Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 33 I I í I I I I I I I j I 1 I i 'I i i i i i i i i 4 i SNORRIRAGNAR JÓNSSON + Snorri Jónsson fæddist 27. jan- úar 1915 á bænum Stakkadal i Aðal- vík. Hann lést á heimili sínu Mar- bakkabraut 3, 12. desember sl. For- eldrar hans voru Jón Þorkelsson og Halldóra Vigdís Guðnadóttir. Eftir- lifandi bróðir Snor- ra er Sölvi Jónsson, hann er búsettur í Reykjavík. Árið 1942 giftist Snorri Aðalbjörgu Vigfús- dóttur. Þau slitu samvistir 1979. Börn Snorra: María Snorradótt- ir, f. 21.7. 1941, gift Þorsteini Theodórssyni, börn: Hlýn, f. 9.1. 1960, Sigurður, f. 28.10. 1961, Kolbrún, f. 19.8., 1967, Theod- óra, f. 2.9. 1969. Ágústa Fanney Snorradóttir, f. 8.8. 1942, börn: Bárður Ólafsson, f. 2.5. 1960, Snorri Leifsson, f. 26.10. 1962, og Guðjón Leifsson, f. 3.10. 1968. Gunnar Snorrason, f. 28.8. 1943, sambýliskona: Ólína Krislj ánsdóttir, börn: Aldís, f. 11.10. 1967, Elva Björk, f. 11.2. 1970, Kristján Ingi, f. 8.10,. 1980, Aðalbjörg Ósk, f. 17.10. 1986. Páll Snorrason, f. 4.6. 1947, giftur Grethe Tverlid, börn: Ric- hard, f. 28.6. 1969, Trude, f. 18.6. 1972, Kjartan, f. 14.1. 1976. Gestur Snor- rason, f. 27.5. 1951, giftur Mörtu Tro- land, börn: Odd- björn, f. 25.3. 1983, Margrét Id, f. 27.8. 1984. Hall- dóra Jóna Snorradóttir, f. 10.6. 1953, trúlofuð Guðlaugi Kr. Birgissyni, barn: Björgvin Þór, f. 9.12.1983. Ragnar Snorrason, f. 23.1. 1959, barn: Hlynur Þór, f. 31.7. 1980. Jónína Sóley, f. 28.10.1963, gift Sigurði Bjarna- syni, börn: Sunna Mjöll, f. 23.2. 1987, Margrét Sitfa, 3.10. 1989. Útför Snorra fór fram frá Kópavogskirkju 20. desember síðastliðinn. Sól að hafí hnígur, hamra gyllir tind, með söngvum svanur flýgur sunnan móti þýðum vind. Króna hægt á blómum bærist, brosa þau svo unaðsrík. Kvölds þá yfír friður færist, fegurst er í Aðalvík. (J.M.P.) TENGDAFAÐIR minn og vinur Snorri Jónsson er allur. Ég kynntist Snorra fyrir átta árum og tengdumst við þá strax sterkum vináttuböndum. Ég og dóttir hans fluttum inn á heimili hans tímabundið, á meðan við reist- um okkur hús við hliðina á hans húsi. Snorri átti ófá handtök við smíði þess. í sameiningu slógum við upp sökkli og lögðum jarðvegs- lagnir. Hann naglhreinsaði og skóf allt timbur og raðaði í stæður eftir lengdum. Um veturinn sat hann uppi á hálofti í húsi sínu og rétti alla naglana sem hann hafði hreins- að úr timbrinu, þannig að þeir væru til taks í næsta uppslátt um vorið. Trésmiðir voru síðan fengnir til þess að slá upp húsinu og sagði ég þeim að þeir yrðu að sætta sig við að nota naglana góðu. Þeir tóku því vel og höfðu á orði að það væru ekki mörg ný hús í dag sem slegið væri upp fyrir með notuðum nögl- um. Oft var það svo að ég þurfti að fá lánuð verkfæri hjá Snorra. Ef ég spurði hann hvort hann ætti sög eða annað verkfæri til að lána mér, PER KROGH + Per Krogh fæddist í Berg- en 21.1.1914. Hann lést í Landakots- spítala 3.1.1996. Foreldrar Pers voru Sverre Krogh þingmaður Verka- mannaflokksins í Noregi og síðar Kommúnista- flokksins og Sol- veig Bergliot Bakke. Per átti eina systur, Evu, og systursonur móður hans, Odd, ólst einnig upp hjá fjölskyldunni. Per kvæntist fyrri konu sinni, Liv, árið 1938 og er dóttir þeirra Jorun, f. 2.12. 1943, fé- lagsráðgjafi í Osló. Per og Liv slitu samvistir árið 1945. Per kvæntist síðari konu sinni Sig- ríði Gísladóttur, f. 26. 12.1913, d. 16.10. 1986, árið 1948. Hún var dóttir hjónanna séra Gísla Skúlasonar prests á Stóra- Hrauni og Kristínar ísleifsdótt- ur. Sonur Sigríðar og Pers er Gísli, f. 14.2. 1949, viðskipta- fræðingur í Reykjavík, kvænt- ur Ingibjörgu Engilbertsdótt- ur, f. 30.4. 1949, deildarstjóra í Reykjavík, dóttir þeirra er Bryndís, f. 16.6. 1979. Dóttir Sigríðar og Pers er Sólveig, f. 26.4. 