Morgunblaðið - 04.01.1996, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Reuter
Riddaramennska
Eldflaug-
um rigndi
yfir Kabúl
AFGANSKIR skæruliðar héldu
uppi eldflauga- og sprengjuárás
á höfuðborgina Kabúl í gær-
morgun með þeim afleiðingum,
að a.m.k. 20 manns biðu bana
og um 45 slösuðust. Talsmenn
vamarmálaráðuneytisins skelltu
skuldinni á skæruliðasamtökin
Taleban en liðsmenn þeirra hafa
setið um Kabúl og freista þeir
þess að fella stjóm Burhanudd-
ins Rabbanis forseta. Árásin var
gerð á sama tíma og hann hafði
boðist til að hitta alla stjómar-
andstöðuleiðtoga að máli, þar á
meðal Abdul Dostum leiðtoga
Taleban.
Ný stjórn í
Egyptalandi
TALIÐ er að stjórnarskipti í
Egyptalandi geti orðið til þess
að blása nýjum krafti í efna-
hagsumbætur þar í landi. Að
öðm leyti er ekki búist við
neinni stefnubreytingu af henn-
ar hálfu. Kamal Ganzouri,
skipulagsmálaráðherra frá
1986, var falin myndun nýrrar
stjórnar eftir afsögn stjórnar
Atefs Sedkis.
Morðingi
Rabins ritar
bók í fangelsi
YIGAL Amir, morðingi Yitzh-
aks Rabins forsætisráðherra
Israels, stundar ritstörf í fang-
elsi og gaf lögmaður hans til
kynna að hann sé að semja
bók. Amir er 25 ára strangtrú-
aður Gyðingur. Hann myrti
Rabin við friðarathöfn í Tel
Aviv 4. nóvember sl.
Frakkar for-
dæma tilræði
í Arnhem
FRANSKA stjórnin fordæmdi í
gær sprengjuárás á byggingu í
borginni Amhem í Hollandi þar
sem frönsk ræðismannsskrif-
stofa er til húsa og einnig útibú
fransks banka, Parisbas. Hol-
lenska lögreglan gat sér þess
til, að tilræðið væri liður í mót-
mælaaðgerðum gegn kjarnork-
utilraunum Frakka.
Segja gísla
lausa úr haldi
í Kashmír
SKÆRULIÐAR sem haldið
hafa fjóra Vesturlandabúum í
gíslingu frá í fyrrasumar í Kas-
hmír sögðu í gær, að indverskir
hermenn hefðu bjargað fjór-
menningunum úr prísundinni í
gær. Af hálfu hersins var því
vísað á bug. Skæruliðarnir gáfu
sambærilega yfirlýsingu út fyr-
ir mánuði.
ÞESSIR tveir miðaldariddar-
ar áttu leið um götur Kiev eða
Kænugarðs í Ukraínu í gær
London. Reuter.
TALSMENN Verkamannaflokksins
breska hétu í gær að nota hvert
tækifæri, sem gæfist, til að þjarma
að John Major, forsætisráðherra
Bretlands, en íhaldsflokkurinn hefur
nú aðeins fimm sæta meirihluta á
þingi eftir að einn þingmaður hans,
Emma Nicholson, gekk til liðs við
fijálslynda demókrata. Michael Port-
illo, sem hefur verið sakaður um að
hafa leitt íhaldsflokkinn til hægri,
sagði í gær, að engin ástæða væri
til að breyta um stefnu fyrir kosning-
amar 1997.
„Ihaldsmenn eru endaniega klofn-
ir, jafnt á þingi sem úti í þjóðfélag-
inu, og við ætlum að auka þrýsting-
inn á Major og stjórnina um allan
helming,11 sagði John Prescott, að-
stoðarleiðtogi Verkamannaflokksins,
Washington. Reuter.
STJÓRN Bandaríkjanna kveðst
ánægð með að Abdullah krónprins
skuli taka við völdunum í Saudi-
Arabíu um stundarsakir vegna veik-
inda Fahds konungs, hálfbróður
hans, sem fékk heilablóðfall í nóv-
ember. Bandarískir embættismenn
sögðust ekki hafa áhyggjur af því
að Abdullah krónprins yrði ekki
jafn hliðhollur Vesturlöndum og
Fahd.
„Við teljum ríkið og stjómina í
góðum og styrkum höndum,“ sagði
Glyn Davies, talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins við frétta-
menn í fyrrakvöld. Hann sagði að
Bandaríkjastjórn teldi að valdaaf-
eftir að hafa skemmt börnum
í nýársfagnaði.
Eru þeir félagar í klúbbi, sem
í Tamworth í Mið-Englandi en þar
verða aukakosningar á næstu vikum
vegna fráfalls Sir Davids Light-
bowns, þingmanns íhaldsflokksins.
Aukakosningar
Lightbown, sem var þingmaður
fyrir South East Staffordshire, sigr-
aði í kosningunum 1992 með 7.192
atkvæða meirihluta en talið er víst,
að Verkamannaflokkurinn hreppi
þingsætið nú. Aðrar aukakosningar
í Hemsworth í Yorkshire eru aðeins
formsatriði fyrir Verkamannaflokk-
inn því að þingmaður hans, Derek
Enright, sem iést í október, fékk 70%
atkvæða í síðustu kosningum.
