Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. JANLIAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Púslað á sviði EINN af helstu sviðs- hönnuðum Bandaríkj- anna, John Conklin, er óhræddur við að end- urnýta hluta úr göml- um sviðsmyndum og nota hluti og efni á nýstárlegan hátt til að ögra áhorfendum. Hann hefur ákveðnar skoðanir á starfi sínu sem hann líkir við púsluspil í viðtali sem blaðamaður Financial Times átti við hann fyrir skömmu í tilefni þess að í þessum mán- uði verða frumsýning- ar beggja vegna Atl- antshafsins þar sem hann á hlut að máli. Flest bandarísk leik- og ópera- hús sem eitthvað kveður að hafa einhvern tíma sett upp verk sem Conklin hefur hannað sviðsmynd- ina fyrir. Hann hefur hins vegar ekki átt upp á pallborðið hjá Evr- ópumönnum sem telja verk hans ekki sérlega mikið fyrir augað, þó að enginn efist um fagmennsku hans. Conklin þykir frjór hugmynda- smiður og hann segist hafa ánægju af því að reyna að sjá eitthvað nýtt út hlutunum, nota rönguna_ á efninu, breyta því sem fyrir er. „Ég heillast af hinu ófyrirséða... Þetta er eins og púsluspil. Maður skoðar hlutina, breytir þeim, fjarlægir þá. Ég þoli ekki sviðssetningar þar sem engu má breyta,“ segir hann. Öfgar og sparsemi Conklin lærði sögu við Yale- háskóla en sneri sér síðan að sviðs- hönnun. Snemma á sjöunda ára- tugnum vann hann við óperuna í Bayrenth þar sem hann heillaðist af uppsetningum Wielands Wagn- ers. Þegar hann sneri heim til Bandaríkjanna vann hann sem að- stoðarmaður á Broadway á veturna og hannaði fyrir fijálsa leikhópa. Hann er mjög áfram um að hanna fyrir bæði leikhús og óperur. Það þykir óvenjulegt í Bandaríkj- unum en „óperulegur" þýðir á máli leikhúsmanna öfgar í uppsetn- ingu, ftjálsræði og tilfinningasemi, að sögn Conklins. „Allt er gert af sparsemi í litlu leikhópunum og því er skrifað mikið af leikritum sem era fyrir þrjár persónur og eina fasta leikmynd." En Conklin er held- ur ekki að fullu sáttur við óperana. Hann er þekktur fyrir það að vera aldrei viðstaddur framsýningar á óper- um sem hann hefur hannað_ sviðsmyndir fyrir. Ástæðan er sú, segir hann, að engu er hægt að breyta. í leikhúsi séu forsýning- ar sem gefi mönnum færi á að meta verk sitt með tilliti til við- bragða áhorfenda, breyta þeim og bæta. Hin fullkomna blanda Conklin er óvæginn í garð tón- skáldanna og leikritahöfundanna. Niflungahringur Wagners sé eitt af óáhugaverðustu verkum Wagn- ers og Hindemith, höfundur Mathis der Maler, hafí haft „dramatískt innsæi á við fló“. Þá séu flestar nútímaóperur samdar af of mikilli fagmennsku og of litlum skilningi á leikhúsinu. Eftirlætishöfundar Conklins eru Bernini og Hándel sem hafi búið yfir „hinni fullkomnu blöndu tilfínningar og leikhúss“. Conklin nýtur viðurkenningar og hann getur leyft sér að velja og hafna hvaða leikstjórum hann vinn- ur með. Hann segist vilja vinna með leikstjórum sem helji sam- starfíð ekki með fullmótaðar hug- myndir um hvað þeir vilji, heldur þrói þær í samvinnu við sviðshönn- uðinn og fleiri. „Leikhús er lífkerfi og það verður að fá að þróast óhindrað. Það er ekkert eins leiðin- legt og að setjast niður, skipu- leggja hugmynd og framkvæma hana.“ Conklin leggur mikla áherslu á að áhorfendur eigi fullan rétt á að lýsa áliti sínu á uppsetningum og skilningur þeirra hljóti að vera rétt- ur. Ekki megi segja áhorfendum hver ætlunin sé með ákveðnum atriðum í uppsetningum, það tak- marki upplifun þeirra á verkinu og skilning á því. „Listin deyr þegar fólki finnst að einhver annar, gagn- rýnandi eða sérfræðingur, verði að túlka hana fyrir það.