1954, líffræðingur í Reykjavík. Börn Sólveigar og Ólafs Sigurðssonar eru Steingerður, f. 3.10.1972, í sambúð með Ásgeiri Brynj- ari Torfasyni f. 7.10. 1972; Hildur f. 3.3. 1978 og Pét- ur, f. 5.5. 1980. Per nam tækni- fræði við Göteborgs Tekniska Institut á árunum 1936-1938 og starfaði sem tæknifræðingur í Noregi og síðar meir á Islandi. Eftir komuna til íslands vann Per þjá Vélsmiðjunni Odda á Akureyri í nokkur ár og síðan hjá Landssmiðjunni, Jarðbor- unum ríkisins og Orkustofnun til ársins 1982. 1968-1970 starf- aði Per á vegum Sameinuðu þjóðanna í E1 Salvador og Tyrk- landi. Útför Pers fór fram i kyrr- þey 10. janúar sl. AFI HEFUR kvatt áður en fyrsta barnabarnabarn hans kemur í heim- inn. Þannig er gangur lífsins. Hann er farinn sömu leið og hún amma. Ég minnist þeirra beggja með sökn- uði, hjónaband þeirra var farsælt og samband þeirra sérstakt. Afi var engum líkur. Norskur heimsborgari sem fluttist til íslands og bar með sér margt sem íslend- ingum var framandi. Hann var ljón- gáfaður, handlaginn, góður skíða- maður og hafði fallegustu borðsiði sem ég hef séð. Afi las alla tíð mikið, þekking hans var alhliða og hann var ótæmandi viskubrunnur. Hann var tæknifræðingur að mennt, en sú grein krefst færni bæði hugar og handar, og átti því vel við afa. Hann byggði sér og fjölskyldu sinni fallegt heimili í Hrauntungu MINNINGAR svaraði hann gjarnan: „Ég þarf að athuga undir koddann." Síðan kom hann með verkfærið og sagði: „Margt er til í koti karls sem kóngs er ekki í ranni.“ Og bætti síðan við: „Hefurðu heyrt þetta máltæki, það er lögmál fyrir því.“ Ég var svo lánsamur að fara í tvö ferðalög með Snorra. Sumarið 1991 flugum við til Noregs að heim- sækja syni hans sem þar búa, en einn þeirra átti þá fertugsafmæli. Þetta var í fyrsta skipti sem Snorri steig upp í flugvél. Við fengum leyfi hjá flugstjóra til að skoða flug- stjórnarklefann. Snorri hafði þá mestar áhyggjur af bensínmæli vél- arinnar og hafði á orði við flug- mennina hv'ort þá vantaði nokkuð aur fyrir bensíni. Var þá mikið hleg- ið. Snorri hristi oft hausinn yfír því fikti sona sinna, eins og hann orð- aði það, að flytja til Noregs. Hann varð þó sáttur þegar hann sá hvað þeir voru búnir að koma sér vel fyrir í Noregi. Sumarið 1994 heimsóttum við heimaslóðir Snorra, Látra í Aðalvík á Homströndum. Við sigldum yfír Djúpið með Fagranesinu og vomm feijuð í land í Aðalvík á gúmmíbát. Gamli maðurinn ljómaði þá af ánægju og það varð til þess að kóróna gleði hans þegar Sölvi tók á móti litla bróður í fjörunni í Aðal- vík, alveg eins og í gamla daga. Var það tilfinningaþrungið fyrir okkur hin að horfa á. Við fengum Nesið að láni og dvöldum þar í viku. Ég sótti rekavið úr fjörunni og Snorri sagaði og hjó hann niður í eldivið fyrir kabyssuna. Snorri var okkar leiðsögumaður um Aðalvík. Hann bjó yfir mikilli þekkingu og fróðleik um staðinn og þreyttist ekki á að segja sögur af sveitinni sinni. Minnisstæð er lýsing hans á því er menn sigu í þverhnípt björg- in við eggjatöku, en þar gátu minnstu mistök kostað mannslíf. Það var gefandi að vera samvist- um við Snorra, enda lærði ég margt af honum sem á eftir að verða vega- nesti mitt um ókomin ár. Ég vil þakka honum fyrir þær góðu stund- ir sem ég átti með honum. Guð blessi minningu hans. Guðlaugur Kr. Birgisson. í Kópavogi en þaðan er margs að minnast. Þétt faðmlög, norsku æv- intýrin, allar bækurnar, jólin. Sam- verustundir okkar afa þegar hann settist hjá mér þar sem ég var þungt hugsi eftir lestur og spurði: „Hvað ertu að hugsa?