Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1996 ERLENT Vandi Clinton-hjónanna Forsetafrúin sökuð um lygar BANDARÍSKU forsetahjónin stinga saman nefjum. Hillary Clinton var mjög virk í stefnumótun eiginmanns síns. Hún hefur þó breytt mjög um stíl og leggur nú meiri rækt við hefðbundið hlutverk forsetafrúar í Hvíta húsinu. ^BAKSVIÐ BILL Clinton Bandaríkja- forseti hefur sótt mjög í sig veðrið á undan- fömum mánuðum á stjórnmálasviðinu, hann hefur unnið mikilvæga varnarsigra á repúblikönum í innanlandsmálum. Bandaríkin hafa loks tekið það frumkvæði í alþjóðamálum sem bandamenn þeirra lýstu svo lengi eftir. Þrátt fyrir þetta er framtíð forsetans ótraust og það er vegna óveðurskýja sem nú hrannast upp í einkalífinu. Þau helstu eru kennd við Whitewater og svonefnt Trav- elgate; í þeim báðum er Hillary Clinton forsetafrú mjög í sviðs- ljósinu. Svo getur farið að forsetinn verði fyrsti maðurinn í æðsta embætti Bandaríkjanna sem verði að svara spumingum í réttarhöld- um vegna ásakana um kynferðis- lega áreitni. Kona að nafni Paula Jones hefur sakað hann um að hafa leitað á sig. Hin málin áður- nefndu geta þó reynst miklu hættulegri og ljóst þykir að Hill- ary Clinton hafi sagt ósatt um þátt sinn í þeim báðum. Lögfræði- kostnaður vegna þessara mála og rannsókna í tengsium við þau er orðinn svo mikill að talið er að hjónin stefni jafr.vei í gjaldþrot. Clinton-hjónin eru grunuð um að hafa misnotað aðstöðu sína á ríkisstjóraámm Clintons í Arkans- as til að hagnast með ólöglegum hætti á fasteignaviðskiptum. Spilling í Arkansas er alræmd og stjórnmál þar talin gruggugri en í flestum fylkjum landsins. Félagi hjónanna í þessum viðskiptum, James McDougal, átti Madison Guaranty, sparisjóð sem varð gjaldþrota og kostaði það skatt- greiðendur 60 milljónir dollara, nær fjóra milljarða króna. Einnig hefur komið fram að Hillary Clinton virðist samkvæmt innanhússkjölum í Hvíta húsinu hafa beitt sér fyrir því að fólk er annaðist skipulag ferðalaga fyrir starfsfólk forsetaembættisins var rekið á vafasömum forsendum. í staðinn voru ráðnir kunningjar forsetahjónanna frá Arkansas. Forsetafrúin hafði áður vísað því á bug að hún hefði skipt sér af málinu sem nefnt er Travelgate með vísan til Watergate-málsins er felldi Richard Nixon af forseta- stóli. Það þykir einkenna bæði málin að skjöl, sem rannsóknarað- ilar vilja fá í Hvíta húsinu, reyn- ast stundum ekki fáanleg fyrr en seint og um síðir. „Fá að kenna á því“ Árið 1993 fannst aðstoðar- ráðgjafí forsetans í lögfræðilegum efnum og gamall íjölskylduvinur, Vincent Foster, látinn í skemmti- garði í Washington. Var talið lík- legt að hann hefði skotið sig þótt margt þætti undarlegt við málið. Skjöl á skrifstofu hans voru fjar- lægð þegar sömu nótt og ekki afhent fyrr en nokkruin dögum síðar. Vaknaði grunur um að þar hefðu leynst gögn um White- Andstæðingar Bills Clintons Bandaríkja- forseta og eiginkonu hans, Hillary Rodham Clinton, hafa árum saman gert sér mat úr grunsemdum um aðild jeirra að fjármálaspill- ingu. Það er farið að syrta í álinn þegar dag- blaðið The New York Times birtir leiðara þar sem tekið er undir gagnrýnina og heilindi forsetafrúarinnar dregin í efa water-málið sem forsetahjónin hefðu álitið að gætu orðið sér hættuleg. Stórblaðið The New York Tim- es, sem lengi hefur þótt hliðhollt demókrötum, birti nýlega leiðara og einnig grein eftir dálkahöfund- inn William Safíre þar sem fjallað er um forsetafrúna og ásakanir á hendur henni. í leiðara The New York Times segir að rannsókn öldungadeildar- innar á Whitewater-málinu, sem nýlega var hafín á ný, sýni vel vandann sem forsetinn og stjóm hans eigi við að stríða. Kjarni þess sé að forsetahjónin reyni að hindra að sannleikurinn verði leiddur í ljós. Stanslaus undan- brögð og óviðurkvæmileg afskipti þeirra af rannsókn málsins grafí undan trausti almennings á Clint- on og eiginkonu hans. „Við vitum ekki enn hvað verið er að reyna að fela í Hvíta hús- inu. Ef til vill mun sérstakur sak- sóknari [sem skipaður var i þess- um málum] geta svarað því að einhveiju leyti síðar á árinu. Það sem við vitum með vissu er að í fyrri rannsóknum hafa Clinton- hjónin og aðstoðarmenn þeirra gengið eínkennilega langt í að leggja steina í götur rannsóknar- manna Whitewater- og Madison- málanna, sama er að segja um könnun á brotthvarfi skjala Vinc- ents Fosters.