“ John Conklin. Rosenthal - f,ií velur sióí Glæsilegar gjafavörur Matar- og kaffistell í sérflokki Verð VÍð Clllra hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244. LISTIR i .r..... Morgunblaðið/Þorkell Viðurkenning Hagþenkis veitt Guðmundi Páli Olafssyni VIÐURKENNIN GU Hagþenkis 1995 hlýtur Guðmundur Páll Ólafs- son fyrir þijár bækur sem út komu á undanförnum níu árum. Þær eru Fuglar í náttúru Islands sem kom út 1987, Perlur í náttúru íslands frá 1990 og Ströndin í náttúru ís- lands sem kom út síðastliðið sum- ar. Bækurnar eru gefnar út af Máli og menningu og framleiddar í Prentsmiðjunni Odda. Undanfarin ár hefur Hagþenkir, sém er félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi fræðistörf og samningu fræðirita og námsefnis. Sérstakt viðurkenningarráð, skipað fulltrúum ólíkra fræðigreina og kosið til tveggja ára í senn, ákveð- ur hver viðurkenninguna hlýtur. Viðtakandi fær viðurkenningar- skjal og fjárhæð sem er nú 300.000 kr. í greinargerð Viðurkenningar- ráðs Hagþenkis er fjallað um marg- þætta kosti og eiginleika bókanna. Þar segir m.a.: „Stórverkin þijú eigi það sammerkt að listrænt auga hefur ráðið myndgerð og fræðileg- ur texti, alþýðufróðleikur og skáld- skapur hjálpast að við að gera bækurnar að ljársjóðum.“ Enn- fremur segir í greinargerðinni: „Vinnubrögð höfundar eru at- hyglisverð, því hann nær að flétta saman efni af margvíslegum toga af miklu listfengi. Úr samspili texta, sem fengnir eru úr ýmsum áttum, verður mögnuð sinfónía. Ljóð og þjóðfræði mynda samspil og leika undir við fræðilegan texta." Guðmundur Páll Ólafsson er fæddur 1941. Hann lauk B.Sc. prófí í dýrafræði frá Ohio State Univers- ity í Bandaríkjunum 1966. Hann las haflíffræði við háskólann í Stokkhólmi á árunum 1971-1974 og stundaði einnig nám í ljósmynd- un á þeim áram. Einnig hefur Guð- mundur numið myndlist í Banda- ríkjunum og þjálfað köfun þar og í Svíþjóð. Hann hefur starfað um skeið sem kennari og skólastjóri. Auk áðurnefndra verka hefur Guð- mundur Páll samið námsefni í líf- fræði fyrir grannskóla, tekið saman barnabækur um fugla, húsdýr og ijörulífverar og teiknað myndir í fræðirit. Flestar myndanna í stór- verkunum um náttúru íslands eru teknar af höfundinum. Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa Indriði Gíslason málfræðing- ur, Jón Gauti Jónsson landfræðing- ur, Kristín Bragadóttir bókmennta- fræðingur, Margrét Eggertsdóttir bókmenntafræðingur og Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur. Hjalti Hugason, formaður Hag- þenkis, afhenti viðurkenninguna við athöfn sem fram fór í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar sl. föstudag. Læpuleg endurkoma KVIKMYNPIR Stjörnubíó VANDRÆÐAGEML- INGARNIR (The Troublemakers) O I.eikstjóri Terence Hill. Handritshöf- undur Jess Hill. Aðalleikendur Ter- ence Hill, Bud Spencer. Þýsk/ítölsk. Rialto 1995. SÚ VAR tíðin að þeir Bud Spencer og Terence Hill gengu undir nafninu Trinity-bræðurnir og nutu vinsælda. Þeir félagarnir, sem standa sjálfir að baki þessarar óburðugu endurkomu, hafa greini- lega ekki litið á almankið né gert sér grein fyrir því að þeir voru aldrei annað og meira en dægur- flugur, rislágar í ofanálag. Það er annað uppá teningnum nú en í Tónabíói á áttunda áratugnum þegar við lá að börn og gamal- menni træðust undir á frumsýn- ingardögum fyrstu Trinity-mynd- anna. Þær komu í kjölfar „spag- hetti-vestranna“ vinsælu og gerðu óspart grín að hetjum þeirra. Trin- ity-myndirnar urðu allnokkrar, láku niður í ekki neitt, síðan reyndu þeir Hill og Spencer fyrir sér í öðrum, síst betri rullum, og féllu síðan í gleymsku. Vandræðagemlingarnir eru vond mistök. Félagarnir vafra um í sínu ímyndaða vestri (sjálfsagt einhversstaðar í gömlu Austur- Evrópu og illa gerðum sviðsmynd- um) og leika bræður. Ekki einu sinni kennda við Trinity. Hill reyn- ir að brosa, vera sjarmerandi og sleipur með byssuna einsog í „den“, en leiðist. Spencer virðist leiðast enn meira á milli þess sem hann handrotar eymingja á gamal- kunnan hátt. Söguþráðurinn, sem er ómerkilegur samtíningur uppá- koma úr fjölda mynda, verður aldr- ei spennandi eða skemmtilegur - þrátt fyrir að bræðurnir virðist standa í þeirri meiningu að þeir séu að reyta af sér brandara. Þeir eru bara ekki fimm aura virði. Ekki bætir úr skák að lopinn er teygður hátt í tvo tíma svo það reyndi meira en lítið á þolinmæð- ina. Við skulum rétt vona að þeir reyni þetta ekki aftur næstu tutt- ugu árin. Sæbjörn Valdimarsson UTSALAN ER HAFIN n e x 10-60% afsláttur ÚLPUR - ÍÞRÓTTASKÓR - ÍÞRÓTTAGALLAR - SKÍÐASAMFESTINGAR O.FL. FVRIR BÖRN OG FULLORÐNA »hununel'i SPORTBÚÐIN IMÓATÚIXII 17 sími 511 3555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.