Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 39 I DAG ÁRA afmæi. í dag, miðvikudaginn 17. janúar, er sjötíu og fimm ára María Elín Guð- brandsdóttir, húsmóðir, i Kópavogsbraut 1A, j Kópavogi. Eiginmaður hennar er Garðar Sigurðs- son. Þau hjónin taka á móti gestum í sal Sunnu- hlíðar, Kópavogsbraut 1A, kl. 20 á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 17. janúar, er fimmtugur Dið- rik ísleifsson, bílamála- meistari og trésmiður, Digranesheiði 39, Kópa- vogi. Eiginkona hans er Kristín Áslaug Guð- mundsdóttir, sjúkraliði. Þau hjónin taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs milli kl. 17 og 20 í dag, afmælisdaginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. nóvember sl. í United Christian Church, Livermore, Californiu, Rebeeca Cosby og Guð- mundur Már Engilberts- son. Heimilisfang þeirra er 15912 Camrian Dr. San Leandro, CA 94578, USA. < < < I I I BRIDS Með morgunkaffinu Umsjón Guðmundur Páll Arnarson BRIDSSAMBAND Austur- lands stóð fyrir sveita- keppni á Höfn um síðustu helgi, þar sem keppt var um réttinn til að spila á íslandsmótinu. Fimmtán sveitir börðust um kvóta Austfirðinga, sem er fimm sveitir, en fyrsta sætinu náði lið frá Eskifirði og Reyðarfirði undir forystu Aðalsteins Jónssonar. Slemman hér að neðan vakti nokkra umræðu á mótinu: Norður ♦ KDG832 V 4 ♦ ÁG ♦ K1072 leið til að fá þessa um- hverfisvænu fjölskyldu til að borða afganga. Eg bý til rétt úr þeim sem ég kalla „Endurvinnslu í grasrótinni" og allir borða hann með bestu lyst. HÖGNIHREKKVÍSI i I I I 1 I I ' Vestur Austur ♦ Á1094 ♦ - V 10953 IIIIH V D763 ♦ KD8 111111 ♦ 10965432 ♦ 86 ♦ D4 Suður ♦ 765 V ÁKG8 ♦ 7 ♦ ÁG953 Sumir spiluðu sex lauf, ýmist í norður eða suður. Ef farið er rétt í trompið, vinnst slemman í norður, en tapast í suður með spaðaútspili. En sex spaðar eru betri slemma. Liggi trompið sómasamlega (2-2 eða 3-1), er nóg að lauf- drottningin komi blönk eða önnur, en ef ekki, má enn gera út á hjartagosann. Á einu borði varð suður óvænt sagnhafi í spaðaslemmunni og fékk út tígulkóng. Hann spilaði spaðakóng úr borði í öðrum slag, en vestur tók strax á ásinn og lagði niður tíguldrottningu. Suður varð að trompa og hlaut þá að gefa annan slag á spaða. En suður á athyglisverða vinningsleið. Hann byq'ar á því að spila hjarta heim á ás og síðan trompi á kóng- inn. Vestur gerir best í því að dúkka, en þegar sagn- hafi sér leguna á hann krók 4 móti bragði. Hann spilar laufi og svínar gosanum. Hendir svo tígulgosa niður ■í hjartakóng og spilar trompi. Dúkki vestur aftur, kemst suður heiip á iaufás til að spila tromþinu í þriðja sinn og gefur þá aðeins á spaðaásinn. Þetta er hins vegar ekki endilega besta spilamennsk- an. Sagnhafi fórnar nefni- lega möguleikanum á að svína í hjartanu, sem hann þarf kannski að nýta sér ef trompið liggur vel en laufið illa. En auðvitað á hann enn möguleika á að fella hjarta- drottninguna þriðju. LEIÐRÉTT Árétting vegna greinar um skipulag hálendis í GREININNJ „Hálendið skipulagt" í Morgunblaðinu síðast liðinn sunnudag var texti inni á korti sem gat boðið upp á misskilning og því rétt að skýra málið ftet- ur. í fýrsta lagi var í feit- letri inni á kortinu talað um afmörkun miðhálendisins vegna svæðaskipulags. Heppilegra hefði verið að orðið afmörkun hefði verið geymt innan gæsalappa, því enn má heita að línur séu ófrágengnar og talað hefur verið um „ímyndaða línu“ í viðræðum hags- muna- og framkvæmdaað- ila. í öðru lagi er í mynda- texta talað um fjórþætta skiptingu miðhálendisins sem unnið hefur verið út frá. Þess ber að geta, að skiptingin á kortinu er eftir náttúrufari á svæðinu, en það kom ekki fram í mynda- textanum. Pennauinir ÞRETTÁN ára indversk stúlka búsett í Qatar'með áhuga á söng, dansi og teikningu: Monali Ray, c/o Mr. S.K. Ray, Doha, Qatar. FIMMTÁN ára Ghana- piltur með áhuga