Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 31 KARL HINRIK ÁRNASON + Karl Hinrik Árnason var fæddur í Víkum á Skaga hinn 15. mars 1902. Hann andaðist í sjúkra- húsinu á Blönduósi 25. des. 1995. For- eldrar hans voru hjónin Árni Anto- níus Guðmundsson og Anna Lilja Tóm- asdóttir í Víkum. Systkini Karls voru: Guðmundur, Vilhjálmur, Fann- ey, Sigríður, Hilm- ar, Leó, Hjalti og Lárus. Hinn 31. júlí 1936 kvæntist Karl Margréti Jónsdóttur frá Skrapatungu, f. 12. feb. 1910, d. 19. nóv. 1986. Börn þeirra eru Þórsteinn Finnur, f. 16. júlí 1937, Lilja Sæbjörg, f. 26. okt. 1938, Valgeir Ingvi, f. 11. sept. 1943, Sigríður Björk, f. 23. apríl 1947 og Árni Sævar f. 24. sept. 1950. Karl var jarðsettur í heima- grafreit í Víkum hinn 6. janúar 1996. FYRSTA minning mín um Kalla í Víkum, eins og við sveitungar hans nefndum hann jafnan, er frá bernskuárum mínum. Eg man hann þar sem hann var að setja gluggann aftur í stofuna heima á Tjörn, en þannig stóð á brottnámi hans að líkkista afa míns hafði verið tekin þar út því bæjardyrnar höfðu reynst of þröngar fyrir hana. Mér er vel í minni að þegar Kalli hafði tokið við að lagfæra gluggann steig hann á bak hesti sínum og reið á eftir líkfylgdinni. Hann hafði tvo til reið- ar og það sópaði að honum enda sat hann vel hest og var jafnan vel ríðandi. Kalli ólst upp í foreldrahúsum í Víkum á umsvifamiklu myndar- heimili í stórum systkinahópi þar sem reglusemi og festa einkenndu heimilisbraginn. Þar þekktist ekki annað en að börn færu að vinna gagnleg störf jafnskjótt og kraftar þeirra leyfðu. Af því lærðist iðju- semi og ungviðið fékk á tilfinning- una að framlag þess skipti nokkru. Víknabúið var stórt en jörðin frem- ur erfið, fénaðarferð mikil og engja- heyskapur langt sóttur. Vinnudag- urinn mun því oft hafa orðið lang- ur. Árni faðir Karls var trésmíða- meistari að iðn og stundaði hana jafnan ásamt búskapnum. Hann mun ætíð hafa leitast við að verða við bónum manna um smíðavinnu eftir því sem kostur var og gekk jafnvel úr verki sínu til að liðsinna aðvífandi mönnum. Anna móðir hans var einnig einstök að greið- vikni og góðsemi, ekki síst við þá sem minna máttu sín. Karl nam því hjálpsemi og greiðasemi í ríkum mæli í uppvextinum og gerði að hætti sínum. Kalli var einstakur hagleiksmað- ur, jafnvígur á smíðar úr tré og járni, og munu þeir hæfileikar hans hafa komið snemma í ljós. Hann naut leiðsagnar föður síns við smíð- ar í æsku og minntist þess oft hversu vel það veganesti hefði enst sér. Á yngri árum vann Kalli við smíðar á Akureyri og víðar um ára- bil. Þá fór hann einnig að fást við að leggja miðstöðvarlagnir í hús og aflaði sér nauðsynlegra verkfæra til þess sem hann pantaði sum beint frá útlöndum. Varð hann fljótlega eftirsóttur til þessara starfa svo þeir urðu æði margir bæimir sem hann lagði miðstöðvar í og rak með því á braut híbýlakuldann, versta óvin íbúanna í torf- og timburhús- unum. Þá voru þeir ófáir bæirnir sem Kalli lagði vatnsleiðslur í og oft var þá settur vaskur og frá- rennsli út úr bænum um leið. Eg hygg að margoft hafi Kalli unnið þessi störf fyrir efnalítið fólk án nokkurrar greiðslu. En minnisstætt var honum á efri árum hversu mik- ið þakklæti hann hlaut fyrir hjá