Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 27 pltrgawMalíllí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR UMRÆÐUR um rekstrar- vanda sjúkrahúsanna eru smátt og smátt að færast í þann farveg, að sameining stóru sjúkra- húsanna í Reykjavík í eitt fullkom- ið hátæknisjúkrahús geti verið skynsamleg leið. Sigurður Guð- mundsson, yfírlæknir á Landspít- ala og dósent við læknadeild Há- skóla íslands, skrifaði tvær grein- ar um þessi mál í Morgunblaðið sl. fimmtudag og föstudag. í seinni greininni sagði Sigurður Guðmundsson m.a.: „Samkeppni sjúkrahúsa á borð við Landspítala og Borgarspítala í litlu landi, um dýra hátækniþjón- ustu, um meðferð vandamála, sem kalla á samstarf margra þátta og sérgreina heilbrigðisþjónustunnar o.s.frv. er óhagkvæm. Á þetta hafa margir bent á undanförnum árum, m.a. alþjóðlegt fyrirtæki um rekstrarráðgjöf til sjúkrahúsa, nýlegt Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins o.fl. Með samruna spítal- anna væri auðveldara að afla nýrra og dýrra tækja og nýting þeirra yrði hagkvæmari, fágætar og nýjar sérgreinar læknisfræð- innar nýttust betur, sjúkradeildir nýttust betur vegna stærðar, auknir möguleikar væru á frekari sérhæfíngu starfsfólks, sérstakar bakvaktir fyrir sérhæfða þjónustu nýttust betur, aðstaða til rann- sókna og kennslu ykist og batnaði og jafnvel væri unnt að spara kostnað við stjómun. Sjúkrahúsin eiga ekki að vera í samkeppni hvort við annað að þess'u leyti heldur við sambærileg sjúkrahús í nálægum löndum. Þannig héld- um við bezt uppi gæðum þjónustu án þess, að tilkostnaður ykist umfrám það, sem nú er.“ Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Sigurður Guðmundsson víkur síðan að öðrum þáttum þessa máls og segir: „Rökin, sem komið hafa fram í samtölum manna á meðal gegn þessu hafa flest verið tilfinningaleg og vissulega mun samruni af þessu tagi reynast erfíður. Rétt er þó að minnast þess, að mönnum tókst að sam- eina flugfélögin á sínum tíma, þrátt fyrir mikið umrót og ég held, að flestir séu nú sammála um, að sú ákvörðun hafí verið skynsamleg. Bankar og trygg- ingafélög hérlendis hafa verið sameinuð án verulegra blóðsút- hellinga, einfaldlega vegna þess, að það var hagkvæmt. Hver er munurinn á því og sameiningu stóru spítalanna, minnug þess, að þeir eiga að keppa við spítala er- lendis en ekki innbyrðis?" Það er full ástæða til að íhuga þau rök, sem yfirlæknirinn setur hér fram. Starfsfólk sjúkrahús- anna er áreiðanlega orðið lang- þreytt á árlegum umræðum um niðurskurð á sjúkrahúsum. Lokun deilda hluta úr ári gengur svo langt, að það veldur umtalsverð- um vandamálum hjá sjúklingum og aðstandendum. Þess vegna er nauðsynlegt að leita nýrra leiða til þess að auka hagkvæmni í rekstri sjúkrahúsa. Þegar hugmyndir erlends ráð- gjafafyrirtækis komu fram fýrir nokkrum árum um sameiningu Borgarspítala og Landspítala var ljóst, að ekki var jarðvegur fyrir slíkri sameiningu þá. Nú hefur mikið vatn til sjávar runnið. Borg- arspítali og Landakotsspítali hafa verið sameinaðir í Sjúkrahús Reykjavíkur. En krafa fjárveit- ingavaldsins um aukinn spamað í rekstri sjúkrahúsa er mikil eftir sem áður fyrst og fremst vegna þess, að kostnaður við rekstur sjúkrahúsa eykst svo mjög. Þegar hér er komið sögu átta menn sig kannski betur á því, að það er lítið vit í því fyrir svo lítið samfélag sem okkar að halda uppi tveimur hátæknisjúkrahús- um. Til hvers? Margvíslegur tækjabúnaður, sem sjúkrahús nota verður stöðugt fullkomnari og um leið dýrari. Hvaða þörf er á því fyrir lítið þjóðfélag að eiga þennan búnað tvöfaldan? Auk þess bendir Sigurður Guðmunds- son á margar röksemdir sem snúa að rekstrinum sérstaklega. Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, er bersýnilega með í undirbúningi byltingar- kenndar tillögur um skipulag heil- brigðiskerfísins. Er ekki tíma- bært, að ráðherrann beiti sér fyr- ir rækilegri könnun á kostum þess og göllum að sameina sjúkrahúsin tvö í Reykjavík? BATNANDI TÍÐ í SKIPA- SMÍÐA- IÐNAÐI FYRIR nokkmm ámm höfðu menn ekki mikla trú á fram- tíð fyrirtækja í skipasmíðaiðnaði. En nú er öldin önnur. Samkvæmt yfírliti um stöðu þessarar iðngrein- ar, sem birtist hér í blaðinu sl. fimmtudag virðist þessi iðngrein á uppleið, næg verkefni og jafnvel skortur á sérhæfðu starfsfólki. Meginástæðan fyrir batnandi hag í skipasmíðaiðnaði er einfald- lega betri staða sjávarútvegsfyrir- tækja yfírleitt en jafnframt er ljóst, að fjárfestingar íslendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum í öðmm löndum em að skila sér, m.a. í auknum verkefnum þaðan hjá ís- lenzkum skipasmíðastöðvum. Skipasmíðaiðnaðurinn á íslandi hefur búið við miklar sveiflur á síðustu þremur áratugum frá því, að Jóhann Hafstein, þáverandi iðnaðarráðherra, beitti sér fyrir því, að mikill kraftur var settur í uppbyggingu skipasmíðaiðnaðar í landinu. Þótt oft hafí árað illa hefur þessi iðngrein lifað af. Væntanlega hafa menn lært svo mikið af reynslu liðinna ára að framtíðin verði bjartari. SAMEINING STORU S JÚKRAHÚ S ANN A 110 ÉG 11U »minntist á Tómas. Þegar ég lít til baka og hugsa um Tómas Guðmunds- son gæti ég ímyndað mér að hann hafí skilið eftir einhver svipuð hughrif í mér og okkur sem þekktum hann náið og Jónas í vinum sínum og samtímamönnum. Ég tel því það hafí verið einstök forréttindi að hafa kynnzt honum og eignazt hann að vini og lærimeistara. Þegar hugurinn hvarflar að þessu dettur mér í hug það sem hann sagði eitt sinn við mig um Jónas Hallgrímsson og áhrif hans á síðari tíma ljóðskáld. Hann sagði að sum ljóð Jóhanns Siguijónsson- ar, sem hann mat mikils, hefðu jafnvel orðið hart úti vegna þess- ara áhrifa. Þegar Jóhann yrkir undir Ijóðahætti, sagði Tómas, er einsog ljóðin verði utanveltu í skáldskap hans. Það er engu lík- ara en þau eigi ekki heima þar. í þessum ljóðum hefur Jónas lagt hann undir sig: Heyrðir þú, móðir, hljóðar bænir og harmatölur hnipins vinar - stryki hugur þinn hendi mjúkri enni vinar þíns elliþreytt, yrkir Jóhann til móð- ur sinnar. Hann kemst þó varla að í ljóðinu vegna álei- tinnar nærveru Jón- asar. Tómas sagði mér að hugur hans hefði oft hvarflað til Jónasar, þegar hann var að yrkja ungur drengur austur við Sog. En hann las einnig erlendan skáldskap. Þýðing sr. Matthíasar á Manfred dró að sér athygli hans og hann sagðist hafa kunnað þetta ljóðaleikrit utanbókar. í sveitinni heima, sagði hann, orti ég fyrir Byron og náttúruna. Margir útlendir veiðimenn veiddu í Soginu á sumri hveiju. Dvöl þeirra setti annan svip á til- veruna en þann sem ég átti að venjast, sagði Tómas, mig grunaði stærri heim. Þóttist vita ég myndi fara eitthvað burt og ekki ílendast í sveitinni. Annað kom ekki til greina en ég yfírgæfi þessa um- gjörð æsku minnar án þess þó ég hefði neitt á móti henni. Annars taldi Tómas að Baud- elaire hefði verið mesta ljóðskáld sem uppi hefur verið og hann hafði löngun til að þýða tólf Ijóða hans, áðuren yfír lyki. Hann sagð- ist hafa þýtt tvö ljóð um dagana. Annað var eftir Kipling, hitt eftir Sigurð Grímsson. Þýðingin á ljóði Sigurðar var til gamans gerð. Hún var þáttur af daglegum uppákom- um skólaskáldanna í þá daga. En tíminn breytist. Ég hef skýrt frá því