Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 11 marki verið heimilað en ekki hvað Reykvíkinga varðar. Ég get alveg tekið undir að það er óeðlilegt að við séum í rauninni, kannski vegna eignaraðildar okkar að Landsvirkj- un, í hálfgerðri gíslingu," sagði Ingi- björg Sólrún ennfremur. Hún sagði að höfuðatriðið væri að finna leiðir til þess að Reykvíking- ar myndu með einhveijum hætti njóta þessarar eignar sinnar. Hins vegar gerði hún sér grein fyrir því að um svo stórar upphæðir og mikla hagsmuni væri að ræða að niður- staða í þessum efnum fengist ekki eins og hendi væri veifað. Heildarhagsmuna gætt Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, varar mjög við því að veikja fyrirtækið með því að skipta því upp í smærri einingar. Fyrirtækinu hafi verið gert að gæta heildarhagsmuna þjóðfélagsins í sölu og dreifingu raforku og verði því skipt upp sé ekki lengur fyrir hendi öflugt orkuöflunarfyrirtæki sem geti borið ábyrgð á að næg raforka sé fyrir hendi á öllum tímum til allra almennra þarfa. Hann sagði að það hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið að Blönduvirkjun hafi verið of snemma á ferðinni. Ákveðið hafi verið að hækka ekki orkuverð þess vegna og því hafi ekki verið hægt að greiða arð síðan árið 1992, en arðgreiðslur síðustu 17 árin nemi alls 583 milljón- um króna, auk 883 milljóna króna í greiðslu ábyrgðargjalda til eigenda, sem líta megi á sem ígildi arðs. Þau ár sem arður hafi ekki verið greidd- ur hafi almenningur verið látinn njóta þess í lágu raforkuverði og þetta lága raforkuverð hafi til dæm- is gert Rafmagnsveitu Reykjavíkur kleift að greiða Reykjavíkurborg meiri arð en ella. Halldór benti á að skipulag orku- mála hefði verið í stöðugri endur- skoðun í nágrannalöndum okkar á síðustu árum með það fyrir augum að auka hagkvæmni. Einkum hafi róttækar breytingar verið gerðar í Noregi og Bretlandi, þar sem þær hafi reynst vel og leitt til lækkandi verðs. Æskilegt sé að hér fari einn- ig fram, fyrr en seinna, mat á því hvort og eftir atvikum hvaða breyt- ingar séu æskilegár á skipulagi raf- orkumála, bæði hvað snertir orku- vinnsluna, dreifinguna og söluna. Það sé hins vegar ekki sjálfgefið að ákveðin leið í þessum efnum skili jafngóðum árangri alls staðar. Komi þar margt til eins og stærð markað- arins og samtenging hans við aðra markaði með frjálsri samkepppni raforkufyrirtækja óháð landamær- um. Halldór sagði að við virkjun Nesjavalla skipti miklu máli að stað- ið yrði að málum með þjóðarhag í huga, en það úrlausnarefni bíði framvindu nýrra stóriðjusamninga og umfjöllunar eigenda Landsvirkj- unar, ekki hvað síst Reykjavíkur- borgar sem sé eigandi jarðhitarétt- indanna. „Óneitanlega hrýs mörgum hugur við þeirri hugmynd að Reykja- víkurborg .skeri sig úr leik með því að yfirgefa Landsvirkjun og fórna markmiðum fyrirtækisins og hlut- verki fyrir lækkun rafmagnsverðs til Reykvíkinga og/eða flýtingu arð- greiðslna til borgarinnar sem óum- flýjanlega hefði í för með sér hækk- anir rafmagnsverðs til landsbyggð- arinnar að öðru óbreyttu. Hvort þetta er það sem koma skal verður ósagt látið, en samkeppni af þessu og öðru tagi þýðir að menn verða að játast því lögmáli hennar að hafa ekki á vísan að róa hvað rafmagns- verðið snertir og sama máli gegnir um afhendingaröryggi orkunnar," sagði Halldór. Vantar heildarstefnumótun Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að það skipulag orku- mála sem við búum við í dag sé að mörgu leyti alveg stefnulaust. Það vanti heildarstefnumótun á þessu sviði og ef horft sé á uppbygginguna á undanförnum árum telji hann að þar hafi tilviljanir oft ráðið meiru en meðvituð stefnumótun. Erlendir ráðgjafar sem hafi skoðað þetta skipulag orkumála hér hafi sagt að það sé hægt að koma við mun meiri hagkvæmni í þessum málum- Það sem hann leggi megináherslu á að komi út úr starfi þeirrar ráðgjafar- nefndar sem hann sé að setja á lag- girnar séu íjögur meginatriði. í fyrsta lagi að það náist meiri hag- kvæmni í raforkukerfinu. í öðru lagi að það verði kannað hvort hægt sé að auka samkeppnina á þessu sviði með það að markmiði að lækka orku- verðið. I þriðja lagi að ákveðinn orkujöfnuður sé ti-yggður í landinu og í fjórða lagi að orkuafhendingin sé tryggð. Finnur sagði að það þyrfti að at- huga hagkvæmni orkuvinnsl.unnar og orkudreifingarinnar. Aukin hag- ræðing ætti síðan að geta orðið til þess að lækka orkuverð. Þess utan væri það alveg ljóst að eins og stað- an væri nú eftir samninginn urh stækkun álversins þá ætti orkuverð til almenningsveitna að geta lækkað um 3% að raunvirði árlega frá alda- mótum samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar að því tilskyldu að það kæmi ekkert nýtt til, en aukin eftirspurn eftir rafmagni á almenn- um markaði