fólki, ekki síst hjá húsmæðrunum enda munaði þær mest um framfarir af þessu tagi og gladdi þetta hann mikið í ellinni, enda órækur vitnis- burður þess að störf hans höfðu sannarlega verið nytsamleg. Kalli hélt smíðavinnu áfram eftir að hann tók að stunda búskap, ýmist einn eða með öðrum, enda hafði hann ætíð mikla gleði af hvers- kyns smíðum og ef til vill nutu eðlis- kostir hans sín best á þeim vett- vangi. Hann var afar fjölhæfur smiður og óragur að takast á við ný verkefni þótt hann hefði ekki fengist við slíkt áður. Eg minnist þess að þegar smíðar bar á góma lagði Kalli í Víkum einkum áherslu á tvennt. Mikilvægast taldi hann að vanda öll verk til hins ítrasta og hafði þá jafnan á orði að þegar frá liði yrði þess ekki spurt hversu lengi smíðin hefði staðið yfir heldur hversu vel hefði verið vandað til verksins. Hann fór líka sérstaklega vel með allt smíðaefni, nýtti það eins og best var kostur og hafði óbeit á sóun og sóðaskap. Meðal þeirra smíða sem hann sinnti voru bátaviðgerðir, en meðan enn var róið frá Kálfshamarsvík gerði hann talsvert af því að lagfæra báta. Hann smíðaði sér tveggja manna far úr rekaviði heima í Víkum og átti um langt skeið vélbátinn Svan sem hann notaði bæði til fiskveiða og aðdrátta fyrir heimilið. Kalli hafði ánægju af að fara með bát og vera á sjó. Samgöngubætur voru Kalla hug- leiknar. Sjálfur þurfti hann að fara um langan veg og erfiðan til að- drátta og hafði oft á orði hversu ómetanlegar vegabætur væru. Hann lagði sitt af mörkum til vega- bóta og starfaði oft við erfið skil- yrði með undraverðum árangri. Hann stýrði meðal annars vega- vinnu í svonefndum sneiðingum beggja vegna við Digramúla þar sem aðstæður til vegagerðar voru . frámunalega erfiðar, yfir gijóturð að fara og bratti mikill. Ekki var þá um önnur verkfæri að tefla en einföldustu handverkfæri og gijót- gálga. Því vekur furðu nú hversu stórum steinum vegagerðarmönn- unum tókst að koma fyrir í veg- hleðslunni. Brú smíðaði Kalli á Fossá á Skaga fyrir Vegagerðina fyrir um það bil hálfri öld, sem enn er notuð. Ekki þurfti hann að nota nema tvo þriðju hluta þess fjár sem til verksins var ætlað og sýndi þar sig sem oft fyrr og síðar hversu verkhygginn hann var. Þegar Árni faðir Kalla andaðist árið 1931 varð hann fyrir framan á búi móður sinnar uns hann kvænt- ist Margréti Jónsdóttur árið 1936 og tók sjálfur við Víknabúinu. Hann varð ágætur bóndi þó hugur hans muni þá ekki hafa staðið til búskap- ar umfram önnur störf. Hann fylgd- ist ætíð vel með allri þróun sem varð í þá átt að auðvelda og létta hin daglegu störf og bjó sér margt í haginn. Hann varð með fyrstu mönnum hér um slóðir til að eign- ast dráttarvél og hann kom upp vindrafstöð í Víkum snemma á bú- skaparárum sínum. Einnig byggði hann upp útihús jarðarinnar með nútímasniði. Meðal þeirra nytsemd- artækja sem Kalli varð sér úti um var sögunarbekkur sem dráttarvél- in var látin knýja. í honum vann hann rekavið í smíðavið og olli þetta byltingu í nýtingu rekaviðar á Skaga. Þau Karl og Margrét í Víkum urðu fyrir þeirri þungbæru reynslu að horfa á bæ sinn brenna ásamt nær öllum innanstokksmunum. Eg mun vart nokkurntímann gleyma rósemi þeirra og æðruleysi meðan við horfðum á eldinn