Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 37

Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 37 RUNOLFUR BJÖRNSSON Runólfur Björnsson var fæddur í Holti á Síðu hinn 8. febrúar 1911. Hann lést á Droplaugarstöðum hinn 16. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 28. desember. ÉG KYNNTIST honum fyrst laugardagseft- irmiðdag fyrir áratug á öndverðum þorra. Þá var ég að hefja sögurit- un Verkamannafélagsins Dags- brúnar og hafði góða vinnuaðstöðu í námunda við hið merka bóka- og skjalasafn félagsins á fjórðu hæð að Lindargötu 9. í þann tíð var bókasafnið opið um helgar fyrir gesti og gangandi. Eyjólfur heitinn Arnason var umsjónarmaður safnsins og Runólfur eini fasta- gesturinn. Báðir voru þeir menn sem grópast hafa í vitund mína hvor með sínum hætti. Eyjólfur var gullsmiður að mennt, íhugull, manna grandvarastur, hæglátur og fágaður í framkomu. Hann hafði ungur numið marx-lenínísk byltingarfræði austur í Moskvu. Runólfur var á margan hátt and- stæða félaga síns. Orðhvatur, kerskinn og sagður rætinn á stund- um. Honum lét hátt rómur, einkum þegar „söguleg sannindi“ bar á góma. Þótt þeir félagarnir væru um margt ólíkir í lundarfari áttu þeir snyrtimennskuna sameiginlega og víðsýna djúphygli heimsmannsins. Báðir áttu að baki langa, sívirka menntunarviðleitni, sem var hvergi á enda. Birtingarform víðsýninnar var þó með ólíkum hætti, eins ólík og smíði úr víravirki og pottjárni. Annar talaði hægt og hljótt og forðaðist stríð ef friður var í boði, hinn hafði ævilanga reynslu af að lenda í harðabráki og undi þar best sem atgangurinn var harðast- ur. Hann háði sinar rimmur ekki aðeins við menn og málefni í eigin samtíð, fortíðin var honum víga- slóð sem skipti máli. Kommúnista- flokkur íslands, Sósíalistaflokkur- inn, Sósíalistafélag Reykjavíkur, Verkamannafélagið Dagsbrún og fjölmargir klúbbar og sellur sem hann kom nærri á langri ævi voru staðir þar sem ólíkar hugmyndir af sömu rót mættust og tókust stundum á af þeirri heift sem jafn- an ágerist eftir því sem sifjabönd eru gildari. í huga hans var fortíð á vissan hátt jafnlifandi og samtíð, og í engu léttvægari; svo lifandi að hann hefur vafalaust tekið und- ir orð Jóns Trausta í bréfi til Guð- með perestrojku Gor- basjofs og eygðu í henni von fyrir fram- gang jafnaðarstefn- unnar. „Auðvitað hef- ur sagan sinn gang, eins og það sé ekki augljóst. Hvenær hef- ur þróun staðið kyrr? Hva!!“ Voru orð, borin fram með dálítið skrollandi hv-fram- burði Skaftfellings- ins, sem oft settu punktinn aftan við fjörugar samræður á fjórðu hæðinni. Okkur Runólfi þótti báðum jafn- illt þegar Eyjólfur lést, óforvarand- is og án þess að kveðja, og um stund varð hlé á laugardagsheim- sóknum á fjórðu hæðina. Þegar hann loks kom, á miðvikudegi, brást ég við komumanni kaldrana- lega og af yfirlæti sem einkennir stundum grunnhyggið fólk, þóttist vita að hann myndi hafa truflandi áhrif á störf sem gengu nógu hægt fyrir, - allt of hægt. Hann fór og kom ekki aftur fyrr en ég hitti hann á förnum vegi og bað hann að fylgja mér og þiggja trakt- eríngar á fjórðu hæð. Uppfrá því kom hann oft og æ oftar eftir því sem tíminn leið og við kynntumst betur. Það var mér mikil gæfa. Hann reyndist hafsjór fróðleiks, sérstaklega um stjórnmála- og bókmenntasögu 19. aldar, eins og besta uppflettirit. Ef.mig vanhag- aði um grein úr gömlu blaði sem ekki var til á bókasafni Dagsbrún- ar fór hann gjarna á Landsbóka- safnið, fann greinina, ljósritaði og færði mér. Þegar frómir menn fréttu af tíð- um heimsóknum gamla mannsins á bókasafn Dagsbrúnar ráðlögðu sumir þeirra mér að leggja ekki lag við hann. „Runka í blýinu“ kölluðu þeir hann. „Hann er sérsinna og illskiptinn „orþodox“ fornkommi sem hlær innilégast þegar einhver meiðir sig.