Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 1
88SIÐURB/C fRtvgunHattfr 11.TBL.84.ARG. Ekkiúr aðaka EFTIRFARANDI fjarskipti áttu sér nýlega stað hjá bandaríska sjóhern- um: 1: Viltu gera svo vel að breyta stefn- unni um 15 gráður í norður til að komast hjá árekstri. 2: Ég legg til, að þú breytir ÞINNI stefnu um 15 gráður í suður til að komast hjá árekstri. 1: Ég er skipstjóri á bandarísku her- skipi. Ég endurtek: Breyttu ÞINNI stefnu. 2: Nei, ég segi enn einu sinni: Breyttu ÞINNI stefnu. 1: ÉR ER SKIPSTJÓRI Á FLUGMÓÐ- URSKIPINU ENTERPRISE, STÓRU, BANDARÍSKU HERSKIPI. BREYTTU STEFNU ÞINNI TAFAR- LAUST! 2: Ég er vitavðrður. Vertu svo vænn að breyta stefnunni áður en það verð- ur um seinan. Falla frá öll- um pólitísk- um kröfum Moskvu, Pervomajskaja, Reuter. TSJETSJENSKU skæruliðarnir, sem halda enn um 100 gislum í rússneska. sjálfstjórnarlýðveldinu Dagestan, hafa fallið frá öllum pólitískum kröf- um ög fara nú fram á það eitt að fá að komast óhultir aftur til Tsjetsjmju. Hafa þeir boðist til að sleppa konum og börnum en konur, sem áttu eigin- menn í gislahópnum, kváðust ekki mundu fara án þeirra. Viðræður stóðu enn í gær við skæruliðana en fátt benti til, að nok- kurrar niðurstöðu væri að vænta. Fjölmennt, rússneskt herlið hefur umkringt skæruliðana en þeir hafa hótað að skjóta gíslana fái þeir ekki að halda áfram ferðinni til Tsjetsjmju. Skæruliðarnir hafa nú krafist þess, að stjórnmálamenn, erlendir blaða- menn og fulltrúar hjálparstofnana fari með þeim yfir til Tsjetsjmju til að öruggt sé, að þeir komist þangað heilir á húfi. Hafa þeir meðal annars nefnt þá Alexander Lebed hershöfð- ingja og Grígorij Javlínskíj, leiðtoga Jabloko-flokksins, en báðir ætla að gefa kost á sér í forsetakosningunum í Rússlandi á sumri komanda. Rússar segja hins vegar, að skæruliðar verði að sleppa gíslunum án skilyrða. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, er eins og á milli steins og sleggju í þessu máli. Hefur hann heitið að gera allt til að bjarga gíslunum en segir jafn- framt, að skæruliðunum verði refsað harðlega. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 14. JANUAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, kom fyrst við á herflugvelli Bandaríkjahers í Aviano á ítalíu á leið sinni til Bosníu. Tóku hermenn og fjölskyldur þeirra vel á móti honum og hér er hann með hvítvoðung í fanginu. Vegna mikillar þoku í Tuzla í Bosníu var næsti áfangastaður Clintons Taszar í Ungverjalandi en þess var beðið, að veðrið batnaði. Bill Clinton í skyndi- för til Tuzla í Bosníu Taszar. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hélt áleiðis til Bosníu í gær en varð að lenda á herflugvelli í Ungverjalandi vegna mikillar þoku í Tuzla, höfuðstöðvum bandaríska her- liðsins í Bosníu. Kom ferðin flestum á óvart enda var ekki greint frá henni fyrirfram af öryggisástæðum. Staldraði Clinton við í þrjár klukkustundir í Taszar meðan þess var beð- ið, að þokunni létti í Tuzla, og að því búnu hélt hann ferðinni áfram. Clinton kom fyrst til herflugvallar í Aviano á Italíu en fór þaðan með herflutningaflug- vél til Tuzla. Hnitaði vélin nokkra hringi yfír flugvellinum þar en vegna þess hve lágskýjað var og mikil þoka var horfið þaðan og lent á gömlum herflugvelli Varsjárbandalagsins í Taszar í Ungverjalandi. Hefur Bandaríkjaher afnot af honum nú vegna friðargæslunnar í Bosníu. Framlag til friðar í Taszar ávarpaði Clinton nokkur hundruð fagnandi hermenn og sagði, að hann vissi, að þeir væru þjálfaðir til að berjast til sigurs í stríði og væru öllum fremri í því. „Nú hafið þið öðru hlutverki að gegna. Ekki að heyja stríð, heldur að hjálpa fólki, sem er örmagna eftir margra ára blóðbað, að halda friðinn. Ykkur mun takast það og framlag ykkar í Bosníu mun skilja á milli ófriðar, sem hefst aftur, og friðar, sem nær að festa rætur," sagði Clinton. Clinton sagði við fréttamenn, að hann væri ánægður með framkvæmd friðarsamn- inganna um Bosníu þrátt fyrir sprengjuárás- ina á sporvagn í Sarajevo og átökin milli Króata og múslima í Mostar. Með tilliti til hatursins, sem ríkti milli þjóðarbrotanna, hefði friðargæslan gengið vel. Ræðir við Izetbegovic og Tudjman Fyrirhugað er, að Clinton hitti Alija Izet- begovic, forseta Bosníu, í Tuzla en þaðan mun hann halda til Króatíu til viðræðna við Franjo Tudjman, forseta landsins. Bandarísku hermennirnir í Taszar fögnuðu Clinton mjög innilega og hann hitti einnig ungverska hermenn, þar á meðal Imre Mesz- tegnyei undirofursta. „Þetta er hápunkturinn á mínum her- mennskuferli," sagði Mesztegnyei á eftir. Stefnulaust skipulag orkumála 10 HVAÐ DREYMIR FOSTUR 20 11 )>i :< i: AIVINNUIÍF ASUNNUDEQI Smáskammtalækningar hef ðu aldrei dugaðt EGA et£Cem SJÓNDEILDARMRIN6INN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.