eyða húsinu án þess að fá nokkuð að gert. Ekki get eg gert mun á því hvort þeirra var sterkara á þeirri stund. Er þetta gerðist voru þau af léttasta skeiði en einhuga um að reisa nýtt íbúðar- hús í Víkum og nutu til þess ein- dregins stuðnings barna sinna. Víknabærinn brann að vori og um sumarið dvaldi fjölskyldan hjá ná- grönnunum í Ásbúðum. En skömmu eftir brunann hófu Karl og synir hans að hreinsa rústina, byggðu yfir þá veggi sem eftir stóðu og gerðu þar íverustað eftir því sem föng voru á. Þar dvaldi Víknafólk meðan nýtt hús var í byggingu. Þá var hlutskipti Margrétar erfitt því þetta bráðabirgðahúsnæði var lé- legt og um þetta leyti tók heilsu- fari hennar mjög að hraka þannig að hún var sárlasin löngum stund- um. Þau Víknahjón voru ætíð sam- hent um uppeldi barna sinna og hag heimilisins í Víkum. Margrét var skarpgreind kona, ijóðelsk og bók- hneigð. Hún naut ekki langrar skólagöngu fremur en þorri kvenna af hennar kynslóð en stundaði sjálfsnám eftir því sem föng voru á og varð læs á norræn tungumál sér til gagns og gleði og átti tals- vert safn bóka á þeim tungum. Margrét hafði þó jafnan nauman tíma til að sinna áhugamálum sín- um. Heimilið var stórt og gesta- gangur fjarska mikill, ekki síst vegna smíðastarfa Kalla og sona hans. Margrét stríddi við heilsu- brest frá miðjum aldri og sjóndep- urð kom í veg fyrir að hún nyti bóklesturs síðustu árin en hún heyrðist.aldrei harma hlutskipti sitt. Hún naut þess að dvelja í skjóli barna sinna heima í Víkum allt fram undir andlátið. Nú þegar stundaglas míns gamla vinar er tæmt leita minningar frá áratuga kynnum og samstarfi á hugann. Eg rifja hér upp eina af mörgum ferðum mínum til Kalla í Víkum því mér þykir hún lýsa vel viðhorfum hans og viðmóti. Eg mun þá hafa verið nálægt fermingu og túnasláttur stóð sem hæst. Það óhapp varð á heimili minu að svo- nefnd hlaupastelpa í hestasláttuvél brotnaði og lemstraðist og varð þá sláttuvélin ekki notuð meir. Eg var nú sendur að Víkum með þennan laskaða hlut að biðja Kalla að gera við. Ekki var mér létt í huga að þurfa að reka þetta erindi því ég vissi að allir voru önnum kafnir við heyskap. Þegar eg kom heim að túnhliðinu í Víkum sá eg hvar Kalli var að slá umskök upp með bæjar- læknum með orfi. Eg batt hestinn við hestasteininn, leysti pokann frá hnakknum og gekk í átt að sláttu- manninum. Þegar hann sá mig nálgast strauk hann brýninu um egg ljásins, lagði svo frá sér orfið og kom í humáttina á móti mér. Við heilsuðumst og áttum einhver orðaskipti en fljótlega innti Kalli mig að erindi. Ég rétti þá fram pokann og sagði hvað væri. Hann tók upp brotin og rýndi á nokkra stund en eg sagði eins og til afsök- unar að þetta væri illa brotið. Hann svaraði því til að ekki þyrftu heil- brigðir læknis við, kvaðst líta á + Móöir mín og systir okkar, INGA ÓLÖF INGIMUNDARDÓTTIR, Lyngbrekku 18, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 12. janúar sl. Anna Jóna Baldursdóttir og systkini hinnar látnu. gripinn og hvarf á brott með pok- ann en vísaði mér til bæjar. Ekki sló Kalli meira daginn þann heldur stóð við hefilbekk og í eldsmiðju sinni. Komið var fram á nótt þegar eg reið heimleiðis léttur í huga með hinn bilaða hlut sem nýjan úr