sér of oft að eldinum“ með því að sveiflast á milli þjóðernis- hyggju í anda Breta og hug- mynda um sambandsríki í anda Þjóðverja. Frakkar væru með þessu að hætta á að „leiðtogar Þýska- lands missi áhugann þó svo að þeir hafi margsinnis sýnt fram á að fyrir þeim vaki að byggja upp evrópskt Þýskaland en ekki þýska Evrópu," segir Delors. „Við skulum hafa þor til að viðurkenna að hin raunverulega ógnin ógn er ekki sú að Bretar valdi Evrópukreppu heldur að samstarf Frakka og Þjóðveija rofni,“ segir Delors í greininni. Jacques Chirac Frakklandsforseti, sem kjörinn var í maí á síð- asta ári, hefur Iagt áherslu á að tengslin við Þýskaland séu mikilvægasti þáttur ut- anríkisstefnu Þýskalands. Stjórn hans hefur einnig ákveð- ið að sýna staðfestu við niður- skurð velferðarkerfisins til að standast skilyrði Maastricht- sáttmálans fyrir þátttöku í hin- um peningalega samruna Evr- ópuríkja. f kosningabaráttunni sagðist Chirac hins vegar vilja brúa bil- ið á milli Breta og Þjóðveija í Evrópumálum. Delors segir í greininni nauð- synlegt að pólitiskur samruni eigi sér stað samhliða peninga- lega samrunanum. Jacques Delors Stalín var reiðubúinn í nýja heimsstyrjöld í UPPHAFI sjötta áratugarins þeg- ar bandarískir og suður-kóreskir herir héldu inn í Norður-Kóreu, hvatti sovétleiðtoginn Jósef Stalín leiðtoga Kína, Maó Tse Tung, til þess að styðja bandamann sinn í Norður-Kóreu með því að senda herflokka honum til stuðnings. Setti Stalín það ekki fyrir sig þó að slíkt kynni að hleypa af stað heimsstyij- öldinni þriðju. Þetta kemur fram í skjölum sem leynd hefur nú verið létt af en grein þessa efnis eftir blaðamann Washington Post birtist nýlega í Politiken. í skjali, sem dagsett er 7. októ- ber 1950, lætur Stalín í ljós þá skoðun að komi til stríðs kommún- istanna í austri og Vesturveldanna, „sé betra að það gerist nú“ en að nokkrum árum iiðnum, þegar Bandaríkjamenn og Japanir hafi náð að styrkja tengsl landanna. Þetta skjal var hluti af leyniskjöl- um um Kóreustríðið sem rússnesk yfirvöld hafa leyft aðgang að. Þau varpa ekki aðeins nýju ljósi á af- Maó Tse Tung Jósef Stalín stöðu Rússa á þessum tíma, heldur hreyfa þau við viðteknum skoðun- um um aðild Kínveija að Kóreu- stríðinu. Kínverska skjalið Hingað til hefur verið talið að sú ákvörðun Maós að senda herlið til að beijast við hlið Norður-Kóreu- manna, hafi verið byggð á öðru skjali, sem er dagsett 2. október 1950. Það var í kínversku skjala- safni og gerðu þarlend yfirvöld það opinbert. í skeyti Maós til Stalíns segir: „Við höfum ákveðið að senda hermenn, sem fari af fúsum og fijálsum vilja, til Kóreu til að beij- ast við Bandaríkin og undirsáta þeirra [Suður-Kóreu].“ Ottaðist heimsstyijöld Rússneska útgáfan af skjalinu sýnir fram á það að Maó hikaði við beina þátttöku í stríðinu. Maó sagði Stalín að hann og samstarfsmenn hans hefðu „haft uppi áætlanir um að senda nokkrar hersveitir sjálf- boðaliða til Norður-Kóreu“ en hefði ákveðið að ígrunda málið betur þar sem „slíkt skref kynni að hafa afar alvarlega afleiðingar", með öðrum orðum leiða til heimsstyijaldar. Samkvæmt rússnesku skjölunum hafði Maó skipt um skoðun viku seinna og sendi herlið til Kóreu. Það varð til þess að Norður-Kórea var áfram undir stjórn kommúnista. Rússneski sagnfræðngurinn Alexandr J. Mansúrov hefur kannað bæði skjölin og komist að þeirri niðurstöðu að rússneska útgáfan sé trúverðugri. Reuter Fágætur flugfákur skemmdist BRAK úr Spitfire-flugvél, fágæt- um flugfáki úr seinna stríðinu, liggur eins og hráviði við flug- völlinn í Wanaka á Nýja-Sjá- landi. Flugvélin