annars staðar að Tómas rímaði ekki ptjónastofuna Malín á móti Stalín rímsins vegna, heldur lá dýpri merking að baki þeirri ákvörðun. Hún var engin tilviljun. Hún var í tengslum við alþjóðastjórnmál þess tíma og pólitísk átök hér heima. Hreiður nazista var þarna á næstu grösum og hann vildi sýna þeim rótgróna fyrirlitningu sína. Á þeim árum sem ljóðið var ort, vissu flestir við hvað var átt. Tómas sagði að ekki væri nauð- synlegt að skilja ljóð til að geta notið þess. Heimurinn breyttist og gömul orð fengju nýja merk- ingu og ný orð leystu gömul af hólmi. Þarsem einusinni voru tún eða mýrar eru nú götur og gang- stéttar. Þegar ég orti um bátana í Vesturbænum, sagði Tómas, hafði ég gömlu Selsvörina í huga, en nú er hún gjörbreytt. Bátarnir horfnir og búið að fylla upp í vör- ina. Og líklega er enginn drauga- gangur lengur á þessum slóðum. Og kolakranalaus er Reykjavík ekki sama borg og áður. HELGI spjall Aallmörgum und- anfömum ámm hefur orðið töluverð breyting á því hvað talið er til verðmætra eigna. Sú var tíðin, að talið var mestu máli skigta að eiga fasteignir. Á ann- an hátt gæti fólk ekki varið sparifé sitt fyrir ágangi verðbólgunnar. Viðhorf til þess konar eigna er gjörbreytt, eins og allir vita. Nú eiga einstaklingar fleiri kosta völ í þeim efnum. Umræður um kvótakerfíð hafa orðið til þess að opna augu fólks fyrir því, að til em annars konar verðmætar eignir en fast- eignir, hlutabréf eða önnur verðbréf. Fiskimiðin við íslands strendur era sameign íslenzku þjóðarinnar lögum samkvæmt en ríkisvaldið hefur ákveðið að úthluta tak- mörkuðum hópi manna rétti til að nýta þessa auðlind fyrir ekki neitt. Þessi hópur stundar síðan viðskipti með þennan veiði- rétt, sem hefur reynzt stóreign. Söluand- virðið rennur hins vegar ekki í vasa þjóðar- innar eins og allir vita heldur þeirra ein- staklinga og fyrirtækja, sem hafa fengið ókeypis úthlutun á þessum réttindum. I tengslum við þessar umræður hefur smátt og smátt vaknað skilningur á því, að ríkisvaldið hefur einnig úthlutað réttind- um til að nota aðra slíka sameign þjóðarinn- ar fyrir ekki neitt, þ.e. sjónvarpsrásum. Slíkar rásir eru takmörkuð auðlind og þeim hefur ríkisvaldið úthlutað fyrir ekki neitt til ríkissjónvarps, Stöðvar 2 og Sýnar. Kannski áttar fólk sig betur á því, að hér er um takmarkaða auðlind að ræða, þegar komið hefur í ljós, að Stöð 3 og Fjölvarp Stöðvar 2 hafa lent í margvíslegum erfið- leikum við að sjónvarpa á örbylgju eins og kunnugt er. í sumum nágrannalanda okk- ar, eins og t.d. í Bretlandi, er talið sjálf- sagt að bjóða þessi réttindi upp og að hæstbjóðandi fái þau í ákveðinn árafiölda. Hið sama er að gerast með símarásir. Þjóðin á fleiri eignir en auðlindir hafsins og sjónvarps- og símarásir. Sú eign þjóðar- innar, þar sem ávöxtunin hefur aukizt mest á undanförnum árum er náttúra landsins. í umræðum innan stjórnmála- flokka í öðrum löndum, t.d. brezka íhalds- flokksins, hafa menn stöðvað við þá eign, sem fólgin er í náttúrulegu umhverfi og velt fyrir sér þeirri spumingu, hvernig hægt væri að verðleggja slíkar eignir. Ef t.d. hugmyndir era uppi um að leggja veg eða mikið samgöngumannvirki yfir ákveð- ið landsvæði er ekki talið nægilegt að gera kostnaðaráætlun, sem byggir á kostn- aði við framkvæmdimar sjálfar heldur er talið nauðsynlegt að meta hvers virði í beinhörðum peningum umhverfíð er og þá jafnframt, hvort það geti skilað meiri arði með annars konar nýtingu en nýjum vegi. í óspilltri náttúru íslands felst gífurleg eign íslenzku þjóðarinnar, mesta eignin ásamt auðlindum hafsins og ekki auðvelt að meta