hönd- um Kalla. Eg fór margar viðlíka ferðir til Kalla og ætíð gerði hann annað tveggja að leysa úr vanda mínum sjálfur eða réð mér til um úrlausn hans. Karl í Víkum var afburða vand- aður maður til orðs og æðis, átti gott með að umgangast annað fólk og naut virðingar þeirra sem kynnt- ust honum. Ekki var honum síst lagið að eignast vináttu og aðdáun barna en þau hændi hann óðara að sér. Hann var bindindismaður alla sína ævi, það var lífsstíll hans. Karl var einarður í skoðunum og hafði nægjanlegt traust á sjálfum sér til að takast á hendur erfið og torleyst verkefni en hann var full- komlega laus við yfírlæti og mikl- aðist ekki af verkum sínum. Sjálfs- bjargarviðleitni hans var sterk og lagði hann jafnan mikla áherslu á að búa vel að sínu og bjargast af eigin rammleik. Hann var vel á sig kominn líkamlega, ríflega meðal- maður á hæð, þrekvaxinn en aldrei feitur. Hann átti létt með að hreyfa sig og gerði það óspart. Á efri árum sínum gekk hann mikið sér til skemmtunar og heilsubótar og er ekki efamál að heilbrigðir lifnaðar- hættir hans áttu mikinn þátt í því að líf hans varð svo langt og far- sælt sem raun var á. Hann hélt lengi styrk sínum, jafnt andlegum sem líkamlegum, helst var að heyrnardeyfa bagaði hann, en var farið að förlast nokkuð allra síðustu árin sem hann lifði. Hann hélt þó hinni næmu tilfinningu sinni fyrir góðri umgengni og natni við að halda hlutunum í lagi fram á efstu daga. Eg á hlýjar og góðar endurminn- ingar um löng og heillarík kynni við Karl í Víkum og nú þegar hann er allur finn ég til eyðileika. Staður hans er tómur, en minning um góð- an mann lifir þótt leiðir skilji. Karl varð aldraður maður og síðasti full- trúi þeirrar kynslóðar manna sem stóðu fyrir búi hér um slóðir þegar eg man fyrst eftir mér. Hann dvaldi hjá börnum sínum heima í Víkum í elli sinni utan tvö síðustu æviárin að hann var langdvölum á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi vegna heilsubrests. Nú skömmu fyrir jól var ljóst að dauðinn var í nánd. Eg kom til hans daginn fyrir Þorlák og þegar eg gekk frá sjúkrabeði hans það sinn átti eg þá ósk eina honum til handa að þessu stríði mætti ljúka sem fyrst. Hann fékk hvíld á annan jóladag. Blessuð sé minning míns góða vinar. Sveinn Sveinsson á Tjörn. + Maðurinn minn og bróðir okkar, BIRGIR GUÐMUNDSSON bryti, Alakvfsl 112, verður jarðsunginn frá Fossvogskrikju mánudaginn 15. janúar kl. 15.00. Ingileif Friðleifsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Haukur Guðmundsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR, elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 15.janúarkl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarfélög. Sigurmundur Guðnason, Guðni Sigurmundsson, Edda Sveinbjörnsdóttir, Garðar Guðnason, Karólína Þórunn Guðnadóttir. + Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGVELDUR GÍSLADÓTTIR, Tjarnarbraut 29, Hafnarfirði, sem lést 6. janúar sl., verður jarðsung- in frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. janúar kl. 13.30. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Örn Forberg, Margrét Jónína Guðmundsdóttir, Gísli Engilbertsson og fjölskyldur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.