“ Blaðið rekur Travelgate-málið. Minnt er á að í minnisblöðum frá 1993 úr fórum Thomas McLarty, sem þá var skrifstofustjóri forset- ans, sé haft eftir David Watkins, er var háttsettur ráðgjafí í Hvíta húsinu, að menn muni „fá að kenna á því“ ef „við grípum ekki til skjótra og áhrifaríkra aðgerða til að uppfylla óskir forsetafrúar- innar“. Blaðið segir að málið virðist fremur vera dæmi um klaufalega hagsmunagæslu en ólöglegt at- hæfí. Á hinn hljóti það að auka grunsemdir Whitewater-nefndar- innar á þingi um að forsetafrúin hafi ekki hreint mjöl í pokanum í öðrum málum. „Sem dæmi má nefna að árið 1994 staðhæfði frú Clinton að aðstoðarmaður hjá Rose Law-lög- mannastofunni [sem Hillary Clinton starfaði hjá í Arkansas] hafi að mestu séð um lögfræðileg störf fyrir Madison-sparisjóðinn. Sl. haust kom fram í vitnaleiðsl- um fyrir nefndinni að störf frú Clinton voru meiri að vöxtum. Hún annaðist meðal annars hluta af vafasömum fasteignaviðskipt- um sem flýttu fyrir hruni spari- sjóðsins. Rannsóknarmönnum var sagt að vinnuskýrslur - þar sem gera mátti ráð fyrir að fram kæmi hvað Clinton hefði verið að gera - hefðu horfið. Er yfirheyrslur öldungadeildarinnar voru yfirvof- andi birtust afrit af vinnuskýrsl- unum eins og fyrir töfra.“ Fleiri dæmi eru nefnd um undarleg viðbrögð og túlkun starfsmanna forsetans á gögnum í málunum; mestu skipti að mikil- væg skjöl hafí ekki komið í leitirn- ar. „Ráðvilltur almenningur hefur því kosningaárið án þess að vera mikið betur upplýstur en hann var í fyrra. Þetta veldur því að rep- úblikanar standa mun betur að vígi en ella, það sem veldur eru tilraunir Clinton-hjónanna til að rugla fólk í ríminu", segir að lok- um í leiðaranum. Föst í lygavef William Safíre starfaði á sínum tíma fyrir Nixon í forsetatíð hans. Safire er vægðarlaus í grein sinni og gefur í skyn að Hillary Clinton sé að festast í eigin lygavef. „Bandaríkjamenn úr öllum hlut- um hins pólitíska litrófs eru að komast að þeirri dapurlegu niður- stöðu að forsetafrú þeirra - kona sem hefur ótvíræða hæfileika og er fyrirmynd margra af sinni kyn- slóð - sé fæddur lygari,“ segir Safire. Hann telur upp nokkur mál sem valdi þessari niðurstöðu. Hillary Clinton hafí skrökvað því að hún hafí hagnast á kaup- hallarbraski 1979 þar sem ágóð- inn virðist hafa verið 10.000%. Hún hafi ekki þorað að viður- kenna að raunverulega hafi hún misnotað aðstöðu sína. Lögfræð- ingur hagsmunaaðila í kjúklinga- rækt í Arkansas hafí í samvinnu við verðbréfasala með skuggalega fortíð séð um viðskiptin, í reynd hafi verið um mútur að ræða, allt að 100.000 dollara eða yfír 6,5 milljónir króna. Safire nefnir einnig Travelgate þar sem forsetafrúin hafi misk- unnarlaust notað sér hollustu starfsmanna sinna til að ljúga að fulltrúum rannsóknaraðila alríkis- lögreglunnar, FBI, um framferði þeirra sem rekið höfðu ferðaþjón- ustuna fyrir Hvíta húsið. Mark- miðið hafi verið að ekki kæmi fram að Hillary Clinton væri hefnigjam pólitíkus sem notaði FBI til að traðka á fólki er verið hefði fyrir þegar hygla þurfti vinum. Um mál Fosters segir dálkahöf- undurinn að nánustu vinir og ráð- gjafar forsetafrúarinnar hafi verið staðnir að ótrúlegu minnisleysi, jafnvel eiðsvarnir. Þeir geti hafn- að í fangelsi fyrir að styðja blekk- ingarnar. Þær hafí ekki verið ástæðulausar; rannsóknarmenn