Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 52
Þaö tekur aöeins ivirkan^^ dag ...... m , þinum til skila tmiwtjMfiMt* /m\ jþxeígfair Iþöirif Ikmeinujir!! m RISC System / 6000 <o>- > NÝHERJI i MORGV::tjLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, Síta 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBLfSCENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Töfrar Tjarnarinnar TJÖRNIN í miðborg Reykjavíkur er griðastaður manna og dýra, jláð og mærð af skáidum. I blíð- unni undanfarið hefur hún skart- að sínu fegursta í gulri síðdegis- birtunni. Endurnar og álftimar njóta þess einnig þegar vel viðrar því þá fjölgar heimsóknum smá- fólksins, sem kemur færandi hendi með brauðmola. Háhitasvæði í Brennisteinsfjöllum Virkjun gæti gefið 100 MW HÁHITASVÆÐI hefur fundist í Brennisteinsfjöllum, um 15-20 kíló- metra fyrir sunnan Reykjavík, á mörkum Gullbringu- og Árnes- sýslna, og segir Valgarður Stefáns- son, deildarstjóri forðafræðideildar Orkustofnunar líkur á að um álitlegt hánitasvæði til virkjunar sé að ræða. „Við höfum ekki borað og hofum því aðeins frumrannsóknir til viðmið- unar, en miðað við stærð erum við að tala um orkuvinnslu sem er að minnsta kosti 100 megawött til raf- orkuvinnslu," segir hann. Á stærð við Námafjall Valgarður segir hægt að virkja svæðið til raforkuvinnslu, miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. „Ég tel að þetta sé mjög áhugavert fyrir þjóðina, en hins vegar eru margar orkulindir á íslandi ónýttar og fjárhagslegt gildi orkulinda er lítið án markaðar fyrir orkuna.“ Rannsóknir á svæðinu hafa farið fram síðustu tvö ár. Valgarður segir að um aldir hafi verið vitað að hiti væri í Brennisteinsijöllum, en þar var reynd brennisteinsvinnsla á öld- inni sem leið. Hins vegar hafí menn talið að það væri um lítið og ómerki- legt háhitasvæði að ræða enda jarð- hiti lítt sjáanlegur á yfírborði. „Þegar við beitum viðnámsmæl- ingum á þetta svæði kemur fram mynd sem bendir til að þarna sé um mikiu stærra svæði að ræða en menn héldu áður, eða svipuð og neðanjarðarmynd sem við sjáum t.d. í Námafjalli í Mývatnssveit. Fyrstu ályktanir eru því að þetta svæði sé af svipaðri stærð,“ segir hann. Valgarður segir að boranir kosti uifci 100 millj kr. Óvíst sé hveijir muni kosta þær. Ríki og orkufyrir- tæki séu treg til að láta fé af hendi rakna. Hafnar- fjörftur iLanga’ Heiöin há Brenni steins- fjöll ielvogui 10km Morgunblaðið/Rax Frumulíffræðideild rannsóknastofu HI * Islenska rannsókn- in stendur „ÉG hef ekki séð grunngögnin frá Noregi þannig að ég á erfitt með að tjá mig um þær rannsóknir en þessar íslensku rannsóknir standa,“ sagði dr. Sigurður Ingvarsson, líffræðing- ur á frumulíffræðideild Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði. Þar var unnin DNA-rannsókn vegna nauðgunarmáls sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Á grund- velli hennar m.a. var breskur sjómað- ur dæmdur í 12 mánaða fangelsi. Nú er komin fram norsk rannsókn þar sem niðurstöður eru þær að að- ild breska sjómannsins sé útilokuð. Aðspurður um hugsanlegar skýr- ingar á ósamræmi. í niðurstöðunum, sagðist Sigurður ekki vita hve mikið ósamræmið væri fyrr en hann sæi grunngögn frá Noregi. „Fyrsta spurningin er hvort verið sé að mæla sömu sýni, í öðru lagi hvort til séu sýni úr öllum sem hlut eiga að máli. Ég veit ekki hvað þetta sýni kom víða við sem verið var að mæla,“ sagði Sigurður. Hann sagðist ekki hafa haft miiligöngu um send- ingu sýnisins til Noregs. Sigurður kvaðst telja eðlilegt að bera saman gögn og niðurstöður rannsóknanna tveggja en kvaðst ekki vita hve langan tíma það tæki. „Þetta er tímafrekt af okkar hálfu enda er engin fjárveiting til að sinna svona málum á okkar rannsóknar- stofu. Það er því erfitt að ákvarða hvað þetta tekur langan tíma.