Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 4. JÁNÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Listaklúbbur Leikhússkjallarans
Ymsar hliðar
harmoníkunnar
REYNIR Jónasson harmoníku-
leikari heldur tónleika í Lista-
klúbbi Leikhússkjallarans,
næsta mánudagskvöld, þann 8.
janúar kl. 20.30. Reynir gefur
tónleikum sínum yfirskriftina
„Hinar ýmsu hliðar harmon-
íkunnar". Þessi dagskrá Lista-
klúbbsins er sú fyrsta á nýhöfnu
ári.
Dagskráin á tónleikum Reyn-
is verður tvískipt. Annars vegar
leikur hann einleik franska, ít-
alska o g skandínavíska harmon-
íkutónlist og hinsvegar leikur
hann jazz á harmoníkuna og fær
þá til liðs við sig Edwin Kaaber
gítarleikara, Bjarna Sveinbjarn-
arson bassaleikara og Svein Ola
Jónsson trommuleikara.
Reuter
Pavarotti
í Suður-
Afríku
ÍTALSKI tenórsöngvarinn Luc-
iano Pavarotti hóf nýja árið á
því að stíga dans með börnum
sem syngja í suður-afrískum kór.
Pavarotti er á stuttri tónleika-
ferð í Suður-Afríku, en það er í
fyrsta sinn sem hann kemur til
landsins. Af Pavarotti er það
annars helst að frétta að hann
hyggst setja upp miðstöð í „mús-
ík-therapíu“ fyrir börn í Mostar
í Bosníu. Söngvarinn var tíu ára
er heimsstyrjöldinni lauk og seg-
ist vita hvað bosnísku börnin
hafi mátt þola.
Bókakápur eru
í aukahlutverki
„INNIHALD bókar er ennþá að-
alátriðið," segir Micheline de Bell-
efroid í viðtali við International
Herald Tríbune en hún er kunnur
bókbindari og bókakápuhönnuður.
Micheline segir að nokkurs mis-
skilnings gæti í stétt sinni um hlut-
verk bókbindara.
„Sumir þeirra eru farnir að líta
á umbúðirnar sem aðalatriði en
textann sem aukaatriði. Bráðum
kemur að því að menn fara að
binda inn auðar blaðsíður. Bók-
bindarar verða að gera sér grein
fyrir því að þótt iðn þeirra geti
orðið að list í einstaka tilfellum
verður hún alltaf í aukahlut-
verki.“
Bestu bókbindararnir kunna að
þræða einstigið á milli eigin
sköpunarþarfar og sköpunar ann-
arra, segir Micheline.
Þeir verða að gera sér grein
fyrir því að þeir eru að vinna með
listaverk og þurfa að beygja sig
undir vilja þess.
„Þeir bestu hafa hins vegar sinn
stíl sem einkennir hvetja bók.
Góður kápuhönnuður verður líka
að skilja textann og hafa gaman
af honum; að öðrum kosti getur
bókin ekki heppnast vel.
Utgangspunktur minn er alltaf
virðing fyrir textanum", segir
Micheline, „ég reyni að ná anda
verksins, stíl þess. Ég vil ekki
reyna að lýsa innihaldi bókarinnar
beinlínis, heldur byggja undir það.
Með þessum hætti hef ég mótað
minn eigin stíl.“
Morgunblaðið/Þorkell
„GÓÐUR kápuhönnuður verður að skilja
bókina og hafa gaman af henni.“
Þóra og Gyrðir
hlutu út-
varpsstyrkinn
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
EIRIKUR Hreinn Finnbogason, formaður Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins, ásamt höfundunum
Gyrði Elíassyni og Þóru Jónsdóttir, sem hlutu rithöfundastyrkinn í ár.
RITHÖFUNDASTYRK Ríkisút-
varpsins var að venju úthlutað á
gamlársdag, að viðstöddum forseta
Islands, menntamálaráðherra og
fleiri gestum. Styrkinn hlutu að
þessu sinni Þóra Jónsdóttir og
Gyrðir Elíasson.
