Morgunblaðið - 04.01.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 39
_______________________________FRETTIR_________________
Úthlutun úr Minmngarsjóði Gunnars Thoroddsens í tíunda sinn
Á MYNDINNI eru frá vinstri: Valgarð Briem, Steinar Gunnarsson, Benta Briem, Ingimundur
Magnússon, Hermann Þorsteinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Sólveig Smith, Vala Thoroddsen,
Erla Strand og Halldór Halldórsson.
Björgunar-
hundasveit
Islands
hlaut
styrkinn
FÖSTUDAGINN 29. desember
fór fram í tiunda sinn styrkveit-
ing úr Minningarsjóði Gunnars
Thoroddsens. Sjóðurinn var
stofnaður af hjónunum Bentu og
Valgarð Briem 29. desember
1985, þegar liðin voru 75 ár frá
fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í
vörslu borgarsljórans í Reykja-
vík, sem ákveður úthlutun úr
honum að höfðu samráði við frú
Völu Thoroddsen.
Tilgangur sjóðsins er að veita
styrki til einstaklinga eða hópa,
stofnana eða félaga, eða veita
verðlaun eða lán i sambandi við
rannsóknir, tilraunir eða skylda
starfsemi á sviði mannúðarmála,
heilbrigðismála eða menningar-
mála, sem Gunnar Thoroddsen
lét sérstaklega til sín taka sem
borgarstjóri.
Að þessu sinni hlaut Björgun-
arhundasveit íslands styrkinn
fyrir störf að björgunarmálum.
Frú Vala Thoroddsen afhenti
styrkinn, sem að þessu sinni var
að fjárhæð 250.000 kr., við at-
höfn sem fram fór í Höfða.
í frétt frá borgarsljóra segir:
„Björgunarhundasveit íslands
var stofnuð þann 8. desember
1980 að tilhlutun Landssambands
hjálparsveita skáta og var
Tryggvi Páll Friðriksson aðal-
hvatamaður að stofnun sveitar-
innar. Megintilgangur sveitar-
innar hefur frá upphafi verið að
þjálfa hunda til leitarstarfa.
Frá 6. nóvember 1981 en þá
komu hingað fulltrúar Forening
Norsk Lavinehunder (nú Norsk
Redningshunder) og héldu nám-
skeið og fyrirlestra fyrir BHSÍ
o.fl., hefur Björgunarhundasveit
Islands stefnt að reglubundinni
þjálfun hunda, en það var svo
árið 1984 að haldið var fyrsta
skipulagða námskeiðið í vetrar-
leit með leiðbeinendum frá NRH.
Þar voru útskrifaðir fyrstu hund-
arnir til leitar í snjóflóðum, en
sömu hundar höfðu farið til Pat-
reksfjarðar 1983. Það var sam-
dóma álit manna þar fyrir vestan
að mikil hjálp hafi verið að fá
hundana.
Allt frá árinu 1984 hafa verið
haldin námskeið á hverju ári með
norskum leiðbeinendum þar sem
hundar og menn hafa verið metn-
ir og veitt viðurkenning sem
hæfir til leitar í snjóflóðum.
Fyrsta námskeiðið var þrjár
helgar í röð, en síðan 1985 hafa
þessi námskeið staðið yfir í sjö
daga. Námskeið þessi hafa verið
haldin á Akureyri, í Aðaldal, á
Egilsstöðum, á ísafirði að Gufu-
skálum og við Hrauneyjarfoss-
virlg'un.
Árið 1992 urðu þáttaskil í
starfi björgunarhundasveitar-
innar þegar hún hóf markvissa
þjálfun hunda til leitar á auðri
jörð. Frá þeim tíma hafa árlega
verið haldin námskeið með leið-
beinendum frá Noregi og Skot-
landi þar sem hundar og menn
hafa verið metnir og veitt viður-
kenning sem hæfir til leitar á
auðri jörð. Þátttakendur á þess-
um námskeiðum hafa frá upp-
hafi verið úr öllumsamtökum
björgunarmanna. Öll vinna við
þessi námskeið hefur verið unnin
í sjálfboðavinnu og þátttakendur
hafa notað sumarleyfi sín til að
geta verið með.
Fyrir tilstuðlan Almannavarna
ríkisins var farið með hund á
snjóflóðanámskeið á Egilsstöðum
árið 1985, og var það upphafið
að hundaþjálfun á Neskaupsstað
nokkru seinna og ári seinna frá
leiðbeinandi frá BHSÍ til ísa-
fjarðar á helgarnámskeið þar
sem hundur var kynntur sem
björgunartæki og mikilvægi þess
að hundar væru tiltækir á Vest-
fjörðum. Þetta varð kveikjan að
því að hundar voru þjálfaðir á
vegum BHSÍ á ísafirði og í Bol-
ungarvík. Leiðbeinendur frá
BHSÍ hafa farið víðar um landið
og aðstoðað menn við frekari
hundaþjálfun.
