Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ „Kaf“ kveður Shin Bet * Israelar tóku nokkra áhættu með því að ráða „Verkfræðinginn“, sprengjusérfræðing Hamas-hreyfmgarinnar, af dögum segir í grein Sveins Sigurðssonar en líklega mun það ekki hafa nein áhrif á framkvæmd friðar- samningsins við Palestínumenn. T'IRMAÐUR ísraelsku leyni- þjónustunnar, Shin Bet, sagði af sér embætti í síð- ustu viku, tveimur mánuðum eftir morðið á Jitzhak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels. Hafði honum þá borist til eyrna, að hann yrði fund- inn sekur um vítaverða vanrækslu í væntanlegri rannsóknarskýrslu um morðið. Hann skildi þó ekki við stuttan feril sinn sem yfirmaður Shin Bet án þess að vinna sér nokk- uð til frægðar í augum landa sinna. Það hefur líklega verið eitt af hans síðustu verkum að skipa fyrir um og skipuleggja morðið á Palest- ínumanninum Yahya Ayash, „Verk- fræðingnum“, sem svo var kallað- ur, en talið er, að hann hafí sett saman sprengjumar, sem Hamas- hreyfingin hefur notað til hryðju- verka í ísrael. í ísrael er yfirmaður Shin Bet aldrei nefndur réttu nafni opinber- lega og sá, sem nú hefur sagt af sér, var aldrei kallaður annað en „Kaf“. Eru það upphafsstafirnir í skírnarnafni hans en á föstudag upplýsti dagblað í ísrael að hið rétta nafn þessa manns væri Karmi Gill- on. Hafði það áður komið fram í frétt frá fréttaritara bandaríska dagblaðsins The Washington Post í ísrael. Gillon hafði gegnt starfinu í 11 mánuði og var skipan hans mjög umdeild enda er hann aðeins 44 ára gamall. Það má líka kalla það kaldhæðni örlaganna, að í loka- ritgerð sinni frá Haifa-háskóla fjall- aði hann einmitt um það, sem varð honum að falli, öfgastefnur meðal gyðinga. Ekkert aðhafst þrátt fyrir upplýsingar Samkvæmt þeim upplýsingum, sem þegar hafa verið birtar um rannsóknina á morðinu á Rabin, hófst klúðrið hjá Shin Bet löngu áður en Yigal Amir skaut forsætis- ráðherrann á útifundi í Tel Aviv 4. nóvember sl. Nokkrum mánuðum áður höfðu leyniþjónustunni borist nokkuð ná- kvæmar upplýsingar um, að laga- og guðfræðinemi af jemenskum ættum við Bar Ilan-háskólann ætl- aði að ráða Rabin af dögum. Lýs- ingin átti nákvæmlega við Yigal Amir, sem þá þegar var farinn að fylgja Rabin eftir eins og skugginn, en Shin Bet tók hann aldrei til yfir- heyrslu og fór ekki fram á það við heimildamann sinn, að hann gæfi upp nafnið á væntanlegum tilræðis- manni. Þótt hægriöfgamenn meðal gyð- inga hefðu gert nokkrar árásir á ísraelska ráðherra, ráðist með gijótkasti á bíl húsnæðisráðherrans og reynt að neyða umhverfísráð- herrann út af vegi á bíl sínum, greip Shin Bet aldrei til neinna ráðstafana með það í huga, að æðstu ráða- mönnum þjóðarinnar gæti stafað hætta af hatursfullum löndum sín- um. Á útifundinum örlagaríka í Tel Aviv var gæslan eingöngu miðuð við hættuna af arabískum hryðju- verkamönnum. Játa hvorki né neita Af þessum sökum hefur „Kaf“ sagt af sér en í afsagnarbréfínu kvaðst hann mundu beijást gegn hugsanlegum ásökunum um van- rækslu í starfí og reyna að hreinsa nafn sitt. Hvernig sem það tekst er ljóst, að ferli hans á þessum vettvangi er lokið. Hann getur þó huggað sig við að hafa tekist það, sem fyrirrennara hans hafði alltaf mistekist, að ná til „Verkfræðings- ins“, mannsins, sem er sagður hafa staðið á bak við hryðjuverk Hamas- hreyfíngarnar í ísrael en þau hafa i - mm nnir i mmi i'ö m) T'» inin i l'ji 'm njji *7ii ’3 íin m Tphm nnn?K3 m nnm isis 'M ;rt/2?