Eiríkur Hreinn Finnbogason,
formaður Rithöfundasjóðsi, afhenti
rithöfundastyrkinn, sem nú er 400
þúsund kr. til hvors höfundar.
Hann kvað þetta fertugustu út-
hlutun og hefðu 75 íslenskir höf-
undar hlotið styrkinn frá því til
hans var stofnað 1956. Er hann
skv. skipulagsskrá veittur til rit-
starfa eða undirbúnings undir þau,
einkum með utanlandsferðum.
í sjóðinn renna greiðslur frá
Ríkisútvarpinu fyrir efni, sem höf-
undar fundust ekki að'og'er sjóður-
inn allvel staddur. Því var ákveðið
að veita hann tveimur höfundum
nú. í sjóðsstjórn sitja auk Eiríks
Hreins, sem er skipaður af mennta-
málaráðherra, Jón Karl Helgason
og Sveinbjörn I. Baldvinsson frá
Ríkisútvarpinu og Oddur Bjarna-
son og ísak Harðarson frá Rithöf-
undasambandinu. Og var alger ein-
hugur um þess úthlutun. Þóra
þakkaði fyrir hönd þeirra Gyrðis
og sagði m.a.: „Ætti ég að líkja
skáldskaparviðleitni við útgerð
sem er nærtækt hérlendis, er það
áþekkt því að róa einn á báti útá
óþekkt mið og varpa flöskuskeyt-
um í djúpið. Þau velkjast lengi í
hafi. Sum lenda í vörpum togara
af öðru málsvæði. Önnur grafast
í sand í einhverri rekavík. En svo
vill þó til að einhveijir ganga fjör-
ur og fínna flöskuskeyti, hirða
það, lesa og segja við sjálfa sig:
Þetta er til mín.“
Á liðnu ári kom út eftir Þóru
ljóðabókin Lesnætur, en hún hefur
á sl. 20 árum gefíð út ljóðabækurn-
ar Leit að tjaldstæði, Leiðin norð-
ur, Horft í birtuna, Höfðalag að
hraðbraut, Á hvítri verönd og Lín-
ur í lófa, auk Ijóðaþýðina eftir
Agneta Pleiel 1985. Hún kvað
þennan styrk vera sér mikla upp-
örvun. Þegar hún var spurð um
vinnulag, kvaðst Þóra setjast niður
við skrifborðið að morgunlagi. Ef
ekki sé sest niður við skrifborð
verði ekkért til. Hún sagðist líka
lesa mikið, bæði ljóð á íslensku og
á þeim erlendu málum sem hún
kann skil á, einkum á ensku og
Norðurlandamálunum.
Eftir Gyrði Elíasson kom út á
árinu 1995 smásagnasafnið Kvöld
í ljóstuminum. Hann hefur á und-
anförnum árum gefið út stutta
skáldsögu Svefnhjólið og tvö smá-
sagnasöfn, Heykvísl á gúmmískóm
1991 og Tregahornið 1993, auk
ljóðabókarinnar Mold í skuggadal
1992. Hann sagði að sér þætti
gott skrifa jöfnum höndum sögur
og ljóð. Gyrðir vakti fyrst athygli
fyrir nýjan tón í ljóðabók sinni
Svarthvít axlabönd 1983 og komu
á næstu árum út eftir hann
ljóðabækurnar Tvíbreitt (svig)rúm,
Bakvið maríuglerið og Blind-
fugl/Svartflug og skáldsögurnar
Gangandi íkorni og Bréfbátarign-
ingin. Hann kvaðst ekki vera með
neitt ákveðið í takinu i framhaldi.
Gyrðir býr á Akranesi og kvaðst
vinna þar svona jafnt og þétt.
Hann sé þó frekar í ljóðagerðinni
nú. Hann kvaðst meta þessa viður-
kenningu mikils. „Mér hefur alltaf
fundist þessi styrkveiting úr Rit-
höfundasjóði ríkisútvarpsins hafa
yfír sér þann blæ að mér þykir
mjög vænt um að hafa nú hlotið
hana“, sagði hann.