Morgunblaðið - 04.01.1996, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 17
ERLENT
Konan sem
býður Arafat
birginn
Samiha Khalil, 72 ára, býður sig fram gegn
leiðtoga Palestínumanna í kosningunum sem
fram fara þann 20. janúar nk. Fullvíst er
talið að Khalil tapi kosningunum en framboð
hennar er engu síður athyglisvert
Ramallah. The Daily Telegraph.
YASSER Arafat er einn fárra leið-
toga í arabaheiminum sem leyfir
andstæðingum sínum að bjóða fram
gegn sér. Lítill vafi leikur á því að
Arafat muni bera sigur úr býtum
í kosningum Palestínumanna sem
fram fara síðar í mánuðinum.
Mönnum leikur hins vegar forvitni
á að vita hversu mörg atkvæði falla
í skaut konunni sem hefur boðið
sig fram gegn Arafat, hinni 72 ára
gömlu Samiha Khalil.
Kosningabaráttan hófst form-
lega á þriðjudag. Yfir 700 frambjóð-
endur sækjast eftir hinum 88 sæt-
um í ráðinu sem mun fara með
stjórn á sjálfstjórnarsvæðum Pal-
estínumanna. Hanan Ashrawi, fyrr-
verandi talsmaður Frelsissamtaka
Palestínu (PLO) er ein þeirra. Þá
verður kosið sérstaklega um fram-
kvæmdastjóra ráðsins, eða „for-
seta“ og stendur valið á milli Ara-
fats og Khalil.
Full reiði
Frú Khalil, sem hefur stýrt fjöl-
sóttum verknámsskóla fyrir konur,
segist bjóða sig fram í nafni þeirra
fjölmörgu sem séu óánægðir með
sjálfstjómarsamningana sem Arafat
gerði við Ísraela. Þá vill hún hafa
áhrif á samninga i maí nk. þar sem
rædd verða viðkvæm málefni á borð
við landamæri, stöðu Jerúsalems,
flóttamanna og landnema.
„Ég gleðst yfir því að fáni okkar
hefur leyst ísraelska fánann af
hólmi, en ríki okkar er ekki full-
valda.“ Khalil segir Palestínumenn
fulla reiði vegna samninganna um
sjálfstjómarsvæðin og að þeir muni
ekki verða langlífír. Aðeins stofnun
palestínsks ríkis á Vesturbakkanum,
Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsal-
em geti komið í veg fyrir stríð.
„Land okkar er enn gert upptækt
fyrir landnema, fangar eru enn á
bak við lás og slá, fólk frá Vestur-
bakkanum má enn ekki fara til
Jerúsalems, nemendur frá Gaza
mega ekki stunda nám á Vestur-
bakkanum," segir hún. „Hver dagur
er verri en sá á undan.“
Sakar karlana um linku
Khalil hefur til að bera móðurleg-
an strangleik konu sem hefur búið
við tvöfalda kúgun, af hendi ísra-
elska hersins og karla, sem ráða
flestu í palestínsku þjóðfélagi. Hún
minnir eilítið á járnfrúna Margaret
Thatcher þegar hún sakar karl-
mennina um linku.
Á skrifstofu hennar er mikið um
að vera, þangað streyma blaða-
menn, m.a. frá ísrael, til að hitta
konuna sem þorði að bjóða Arafat
birginn. „Þetta er í fyrsta sinn sem
ég hleypi ísraelum inn. Ég vil segja
þeim að snúa heim með þau skila-
boð til stjórnvalda að koma í veg
fyrir annað stríð og meiri blóðsút-
hellingar.“
Útvarps- og sjónvarpsstöðvar Pal-
estínumanna hafa hins vegar ekki
enn minnst á framboð hennar gegn
Arafat og blöðin aðeins í framhjá-
hlaupi. Khalil kippir sér ekki upp
við það og hún er ekki eins harðorð
í garð andstæðings síns og vænta
mátti. „Arafat gerir eins og hann
getur. Hann hefur trú á því að best-
ur árangur náist með því að fara
skref fyrir skref en ég er ekki sama
sinnis. Sá er munurinn á okkur en
hann er vinur minn og forseti minn.“
Breytingar á framboðum
Hart hefur verið deilt um kosn-
ingarnar og hafa vinstrisinnar í
stjórnarandstöðunni hvatt til þess
þær verði hunsaðar. Afstaða
íslömsku hreyfingarinnar Hamas
hefur verið ruglingsleg, um tíma
hugðist hún ekki taka þátt í kosn-
ingunum en svo ákváðu háttsettir
meðlimir í Hamas að bjóða sig fram
sem „óháða“ en afturkölluðu flestir
framboð sitt á þriðjudag vegna al-
þjóðlegs þrýsting.
Ætlunin var að kosningabarátt-
an hæfist um síðustu helgi en henni
var frestað um fímm daga, fram á
föstudag. En frambjóðendurnir
hunsuðu þá ákvörðun og yfírkjör-
stjórn féllst á þriðjudag á að barátt-
an mætti hefjast.
Dráttur varð á að kosningabar-
áttan hæfist vegna þeirrar ákvörð-
unar að leyfa fleiri framboð í kjöl-
far þeirrar ákvörðunar ísraels-
manna að heimila Arafat að fjölga
sætum í ráðinu úr 83 í 88.
Arafat hefur lýst því yfir að hann
voni að kosningarnar verði fýrir-
mynd annarra kosninga í araba-
löndum. Enginn vafi leikur á því
að Palestínumenn búa við meira
frelsi til að gagnrýna en t.d. írakar
og Sýrlendingar. En ljóst er að
Arafat vill hafa fulla stjórn á stjórn-
arandstöðunni í ráðinu og hætt við
því að markmið kosninga Palestínu-
manna sé ekki að leyfa kjósendum
að tjá hug sinn, heldur að auka
lagalegan rétt og völd eins leiðtoga.
FJÁRMÁLA
UNGL
GÓÐAR FRÉTTIR
FYRIR
1983 ÁRGANGINN
Vaxtalína Búnaðarbankans veitir frábæra fjármálaþjónustu
Gangið í Vaxtalínuna og þið eruð komin á góða braut í fjármálum.
Nú er rétta tækifærið fyrir þá sem eru fæddir árið 1983 að
gerast félagar í Vaxtalínu Búnaðarbankans. Vaxtalínan er
fjármálaþjónusta fyrir alla unglinga á aldrinum 13 til 18 ára.
Við skráningu geta félagar stofnað Vaxtalínureikning og
fengið Vaxtalínukort.
Við inngöngu í Vaxtalínuna stendur félögum til boða:
ítarleg skipulagsbók og dagbók ásamt ýmsuin fróðleik.
Með kortinu er hægt að taka út peninga í bönkum og spari-
sjóðum hérlendis og í hraðbönkum hér heima og erlendis.
Hægt er að fylgjast með stöðu bankareiknings.
Veitir afslátt af vöru og þjónustu á matsölustöðum, mynd-
bandaleigum, í sportvöruverslunum, hljómplötuverslunum,
tískuverslunum o.fl.
Ókeypis fjármálanámskeið og fjármálahandbók.
30% afsláttur af áskrift að Interneti hjá Miðheimum*.
ÞJONUSTA
INGA
Skipulagsbók
Vaxtalínukort
Færslubók
Afslát tarkort
Námskeið og handbók
Internet
BÚNAÐARBANKI
ÍSLANDS
Háð samþykki foreldris/forráðamanns.