Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Er hinn heimsfraegi lögfræðingur á leið til dóms- Já, herra dórnari, við skulum sanna að skjólstæð- hússins? Mjög mikilvægt mál. ingur minn ætlaði sér aldrei að fara inn i garðinn hans Guðmundar. BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Miðhúsasjóður og vísindafrelsi Frá Birgi Guðjónssyni: SKOÐANIR sem ganga þvert á skoðanir ráðamanna hafa í íslensku máli verið nefndar trúvilla (á ensku heresy). Trúvilla gat varðað dauða- sök. Alllangt er síðan trúvilluaftökur voru aflagðar í hinum vestræna heimi en virðast nú aftur uppteknar á íslandi. Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson hefur fengið áminningu frá þjóð- minjaverði með fullri blessun þjóð- minjaráðs. Áminning er fyrsta stigið í brottrekstri úr opinberu starfi og atvinnulegri aftöku. Sök dr. Vil- hjálms virðist vera sú, að hafa haft þá skarpskyggni til að bera að sjá að eitthvað væri bogið við Miðhúsa- silfrið, og kjark til að halda því fram. Samkvæmt blaðafregnum hafa erlendir sérfræðingar staðfest að við smíði hluta sjóðsins hefur silfursmið- ur notað tækni sem eingöngu var til staðar eftir iðnbyltingu. Hluti sjóðs- ins er því ótvírætt fabrikeraður. Dr. Vilhjálmur Orn reyndist þann- ig hafa á réttu að standa. Slíkt virð- ist vera dauðasök þegar forsvars- menn íslenskra fornleifa hafa talið það meðal merkustu fomleifafunda á íslandi og helgidóm hinn mesta. Erlendu sérfræðingarnir hafa hins vegar ekki verið sammála um hversu mikið af sjóðnum gæti verið forn og safnið hefur ekki gert tilraun til að fá endanlega úr því skorið. Þjóðminjasafnið ætti að vera áreiðanleg miðstöð vísindalegra rannsókna á íslenskum fomminjum. Þjóðminjavörður telur það hafa orðið fyrir ómaklegu aðkasti. Vísindavinna getur aldrei verið hafín yfír gagnrýni eða endurskoðun, hún verður einfald- lega að standast hana. Áminning sú sem dr. Vilhjálmi Emi er veitt er ósæmiieg aðför að vísindaiðkun og skoðanafrelsi. Hún verður vart til að bæta ímynd Þjóðminjasafnsins. BIRGIR GUÐJÓNSSON, sérfræðingur í lyflækningum. Falleg mynd um vættir lands Frá Baldri Hermannssyni: ÞAÐ ER full ástæða til að þakka Sjónvarpinu fyrir athyglisverða heimildarmynd, sem sýnd var á sunnudagskvöldi og fjallaði um vætt- ir landsins. Þetta var falleg mynd og fróðleg. Myndataka var mjög óvenjuleg á köfluhi - landið ýmist sveipað dvínandi dagsbirtu, tungls- Ijósi eða snjómuggu og sýnist mér að þar hafi Sigurður Grímsson farið inn á nýja slóð í myndatöku fyrir sjónvarp, og á hann heiður skilinn fyrir það. Eftirminnilegar voru frásagnir manna, sem höfðu reynslu af huldu- heimi; einkum minnist ég þess gáfaða og góða drengs, Steingríms Bjamasonar, sem var hagorður mað- ur um sína daga. Mjög hefur honum verið hugleikið að færa okkur íslend- ingum að gjöf söguna af huldukon- unni í steininum heima, og hjartnæm var sú frásögn, þegar hann gerði ráðstafanir til að forða steininum frá glötun. Steingrímur mun hafa andast fáeinum klukkustundum eftir að upptöku viðtalsins lauk. Nú er sagan þjóðareign og það verður hlutverk Bolvíkinga að sjá til þess að sæmi- iega verði að steininum búið, heim- kynnum huldukonunnar. Þá var merkilegt að heyra gagn- orða skilgreiningu séra Rögnvalds Finnbogasonar á afstöðu huliðs- heima og kirkjukenninga. Sýndi sá fróði maður, að vel hefur honum tek- ist að sameina í sjálfum sér traustan kristindóm og tryggð við rammís- lenska þjóðtrú. En séra Rögnvaldur er nú ekki lengur meðal vor, frekar en Steingrímur Bjarnason. Það er fengur að myndum sem þessum. Hafi þau hjón, Angelika Andrees og Sigurður Grímsson, kæra þökk fyrir notalega kvöldstund. BALDUR HERMANNSSON, Krummahólum 8, Reykjavík. Hákarlar og krókódílar tákn samkeppninnar Frá Ingólfi Guðbrandssyni: í DAG lýkur hér í Surabaya á eynni Jövu 15. árlegri ferðakaupstefnu Suðaustur-Asíu. Er hún haldin til skiptis i aðildarlöndunum sex, sem hafa með sér bandalag um kynningu á menningu og ferðaþjónustu. Tákn- rænt fyrir síharðnandi samkeppni er merki kaupstefnunnar að þessu sinni í formi bardaga milli hákarls og krókódíls. Hvergi er vöxtur ferðamennsk- unnar jafnör og hér. Flugferðum fjölgar og ný glæsihótel spretta upp með þjónustu, sem ekki á sinn líka annars staðar í heiminum. Hvorki Evrópulöndin né Ameríka standast þeim snúning hvað þetta varðar. Fjöldi viðtala við kaupstefnugesti víðs vegar að hefur birst í ferðablað- inu TTG - Travel Trade Gazette undanfarna daga, þar sem viðmæl- endur láta óspart í ljós undrun sína og aðdáun á yfírburðum ferðaþjón- ustunnar og gestrisninni í Suðaustur- Asíu. Tæland, Malaysía og Indónesía eru leiðandi enn sem komið er. Al- þjóðlegu hótelhringarnir færa út kvíamar og reisa ný hótel í löndum, sem voru áður lokuð en keppast nú við að opna dyr sínar fyrir erlendum ferðamönnum, sýna sérkenni sín, sögu og menningu, svo sem Víetnam, Kambódía og Burma, sem nú heitir Myanmar og heldur upp á árið 1996 sem sérstakt boðsár ferðamanna. INGÓLFUR GUÐBRANDSSON, Surabaya, Indónesíu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.