hvor eignin er verðmeiri. Eins og allir vita hefur ferðaþjónusta verið sú at- vinnugrein landsmanna, sem venð hefur í örustum vexti undanfarin ár. Ástæðan fyrir því, að fólk vill koma hingað er sú, að það sækist eftir náinni snertingu við íslenzka náttúru, landið, vötnin, fjöllin, jöklana, árnar, öræfín, útsýnið. Við höfum vaxandi tekjur af þessari eign og ef rétt er á haldið er vafalaust hægt að auka þessar tekjur umtalsvert frá því, sem nú er. Þótt náttúra landsins hafí ekki verið skilgreind með þessum hætti fyrr á árum hafa menn þó alltaf risið upp, ef hugmynd- ir hafa verið um að ganga of langt í að raska henni. Fyrir nokkrum áratugum komu t.d. upp hugmyndir um að virkja Gullfoss og þá var m.a. beitt þeirri rök- semd, að hægt væri að hleypa vatni á fossinn yfir aðalferðamannatímann. Þau áform mættu slíkri andstöðu meðal al- mennings, að þau voru lögð til hliðar. Þar var almenningur að veija eign sína, Gull- foss. Fólk gerði sér grein fyrir, að Gull- foss var meira virði í óbreyttri mynd en með því að virkja hann. Deilurnar um Laxárvirkjun fyrir þremur áratugum voru af sama toga spunnar. Bændur á því svæði vora í raun og vera að veija þá miklu eign, sem felst í ósnortinni náttúra þess svæðis. Umræður undanfarinna ára um starf- semi Kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn eru einnig dæmi um, að menn gera sér grein fyrir því, hversu miklu máli skiptir að ekki verði umhverfísslys við Mývatn. Náttúran og umhverfið við Mývatn eitt út af fyrir sig eru gífurleg verðmæti og munu skila íslenzku þjóðinni meiri hagn- aði en kísilgúrverksmiðjan getur nokkurn tíma gert. Umræður undanfarinna ára um legu háspennulínu á Norðausturlandi era enn ein staðfesting á auknum skilningi manna á því, hvers virði náttúran, umhverfíð, útsýnið eru. Allt snýst þetta um það að eyðileggja ekki þau verðmæti, sem þama eru á ferð og eru kannski að einhveiju leyti óáþreifanleg en vilji menn leggja á þau peningalegt mat er hægt að gera það á einfaldan hátt. Ferðamenn mundu ekki hafa sama áhuga á að ferðast um óbyggð- ir á Norðausturlandi, ef útsýnið væri eyði- lagt með háspennulínum. Ein mesta eign íslenzku þjóðarinnar í þessum skilningi era óbyggðir landsins, hálendið. Á hveiju einasta ári kemur hing- að mikill og vaxandi íjöldi erlendra ferða- manna í þeim tilgangi einum að ferðast um óbyggðir íslands. Þetta era engar lúx- usferðir. Þvert á móti era þær erfiðar. Þess- ir ferðamenn gista í tjöldum eða sæluhús- um, fara um hálendissvæðin, ganga klukku- tímum saman og njóta náttúra íslands. Þeir sækjast eftir ósnortinni og óspilltri náttúra. Þeir sækjast ekki eftir skipulögð- um ferðamannasvæðum með miklum mannvirkjum fyrir þjónustu við ferðamenn. Mesta_ breytingin, sem orðið hefur á ferðum íslendinga og útlendinga um há- lendið á síðasta aldarfjórðungi er sú, að nú er lögð áherzla á gönguferðir og hesta- ferðir. Fyrir aldarljórðungi voru fleiri út- lendingar á ferð um hálendið en íslending- ar. Þar heyrðist oftar töluð útlenzka en íslenzka og þá fyrst og fremst þýzka. Og þá ferðuðust menn fyrst og fremst á bíl- um. En jafnframt því, sem gönguferðir og hestaferðir hafa náð miklum vinsældum er hálendið að opnast fyrir vetrarferðir og þar koma snjósleðar ekki sízt við sögu. Vetrarferðir um hálendið eru stórkostleg upplifun en þær eru líka varasamar vegna veðurfars. Jöklarriir era líka að opnast sem ferðamannasvæði. í þeim er gífurleg eign fólgin í þeim skilningi, sem hér er rætt um. En þeir eru líka hættulegir eins og nýleg atvik sýna og það á raunar við um allar óbyggðir íslands. En kjarni málsins er