“ með sínum skemmtilega norska hreimi. Kjall- arinn hans afa; öll verkfæri á sínum stað, dimm skot, hálfkláraðir koll- ar, græni fólksvagninn. Ferðalögin með afa og ömmu; eldhústjaldið, prímusinn, tjaldlyktin. Afi var mikill útivistarmaður og þekkti náttúru íslands vel. Hann var góður skíðagöngumaður eins og Norðmanni sæmdi og áhuga- maður um fjallaferðir. Þegar Ás- geir Brynjar kom inn í fjölskylduna höfðu þeir afi margt að spjalla um skíðategundir, örnefni í náttúru ís- lands, gönguleiðir o.fl. Afa verður sárt saknað, en ég vona að hann hitti ömmu aftur, ást þeirra var sönn. Steingerður Ólafsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. GUNNVÖRRÓSA FALSDÓTTIR + Gunnvör Rósa Falsdóttir var fædd í Barðsvík í Grunnavíkurhreppi 26. maí 1902. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 8. janúar sl. Foreldrar henn- ar voru Júdith Kristín Kristjáns- dóttir og Falur Jak- obsson. Hún fluttist 4 ára gömul til Gunnvarar Rósu Elíasdóttur og Benedikts Bendiks- sonar á Dynjanda í sömu sveit og var þar fram yfir 1930 er hún fluttist til Bolungarvíkur og síðar til Reykjavíkur. Systk- ini hennar voru Mildríður, Jak- ob Kristján, Sigmundur Jón og Sigurgeir sem öll eru látin. Útför Gunnvarar verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 15. janúar kl. 15. MEÐ fáeinum orðum langar okkur að minnast frænku okkar og vinu Rósu Falsdóttur, sem lést 8. janúar sl. Fram á síðasta dag hélt Rósa sinni andlegu reisn þótt líkaminn hafi verið farinn að láta á sjá. Hún dó södd lífdaga og sátt við guð og menn eftir langa og starfsama ævi. Rósa var hógvær kona og vann verk sín vel. Það er ef til vill gömul tugga að segja að aldrei hafi henni fallið verk úr hendi, en fátt lýsir henni þó betur. Hún hlaut á sínum tíma ágætis menntun fyrir konur, var húsmæðraskólagengin og lærði ýmsar handmenntir. Á sinni löngu ævi vann hún mörg falleg verk, veggteppi, dúka, þjóðbúninga, brúður og brúðuföt og ótal margt fleira. Til skamms tíma pijónaði hún sokka og vettlinga handa böm- um og fullorðnum í fjölskyldunni, en varð að hætta öllu slíku fyr- ir nokkrum mánuðum vegna veikinda sinna og þótti það afar mið- ur. Rósa var af okkar fjölskyldu alltaf kölluð Ádda og okkur systk- inum var hún sem amma. Eiginlegur skyldleiki var e.t.v. ekki mikill, en hún var alin upp af langafa og langömmu, og síðar dvaldi mamma, Bentey Hallgrímsdóttir, oft og lengi hjá henni þegar hún var bam og unglingur. Adda eignaðist ekki börn sjálf en mamma var henni ávallt sem dóttir. Öddu þótti afskaplega vænt um okkur og okkur um hana. Við vomm tíðir gestir á heimili hennar og Sigurgeirs bróður hennar að Ljósheimum 4. Við krakkamir vissum að í ísskápnum þar á bæ voru jafnan gosdrykkir sem ekki voru á hvers manns borðum í þá daga. Litlir munnar urðu þá oft óskaplega þyrstir um leið og komið var inn fyrir dyr. Væri þeim þá í góðlátlegri stríðni boðið upp á mjólk við þrostanum var svarið að þeir væru ekki „svoleiðis þyrstir“. Þá var brugðist við skjótt og „sína- lkóki“ helt í glas. Hún var alltaf tilbúin að gleðja börnin, gefa eitt- hvað sem hún hafði búið til og rétta hjálparhönd. Þegar við urðum eldri reyndist hún okkur ekki síður vel og við áttum góðar stundir með Öddu. Allt þetta viljum við þakka henni hjartanlega fyrir. Blessuð sé minning hennar. Aldís Einarsdóttir, Þórey Einarsdóttir, Rósa Kristín Þórisdóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS EDVINSSONAR, sjómanns. Súsanna Ólafsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, Andri Ólafsson, Erna Jónsdóttir, Óskar Þór Sigurðsson, Ásta Margrét Grétarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útförföður míns og tengdaföður, KARLS M. EINARSSONAR, áðurtil heimilis á Nýlendugötu 18. Jón Ó. Karlsson, Guðrún Kristin Dam. + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS ÞÓRÐARSONAR, Suðurgarði, Vestmannaeyjum. Þurfður Ólafsdóttir, Jón Svan Sigurðsson, Ásta Ólafsdóttir, Eyjólfur Pálsson, Arni Óli Ólafsson, Hanna Birna Jóhannsdóttir, Jóna Ólafsdóttir, MárJónsson, Margrét Marta Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.