á bóka- lestri, ferðalögum o.fl.: Gerald Essuman, P.O. Box 108, Oguaa, Gliana. STJÖRNUSPÁ cftir Frances Drakc STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Ef þú trúir á það sem þú ert að gera getur ekkert stöðvað þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú eignast nýja vini í dag. Þótt þú viljir fara eigin leið- ir, ættir þú að varast óþarfa ágreining við ættingja. Naut (20. april - 20. maí) Þér gengur vel að koma áhugamálum þínum á fram- færi árdegis. Þú ættir ekki að ræða við ókunnuga um velgengni þína í fjármálum. Tvíburar (21. maí- 20. júní) 5» Þér gengur vel í vinnunni þótt starfsfélagi sé með óþarfa afskiptasemi. Festa og lipurð í samningum greiða götu þína. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þú afkastar miklu í dag, og þér semur vel við ráðamenn. Smá ágreiningur getur kom- ið upp í vinnunni vegna ógreiddra reikninga. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Hlustaðu vel á góð ráð.sem þér eru gefin varðandi vinn- una. I kvöld sækir þú skemmtilegan mannfagnað, sem tengist vinnunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér gremst eitthvað, sem gerist í vinnunni í dag, en samband ástvina er mjög gott. Skemmtu þér í vinahópi í kvöld. vw (23. sept. - 22. október) Vinur er með hugmynd, sem þarfnast nánari athugunar. Þú íhugar þátttöku í nám- skeiði til að bæta stöðu þína í vinnunni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9<(0 Þér líkar ekki hugmynd starfsfélaga um lausn á erf- iðu verkefni, og fínnur betri leið til árangurs. Vinur reyn- ist hjálplegur. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ÉtO Þú getur skroppið í spenn- andi ferðalag án þess að það setji fjármálin úr skorðum. Sumir íhuga þátttöku í nám- skeiði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Áður en þú tekur mikilvæga ákvörðun varðandi vinnuna, ættir þú að hlusta á góð ráð ástvinar. Þú þarft á hvíld að halda í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) tíh, Hugsaðu þig vel um áður en þú tekur tilboði um freist- andi viðskipti. Ekkert liggur á. Þú geftur gefTð vini góð ráð. Fiskar (19. febrúar-20. mars) lóSn Hafðu ekki áhyggjur af and- mælum starfsfélaga varð- andi ákvörðun þína í dag. Þeir sjá fljótlega að þú hefur á réttu að standa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Stórútsala byrjar í áag Mikil verðlœkkun Góðir i leikfimina MERCURV Stærðir: 36-41 Mjög léttir Fjaðrandi sóli VERD AÐEINS 3.480 SKÖUERSLUN KÚPAU0GS HAMRAB0RG 3 SÍMI 554 1754 Póstsendum samdægurs • 5% staðgreiðsluafsláttur Q FYRIR BYRJENDUR - Teppi 4x3 tímar, Kennt er einu sinni í viku, mánudaga eða miðvikudaga kl. 7.00-10.00 á kvöldin. Hægt er að velja um teppi með bjálkakofa (t- og Cabin) munstri, ástarhnút (Lovers Knot) og sól og skugga ((Sunshine and Shadow). Teppi eru öll unnin með skemmtilegri tækni með rúlluskera, reglustiku og skurðarmottu. FRAMHALDSNÁMSKEIÐ - 4 teppamunstur 4x3 tímar. Kennt er einu sinni I viku, fimmutdaga, kl. 7.00—10.00 á kvöldin. Aðferðir við eftirtalin munstur: Falinn brunnur (Hidden Wells), Ohio Star, tvöfaldur brúðarhringur (Double Weddingring) og ananas (Pinapple). Allar aðferðir kenndar (þ.e.a.s. ein hvert kvöld) og unnar á fljótlegan máta með skurðartækni í fyrirrúmi. DÚKKUGERÐ -RUGLAOA RÚNA (NÝ DÚKKA) - 2x3 tlmar. Kennt er 2 þriðjudagskvöld kl. 7.00—10.00. ELDHÚSHLUTIR - sem passa hver með öðrum. 4x3 timar. Servéttubox, tehetta, hæna, pottaleppar, veggmynd, eldhúshandklæði o.fl. Kennt er 4fimmtudagskvöld kl. 7.00-10.00. BAÐHERBERGISHLUTrn -heíldarsamræmi í litavali. 4x3tímar. ' llmdúkka, setuhlíf, „fi6sue box“, gæs o.fl. Kennt er 4.þriðjudagskvötd Jd. 7.00-10.00. VEGGTEPPANÁMÍSKEIÐ - 3x3 tímar. Kðflnt. 3 miðvikudagskvold kl.7.00-10,00. PÁSKAHLUTIR C FL SÍÐAR. CJVIRKA . 'i' %Sími 568-7477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.