þessi: ósnortin, óspillt náttúra íslands er ein mesta eign íslenzku þjóðarinnar. í henni eru fólgin gífurleg verðmæti, sem hafa gefíð okkur mikinn arð undanfarin ár og búast má við að gefi okkur meiri arð á næstu áram. í vissum skilningi getur náttúran verið óþijótandi auðlind - ef rétt er á haldið. m—mmmmmmm í gær, föstu- Fram- dag, birtist hér í kvæmdir a kort, sem sýnir til- hálendinu lögu að deiluskipu- lagi Hveravalla í Svínavatnshreppi. Samkvæmt þessu korti á að koma þar fyrir fullkominni ferða- mannamiðstöð. Þar á að koma fyrir skipu- lögðum bílastæðum, tjaldstæðum, stæðum fyrir tjaldvagna, gistirými o.s.frv. Nýjan skála Ferðafélags íslands á að fjarlægja skv. þessu deiliskipulagi. Samkvæmt frétt, sem fylgdi með kortinu liggja þessar tillög- ur frammi til kynningar til 15. febrúar. í svokallaðri frummatsskýrslu, sem lögð hefur verið fram segir m.a.: „... að enginn vafí sé á að þær framkvæmdir, sem deili- skipulagið gerir ráð fyrir .. . séu jákvæðar fyrir Hveravelli og nauðsynlegar til að hægt sé að taka á móti þeim ferðamönn- um, sem heimsækja Hveravelli án þess, að staðurinn láti á sjá.“ í tillögunum segir, að markmið þeirra REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. janúar GENGIÐ Á VÍFILFELL Ljósmynd/Ingólfur Guðmundsson sé að „vernda svæðið, sem látið hefur á sjá á síðustu árum... (ná) stjóm á og skipuleggja vaxandi umferð, ágang og gera svæðið þannig úr garði að það geti tekið við þessari umferð án þess að gróður og náttúraminjar skemmist." Samkvæmt frétt Morgunblaðsins á að koma þarna fyrir bílastæðum. léttri rafmagnsgirðingu, nýju tjaldstæði, reisa rafstöð, birgða- geymslu fyrir olíu og benzín og koma upp sameiginlegri hitaveitu, grafa ferskvatns- brann eða grunna borholu og leggja rot- þró, siturlögn og fráveitulagnir. Jafnframt á að fiarlægja nýjan skála Ferðafélags íslands, sem félagið hefur mótmælt. Allt er þetta umhugsunarefni. Færa má rök að því, að svæðið norðan Hvera- valla hafi verið eyðilagt með því að leggja þar uppbyggðan veg og byggja brýr. Töfr- ar óbyggðaferða hverfa fljótt, þegar ekið er eftir slíkum samgöngumannvirkjum. Nú fer það ekki á milli mála, að álagið á fjölmennustu áningarstaðina á hálend- inu, svo sem Hveravelli og Landmanna- laugar er gífurlegt og þessir staðir hafa látið á sjá af þeim sökum. En það hlýtur bæði að vera spurning, sem kallar á víð- tækar umræður þeirra, sem mesta reynslu hafa á þessu sviði, hvernig mæta á þeim vanda og líka hitt hveijir era bezt til þess fallnir að sjá um slíkar framkvæmdir. Það sem snýr að Hveravöllum í þessum efnum á líka við um Landmannalaugar og Herðubreiðarlindir, svo að þijú dæmi séu nefnd um vinsæla áningastaði í óbyggðum. Það er nú þegar búið að fram- kvæma of mikið á hálendinu án þess að raunverulegar umræður hafi farið fram um það, hvernig þessi mikla þjóðareign verði bezt varðveitt. Sá aðili, sem staðið hefur fyrir mestum framkvæmdum á þessu svæði er Landsvirkjun. Sumum finnst þær framkvæmdir hafa gengið of langt a.m.k. án þess að stefnUmarkandi umræður hafi farið fram í þjóðfélaginu um það, hvernig standa ætti að verki. Óbyggðir, þar sem búið er að leggja fullkomna vegi, brúa ár og byggja upp fullkomnar ferðamannamiðstöðvar út um allt hafa ekki sama aðdráttarafl fyrir ís- lendinga og útlendinga og hálendi, sem að mestu er ósnortið, eins og það hefur verið til þessa. Þess vegna má færa rök að því, að á sama hátt og við höfum geng- ið of nærri fískistofnunum í auðlindinni við strendur landsins og höfum þurft að leggja mikið á okkur til þess að byggja þá upp á ný, séu nú vísbendingar