brotlenti og fórst rétt eftir flugtak. Flugmaðurinn slasaðist iífshættulega. Spitfire- flugvélin sem skemmdist illa var metin á um 750.000 dollara, jafn- virði 45 milljóna króna. Börn háð alnetinu London. Reuter. ÞEIM börnum fer fjölgandi sem verða háð alnetinu og eyða allt að fjórtán klukku- stundum á dag fyrir framan tölvuskjáinn, að sögn bresks sálfræðings. Mark Griffiths, sálfræðing- ur við Nottingham Trent- háskólann, hefur fylgst með allmörgum börnum, sem hann segir svo háð alnetinu að líkja megi því við áfengissýki. Og eftir því sem fleiri noti alnetið, fjölgi þeim sem verði háðir því. Notendur þess eru um 28 milljónir og fjölgar hratt. Griffiths varar foreldra ekki við því að kaupa tölvu handa börnum sínum en hvetur þá til að gæta þess að hún verði ekki notuð í óhófi. Börn sem eyði öllum sínum tíma fyrir framan tölvu, séu lítið með öðrum börnum og hætt sé við því að þau eigi erfitt með að stofna til náinna vinasam- banda. Njósnari segir Oleksy saklausan Moskvu. Reuter. Veikindi Papandreous Tillaga um leiðtogakjör Aþenu. Reuter. LÆKNAR Andreas Papandreous, forsætisráðherra Grikklands, segja að nýru hans hafi orðið fyrir varan- legum skemmdum. Mikil óánægja er í stjórnarflokknum vegna þess að forysta hans hikar við að taka ákvörðun um lausn á stjórnmála- kreppunni sem veikindin hafa valdið. Ráðherrann fékk lungnabólgu í nóvember og hefur síðan verið óvinnufær á sjúkrahúsi, mestan hluta tímans í öndunarvél. Einnig hefur nýrnavél verið notuð. Sagði í tilkynn- ingu læknanna á Onassis-hjarta- stofnuninni í Aþenu að rannsókn hefði leitt í ljós miklar skemmdir á nýrum leiðtogans. Papandreou er 76 ára gamall. Ljóst er að klofningur er kominn upp í sósíalistaflokki Papandreous, PASOK, vegna máisins. Fjöldi þing- manna hans hefur ritað bréf til flokksforystunnar þar sem bent er á að landið þoli ekki til lengdar póli- tískt tómarúm af þessu tagi. RÚSSINN Vladímír Alganov, sem var njósnari í Varsjá á árunum 1981-92, segir að Jozef Oleksy, forsætisráðhérra Póllands, hafi aldrei njósnað fyrir Sovétríkin eða Rússland eins og bandamenn Lech Walesa, fyrrverandi forseta, hafa sakað hann um. Alganov kveðst ætla að leggja fram leynilegar upptökur sem sanni að ásakanirnar á hendur Oleksy séu tilbúningur pólskra leyniþjónustumanna. Alganov, sem er nú kaupsýslu- maður, kveðst hafa verið í fríi á Spáni þegar pólski njósnarinn Marian Zacharski hafi viljað ræða við hann um njósnastarfsemi hans í Varsjá. „Mér til mikillar furðu komst ég að því að pólska leyni- þjónustan var að safna upplýsing- um um pólska stjórnmálamenn, þeirra á meðal 01eksy.“ Samtal á segulbandi Alganov kveðst hafa spurt Zach- arski hvers vegna hann væri að safna þessum upplýsingum. „Pólska leyniþjónustan ætlar ekki að leyfa öðrum stjórnmálaöflum í landinu að komast til valda,“ á Zacharski þá að hafa sagt. Alg- anov kveðst hafa tekið samtalið upp á segulband. „Ég ætla að biðja um að þessi upptaka verði gerð opinber," sagði hann. „Hún sannar að þetta er allt saman pólitískur leikur og upp- spuni pólskra njósnara." Jerzy Konieczny, nýr innanríkis- ráðherra Póllands, kvaðst í gær hafa kynnt sér öll gögn málsins og komist að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar á hendur Oleksy hefðu „í besta falli“ verið „ótímabærar". Forveri hans í embættinu og bandamaður Walesa, Andrzej Milczanowski, hafði haldið því fram að gögnin sönnuðu að Oleksy hefði njósnað fyrir Rússa í um áratug þar til hann varð forsætis- ráðherra í fyrra. f i I í L f L í m c c; c i I « < € V < < í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.