Fái Verkamannaflokkurinn báða
þingmennina eins og allt bendir til,
þá er meirihluti Majors kominn í
salið til Abdullah væri til bráða-
birgða og að svipað valdaafsal hefði
átt sér stað í Saudi-Arabíu seint á
síðasta áratug.
„Engin andstaða við Abdullah“
Bandarískir embættismenn
sögðu á mánudag að Fahd konung-
leggur sig eftir sögulegum
fróðleik og að viðhalda göml-
um hefðum.
þijú atkvæði og í raun í tvö vegna
þess, að íhaldsþingmaðurinn Sir Ric-
hard Body sagði sig úr þingflokknum
sl. haust vegna ágreinings um Evr-
ópumálin.
Michael Portillo, varnarmálaráð-
herra Bretlands, sagði á Filippseyjum
í gær, að það væri rangt, að þeir,
sem hefðu yfirgefið íhaldsflokkinn,
hefðu gert vegna þess, að hann hefði
færst til hægri. Þeir hefðu sínar eig-
in ástæður fyrir því og ættu ekki að
kenna flokknum um.
Emma Nicholson sagði sl. föstu-
dag, að hún ætlaði að ganga til liðs
við fijálslynda demókrata vegna
þess, að íhaldsflokkurinn hefði færst
til hægri og tekið upp stefnu andsn-
úna Evrópu en Portillo sakaði hana
um að bregðast trúnaði við flokkinn
ur, sem er 73 ára, virtist á bata-
vegi og hefði ekki lamast af völdum
heilablóðfallsins. Bandarískur emb-
ættismaður viðurkenndi þó í gær
að mikil óvissa ríkti um ástand
konungsins. Hann sagði að ef Fahd
félli frá yrði „minna umrót í Saudi-
Arabíu en við forsetaskipti í Banda-
Hafa ekki
orðið goss-
ins varir
„HÉR er allt í stakasta lagi og við
höfum ekki orðið varir við neitt eld-
gos,“ sagði Jörundur Ragnarsson,
starfsmaður íslenskra sjávarafurða
(ÍS), í borginni Petropavlovsk-Kamt-
sjatskíj á Kamtsjatka á Kyrrahafs-
strönd Rússlands, í samtali við
Morgunblaðið.
Eldgos hófst í fjallinu Karímskíj
í fyrradag að undangengnum öflug-
um jarðskjálfta, sem mældist 7,2
stig á Richter-kvarða. Reið hann
yfir klukkan 10 að morgni að ís-
lenskum tíma, eða 22 að staðartíma
að kvöldi nýjársdags.
„Við fundum hann ekki, en fund-
um hins vegar rækilega fyrir snörp-
um skjálfta á sjötta tímanum síðdeg-
is á gamlársdag. Þá hristist hér allt
og skókst en engar skemmdir urðu
og það sakaði heldur engan,“ sagði
Jörundur.
„Það eina sem við vitum um eld-
gosið, sem er býsna langt í burtu,
eru þær fréttir sem verið hafa í sjón-
varpi," sagði Jörundur að lokum.
Hann starfar ásamt fjölda Islend-
inga að útgerð í Petropavlovsk.
og kjósendur sína. Jafnframt lýsti
hann yfír fullum stuðningi við John
Major.
Nýtt áfall í febrúar
Breska dagblaðið Independent
sagði í fyrradag, að gagnrýni Portill-
os á Nicholson hljómaði „eins og
Machiavelli væri að fordæma tvö-
feldni" og sakaði hann um að hafa
gert meira en nokkur annar í því að
grafa undan forystu Majors.
Á þessu kjörtímabili hafa ýmis
kynlífs- og fjármálahneyksli leikið
íhaldsflokkinn illa og búist er við,
að hann fái heldur slæma útreið í
febrúar þegar birt verður skýrsla um
vopnasölu til Iraks fyrir Persaflóa-
stríð. Talið er, að þar verði ýmsir
ráðherrar átaldir harðlega.
ríkjunum". „Það er engin andstaða
við Abdullah og valdatöku hans.“
Abdullah krónprins hefur verið
yfirmaður þjóðvarðliðsins og stjórn-
að landinu að mestu frá því konung-
urinn fékk heilablóðfall. Bandarísk-
ir embættismenn segja krónprins-
inn ólíkan konungnum en engin
ástæða sé til að ætla að hann verði
ekki jafn hlynntur nánum tengslum
við Bandaríkin og Fahd. Þeir viður-
kenna þó að hann hafí „íhaldsam-
ari skoðanir“ á friðarumleitunum
araba og ísraela en Fahd og segja
að hann kunni að verða sveigjan-
legri þegar á reynir sem leiðtogi
landsins.
Forystumenn breska Verkamannafiokksins blása í herlúðrana
Ætla að herða róðurinn
gegn Major og stjóminni
Viðbrögð Bandaríkjastjórnar við valdatöku Abdullah krónprins
„Saudi-Arabía í
góðum höndum“
Útsalan
hefst í dag