Björgunarhundasveit íslands
hefur eftir því sem möguleikar
hafa verið á aðstoðað félaga
sveitarinnar við að fara á nám-
skeið til Noregs og Skotlands,
en vegna mikils kostnaðar hafa
ferðirnar orðið færri en menn
hefðu kosið.
Á árunum 1989-1994 tóku 87
aðilar þátt í vetrarnámskeiðum
BHSÍ og þar af skiluðu 50 ein-
hveijum árangri. Það er mat
þeirra sem unnið hafa að þess-
um málum að það þurfi að vera
þjálfaðir hundar á þeim svæð-
um þar sem snjóflóðahætta er
viðvarandi. Að því verði best
staðið á þann hátt að farið verði
á þá staði sem teljast hættu-
svæði með hund og mönnum
sýnt hvernig hundur vinnur og
hvað hann getur gert. í fram-
haldi af því yrði reynt að fá
heimamenn til að taka að sér
hund og aðstoð veitt til að koma
þjálfun af stað með heimsókn-
um nokkrum sinnum á vetri og
síðan kæmu menn og hundar á
námskeið BHSÍ.
Þær reglur um mat á hundum
og mönnum sem BHSÍ styðst við
eru að mestu fengnar frá Noregi
en hafa í tímans rás verið aðlag-
aðar að aðstæðum hér á landi.
Þessar reglur sem viðurkenndar
eru af Almannavörnum ríkisins
hafa reynst vel og eru leitirnar
í Súðavík og á Flateyri til marks
um það.“
Púkar og vættir
á þrettándagleði
í Garðinum
ÞRETTÁNDAFAGNAÐUR verður
í Garðinum laugardaginn 6. janúar
1996. Brenna verður á íþrótta-
vellinum við Háteig og verður
kveikt í bálkestinum kl. 18. Kl. 17
verður tekið á móti bömum í Sæ-
borgu, þar sem hægt verður að fá
andlitsmálningu og skikkjur. Lagt
verður í skrúðgöngu kl. 18, frá
Pósthúsinu, út á íþróttavöll með
kóng og drottningu í fararbroddi.
Þegar þangað verður komið ætti
að vera farið að loga glatt í brenn-
unni. Við hana verða ýmsir púkar
og vættir, jólasveinarnir þrettán
verða mættir, einnig grýlugengið
og tröll. Kiwanisklúbburinn Hof
verður með flugeldasýningu og
selur blys á staðnum.
Allir Suðurnesjamenn eru vel-
komnir á þennan þrettándafagnað
sem öll félög í Garðinum standa
að. Þrettándadansleikur verður í
samkomuhúsinu frá kl. 23-03.
Grænir vinir spila. Aldurstakmark
18 ára. Aðgangseyrir kr. 700.
Forsala í Sæbjörgu föstudaginn
5. janúar kl. 20-22.
Krabbameinsfélag Reykjavíkur
Fyrsta reykbindind-
isnámskeið ársins
FYRSTA reykbindindisnámskeið
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
á nýbyijuðu ári hefst 11. janúar
og stendur til 8. febrúar. Fundirn-
ir, sex talsins, verða haldnir á
fimmtudagskvöldum og miðviku-
dagskvöldið 24. janúar en þann
dag eiga allir þátttakendur að
vera hættir að reykja (H.-dagur).
Námskeiðið verður haldið í
húsi Krabbameinsfélagsins við
Skógarhlíð. Leiðbeinandi er
Valdimar Helgason kennari og
að auki er von góðra gesta til
að fræða um áhrif reykinga á
heilsu og umhverfi. Námskeiðs-
gjald er 6000 kr.
SIGURLAUG Eðvaldsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Sigrún
Eðvaldsdóttir og Richard Talkowsky.
Tónleikar í Vídalínskirkju
í TILEFNI af tuttugu ára kaupstað-
arréttinda Garðabæjar gengst
Menningarmálanefnd Garðabæjar
fyrir tónleikum föstudaginn 5. jan-
úar 1996 kl. 20. Á efnisskránni
verða strengjakvarettar eftir Ludvig
van Beethoven, Franz Schubert og
Johannes Brahms. Flytjendur verða
Sigrún Eðvaldsdóttir sem leikur á
fiðlu, Sigurlaug Eðvaldsdóttir á
fiðlu, Helga Þórarinsdóttir á lágfiðlu
og Richard Talkowsky sem leikur á
knéfiðlu.