“ Aðspurður hvers vegna DNA- rannsóknir 5 sakamálum hefðu ekki verið gerðar fyrr á íslandi sagði Sig- urður að sennilega væri aðalástæðan sú að í sumum málum þyrfti að meðhöndla sýni sérstaklega. „Það þarf ákveðna rútínu í því og það þykir ekki borga sig fyrir örfá tilfelli á löngu tímabili. Það er lang- heppilegast að rannsóknastofa með rútínu á slíkum málum sjái um þetta þótt hér séu til öll tæki til að gera DNA-greininguna,“ sagði Sigurður Ingvarsson. Sláturfélagi Suðurlands synjað um útflutningsleyfi á ESB-markað Skilyrðum breytt að loknum endurbótum SLÁTURFÉLAGI Suðuriands hefur verið synjað um útflutningsleyfí á markað Evrópusambandsins, þrátt fyrir að hafa breytt sláturhúsi sínu á Selfossi fyrir um 40 milljónir króna að kröfu dýralæknis frá ESB, sem kom hingað til lands haustið 1994. Sláturhús Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfn og sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga hafa verið með út- flutningsleyfi á Evrópusambands- markað. Þessi sömu sláturhús, slát- urhús SS og sláturhús. Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, hafa haft útflutningsleyfi á Bandaríkjamarkað en þegar Bandaríkjamenn gerðu kröfu um að hrossaslátrun yrði hætt afsöluðu húsin á Selfossi og Hvammstanga sér sínum útflutn- ingsleyfum þangað. Steinþór Skúla- son, forstjóri Sláturfélags Suður- lands, segir að félagið hafi frekar viljað stefna að því að fá leyfi á ESB-markað. Fláningslína ekki af réttri gerð „Húsið okkar var skoðað af dýra- lækni ESB haustið 1994 og hann skilaði skriflegum athugasemdum um endurbætur sem hann vildi sjá á húsinu. Við unnum að þeim endur- bótum næstu 12 mánuði í mjög nánu samráði við yfirdýralæknis- embættið þar til við töldum okkur vera búna að búa húsið eins og þyrfti til að fá leyfið. í haust kom annar dýralæknir til að taka út end- urbætumar en hann synjar okkur um leyfið á þeirri forsendu að röng gerð af fláningslínu sé í húsinu. A það hafði ekki verið minnst einu orði í kröfum þess sem skoðaði árið áður. Þess ber að geta að húsin á Hvammstanga og á Höfn eru með eins fláningslínu og við og þurfa þau einnig að skipta. Þau hafa gef- ið út yfirlýsingu um að þau verði búin að því fyrir næsta haust og fá að halda sínum leyfum. Við höfum einnig lýst yfir að við munum skipta fyrir haustið en okkur er samt sem áður synjað," segir Steinþór. Hann segir að Sláturfélagið hafi óskað eftir þvi við landbúnaðarráðu- neytið að það taki málið upp við utanríkisráðuneytið og freisti þess að fá þessa ákvörðun endurskoðaða svo að húsin sitji öll við sama borð því það sé með ólíkindum að svona vinnubrögð líðist. Hann segir að með því að nota þessa átyllu til að veita ekki leyfið sé nánast verið að beita viðskiptahindrunum. Steinþór segir að SS hafi lagt fram 32 milljónir af eigin fé í endur- bætur á sláturhúsinu, 8 milljónir hafi fengist úr Framleiðnisjóði. Lauslega áætlaður kostnaður við að skipta um fláningslínu sé nálægt 10 milljónum króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.