og ef til vili ný stóriðja gæti orðið tii þess að þær áætlanir þyrftu endúrskoðunar við. Finnur sagði að auðvitað væru skiptar skoðanir um það hvort skyn- samlegt væri í 260 þúsund manna samfélagi að auka samkeppni í orku- vinnslu. Spurningin væri sú hvort samfélagið væri ekki of lítið til þess að þar yrði komið við samkeppni. Þetta væru sjónarmið út af fyrir sig. Fyrirkomulagið hefði verið þannig að stærstur hluti orkuvinnslunnar hefði verið á einni hendi. Út af fyrir sig væri hann ekki að halda því fram að það fyrirkomulag hefði gengið sérstaklega illa, en þó mætti koma þar við aukinni hagræðingu. Finnur sagðist aðspurður ekki útiloka einkavæðingu. Hins vegar væri hægt að koma við aukinni sam- keppni án þess að grípa til einkavæð- ingar. Fyrirfram útilokaði hann ekk- ert, enda væri nefndin skipuð til þess að móta tillögur um heppileg- asta framtíðarskipulagið í þessum efnum. Eitt af þeim atriðum sem hann legði áherslu á væri verðjöfnun orkunnar og hann teldi að hægt væri að tryggja verðjöfnuð þrátt fyrir einkavæðingu, þótt margir væru á öndverðri skoðun. Hann sagði að ríkisvaldið yrði að sjálfsögðu við þeirri ósk Reykjavík- urborgar að ræða um eignarhald og rekstrarfyrirkomulag Landsvirkjun- ar. Aðspurður hvort hann teldi koma til greina að skipta Landsvirkjun upp sagðist hann vilja skoða það. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegt að Reykvíkingar nytu eignarhalds síns á Nesjavallavirkjun í lægra orkuverði þegar þar væri virkjað, sagði Finnur að þetta væri eitt af þeim atriðum sem hlyti að verða mjög til athugunar í starfi nefndar- innar, þegar framtíðarskipulag í orkumálum væri til umræðu. Suður- nesjamenn hefðu einnig óskað eftir frekara virkjanaleyfi í Svartsengi. Hann hefði ekki svarað þeirri ósk vegna þess að með því væri hann að opna ákveðna möguleika áður en tillögur um framtíðarskipulag í orku- málum lægu fyrir. Finnur sagðist leggja áherslu á að nefndin hraðaði störfum eins og mögulegt væri. Það væri mikilvægt vegna þess skipulagsleysis sem ríkti. Skipulagsleysið lýsti sér í því að alls konar óskir kæmu fram sem margar hveijar gengju þvert á það litla skipulag sem fyrir væri. Þau sjónar- mið væru einnig mög eðlileg að nauðsynlegt væri að hafa sterkt orkufyrirtæki sem gæti boðið erlend- um stórfyrirtækjum orku á hag- stæðu verði. „Það er ekki nokkur einasti vafi að styrkleiki okkar í að ná samningum um stóriðju hefur meðal annars og að mjög miklu leyti byggst á því að Landsvirkjun hefur verið í eigu þessara sterku aðila og verið mjög sterkt fyrirtæki," sagði iðnaðarráðherra að lokum. Verðjöfnun fyrir róða? Hér hefur ekki verið fjallað um hvaða mynd samkeppni á orkusvið- inu gæti tekið á sig. Forstjóri Lands- virkjunar segir að verði samkeppni í framleiðslu og sölu á raforku inn- leidd hér á landi verði ekki fram hjá því litið að verðjöfnun raforkuverðs verði um leið varpað fyrir róða. Iðn- aðarráðherra er á öðru máli. Hann telur að hægt sé að innleiða sam- keppni í orkugeiranum, en halda jafnframt uppi orkujöfnun eins og fyrr sagði. Um þetta skal ekkert fullyrt en einungis á það drepið að ef það viðmið er sett að tiltekinn jöfnuður þurfi að vera í orkukostn- aði landsmanna myndi samkeppni á sviði orkuvinnslu ekki endurspeglast í lægra orkuverði notenda nema að því leyti sem verð lækkaði almennt. Lægra verði eins aðila yrði mætt með jöfnunargjöldum til að notendur stæðu jafnfætis og það yrði því ekki kappsmál fyrirtækjanna að geta boðið orkuna til notenda á sem lægstu verði. Lágt orkuverð myndi því endurspegiast i hag fyrirtækj- anna og þeim arði sem þau gætu skilað eigendum sínum, til dæmis sveitarfélögum. Þá er þeirri spurningu einnig ósvarað hvort fleiri og smærri orku- fyrirtæki verði ekki til þess að minnka möguleika okkar á að ráð- ast í stórvirkjanir og semja við er- lenda aðila um sölu orkunnar. Hafa smærri fyrirtæki bolmagn til að ráð- ast í stórvirkjanir eða hægir á upp- byggingunni vegna þess að skamm- tímasjónarmið fá aukið vægi á kostnað langtímasjónarmiða. Þessi og mörg önnur atriði þarf nefnd iðn- aðarráðherra að taka afstöðu til í starfi sínu. Hitt er ljóst að íslending- ar standa nú á nokkrum krossgötum í orkumálum og að tími virðist kom- inn til að skoða og endurmeta skipu- lag Landsvirkjunar eftir 30 ára starf. ^ nætur frá föstudegi til mánudags allar helgar 1 janúar, febrúar og mars. Valið stendur um W. Úrvalshótelin Hospitality Inn og Central Hotel ■ ' ÆiMBBwSsem bjóða farþega Úrvals Útsýnar velkomna -W áárinu 1996. Verð frá 4 4 740, Innifalið flug, gisting í 3 nætur og skattar. ÚTSÝN Lágmúla 4: st'mi 569 9300, Hafnarfiröi: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: simi 482 1666, Akureyri: sími 462 5000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.