um að við séum að falla í sömu gryfju á hálendinu. Telja menn það skynsamlega nýtingu á óbyggðum íslands að leggja fullkomna, uppbyggða, malbikaða vegi um hálendið fram og aftur, byggja brýr yfír allar ár, sem á vegi manna verða, byggja fullkomna áningarstaði með gistiaðstöðu, benzín- stöðvum, sjoppum og öllu tilheyrandi? Er þetta eftirsóknarverð framtíðarsýn? Jafn- vel þótt við leggum til hliðar tilfinningu fyrir fegurð náttúrunnar og umhverfi og leggjum einungis peningalegan mæli- kvarða á hugsanlega arðsemi þessarar eignar á næstu öld má spyija, hvort ferða- menn frá Evrópulöndum, sem hingað koma á hveiju sumri til þess að ferðast um öræf- in muni gera það í sama mæli, þegar „menningin" hefur lagt öræfin undir sig. Hingað til og áratugum saman eru það Ferðafélag íslands og ferðafélög einstakra landshluta, sem hafa komið upp sæluhús- um á áningarstöðum í óbyggðum. Þessi félög hafa staðið vel að verki. Nú ætlar Svínavatnshreppur að fjarlægja skála Ferðafélags íslands við Hveravelli. Nú telja menn sig bersýnilega geta sagt: nú get ég! En geta þeir? Ætli sé ekki skynsamlegra að njóta forystu og ráða þeirra, sem áratugum sam- an hafa af einskærum áhuga sinnt þessum málefnum. HÉR ER STÓR- mál á ferð, eitt hið stærsta, sem nú er á döfinni. Það er alveg nauðsynlegt að stefnumarkandi umræður fari fram á Alþingi og meðal almennings um það, hvernig standa beri að verndun öræfa og óbyggða á næstu árum og áratugum. Almenningur þarf að lýsa sinni afstöðu. Alþingi þarf að ræða þetta mál og leggja stefnumarkandi lín- ur. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að taka afstöðu til þess. Ferðafélag íslands og ferðafélög einstakra landshluta, sem hafa mesta reynslu á þessu sviði þurfa að láta til sín heyra. Náttúruverndarsamtök þurfa að koma fram með sín sjónarmið. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að lýsa sinni reynslu. Allt þetta þarf að gerast áður en fyrstu framkvæmdir hefjast skv. skipulagi á hálendinu. Þau drög að skipu- lagi miðhálendis, sem Skipulag ríkisins hefur unnið að og fjallað er um í þessu tölublaði Morgunblaðsins leggja góðan grundvöll að þessum umræðum, sem eru hins vegar alger forsenda þess, að hægt verði að ganga endanlega frá því skipu- Iagi. Þessar umræður þurfa að byggja á þeirri grundvallarhugsun að um sé að ræða eina mestu eign íslenzku þjóðarinn- ar, eign, sem er a.m.k. jafnverðmæt og fiskimiðin við strendur landsins. Við þurf- um að spyija tveggja spurninga: í fyrsta lagi hvernig við verndum þessa eign bezt, þannig að ekki verði gengið á hana um of og í öðru lagi hvernig við ávöxtum hana bezt, þannig að þjóðin fái góðan arð af eign sinni. Uti um allan heim hafa náttúra og umhverfi verið eyðilögð bæði með slæmri umgengni og líka vegna framkvæmda, sem mannfólkið hefur staðið fyrir. Það er ekki of seint að koma í veg fyrir slík mistök í óbyggðum íslands. Þær eru enn ósnortnar að mestu. En það er margt, sem bendir til þess að hætta sé á ferðum og tilhneiging sé til þess að taka ákvarðanir hér og þar án þess að heildaryfirsýn sé fyrir hendi. Hér þarf forystu Alþingis og ríkisstjórnar og þeirra félagasamtaka, sem mesta þekkingu og reynslu hafa. Stefnu- markandi umræður „Telja menn það skynsamlega nýt- ingu á óbyggðum Islands að leggja fullkomna, upp- byggða, malbik- aða vegi um há- lendið fram og aftur, byggja brýr yfir allar ár, sem á vegi manna verða, byggja fullkomna áning- arstaði með gisti- aðstöðu, benzín- stöðvum, sjoppum og öllu tilheyr- andi? Er þetta eft- irsóknarverð framtíðarsýn?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.