telji að gögn frá Rose Law-stof- unni hafi verið á skrifstofu Fost- ers er hefðu getað sýnt fram á þátttöku frú Clinton í glæpsam- legu athæfi, þ. á m. fasteigna- braski er kostað hafi skattgreið- endur stórfé. Reynt hafí verið að fela hættu- legustu skjölin en ástæðan fyrir því að embættismenn Hvíta húss- ins hafi afhent sum þeirra siðar hafí verið að FBI hafi fundið af- rit af þeim annars staðar, þess vegna hafi menn ekki þorað sýna meiri mótþróa. Sumum skjölum hafi verið leynt nógu lengi til að lagaheimildir til að krefjast þeirra hafi verið fyrndar. Önnur ástæða fyrir afhending- unni sé að ýmsir fornvinir og við- skiptafélagar forsetafrúarinnar séu að snúast gegn henni. Þeir hafí breitt yfir lygar hennar í eig- inhagsmunaskyni en nú ætli þeir að hlíta ráðum lögfræðinga sinna er bendi þeim á hættuna sem fylgi meinsæri. Enginn þurfi að furða sig á því að forsetinn vilji ekki ræða málið til fulls á blaðamannafundi til að hreinsa andrúmsloftið. „Forsetinn og forsetafrúin hafa verið yfír- heyrð af rannsóknarlögmanni hvort í sínu lagi, það væri skyn- samlegt hjá forsetanum og eigin- konu hans að hafa hvort sinn veijanda,“ segir Safire að lokum. • Heimildir: The New York Times og fl. Farið að hitna undir í forkosningabaráttu repúblikana Hver verður keppi- nautur Bob Doles? Des Moines. Reuter. NÍU frambjóðendur í forkosningum repúblikana vegna forsetakosning- anna í Bandaríkjunum í haust ætl- uðu að taka þátt í sameiginlegum sjónvarpsumræðum í gær í Des Moines í Iowa. Talið var hugsan- legt, að þá fengist úr því skorið hver þeirra yrði helsti keppinautur Bob Doles í forkosningunum en hann ber enn höfuð og herðar yfír aðra í skoðanakönnunum. Sigraði í Iowa 1988 Sjónvarpa átti umræðunum um öll Bandaríkin en fyrstu forkosning- ar repúblikana verða í Iowa eftir mánuð. Dole, sem sigraði í Iowa þegar hann tók síðast þátt í for- kosningum 1988, hefur langmest fylgi þar nú samkvæmt könnunum en keppinautar hans segja, að fylgi hans sé ótraust. „Eg hef tekið þátt í mörgum kosningaslag af þessu tagi en aldr- ei vitað jafn lítinn spenning fyrir þeim, sem þó hefur forystuna,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Phil Gramm frá Texas. „Fólk hefur af því vaxandi áhyggjur, að hann geti ekki sigrað Clinton og muni hvort er eð engu breyta þótt hann gerði það.“ Kosningastjórar Doles hafa um þessar mundir mestar áhyggjur af áróðri milljónamæringsins Steve Forbes en hann hefur auglýst grimmt í sjónvarpi og aðallega beint spjótunum að Dole. Forbes er nú í öðru sæti í Iowa samkvæmt skoð- anakönnunum en fréttaskýrendur segja, að hann hafi nógu góð sam- bönd við grasrótina í flokknum en í forkosningum er það yfirleitt harð- asti kjarninn, sem kýs. Snúist til varnar Stuðningsmenn Doles hafa þó áhyggjur af áróðri Forbes, sem berst fyrir róttækum breytingum á skattakerfínu, og hafa snúist til varnar með því að benda á, að hann hafí enga reynslu af stjórnmálum. Þeir Phil Gramm og Pat Buchan- an beijast um annað sætið í Iowa við Forbes en aðrir frambjóðendur að Dole slepptum eru þeir Richard Lugar, Bob Dornan, Alan Keyes og Morry Taylor. Lítið varð úr bylnum Washington. Reuter. MINNA snjóaði á austurströnd Bandaríkjanna í fyrradag en óttast hafði verið en þó nóg til að auka enn á erfiðleikana. Munaði mestu um, að lægðin gekk mjög hratt yfir. Ymiss konar starfsemi stöðvaðist á föstudag vegna snjókomunnar og kannski ekki síst vegna þess, að búist var við meira fannfergi en raunin varð á. Var nýfallni snjórinn aðeins átta sm og síðan rigndi. Veðrið hefur valdið dauða 85 manna að minnsta kosti og hafa allmargir látist vegna hjartaáfall, sem þeir fengu við snjómokstur. Þá eru dæmi um, að fólk hafi látist úr kolsýringseitrun. Hafa þá bílar, fastir í skafli, verið hafðir í gangi og snjóað fyrir útblásturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.