öíi nDrnn j’jnxi IWt TlVl? SU •ftatmsaawKm gtanjrlnsi-irssnw; Tftsumœti jwiOin JiYSXil I ♦vkt rx tfrvz W 'vr&s snry& vz & r&tÞh mrw m riVícs rtye ,tri ícnntHa I |T31‘1'N rsjs nwssn •> ý’sn' cnaýiön 3 *n’?x njan’ dk > Kmi?v pn” MYNDIR af yfirmanni Shin Bet eru ekki birtar' opinberlega nema brenglaðar eins og hér á forsíðu dagblaðsins Maariv. Hér er „Kaf“, sem rettu nafni heitir Karmi Gillon ef marka má frétt- ir dagblaða í Israel og Bandaríkjunum á föstudag, við gröf Yitzhaks Rabins viku eftir útför hans í nóvember. UM 100.000 manns fylgdu Yahya Ayash til grafar. Hér er pal- estínskur drengur með myndir af honum. kostað tugi manna lífið. Að venju hafa ísraelsk yfírvöld hvorki neitað því né játað að hafa staðið á bak við morðið á Ayash en ljóst er af nákvæmum lýsingum á því í ísra- elskum blöðum, að þau hafa fengið fréttirnar beint frá Shin Bet. Shim- on Peres, forsætisráðherra ísraels, viðurkenndi það líka óbeinum orð- um þegar hann sagði sl. mánudag, að ef einhver teldi, að hann gæti óáreittur myrt tugi ísraelskra borg- ara, þá væri það misskilningur. Yahya Ayash, sem var efnaverk- fræðingur að menntun og Yitzhak Rabin varð fyrstur til að kalla „Verkfræðinginn", var í felum á Gaza og þrátt fyrir margar tilraun- ir hafði ísraelsku leyniþjónustunni aldrei tekist að hafa hendur í hári hans. Að þessu sinni tókst það þó og nú með aðstoð palestínsks kaup- sýslumanns á Gaza, Kamals Hammads, en sagt er^ að hann hafi verið á mála hjá ísraelum í langan tíma. Farsími að gjöf Kamal Hammad vissi sem var, að Ayash var í felum hjá frænda hans, Usama Hammad, og dag einn kom hann færandi hendi og gaf honum farsíma, sem Usama þáði með þökkum. Nokkru síðar bar svo við, að síminn í íbúðinni varð sam- bandslaus af einhverjum ástæðum og þegar faðir Yahya Ayash, Abu Ayash, vildi hafa tal af syni sínum varð hann að hringja í farsímanúm- erið. „Pabbi, hvernig hefurðu það,“ sagði Ayash og síðan varð allt hljótt. Örsmá en afar öflug sprengja, sem leyndist í farsíman- um, hafði sprungið. Usama Hammad segir, að höfuð- ið hafi tæst af Ayash í sprenging- unni en rétt áður hafði hann veitt athygli ísraelskri flugvél, sem flaug fremur lágt yfír Gaza. ísraelsku blöðin geta sér til, að sprengjan hafi verið sprengd með merki frá flugvélinni strax og ljóst var, að Ayash var í símanum. Faðir Ayash segir, að þegar sam- bandið rofnaði hafi hann hringt aftur og hafi þá verið svarað á hebresku: „Því miður er númerið upptekið í augnablikinu. Reynið aftur.“ PLO, Frelsissamtök . Palestínu- manna, hafa skipað, að Kamal Hammad verði handtekinn hvar sem til hann næst en ísraelsku og palestínsku blöðin segja, að Shin Bet hafí greitt honum 65 milljónir króna fyrir og útvegað honum falskt vegabréf. Telja sumir, að hann sé nú þegar kominn til Banda- ríkjanna þar sem sonur hans býr. Útreiknuð áhætta Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, lofaði Ayash sem fallna hetju og margir þeirra 100.000 manna, sem fýlgdu honum til graf- ar, sóru að hefna dauða hans grimmilega. Á því áttu ísraelar líka von og þeir vissu hvaða áhættu þeir tóku þegar þeir réðust gegn Ayash. Gidon Ezra, sem varð undir í baráttunni við „Kaf“ um yfirmanns- embættið í Shin Bet, telur raunar, að morðið á Ayash eigi sinn þátt í, að „Kaf“ sagði af sér. Með tilliti til friðarsamninganna við Palesínu- menn hafi einfaldlega verið talið betra, að maðurinn, sem réð Ayash bana, væri ekki lengur við stjórnvöl- inn í leyniþjónustunni. ísraelskir sérfræðingar í hryðju- verkum segja, að morðið á Ayash hafí verið útreiknuð áhætta og telja, að það muni í sjálfu sér ekki hafa nein áhrif á fyrirætlanir Hamas- hreyfingárinnar né á framkvæmd friðarsamninganna við Palestínu- menn. Arafat hefur líka gert það lýðum ljóst, að haldið verði áfram á sömu braut. Samkvæmt fréttum í ísraelsku dagblöðunum er nú Palestínumað- urinn og Hamas-félaginn Mo- hammed Deif óvinur ríkisins númer eitt. Er hann sagður stýra hryðju- verkahópi á Gazasvæðinu og dag- blaðið Haaretz segir, að innan Shin Bet sé þegar hafin „vinna í hans máli“. r r Utsalan hefst á morgun • Utsalan hefst á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.