Tónleikarnir verða haldnir í hinni
nýju kirkju Garðbæinga, Vídalíns-
kirkju. Er mikill fengur að þvi að
fá þessa ágætu listamenn til að hef|a
flutning á kammertónlist í kirkjunni
og reyna hljómburð hennar. Kvenfé-
lag Garðabæjar mun sjá um veit-
ingasölu i safnaðarheimilinu í
Kirkjuhvoli i hléi á tónleikunum.
Aðgöngumiðar á kr. 500 verða seld-
ir við innganginn en börn undir 14
ára aldri fá ókeypis aðgang.
Garðabær fékk kaupstaðarrétt-
indi 1. janúar 1976. Menningarmála-
nefnd bæjarins minnist þessara
tímamóta með þrennum hætti. Hinn
2. desember 1995 var opnuð yfirlits-
sýning á myndlistarverkum í eigu
bæjarins í Sparisjóðsnum, Garðat-
orgi 1. Sýningin er opin alla virka
daga á opnunartíma Sparisjóðsins
kl. 8.30-16 og stendur yfir til 19.
janúar 1996. I öðru lagi stendur
nefndin fyrir samkeppni um skóla-
söng fyrir Fjölbrautaskólann í
Garðabæ. Hefur þegar verið auglýst
eftir tillögum um lag við texta
Bjarka Bjarnasonar og er skilafrest-
ur til 15. janúar. Að lokum er fram-
angreindur tónlistarviðburður í Víd-
alínskirkju i lok jólahátíðar.
Námskeið
í líföndun
SKRÁNING á námskeið í líf-
öndun hjá Sálfræðiþjónustu
Gunnars Gunnarssonar,
Laugavegi 43, stendur nú
yfir en nýtt námskeið hefst
miðvikudaginn 10. janúar
næstkomandi.
í fréttatilkynningu kemur
fram að markmið námskeiðs-
ins sé að auka sjálfsöryggi
þátttakenda og efla þor og
þol þeirra til að takast á við
erfiðleika og bera ábyrgð á
fullnægju þarfa sinna líkam-
legra jafnt sem tilfinninga-
legra. Á námskeiðinu verður
farið í lykilatriði sem tengjast
lífeflisæfíngum Alexanders
Lovens en unnið verður í anda
Gestalt-meðferðar.
Leiðbeinandi á námskeið-
inu er Gunnar Gunnarsson
sálfræðingur en hann hefur
um alllangt skeið sérhæft sig
í úrvinnslu sál-líkamlegs
vanda.
Undankeppni
fyrir Norður-
landamótið í
skólaskák
UNDANKEPPNI fyrir
yngsta flokk Norðurlanda-
mótsins í skólaskák verður
haldin 5. og 6. janúar næst-
komandi.
Mótið hefst föstudaginn 5.
janúar kl. 19 og verður síðan
framhaldið laugardaginn 6.
janúar kl. 14. Tefldar verða
9 umferðir eftir Monrad-kerfí
og er umhugsunartími 25
mínútur á skák. Teflt verður
í Skákmiðstöðinni í Faxafeni
12, Reykjavík.
Rétt til þátttöku hafa allir
krakkar fæddir 1985 eða síð-
ar. Sigurvegarinn öðlast síð-
an rétt til þátttöku á Norður-
landamótinu í skólaskák sem
verður haldið í Danmörku í
byijun febrúar.
Skráning er á skákstað en
allar nánari upplýsingar má
fá hjá Skáksambandinu.
Þrettánda-
gleði í Mos-
fellsbæ
EINS OG undanfarin ár verð-
ur álfabrenna á þrettándan-
um, laugardaginn 6. janúar
1996. Blysför frá Nóatúni
klukkan 20. Skólahljómsveit
Mosfellsbæjar leikur, fjölda-
söngur undir stjórn kirkju-
kórs Lágafellssóknar. Álfa-
kóngur, álfadrottning, Grýla,
Leppalúði og þeirra hyski
koma í heimsókn. Einnig
verður flugeldasýning.
Þrettándagleði verður í
Hlégarði laugardaginn 6. jan-
úar, strax að lokinni álfa-
brennu. Dúóið 66 leikur fyrir
dansi. Aldurstakmark er 20
ár. Aðgangseyrir kr. 1.200.
KIN
-leikur að l<eral
Vmningstölur 3. jan. 1996
9*10*12 * 20*22 *23 * 25
Eldri úrslit é símsvara 568 1511