“ Sem fyrr brást mér vit til þess að hlýða ráðum góðra manna og naut þess glópaláns að kynnast hjarta úr gulli á bak við þykkan skráp. „Runki í blýinu“ var viðumefni sem hann hlaut fyrir það að vinna lungann úr starfsæfi sinni í kjallara prentsmiðju Þjóðviljans. Ungan mann dreymdi hann um að njóta akademískrar menntunar en komst ekki lengra en að sitja nokkrar vik- ur í Héraðsskólanum á Laugarvatni haustið 1936. Ástæða þessarar skömmu dvalar að menntasetrinu var hvorki tomæmi né leiði. Hann var heldur ekki rekinn eins og ætla mætti af þeim ósættanlegu and- stæðum sem birtust annars vegar í lundarfari hans og stjórnmálahug- sjónum og hins vegar í stefnu yfír- stjómar menntamála um að losa menntastofnanir við óæskilega rót- tæklinga. Runólfur gekk úr hofí menntagyðjunnar ásamt nokkmm félögum sínum af þeirri ástæðu að skólastjórinn leyfði sér að setja samasem-merki á milli hugsjóna kommúnista og nasista og neitaði að biðjast afsökunar á eftir, hvað þá að draga orð sín til baka. Þótt skólaganga hans hafi ekki orðið löng og endir hennar snubbóttur var menntaþráin meiri en svo að menntabraut hans væri þar með mnnin á enda. Fram til þess síð- asta var hann sífellt að þæta við þekkingu sína og skilning. Hann var ágætlega ritfær, svo ritfær og slíkur hafsjór þekkingar að það sem eftir hann liggur á prenti er gi'át- lega lítið. Þegar við höfðum þekkst um nokkurt skeið þáði ég boð hans að heimsækja hann þar sem hann bjó í bakhúsi við Laugaveg. I sama húsi og leyniþjónusta breska hers- ins á Islandi hafði haft aðalbæki- stöðvar sínar á stríðsámnum. Hann bjó þar einn með bókum sínum, hafði aldrei verið kvæntur og snæddi ávallt á matsöluhúsum eða þar sem hann starfaði. „Fáðu þér sæti að góðra manna sið!“ sagði hann og benti á gamlan ruggustól við sófagaflinn. Þá náði hann í glös og óátekna flösku af 12 ára gömlu viskí og sagði um leið og hann skenkti í að hann hafí frá bamæsku þráð aristókratískan munað. „Ævi mín hefur þó verið með þeim hætti að þetta er það eina sem ég hef getað leyft mér, að drekka gott viskí,“ svo hallaði hann sér mak- indalega í sófann, glotti og bætti við, „flestar aðrar nautnir sem vert er að ásælast em hvort eð er falar fyrir lítið eða ekki neitt.“ Síðan lá ferðin um víðar lendur sögunnar og hvort sem borið var niður í Njálu eða frönsku byltingunni, Rússlandi fyrir og eftir 1917, íslendinga- byggðum í Vesturheimi, verkalýðs- eða stjómmálasögu, alls staðgr var hann með spurningar og svör. Á slíkum stundum, sem urðu margar, birtist mér ekki „steingerður fom- kommi“ heldur víðsýnn og óvenju- fróður maður sem hafði nálgast söguna af heitri ástríðu og þrá eft- ir að fá svarað ögrandi spurningum, þeirri ástríðuþrá sem fæstum er gefíð, - akademíker per excellence. í mínum huga verður Runólfur ávallt mikill kennari sem leit aldrei á söguna sem kjalbundið hilluskraut heldur ólgandi móðu sem við ber- umst með þótt sumir reyni að beij- ast á móti og aðrir vilji beisla hana og ráða ferð hennar. Enginn hefur sannfært mig betur en hann um að saga mannkyns sé ferli sem við emm hluti af og er þess vegna hluti af okkur; stöðug hreyfíng sem kem- ur okkur við. Þorleifur Friðriksson. JÓNA GÍSLÍNA MAGNÚSDÓTTIR + Jóna Gíslína Magnúsdóttir fæddist í Dverga- steini í Vestmanna- eyjum 7. júní 1915. Hún lést á Dvalar- heimilinu Nausti á Þórshöfn 19. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar Jónu voru Margrét Jóns- dóttir og Magnús Jónsson. Systkini hennar voru Árni og Ragna, en þau eru bæði látin fyrir mörgum árum. Jóna giftist Óla Jónssyni frá Nýjabæ í Ólafsfirði. Óli lést í júlí 1981. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) María Ánna, gift Hjalta Jónssyni. Þau búa á Þórshöfn. 2) Guðjón Magnús, kvæntur Gyðu Siggeirsdóttur. ELSKULEG amma mín hefur kvatt þennan heim. Hún hefur eflaust lagt glöð í það ferðalag, laus við þrautir líkamans og með tilhlökkun um endurfundi við gengna ástvini í huga og hjarta. Ég minnist hennar með þakklát- um huga fyrir allt sem hún gaf mér og kenndi af elsku sinni. Hennar er sárt saknað af mér og bömum mínum. Sá tími sem nú fer í hönd er tími jólagleði okkar hér, en hún fagnar jólagleði himinsins. Hjartkæra amma, mér ástriki sýndir, ávallt ég geymi þær hugljúfu myndir. Þau búa í Reykja- vík. 3) Sigurbjörn Friðrik, kvæntur Guðmundu Einars- dóttur. Þau búa í Þorlákshöfn. 4) Einar Marvin, drukknaði 1968, ókvæntur og barn- laus. Einnig ólu Jóna og Óli upp dótturdóttur sína, Jónu Sigríði Gests- dóttur, sem gift er Árna Rúnari Bald- urssyni. Þau búa í Hveragerði. Jóna fluttist að Borgarheiði 14 í Hveragerði 1973 þegar eldgos- ið í Vestmannaeyjum hófst. Utför Jónu Gíslínu fór fram frá Hveragerðiskirkju 25. nóv- ember. í annriki d^gsins ei elskunni týndir, ánægjustundir þú gefa mér tímdir. Þú kenndir mér ástríki öðrum að sýna, umhyggju veita og brot saman tína. Sjálfselsku allri oss sagðir að týna. Sólskinið flæddi um sálina þina. Guð mun þig leiða á gæfunnar vegi, göfuga vina, á nóttu sem degi. Starf er þér ætlað, það sannast ég segi. Sólfögur náðin æ lýsa þér megi. (Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum) Blessuð sé minning þín. Jóna Sigriður Gestsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför konunnar minnar góðu, SIGRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Halldórsson. t Til allra þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU ÞÓRÐARDÓTTUR, Stillholti 14, Akranesi, vildum við færa okkar innilegustu þakkir. Emilía Ólafsdóttir, Kristbjörg Ólafsdóttir, Jón Sigurðsson, Finnur Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. mundar Finnbogasonar frá 1917: „Hugur minn hneigist allur að for- tíðinni, því þar finn ég ennþá mannsblóð.“ Þegar Runólfur glímdi við Einar Benediktsson, Olaf Thors eða ritstjórana Jón Ól- afsson og Þorstein Gíslason hurfu mörk á milli þess sem er og þess sem var, og við blasti samfelld og rökrétt hreyfing hugmynda og at- burða. Sagan varð ekki saga um fortíð, heldur saga handa samtíð. Brátt komst sú hefð á að við, þremenningarnir á fjórðu hæð, fengum okkur kaffi saman og ræddum um sögu og stjórnmál eftir því sem andinn blés okkur í bijóst. Þá var farið að hrikta og braka svo í sovétskipulaginu að heimsbyggð heyrði og fáum gat dulist að hljóðiri voru ekki trausta- brestir. Það hrikti í burðarstoðum ríkis sem báðir höfðu einhverntíma á ævinni bundið vonir við. En hug- sjón beggja var of stór til þess að rúmast innan marka eins ríkis, of mannúðleg til að hún stæði og félli með gerska ævintýrinu. Engu að síður fylgdust báðir af áhuga Konur á öllum aldri hafa rétt á innri sem ytrifegurð • • Smiðsbúð 9*210 Garðabæ * GSÍvl 895-0295 I’itubrennslunámskeið hefst 8. janúar Lokaðir hópar - 15-30 kg. Opnir hópar - 0-15 kg. Framhaldshópar Morgunt. - Hádegist. - Eftirmiðdagst. - Kvöldtímar , I///// Ljós — Nuddpottur Barnagæsla frá kl. 9.00—15.30 Fagmannlegt aðhald Leiðbeinendur: Ragna Bachm., María og Ragna S. Snyrti- og hárgreiðslustofan Saloon Ritz, Heiðar Jónsson snyrtir og tískuvöruverslunin Stórar steipur sjá um fyrirlestur og aðhlynningu. Við lýsum upp dimman dag með björtu brosi Líkamsrækt — sjálfsrælct: Baráttan viS aukaktlóin er unnin - sigurinn erpinn — haldfastur árangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.