Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 52

Morgunblaðið - 04.01.1996, Side 52
Afl þegar þörf krefur! FISKARS || RAFBAKHJARL OPIN KERFI HF Sími: 567 1000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINCLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 II00, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikil ásókn í hlutabréfasjóðina Eignir jukust um 1.200 milljónir HEILDAREIGN hlutabréfasjóða verðbréfafyrirtækjanna jókst um rúmar 1.200 milljónir, eða rösklega 40% í desember síðastliðnum. Jafn- framt fjölgaði hluthöfum í sjóðunum um rúmlega 3.200 á sama tíma. Ekki er þó gert ráð fyrir því að — þ'Stta nýja fjármagn skili sér strax inn á hlutabréfamarkað, m.a. vegna lítils framboðs af hlutabréfum um þessar mundir. Því er reiknað með að sjóðirnir muni leita í skamm- tímafjárfestingar til að byija með en hið nýja hlutafé muni síðan skila sé að nokkru leyti inn á hlutabréfa- markaðinn á næstu mánuðum. Helmingur í hlutabréfum Hlutabréfasjóðimir fjárfesta yf- irleitt um helming heildareignar ^—siftnar í hlutabréfum fyrirtækja, en afgangnum er varið í kaup á skulda- bréfum og erlendum verðbréfum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins em málefni hlutabréfasjóð- anna nú til umfjöllunar hjá fjármála- ráðuneytinu með hliðsjón af því, að kaupverð hlutabréfa er frádráttar- bært frá tekjuskatti. í því sambandi hefur m.a. verið bent á að fullur skattaafsláttur hafi verið veittur vegna hlutabréfakaupa í sjóðunum, þrátt fyrir að einungis um helming- ur eigna þeirra sé bundinn í innlend- um hlutabréfum. Forsvarsmenn þeirra hlutabréfa- . sjóða sem Morgunblaðið ræddi við í gær segja að vissulega kunni að *4^'a þörf á endurskoðun þeirra Ýeglna sem um hlutabréfasjóðina gilda. Slíkar breytingar þurfi þó að eiga sér stað í nokkmm skrefum þar sem sjóðirnir hafi varið miklum tíma og íjármunum í að byggja upp traust meðal almennings og því verði að gæta þess að breytingarnar skaði ekki það traust. ■ Heildareign .../Bl Lagaprófessor skoðar Langholts- kirkjudeilu Organisti og kór til starfa á ný EIRÍKUR Tómasson, hæstaréttar- lögmaður og lagaprófessor, hefur tekið að sér að skoða ágreining prests og organista í Langholts- kirkju og skila hr. Ólafi Skúlasyni, biskupi Islands, skýrslu um hann. Jón Stefánsson organisti segist ánægður með þessa ákvörðun bisk- upsins. „Ég ber mikla virðingu fyrir bisk- upi fyrir að setja utanaðkomandi aðila inn í málið. Sú ákvörðun skap- ar nýjan flöt og uppfyllir skilyrði yfirlýsingar minnar um að aðstæður þyrftu að breytast til að ég kæmi til baka að loknu fríi 15. janúar. Yfirlýsing kórsins um að hann stæði með mér stendur og hann fylgir mér,“ sagði Jón Stefánsson. Séra Flóki Kristinsson, sóknar- prestur í Langholtskirkju, sagði í gærkvöldi að eftir það sem á undan væri gengið hlytu allir að sjá að frá- leitt væri að Jón Stefánsson kæmi aftur til starfa. „Ég óskaði eftir því að hann yrði látinn leika við hátíðirn- ar og það var ekkert því til fyrir- stöðu af minni hálfu. En það sem á eftir kom er þess eðlis að það getur ekki gengið að ég sé með samstarfs- mann í helgiþjónustu sem stendur í stríði við mig.“ ■ Biskup vísar/6 Félagsdómur dæmir uppsagnir fjögurra verkalýðsfélaga ógildar Útsölumar hafnar Morgunblaðið/Ásdis ÚTSÖLUR eru nú hafnar í nokkr- um verslunum og fleiri fylgja í kjölfarið á næstunni. Búast má við að víða verði handagangur í öskj- unni þegar viðskiptavinir hyggj- ast gera góð kaup og verða sér úti um varning sem þeim stendur til boða á niðursettu verði. Ekkí sýnt fram á brostn- ar forsendur samnínga Mat launanefndar var ekki bindandi fyrir Dagsbrún Olíumengun við Alftanes Sennilega svartolía frá skipi TALIÐ er að svartolía frá skipi hafi valdið olíumengun- inni sem vart varð út af Álfta- nesi sl. laugardag, en ekki hefur enn tekist að komast að því hvemig olían fór í sjó- inn. Ekki er álitið að um umtalsvert magn af olíu sé að ræða. Samkvæmt dagbók Hafn- arfjarðarhafnar voru fá skip á ferð um höfnina dagana fyrir óhappið, en kannað verður hvort eitthvert þeirra 'eigi hlut að máli. FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær ógildar uppsagnir kjarasamninga Dagsbrúnar, Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, Einingar og Hlífar. Málskostnaður í máli VSÍ og Dagsbrúnar var felldur niður en Verkalýðs- og sjómannafélag Kefla- víkur, Eining og Hlíf voru hvert um sig dæmd til að greiða VSÍ 100.000 kr. í málskostnað. í dómi Félagsdóms í máli Hlífar, Einingar og Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur segir m.a. að það hafi verið hlutverk launa- nefndar að meta forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga og fellst dómurinn ekki á að félögin geti á sitt eindæmi metið, hvort samnings- forsendur hafi staðist. Þá hafi félög- in ekki sýnt fram á að forsendur samninga hafi brostið. Rökstuðningur Félagsdóms í máli Dagsbrúnar er annar en í málum hinna félaganna. Dómurinn bendir á að engin tilvísun sé í kjarasamningi Dagsbrúnar til samnings vinnuveit- enda og Verkamannasambandsins. Vinnuveitendur hafi ekki sýnt fram á að launanefnd hafi haft heimild til að meta hvort forsendur samn- ingsins væru brostnar þannig að bindandi væri fyrir verkalýðsfélagið. Einnig vitnar Félagsdómur í umdeilt ákvæði kjarasamnings Dagsbrúnar um launaþróun sem vinnuveitendur hafa haldið fram að hafí fylgt samn- ingnum vegna mistaka við rit- vinnslu. Félagsdómur kemst svo að þeirri niðurstöðu að Dagsbrún hafi ekki sýnt fram á að þau frávik hafi orðið á samningsforsendum að fé- lagið geti gripið til uppsagnar hans. Alvarleg áminning um frágang samninga Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir dóminn staðfesta að mat launanefndar á forsendum samninganna hafí haldið. Hann segir einnig að Félagsdómur veiti alvarlega áminningu um að vanda beri orðalag við frágang kjarasamninga vel. Forystumenn verkalýðsfélaganna eru mjög óánægðir með niðurstöðu Félagsdóms. Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar, telja félögin hafa litla sem enga stöðu til að fara út í ólöglegar að- gerðir. Forystumenn allra félaganna eru sammála um að mun meiri harka verði í samskiptum aðila vinnumark- aðarins á næstunni. ■ Niðurstaða Félagsdóms/ Viðbrögð málsaðila/26-27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.